Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 116. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Laugardagur 25. maí 1957
MORCVNBLAÐIÐ
n
öllum ógleymanlegt. Þar rísa
vatnssúlurnar upp eftir hljóm-
falli tónlistarini.ar í margbreyti-
legu litskrúði, sem vonlaust er
að reyna að lýsa. Svo er ekki
úr vegi að snæða í kjallara ráð-
hússins — en við innganginn gef-
ur að líta steinmynd af Bakkusi,
sem hefir meiri áhrif á nokkrum
augnablikum en klukkustundar
ræður heitustu templara. Þessi
kjallari á sína sögu og þar er
við haldið gömlum erfðavenjum.
«d$  STERKIR LITIR Á
PICCADILLY
Ef þú ert í London og átt leið
eftir Piccadilly, sem er í hjarta
borgarinnar, kemstu ekki hjá
því að koma auga á íslenzku
ferðaskrifstofuna þar. Hreinir
og sterkir litir skera sig úr hinu
steingráa, hefðbundna umhverfí
á skemmtilegan hátt. Þarna er
líka mikið að gera. Fjöldi fólks
kemur nær daglega til að leita
upplýsinga um landið og mögu-
leikana á að ferðast þangað. Bréf
unum rignir einnig yfir og hafa
þau alls orðið um 170 á einum
degi.
Reynt er að veita öHum úr-
lausn með því að senda þeim
pésa með upplýsingum um
landið og þeim, sem ákveðnir
eru i að* ferffast hingað" er veitt
sú aðstoð, sem hægt er. En það
er sama sagan; hótelskortur-
inn hér heima er okkur f jöt-
ur um fót í þeirrl viðleitni að
gera Island að ferðamanna-
landi.
Auk Flugfélags íslands standa
Ferðaskrifstofa ríkisins og Eim-
skipafélag íslands að ferðaskrif-
stofunni í London.
® ® ®
Hvarvetna í þessari ferð nutu
blaðamennirnir frábærrar fyrir-
greiðslu fulltrúa Flugfélagsins,
fyrst Birgis Þórhallssonar í
Kaupmannahöfn en síðan Birgis
Þorgilssonar í Hamborg og loks
Jóhanns Sigurðssonar í Lundún-
um. —
AHir, sem þurft hafa að leita
Vilhjálmur frá Skáholti:
Blóð og vín, Ijóð
Gluggarnir á Vickers Viscount flugvélunum eru stórir og út um
þá sést mjög vel.
til
upp em-
um munni um, að þar séu réttir
menn í réttum stað — og mér er
kunnugt um, að þeir hafa aflað
sér virðingar meðal erlendra
starfsbræðra.
Það er ekkert vafamál, að með
kaupum Flugfélags íslands á hin-
um   tveimur   þrýstiloftsknúnu
Vickers Viscount-flugvélum hef-
it verið stigið stórt skref í sam
göngumálum okkar. Forráða-
menn íslenzkra flugmála hafa
sýnt mikinn stórhug, sem öll
þjóðin hlýtur að fagna.
— Þbj.
I Eimreiðinni, 1949, ritaði ég
fáein orð um ljóðabók þessa höf-
undar, er hann nefndi Sól og
menn. Sagði ég þar m.a. að hann
hugsaði oft djúpt og að ég gerði
ráð fyrir að hann ætti eftir að
yrkja ljóð, er af bæru, mundi
hann hafa hæfileika til þess.
Eg tel nú að Vilhjálmur hafi,
með mörgum þeirra ljóða, sem
í þessari bók eru, sannað, að þessi
von mín var á rökum reist. Hér
hefur skáldið sýnt, að hann get-
ur gert mjög vel og unnið efnið
í listaverk, sem af bera. Þegar
frá eru talin beztu Ijóðskáld vor,
en þau má telja á annarar hand-
ar fingrum, stendur Vilhjálmur
frá Skálholti næstur þeim, ásamt
fáeinum öðrum. Að undantekn-
um fáeinum kvæðum — svo sem
rímleysunum — eru í þessari bók
mjög vel kveðin og ágætlega
hugsuð kvæði. Skoðun mín er sú,
að þau „skáld" sem ekki geta
orkt kvæði eftir íslenzkum regl-
um ættu að láta það yera. Órím-
uð „kvæði" eru ekki kvæði, það
eru heimspekilegar hugleiðing-
ar, ef á annað borð er nokkurt
vit í þeim samsetningi. Það getur
verið skáldskapur, en er ætíð
prósa. Kvæði má ekki nefna
slíkt.
Fyrsta kvæðið í bókinni,
Sæktu þín gull er mjög gott,
kannske bezta kvæðið í bókinni.
Yfir höfuð eru kvæðin þunglynd-
isleg og bölsýni Vilhjálms er
augljós. Hann hefur litla trú á,
að úr þessu rætist. Hann er ólík-
ur Steini Steinarr í því, að Steinn
lýkur raunar sjaldan við kvæði,
heldur snýr öllu upp í grín eða
einhverjar skrýtnar setningar,
sem koma á óvart og breiða yfir
bölið og eymd mannlífsins. Þetta
gerir Vilhjálmur sjaldan eða
aldrei, hann er jafn svartsýnn og
vonlítill fram úr. Hann segir „að
sá í veröld oft er maður mestur
sem minnist þess að hann er ekki
neitt (kvæðið Litill maður).
