Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. maí 1957 MORGU'NBLAÐIÐ 15 — Minningarorð — Stefanía Thorarensen Það mun mörgum þykja ó- maklegt og það með réttu, að hvergi sé minnzt Stefaníu frá Hróarsholti, eins og hún oft var nefnd af vinum hennar og kunn- ingjum, nú þegar ævi hennar er öll. Hún andaðist hér í bæ 14. febr. sl., kominn hátt á níræðis- aldur. Stefanía var fædd 19. okt. 1869 að Ólafsvöllum á Skeiðum, og var hin sjöunda í röð þrettán syst- kina. Hún átti til stórmenna að telja í báðar ættir. Faðir hennar var sr. Stefán Stephensen prest- ur á Ólafsvöllum 1864—1885, síð- an prestur á Mosfelli í Grims- nesi til 1900, er hann lét af prestsskap. Faðir hans var sr. Stefán á Reynivöllum, Stefáns- sonar, Stephensens amtmanns á Hvítárvöllum. —• Móðir sr. Stefáns á Mosfelli var Guð- rún dóttir sr. Þorvalds Böðvars- sonar í Holti. — Kona sr. Stefáns á Mosfelli og móðir Stefaníu var Sigríður dóttir sr. Gísla ísleifs- sonar í Kálfholti, alsystir sr. ís- leifs í Arnarbæli. Stefanía ólst upp hjá foreldr- um sínum á Ólafsvöllum og flutt ist með þeim 16 ára að aldri að Mosfelli. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum á Ytri-ey. Yar þar bæði bóklegt nám, hannyrðir og húsmæðranám. Hljóðfæraleik nam Stefanía í heimahúsum og síðar hjá Jónasi Helgasyni tón- skáldi og organista. Iðkaði hún hljóðfæraleik langt fram eftir ævi og var um tíma kirkju- organisti. Á þeirrar tíðar mæli- kvarða var Stefanía vel menntuð kona, enda var hún vel gefin til líkama og sálar. Árið 1893 giftist Stefanía Sig- fúsi Thorarensen, Skúlasonar læknis að Móeiðarhvoli, Vigfús- sonar sýslumanns að Hlíðarenda, en móðir Sigfúsar var Ragnheið- ur dóttir sr. Þorsteins Helgason- ar í Reykholti. Þau Sigfús og Stefanía reistu bú að Holtakotum í Biskupstung- um og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þaðan að Hróarsholti í Flóa, þar sem þau bjuggu í full- an aldarþriðjung, þar til þau brugðu búi 1929 og fluttúst til Reykjavíkur. Leigðu þau fyrst í fjögur ár hjá Helga Bergs, en fluttust síðan til dóttur sinnar, Sigríðar ljósmóður og manns hennar, Guðna Árnasonar verzl- unarstjóra. Þar héldu þau sitt eigið heimili. Hjá þeim dvöldust þau upp frá því til dauðadags. Sigfús andaðist 1937, tæplega sjö- tugur að aldri. 1 Hróarsholti vann Stefanía sitt aðalævistarf. Þar var hún húsfreyja á stóru heimili sín beztu manndómsár. Þar ól hún upp börn sín, og þar hlúði hún að foreldrum sínum af mestu ást- úð og nærgætm síðustu æviár þeirra. En þau dvöldust á heim- ili hennar síðustu níu árin, sem þau lifðu, frá 1913 til 1922. Það ár önduðust þau bæði í hárri eUi. Þau Sigfús og Stefanía bjuggu rausnarbúi í Hróarsholti, enda er jörðin mesta vildisjörð. Sig- fús var framfaramaður og mundi ekki hafa orðið eftirbátur, ef bú- skaparaldur hans hefði enzt fram á þann tíma véltækni og fram fara, sem nú stendur yfir í sveit- um landsins. Hann var sá fyrsti í sinni sveit, sem keypti skil vindu. Hann var og einn fyrsti maður þar um slóðir, sem eign- aðist sláttuvél. í Hróarsholti var tvíbýli og sambýli gott. í hinum bænum bjó Guðmundur Guð- mundsson og Guðrún Halldórs- dóttir. Þær Guðrún og Stefanía voru tryggðavinkonur og verður varla svo minnzt annarrar, að ekki sé hinnar getið. Bæði voru heimilin vel efnuð, myndarbrag- ur á öllu, gestkvæmt oft og gest- risni mikil. Sýndi Stefanía það oft í því sem mörgu öðru, að hún taldi hvorki eftir sér spor né handtök í þarfir annarra, enda var hún alla tíð starfsöm og starfsglöð, reiðubúin til hjálpar þeim, sem með þurftu, og vildi öllum vel gera. Þau Sigfús og Stefanía eignuð- ust sjö börn, þrjá sonu og fjórar dætur, og eru fimm þeirra á lífi. Dáin eru Skúli, sem aðeins varð tveggja ára, og Ragnheiður, sem dó árið 1942. Hún var gift Guð- mundi Ágústssyni frá Birtinga- holti, og áttu þau þrjá sonu. Á lífi eru Sigríður, gift Guðna Árnasyni, sem áður er sagt, og eiga þau tvær dætur; Steinunn, búsett við Ölfusá, gift Boga Thórarensen frá Kirkjubæ, og eiga þau sjö börn; Kristín, búsett á Hellu, gift Þórði Bogasyni, börn þeirra eru fimm. Þá eru bræðurnir tveir, búsettir hér í bæ: Stefán lögregluþjónn, ekkju- maður, var kvæntur Oddnýju ísfeld, og áttu þau einn son, og loks er Helgi, kvæntur Soffíu