Morgunblaðið - 04.09.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.09.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. sept. 1957 MORCVISBIAÐIÐ 11 Bom þÁTTUR J^ciievciict ► —> i \ y y y y > y y y y y y y y y y y ► y Kalevala. Fyrri hluti. 168 bls. Karl ísfeld íslenzk- aði. Bókaútgáfa Menning- arsjóðs, Reykjavík 1957. ÚTGÁFAN á Kalevala-þýðingu Karls ísfeld er merkur bók- menntaviðburður á Islandi. Þá höfum við loksins fengið á ís- lenzku einn af dýrgripum heims- bókmenntanna, verk sem er lík- lega skyldara fornbókmenntum okkar en nokkurt hliðstætt verk, eins og síðar skal vikið að. Þýð- ingin, sem út kom á dögunum, er aðeins tæpur þriðjungur finnsku Kalevala-kvæðanna, en vonandi verður þess ekki mjög langt að bíða, að við fáum verkið í heild á íslenzku. Karl ísfeld hefur stytt verkið talsvert í þýðingu sinni, og má raunar lengi um það deila, hvort það sé rétt. Verkið er þannig til- komið, að vel má verja stytta þýðingu, auk þess sem mikið er þar af endurtekningum, sem fella mátti niður að skaðlitlu. Hins vegar orkar tvímælis um annað. T.d. finnst mér fráleitt að sleppa einni af þremur raunum, sem Louhi drottning í Pohjola leggur fyrir Lemminkáinen. Karl lætur hann handsama elginn og reyna að drepa svaninn á svarta fljót- inu, en sleppir eltingaleik hans við rauða hestinn, og er þó aug- ljóst, að talan þrír skiptir hér nokkru máli. Þá hefði ég og kos- ið, að þýðingar á samtölum væru fyllri, að ég nú ekki tali um hina mergjuðu lýsingu á því, hvernig Váinámöinen brýzt út úr móður kviði. En þetta eru kannski smekksatriði, sem pexa má um. Yfirleitt er þýðing Karls ísfeld gerð með miklum glæsibrag, og er mikið vafamál, að betri þýð- ing sé til á öðrum tungum að því er snertir hrynjandi og kunn- áttusamlega notkun stuðla og ríms. Karl notar jöfnum höndum innrímw hálfrím og endarím, og gefur það verkinu mikla hljóm- fegurð. Finnar, sem ég hef lesið kafla úr þýðingunni fyrir, hafa sagt mér, að hljómfallið sé ná- kvæmlega hið sama og í finnsk- unni. Hins vegar skal ósagt lát- ið, hvort málið er jafnhástemmt og tyrfið í frumtextanum, en mér finnst það fara þessu forna meistaraverki vel. Kalevala er miðaldaverk, þótt það kæmist ekki á bókspjöld fyrr en á síðustu öld. Kvæðin höfðu gengið manna á milli öldum sam- an, kannski raskazt eitthvað í meðförum, en kjarni þeirra, hug- myndaheimurinn, er eldforn, þótt sums staðar gæti kristinna áhrifa og þá einkum í lokakaflanum. ★ ★ ★ Það er finnski læknirinn Elias Lönnrot (f. 1802), sem við meg- um þakka það, að Kalevala er til í núverandi mynd sinni. Á há- skólaárum sínum fékk Lönnrot áhuga á finnskum þjóðkvæðum og tók að safna þeim út um lands byggðina. Hann skrifaði doktors- ritgerð um hetjuna Váinámöinen árið 1827 og gaf síðan út nokkur þjóðkvæði undir nafninu „Kan- tele“ á árunum 1829—31. Árin 1833—53 var Lönnrot læknir í hinu afskekkta Kajana-héraði, og á þessum árum safnaði hann meginhluta Kalevala-kvæðanna. Árið 1853 var hann skipaður prófessor í finnskum bókmennt- um og málvísindum við háskól- ann í Helsinki. Hugmyndina um að steypa öll- um þjóðkvæðunum saman í einn kvæðabálk fékk Lönnrot ekki strax í upphafi. Hann áleit hent- ugra að gefa út sjálfstæða kvæða bálka, sem hver hefði sína sér- stöku hetju og þungamiðju. En á einni af ferðum sínum árið 1833 fékk hann eins konar inn- blástur. Hann heyrði einn kvæða manninn fara með þjóðkvæði um ýmsar hetjur í einum samfelld- um bálki. Þegar honum var sagt af öðrum kvæðamanni, að milli margra stefja í þjóðkvæðunum væri augljóst samband, datt