Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 23. maí 1957 Meðalvegur Gomulka GOMULKA, forsætisráðherra Póllands, hélt nýlega ræðu, sem mikla athygli hefur vakið. — Innan kommúnista- flokksins pólska er sterkur hóp- ur, sem krefst þess, að ótrauðlega verði haldið áfram á þeirri braut að koma á frjálslegri stjórnar- háttum í landinu. Gomulka tók þennan hóp manna harkalega aft- ur úr skaftinu í ræðu sinni. Ef þessir menn eru ekki gammála meirihluta flokksins, er bezt að þeir afhendi flokksskírteini sín og fari nú þegar, sagði hann. Það er ekki hægt að veita lýð- ræðisleg réttindi í Póllandi nema í hlutfalli við styrk kommúnista- flokksins, eins og hann er á hverj- um tíma, sagði Gomulka enn- fremur. Hann lagði megináherzlu á að flokkurinn yrði að standa saman, en hann væri í hættu, ef reynt yrði að ganga lengra á þeirri braut, sem farin hefði ver- ið eftir stjórnarbreytinguna í fyrra. Eina ráðið til að halda flokknum saman og lama óvini kommúnistaflokksins, er að tak- marka lýðræðisleg réttindi, sagði Gomulka. Hann lofaði að mál- frelsi mætti njóta sín innan flokksins sjálfs, en ekki víðar. Það var mikið ósamræmi milli þessarar ræðu og þeirrar sem Gomulka hélt, þegar þingið kom saman í október síðastliðnum, en þá barðist hann á móti þvingun- um Rússa, sem herveldi þeirra í landinu stóð þá á bak við í október hvatti hann til breytinga í frjálslegri átt en nú hamaðist hann á móti þeim, sem vildu halda áfram á þeirri braut og kallaði þá í fyrirlitningartón, „endurskoðunarmenn". Þá lá við uppreisn allrar þjóðarinnar og það var gagnvart þeirri stað- reynd, sem Gomulka stóð upp og orð hans þá mótuðust af því ástandi, sem í landinu var. Það kom fram hjá Gomulka, að hann teldi að Pólverjar hefðu nú gengið eins langt og þeir gætu án þess að eiga á hættu sömu örlög og Ungverjar og var raun- ar að heyra, að þjóðin mætti vel vera ánægð með það sem hún hefði fengið. Gomulka nafn- greindi þrjá menn, sem hann vítti fyrir „borgaralegar tilhneiging- ar“. Það voru þeir Leszek-Kola- kowski, ungur háskólakennari í heimspeki við háskólann í Varsjá, sem náði mikillL lýðhylli fyrir baráttugreinar í blöðum á s. 1. ári, Roman Zymand, sem er rit- stjóri við vikublaðið Po Prostu, og Viktor Woroszylski, sem er ritstjóri Nowa Kultura, en það er málgagn rithöfundasambands- ins. Þessir menn eru í tölu oddvita hinna frjálslyndari manna í Pól- landi. Gomulka viðurkenndi að borg- aralegt lýðræði veitti mótstöðu- mönnum sínum meira frelsi en kommúnistaríki gerðu en bætti því við, að barizt hefði verið fyr- ir þeim rétti „um aldaraðir". Gomulka hrósaði mjög Sovét- ríkjunum og Kína, enda væru þau beztu bandamenn Pólverja. Sagði hann að hernaðaraðgerðir Rússa gagnvart ungversku þjóð- inni hefðu verið „óhjákvæmileg- ar til að varðveita frið og öryggi allra kommúnistalanda". Um sama leyti og þessar fregn- ir bárust um ræðu Gomulka, kom svo frétt um að hann hefði látið til skarar skríða gegn „stalinist- um“ í flokki sínum. Mest þóttu þau tíðindi að Gomulka hefði rekið stalinistann Ochab úr mið- stjórn flokksins. Jafnframt voru tveir fylgismenn Gomulka tekn- k í miðstjórnina en annar var þekktur rithöfundur, Morawski að nafni. í þessu sambandi kom til átaka milli Gomulka og Mijal nokkurs, sem er fyrrverandi ráð- herra. Taldi Mijal að Gomulka væri kominn í vasa kaþólskra og