Jónasdóttur, og eiga þau tvo sonu. Barnabörn Stefaníu eru því alls tuttugu ,og er það mannvæn- legur hópur. Barnabarnabörnin eru þegar orðin allmörg. Og þannig heldur lífið áfram. Börn Sigfúsar og Stefaníu ól- ust öll upp heima hjá þeim í Hróarsholti og unnu heimilinu, þegar þau höfðu þroska til. En þar komu fleiri við sögu, sem dvöldu þar langdvölum og festu tryggð við þau hjónin. Systur- dóttir Stefaníu, Ragnheiður Ing- varsdóttir, fluttist þangað með afa sínum og ömmu sjö ára að aldri og ólst þar upp sem ein af systkinahópnum. Af hj úum þeirra hjóna skal aðeins nefna Guðrúnu Jónsdóttur, sem kom til þeirra innan við fermingu og var síðan í þeirra þjónustu í full 30 ár og vann þeim af einstakri tryggð og hollustu. Stefanía var traustlynd og vinföst, hreinskilin og hispurs- laus, þreklunduð og þýðlynd í senn, glöð í fasi og skemmtileg í viðræðu og kunni vel að meta það, sem broslegt var og til gam ans mátti verða, til léttis í alvöru Skrifstofu- lífsins. Trúkona var hún einlæg og fylgdist vel með skoðunum og kenningum, sem fram komu í þeim efnum á hennar löngu æfi, valdi þar og hafnaði af fullri ein- u.rð og lét ekki mannasetningar viila um fyrir sér. í öðrum efn- um íylgdist hún einnig vel með, las mjög mikið, ekki sízt síðari árin, eftir að um hægðist og heim iiisönnum var af henni létt. Hún héit góðri sjón fram til hins síð- asta, en heyrnin var biluð fyrir löngu og loks farin að mestu. Þeir eru margir enn ofan mold- ar, sem þekktu Stefaníu og liöfðu af henni náin kynni. Er þar fyrst að telja fjölmennan hóp afkomenda og skyldmenna og annarra venzlamanna. Auk þeiira voru vinirnir margir og kunningjarnir. Öllum þeim hefur hún eftir látið góðar og hugljúf- ar minningar. Hvenær sem henn- ar er minnzt, glaðnar og birtir í hugum þeirra, sem þekktu hana bezt. Og enda þótt slíkar minning- ar eigi fyrir sér að glatast og gleymast og fara smátt og smátt í gröfina með þeim, sem þær eiga nú, mun áhrifa langrar ævi og göfugs mannlífs gæta lengur en menn viti, því að vissulega mun allt það, sem góður maður eða göfug kona hefur gert og sagt af góðum hug, „bera af sér fræ x nýjar sálir“. Af ávöxtum þeirra frækorna fá komandi kynslóðir veganesti. Freysteinn Gunnarsson. Frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar Ef einhverjir félagsmenn eru enn óráðnir og óska að komast á báta eða togara, hafið þá samband við skrifstofu félagsins, sem er opin frá kl. 5—6 dag- lega, að Vesturgötu 10. — Sími 9248. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknum um sumardvöl barna verður veitt móttaka í skrif- stofunni Thorvaldsensstræti 6, dagana 28. og 29. maí kl. 10—12 og 1—6. Börn fædd árin 1950, 1951 og 1952 koma eingöngu til greina. Reykjavíkurdeild R.K.Í. Stúlka óskast til afgreiðslu Kjötbúðin Langholfsveg 17 Sími 80585 maður eða stúlka óskast. Þarf að hafa Verzlunar- skóla- eða hliðstæða menntun eða góða æfingu í starfinu. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist Morgunblaðinu fyrir 27. þ.m. merkt: „Stundvís — 5002“. Vanan afgreiðslumann og afgreiðslustúlku vantar í matvörubúð. — Tilboð merkt: Reglusemi — 5337, sendist Mbl. fyrir mánudag. Nýkomnar Svartar kvendragtir Ásbjörn Ólafsson hf. Grettisgötu 2A . • Hugtnyndasamkeppni um skipulag á Klambratúni Frestur til að skila uppdráttum í hugmyndasam- keppni bæjarráðs Reykjavíkur um skipulag á Kambratúni hefur verið framlengdur til 11. júní n.k. Ber að skila Sveini Ásgeirssyni, skrifstofu borgarstjóra, uppdráttunum fyrir kl. 15 nefndan dag. Þeir, sem kunna að óska, geta enn fengið af- henta uppdrætti og keppnisskilmála. BORGARSTJÓRL Uppboð Samkvæmt ákvörðun skiptafundar 18. maí 1957 í fé- lagsbúi Ingileifar Hallgrímsdóttur og Gunnars Pálsson- ar, Lynghaga 13, hér í bænum, verður húseignin nr. 13 við Lynghaga í Reykjavík, eign félagsbúsins, seld við opinbert uppboð, sem fram fer á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 29. mai 1957, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Stúlka vön saumaskap óskast strax. C A R I T A HF. Garðastræti 6, III. hæð. Fullorðin stúlka óskast til glasaþvotta. Reykjavíkur Apotek Atvinna Stúlka óskast til starfa í pylsugerð. Kjöt & Grænmeti Snorrabraut 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.