hon- um í hug, að e.t.v. mætti tengja þau öll saman. Þetta sama ár gaf hann út kvæðabálk um Váiná- möinen, þar sem allar aðrar hetj- ur Kalevala-kvæðanna koma fram. Lönnrot sá um þrjár stórar út- gáfur á Kalevala. Hin fyrsta var 16 kviður, önnur 32 kviður og hin síðasta 50 kviður. Hann lézt árið 1884 og var þá viðurkenndur „faðir finnskra nútímabók- mennta“. Verkefni Lönnrots var ekki auðvelt, því honum var snemma ljóst, að kvæðin voru ekki hlutar af upphaflegri heild, heldur sund urlaus brot, sem hver kvæðamað- ur skeytti saman að eigin vild. Þetta nefndi Lönnrot „rétt kvæðamannsins" og skilgreindi hann svo: „það er rétturinn til að raða kvæðunum eftir því, hvað saman á“. Þannig leit hann líka á sitt hlutverk. Hann var kvæðamaður alveg eins og hinir. Þeir höfðu tekið við kvæðum úr höndum forfeðra sinna, en munur inn var aðeins sá, að hver kvæða- maður kunni einungis ákveð- inn hluta kvæðanna, en Lönnrot hafði safnað þeim öllum. Hins vegar ber að leggja áherzlu á það, að hann áleit „rétt kvæða- mannsins" ekki vera „skálda- rétt“, þ. e. a. s. mönnum var leyfilegt að raða kvæðunum að vild, en þeir máttu ekki yrkja þau eða breyta þeim. Hinn forni uppruni kvæðanna var skilyrði þess, að Kalevala gæti orðið þjóð kvæðabálkur Finna. Pæyndar tengdi hann saman atburði með eigin vísum, en þær skipta engu máli, enda er það talið víst, að j hvert einasta kvæði í Kalevala sé | að finna einhvers staðar í þjóð- | kvæðunum. Hins vegar er ein kviða í Kalevala oft soðin sam- an úr 10 eða 20 kvæðabrotum. Lönnrot fór mjög frjálslega með efnið, tengdi saman stef og atburði, gerði eina persónu úr mörgum og samdi jafnvel nýjar kviður, þegar þess var þörf. T.d. á 38. kviðan í Kalevala þar sem Ilmarinen fer í annað sinn til Pohjola, enga hliðstæðu í þjóðkvæðunum. En Lönnrot sauð hana saman úr þjóðkvæða- brotum til að tengja saman kvið- urnar um smíði Sampo og rán Sampo. Lönnrot hafði ekki aðeins fag- urfræðileg markmið, þegar hann setti saman Kalevala. Markmið hans var líka fræðilegt. Honum var í mun að safna saman á einn stað fróðleik um lifnaðarhætti og hugmyndir forfeðranna, siði þeirra og trú. Mörg kvæðin hafa að geyma langa kafla um þessi efni, og þá einkum brúðkaups- kvæðin. Talið er, að um þriðjung- ur Kalevala sé fyrst og fremst fræðilegs eðlis, Þetta gerir það að verkum, að atburðarásin stöðvast og kvæðin verða langdregin. Kalevala-bálkurinn virðist miklu lengri en hann í rauninni er. Hann samsvarar aðeins um tveim þriðju hlutum Ilíongkviðu. Þá eru og hinar tíðu endurtekningar þess valdandi, að kvæðin verða óþarflega langdregin. Kalevala-bálkurinn á það sam- merkt við Eddu-kvæðin, að hann fjallar bæði um guði og menn, þó með ólíkum hætti sé. Helzta hetja Kalevala er Vainámöinen, leiðtogi Kaleva-þjóða. Hann er fyrst og fremst fjölkunnugur vitringur, gæddur vizku ellinnar og mikilli töfrakunnáttu. Hann er líka mikill söngvari og hefur veikleika listamannsins gagnvart kvenlegri fegurð. En hann er jafnframt framtakssamur og hug prúður athafnamaður. Bróðir hans er Ilmarinen, listasmiður- inn, sem byggir töfragripinn Sampo. Hann er hinn hlédrægi, „þröngsýni" heimilismaður, sem þekkir lítið til hins stóra heims Hann elskar konu sína heitt og hefur ánægju af vinnu sinni. Hann er hagur handverksmaður, en ekki listamaður. Þegar hann reynir að smíða sér nýja konu eftir dauða konu sinnar, gertiur hann ekki gætt hana lífi. Þegar hann hefur smíðað sól og tungl fyrir fólk sitt, getur hann ekki gefið þeim ljós. Þriðja hetja Kalevala-ljóðanna er Lemminkáinen (sonur