stefndi að „endurreisn kapital- ismans“ í landinu. Gomulka svar- aði og lýsti því yfir, að hann teldi stefnu stalinistanna jafn íorkastanlega og stefnu „endur- skoðunarmanna“. Hvorugir ættu rétt á sér — það væri hin „pólska leið til sósíalisma", sem fara ætti. Gomulka styrkir nú persónu- lega aðstöðu sína innan flokks- ins meir og meir. Hann berst á tveim vígstöðvum — gegn frjáls- lyndi annars vegar og gegn stalinistum hins vegar. Gomulka ætlar sér að rata milliveginn milli hins austræna og vest- ræna. — Gomulka byggir á því, að ef hann láti of mjög und- an frjálslyndari öflum, sé hætta á að Pólland fari sömu leið og Ungverjaland. Ef hann hins veg- ar hallist of mjög til austurs sé hætta á uppreist í landinu. Aðvaranir Gomulka til hinna frjálslyndu og brottrekstur stalin istanna eru dæmi þess hvernig Gomulka þræðir nú sinn þrönga veg. Við þurfum uð byggju fiski- mjöls- og síldurverksmiðju Sfutt samfal við Jóhann Magnússon trá Neskaupstað UNDANFARNA daga hefir dvalizt hér í bænum Jóhann Magnússon frá Neskaupstað. Þar rekur Jóhann síldar- söltun og er það eina síldarsöltunin í Neskaupstað. Mbl. náði tali af Jóhanni skamma stund og spurði hann frétta að austan, hvað þaðan væri markverðast að heyra. Jóhann Magnússon Framkvœmdastjóri þýzks slysavarnafélags í heimsókn UNDANFARNA daga hefir dvalist hér á landi þýzkur maður að nafni Berber-Gredner. Er hann framkvæmdastjóri þeirrar deild- ar þýzka slysavarnafélagsins, sem annast björgun úr sjávarháska. Er hann hingað kominn til þess að heimsækja Slysavarnarfélag Is- lands. Berber-Credner hefir látið gera sérstaka útgáfu af kvik- mynd þeirri er Óskar Gíslason tók af björguninni við Látrabjarg, og ritað litla bók um það björgunarafrek, og eru bæði myndin og bókin mjög kunn í Þýzkalandi. AGÆT MYND Hin samþjappaða þýzka útgáía myndarinnar þykir mikið lista- verk úti í Þýzkalandi og hefur hún og höfundur hennar Óskar Gíslason hlotið mikið lof. Hefur myndin verið sýnd í fjölmörgúm skólum. Þýzka textann skrifaði Berber-Credner sjálfur og vann að styttingu myndarinnar. Hefur Slysavarnafélag íslands fengið nokkur ókeypis eintök af mynd- inni til sinna afnota. Berber- Credner kom að miklu leyti hing að til lands til þess að sjá stað- inn þar sem myndin var tekin og togarinn Dhoon strandaði. YFIR STRANDSTAÐINN Fór Björn Pálsson með hann í flugvél sinni yfir bjargið og strandstaðinn og lenti síðan á Hvallátrum, þar sem Berber- Credner hitti allmarka af þeim mönnum, sem við þetta frækilega björgunarafrek unnu, þá Þórð Jónsson, Ásgeir Erlendsson, Daní el Eggertsson og Ólaf Halldórs- son. Hafði hann sérstaklega vilj- að hitta þá alla saman, þá líka Hafliða Halldórsson, Andrés Halldórsson og Bjarna Snæbjörns son. Þótti framkvæmdastjóra þýzka slysavarnafélagsins mjög mikið til fararainnar koma og hvað sig aldrei hafa grunað hve björgunin við Látrabjarg hefði verið ein- stakt þrekvirki, þótt sér hefði áður verið ljóst að hún væri mik- ið afrek. Hungurdauði KARACHI, 20. maí. — Pakistan- stjórn hefur sent mörg þúsund tonn af korni til Austur-Pakist- an, þar sem ríkir hin mesta hung- ursneyð. 