Þetta ér gömul og góð kenning,
að maður skuli deyja sjálfum sér,
en lifa í trúnni á ^betri tilveru
síðar, og sælir eru þeir sem þá
trú öðlast. — Það er satt, mann-
lífið er oft grimmt, hart og misk-
unnarlaust án háleitra hugsjóna
og vona, — sem hljóta að vera
eina úrræðið fyrir þá, sem nokk-
uð hugsa.
Skáldið Vilhjálmur frá Skál-
holti hefur barizt áfram gegn
andstreymi, stundum legið ná-
lægt falli, en þó ekki fallið. Hann
á eftir að öðlast meira víðsýni,
út úr ólgu blóðs og víns. Hann
er skáld og á vonandi eftir að
yrkja sín beztu kvæði ennþá.
Þorsíeinn Jónsson.
SJÓMANNADAGURINN í Hafn-
arfirði verður í ár haldinn með
svipuðu sniði og venjulega. Há-
tíðahöldin hefjast með guðsþjón-
ustu kl. 11 f.h. Þá verða hátíða-
höld á Óseyrartúni að venju.
Verður þar reiptog, pokahlaup og
einnig verður róðrarkeppni. —
Dansleikir verða í öllum sam-
komuhúsum um kvöldið.
Höfum enn til sölu nokkur
Ljósprentunartæki
einnig
,DICTAPHONA", eldri og nýrri gerð.
Selst mjög ódýrt.
HÉÐINN
Sveinn  Sæmundsson,  blaðafulltrúi  Flugfélagsins  og  Ilolmiríour  Gunnlaugsdóttir,  yfirflug-freyja,
ræöast við  um borð  í „Hrimfaxa",
Orgelsjóður Akraneskirkju
Nýlega hefur veriö .myndaður
Orgelsjóður Akraneskirkju. Stofn-
endur sjótSsíns eru Árni B. Sigurös-
eon, málarl og kaupma$ur á Akra-
nesi, og átta börn hans: Einar, Sig-
urður, ÞurltSur, Leirlaugur, Árni
I>órir, Hreinn, Hallgrímur og Rut.
Sjóðurinn er stofnatiur metS 10 bfia.
krónum og er þao* minningargjöf,
"bundin nafni konu Árna og móöur
barnanna, Þóru Einarsdóttur. Þöra
lézt 7. jönl 1939, aíSeins fertug aö
aldri, frá sínum stóra barnahópi.
Hún var felagslynd, prúo' og ljuf I
vitSmali og öllum kær, sem höfðu
kynni af henni. Þóra haföi fallega
eöngrödd, unni kirkju sinni og söng-
1 kirkjukór Akraneskirkju 1 mörg-
Ar. Gjöfin er einnig til minningar
um foreldra hennar, Einar Ásgeirs-
»on MÖller, og Geirlau^u Kristjáns-
dóttur, og foreldra Árna, Siguið
Jónsson og Þuríði Árnadóttur. Áttu
oau hvorutveggja hjón langan og"
merkan starfsdag- á Akranesi. Einar
Möiler var hringjari 1 Akranes-
kirkju um langt arabil, góður söng-
ttiaður og mjög lengi I kirkjukðrn-
\xnu
Ég vil metS llnum þessum færa
Árna B. Sigurössyni og börnum
hans innilega þökk fyrir gjöfina
fyrir hönd safnaðarins á Akraneál
og I eigin nafni. Hefur hann og þau
á fagran hátt minnzt konu sinnar
og móður metS þessari minningar-
gjöf, foreldra og tengdaforeldr a,
afa og ömmu, me6 því sörstaklega
ao hún er helguð þeim stað, sem
var þeim öllum svo kœr, og þar sem
þau áttu margar af sínum sæiustu
stundum I lífinu. Þökk sé ykkur,
gótSu vinir, fyrir hugsunina, sem
liggur að baki hinni myndarlegu
gjöf.
Áformað er, að Akraneskirkja
eignist á nálægum tlma vandað
pípuorgel, og hefur sóknarnefnd,
stjórn kirkjukórsins, organleikari
kirkjunnar, safnaðarfulltrúi oj?
sóknarprestur tekið höndum sam-
an til að vinna því máli brautar-
gengi. Er ekki að efa, að söfnuður
kirkjunnar bregðist vel við, þegar
til hans verður leitað I þvl máli.
Ég vil benda á fordæmi Árna B.
Sigurðssonar og barna hans. Ef til
vlll eru elnhverjir fleiri, sem vilja
minnast ástvina sinna á sama hátt
og þau. Orgelsjóðurinn er í hönd-
um gjaldkera kirkjunnar, Jóns Sig-
mundssonar, Laugarbraut 3, Akra-
nesi. Vinsamlegast komið gjöfum
ykkar  til  hans.
Akranesi, 28/3 1957.
JÓn M.  t.uojr.iisN.in.
Ferming
Ferming í Grindavik, 26. niaí:
Drengir:
Bjarni Kristinn Garðarson,
Sólbakka.
Gylfi Þórðarson, Bræðratungu.
Hreinn  Sveinsson,  Hraunhamri.
Stúlkur:
Agnes Jóna Gamalíelsdóttir,
Stað.
Alma Þorvarðardóttir, Lágafelli.
Ásta Karlsdóttir, Ási.
Guðrún Sigurðardóttir,
Sólheimum.
Jenny Klara Jónsdóttir, Artúni.
Kolbrún Einarsdóttir, Asgarði.
Þurkaðir ávexiir
Sveskjur
40/50; 70/80; 80/90 og pakkar
Epli
25 lbs. kassar
Blandaðir
venjuleg blanda
ÚRVALS blanda
Verð mjög hagstætf
CLaaerí ^J\riótiánóóon Cv  C-o. h.f.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16