Lempi „ástarinnar"), Don Juan finnskra þjóðkvæða, hinn kærulausi og ó eirni ævintýramaður. Hann hef- ur mörg gælunöfn, svo sem Kauko (Kaukolainen, Kauka- mieli), sem er útlagt „sá sem þráir fjarlæga staði“ eða „hinn stolti“. Lemminkáinen elskar Kylliki eða Kylli, eyjardísina, rænir henni og tekur sér fyrir konu Váinámöinen veiðir á færi sitt, en kastar útbyrðis aftur, þar sem hann ber ekki kennsl á hana. En þegar hún er sloppin, segir hún gamla manninum, hver hún er, og er hann sleginn djúpri sorg. Móðir hans huggar hann og segir honum að fara til Pohjola, þar sem stúlkurnar séu miklu fall- egri. Hann leggur af stað, en Joukahainen nær hefndum á hon n. Váinámöinen fellur í hafið og velkist þar í 8 daga, þangað til örn nokkur bjargar honum og ber hann til Pohjola. í Pohjola eða Pohja (,,norður“) eða Sariola eða Pimentola (pimeá, ,,myrkur“), sem um sumt minnir á Niflheim, ríkir Louhi eða Ilpotar, norn ein mikil, sem stjórnar baráttu þjóðar sinn- ar við Kaleva-þjóðina. Kuldinn er helzta vopn hennar, og beit- ir hún því óspart. Hún á dóttur, sem Váinámöinen verður ást- fanginn af, en móðir hennar gef- ur hana engum nema þeim, sem smíðað geti töfragripinn Sampo. Váinámöinen verður að ná í II- marinen bróður sinn til að smíða gripinn og hlýtur hann dóttur drottningar. Margir hafa reynt að skýra, hvað Sampo hafi í raun- inni verið. Flestir eru þeirrar skoðunar, að hér hafi verið um að ræða eftirsóttan grip vegna áhrifa hans á gróður jarðar, t.d. mynd af Frey eða eitthvað svip- að. Auk þessara meira eða minna mennsku persóna eru svo guðirn- ir. í upphafi Kalevala-bálksins Eitt af málverkum Gallen-Kallela, byggt á Kalevala. þrátt fyrir mótmæli móður hans. Hann er mjög afbrýðisamur vegna hennar, og þegar hún fer út að dansa með hinum stúlk- unum á eynni, reiðist Lemmin- káinen og ákveður að fara norð- ur til Pohjola að berjast. Þar verður hann ástfanginn af dótt- ur Louhi drottningar og biður Um hönd hennar. Hann verður að vinna þrjú þrekvirki, áður en hann fái hennar: handsama elg Hiisis (djöfulsins), ná hinum eld- spúandi hesti og skjóta svaninn á Tuonela, hinu svarta fljóti dauð ans, sem rennur umhverfis Tu- oni, nástrendur. Hann nær elgn- urn og hestinum, en þegar hann ætlar að skjóta svaninn, er hon- um fleygt í óna af hirði nokkr- um, og hún ber hann til Tuoni, þar sem hann er hlutaður í átta stykki af syni Tuonis. En móðir hans sér örlög hans í sýn og fær vitneskju um það hjá sólinni, hvar hann er niður kominn. Hún gerir sér hrífu og slæðir ána með henni, þangað til hún finnur alla átta hluta sonar síns. Síðan lífg- ar hún hann með töfraþulum og töfrasmyrslum. Margt í þessari frásögn ber keim af sögnunum um Herakles og Jason í grískri goðafræði og af ánni Styx sem rennur umhverfis Hades, hvort sem hér er um sameiginlegar arfsagnir að ræða eða hreina til- viljun. Þá ber að nefna kappann Jou- kahainen, sem ber lægra hlut fyrir Váinámöinen í söngva- keppni og lofar að gefa honum systur sína Aino („hin eina“, „hin útvalda“), en hún getur ekki hugsað sér að yfirgefa heimili sitt, enda þótt móðir hennar telji um fyrir henni. Hún fer niður að ströndinni að baða sig og hverfur í öldur hafsins. er sagt frá sköpun heimsins. II- matar, dóttir loftsins (ilma, ,,loft“), er orðin þreytt á einver- unni og hverfur til hafsins, þar sem vindarnir gera hana þung- aða. í 700 ár reikar hún um haf- ið, en getur ekki alið barn sitt. Hún skapar landið, en barnið vill ekki fæðast. Þá tekur fóstrið ráðin í sínar hendur og brýtur sér braut úr móðurkviði. Þannig kom