45 milljónum manna er ógnað af hungurvofu þessari, en allt er gert, sem í mannlegu valdi stendur, til að bæta úr matar- skortinum. — Þetta er í annað skiptið á níu mánuðum, sem hungursneyð ríkir í Austur-Pa- kistan. — Atvinnulífið hjá okkur fyrir austan hefir verið heldur dauft í vetur, sagði Jóhann, vegna þess mikla óhapps, sém við urðum fyrir að bæjarútgerðartogarinn skyldi farast, svo sem kunnugt er úr fregnum. Það hefir að vísu bætt úr skák, að við höfum fengið nýjan og ágætan togara í staðinn, hinn nýja Gerpi, en þrátt fyrir það hafði atburðurinn lamandi áhrif á atvinnuna í bænum. Norðfirð- ingar eru ánægðir með Gerpi, hann er mjög gott og vandað skip og þykir afburða-gott sjó- skip. En afli togara í vetur hefir verið mun rýrari en í fyrra, svo afkoman er ekki sérlega góð. Nú er Gerpir farinn á veiðar á Græn landsmið og líklegt er að hann haldi e. t. v. einnig til Hvíta- hafsins og stundi þar veiðar um skeið. * Á FÆRI Bátarnir komu nokkru fyrr heim af vertíð, en áður og nú stunda allmargir bátar færaveið- ar. Afli hefir verið heldur treg- ur hjá þeim bátum, það sem af er, en atvinnan hefir farið vax- Rússneskur verksmiðjutogari við landið FÆREYSKA blaðið 14. septem- ber, segir frá því að hér við íslandsstrendur hafi togaramenn séð stóran rússneskan togara að veiðum. Hefur hið færeyska blað þetta eftir blaðinu Austurlandi, sem kommúnistar á Norðfirði halda úti. Heimildarmenn eru sagðir skipverjar á togaranum Gerpi, sem eftir frásögn blaðs- ins munu vera þeirrar skoðunar að um hafi verið að ræða einn hinna fljótandi verksmiðjutogara, um 3000 tonna skip, sem vinna úr öllu sem aflast jafnóðum. Eru 80 konur á þessum rússnesku risatogurum og vinna við fisk- flökun, sem fer fram undir þilj- um. sb’rifar úr daglega lifinu Ibréfi frá Ferðalang segir: Nú er vorið komið og sumar- ferðalög innanlands og utan að komast í algleyming. lengi vel urðum við íslendingar að svala útþrá þeirri sem okkur er í blóð borirt með því að lesa ferðaminn- ingar og frásagnir hinna tiltölu- lega fáu útvöldu, sem áttu þess kost að heimsækja ókunn lönd og lýði. Nú er orðið þykir það hins vegar ekkert tiltökumál þótt norðlenzkur bóndi sjáist á baki úlfalda suður í Sahara, skrif- stofustúlka bregði sér vestur um haf í heimsókn til vinkonu sinnar eða hópur skólanemenda fari at- an og komi heim með „sjö landa sýn“. — Svona hefir þetta breytzt með hinum stórauknu samgöng- um, batnandi afkomu fólks og fyrirgreiðslu hinna ýmsu ferða- stofnana. — Draumurinn er orð- inn að veruleika. Mjög er það misjafnt, hvernig fólk vill helzt ferðast. Sumir leggja aðaláherzluna á að fara sem víðast, sjá sem allia flest, aðrir vilja heldur fara rólegar í sakirnar, athuga hlutina nánar og nota ferðina sér til skemmtunar og hvíldar í senn. Mörgum þykja hópferðirnar skemmtilegastar, aðrir kjósa heldur að fara sinna eigin ferða, ferðast á eigin spýtur — þar á meðal ég, sem þessar línur skrifa. — Þó brá ég út af venjunni s.l. sumar og brá mér í hópferð frá ferðaskrif- stofunni „Útsýn“. Mig langaði til að vita, hvernig slíkt ferðalag væri. Leiðin lá allvíða: — til Parísar, Sviss, Austurríkis, Suð- ur-Þýzkalands og heimleiðis norður Rínardalinn. Þetta var í stuttu máli dásamleg ferð, ferða- félagarnir ágætt fólk, ferðin prýðilega skipulögð og farar- stjórinn okkar, Ingólfur Guð- brandsson frábær í sínu starfi, svo að allir í hópnum voru á einu máli um að ekki yrði á betra kosið. Skal þó vissulega nokkuð til að geta sinnt hinum margvís- legu óskum og áhugamálum hvers og eins í sundurleitum 30 manna hópi, svo að öllum líki. — Að verulegu leyti hlýtur það að vera undir fararstjóranum komið, hvernig til tekst með slíka ferð. Hann þarf að vera vel að sér, stjórnsamur lipur og hjálpsamur í senn. Alla þessa kosti fannst okkur fararstjórinn okkar hafa til brunns að bera, enda heyrðist aldrei kvörtun eða óánægjuorð í hópnum. Má það einstakt heita. Því stakk ég nú niður penna að mig — og ferðafélagana alla langar til að þakka sérstaklega þessa ánægjulegu ferð. Þeim tíma og fé sem hún tók var sannarlega vel varið. „ Ferðalangur". andi og má nú heita góð. Netja- bátarnir eru flestir hættir veið- um, m. a. Goðaborg og Gullfaxi og Hrafnkell er víst um það bil að hætta. Afli þeirra hefir verið góður. Allir fara bátarnir á síld sumar og verða þeir um 10 talsins. — Líkar ykkur ekki vel að hafa fengið svo vandað og full- komið sjúkrahús í bæinn? — Yfir því eru allir mjög ánægðir, og þá er ekki minni ánægja manna á meðal með lækna- og hjúkrunarliðið. Mjög mikil aðsókn hefir verið að sjúkrahúsinu nýja síðan það tók til starfa og margir uppskurðir verið framkvæmdir þar. Það er gífurlegt öryggi sem í því felst fyrir íbúa Neskaupstaðar að hafa svo fullkomið sjúkrahús í bæn- um og reyndar fyrir Austfirð- inga alla. Frá flestum fjörðum sækir fólk til sjúkrahússins, en áður fyrr fóru flestir sjúklingar suður til Rvíkur, í sjúkrahúsin þar. Er það vel, að hið nýja sjúkrahús skuli nú vera tekið til starfa. AFKOMA GÓD Tíðarfar hefur verið mjög gott í vetur, og tún eru nú farin að grænka. Ekki varð ég var við að minnzt væri neitt á heyleysi manna í vetur og mun flestum hafa vel búnazt. Segja má að afkoma manna I Neskaupstað sé heldur góð. Þar er nú á fjórtánda hundrað, íbúa, og stendur sú tala nokkurn veg- inn í stað. Lítið sem ekkert ber á húsnæðisvandræðum og allmörg íbúðarhús eru nú í byggingu. * FISKIMJÖLS- OG SÍLDARVERKSMIÐJA — Hver eru helztu nauðsynja- málin að þínum dómi sem nú ber nauðsyn til að hrinda í fram- kvæmd austur þar? — Helzt vildi ég minnast á fiskimjöls- og síldarverksmiðju. Okkur er mjög nauðsynlegt að fá fiskimjölsverksmiðju, sem starfaði í sambandi við fyrsti- húsið í Neskaupstað, til þess að vinna togarafiskinn og bátafisk- inn. Um það hafa verið ráða- gerðir uppi og vonandi er að bygging hennar geti hafizt hið allra fyrsta. Þá væri og mjog æskilegt að byggja síldarverk- smiðju. Síldin virðist alltaf vera að færa sig austar og austar, og væri nauðsynlegt að hafa litla verksmiðju í Neskaupstað til þess að taka við aflanum. Oft er það á sumrin sem síldarsöltun- arstöðin annar ekki þeim afla sem að berst og bátarnir verða jafnvel að fara til Eskifjarðar eða Fáskrúðsfjarðar með aflann. Það er óhagstætt og væri mjög æski- legt að hafa verksmiðju sem tek- ið gæti við afganginum og nýtt hann. 44 létust KANSAS CITY, 21. ma: — Mikill hvirfilvindur gekk yfir Kansas City í Missourifylki í gær. Sein. ustu fregnir herma, að a.m.k. 44 hafi beðið bana í hamförunum og yfir 200 slasazt meira og minna. Mestar urðu skemmdirnar í bæ einum skammt fyrir sunnan borg ina sjálfa. í alla nótt voru hjálp- arsveitir önnum kafnar við að grafa særða og látna úr rústun- um. Vindurinn rauf allt rafmagns samband við bæinn og olli það lögreglu og björgunarliði miklum erfiðleikum. Neyðarástandi hefir verið lýst yfir í fylkinu af þess- um ástæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.