Váinámöinen í heiminn. Hér má líka sjá hliðstæðu við sög- una um Leto og fæðingu Apollons í grískum goðsögnum. Þá er það frjósemisguðinn Sampsa, sem sáir frækornum allra trjátegunda, en eikin vill ekki gróa, fyrr en sjórisinn Turs- as (þurs?) beitir kunnáttu sinni. En þá vex eikin svo ógurlega, að hún þekur himin allan, þannig að hvorki sól né tungl ná að skína. Er hér ekki hliðstæða við Yggdrasil? Váinámöinen nær hins vegar í aðra sjávarveru, sem heggur tréð til jarðar. Mestur guða er Ukko (öldung- urinn) eða Jumala (guð, skapar- inn), sem býr ofar skýjum og hefur þrumur og önnur veðra- öfl að vopnum. Hann veitir gæfu og gengi, verndar akra og ræður fram úr hverjum vanda. Flest það, sem hér hefur verið rakið í örstuttu máli, er að finna í fyrsta þriðjungi Kalevala. Síð- an segir í löngu máli frá brúð- kaupi Ilmarinens og hefndum Lemminkáinens vegna þess að honum var ekki boðið í brúð- kaupið. Þá kemur hinn gullfagri Kullervo-bálkur, sem segir frá bræðravígum og dapurlegum ör- lögum kappans Kullervo. Þar gæt ir mjög áhrifa úr sögnum Gamla testamentisins, en mest svipar Kullervo til Sveins Dúfu. Þessi bólkur er að heita má sjálfstæð- Þar breytist hún í fisk, sem ur og tekur yfir sex kviður í Kalevala. Eftir það segir enn frá viðskiptum þeirra bræðra, Váiná- möinens og Ilmarinens, við Louhi og lýð hennar. Þeir hafa Sampo á brott með sér eftir að Váiná- möinen hefur sungið alla Pohj- ola-búa í svefn við undirleik hins töfrum magnaða hljóðfæris síns, kantele. En þeir eru cltir og verða að berjast við lýðinn úr norðri. Kaleva-þjóðin sigrar, en Váinámöinen týnir lýru sinni og Sampo sekkur í hafdjúpin og brotnar. Eftir langa baráttu vinn ur Váinámöinen loks endanlegan sigur á Pohjola-búum og fagnar sigrinum með Ijúfum söngvum. í síðustu kviðu Kalevala segir frá meyjunni Marjatta (hún dregur bæði nafn af Maríu guðs- móður og marja ,,ber“). Hún svelgir trönuber og elur son. Barnið hverfur, en finnst í mýrar flæmi. Móðirin fer með það til gamals manns til að láta skira það, en gamli maðurinn biður um umhugsunarfrest. Váiná- möinen kemur á vettvang og leggur til, að barnið verði borið út, en barnið átelur hann fyrir svo miskunnarlausan dóm. Barn ið er skírt og kjörið konungur Kirjála, en Váinámöinen fer úr landi sorgum mæddur. Áður en hann fer, heitir hann þjóð sinni, að hann skuli gera henni nýja Sampo, nýja kantele og nýtt ljós. Hann byggir sér bát úr söngv- um og siglir til heimkynna milli himins og jarðar. En hann skilur eftir söngva sína og kantele sem skilnaðargjöf. ★ ★ ★ Kalevala er ekki hetjuljóð i sama skilningi og Ilíonskviða, Niflungaljóð eða Söngur Rolands. Það fjallar ekki um aðalborna menn, sem eru skör hærra en al- þýða manna. Kalevala-kvæðin eru þjóðkvæði bænda á svipað- an hótt og Eddukvæðin og ís- lendingasögurnar eiga rætur sín- ar í lífi bóndans. Hetjurnar í Kalevala eru að vísu glæsilegri en menn gerast almennt, en þær lifa sama hversdagslífi og alþýð- an, rækta jörðina og sinna heim- ilinu. Lífi bændanna er lýst í breiðum dróttum, siðum þeirra, vinnu, helgihaldi og hugsunar- hætti. í veggjum bændabýlanna hanga vopnin, en til þeirra er að- eins gripið þegar þörf krefur. Eins og í íslendingasögum er mannvit í hávegum haft í Kale- vala-kvæðunum.. Váinámöinen neitar að berjast við Joukaha- inen. Lemminkáinen berst ekki við Pohjolainen, fyrr en þeir hafa att kappi um kunnáttu sína é töfraþulum og orðið jafnir í þeim kappleik. Hetjan er fyrst og fremst Tietája, vitringur. Styrk- ur hennar er í mannviti og þekk- ingu ó töfraþulum. Náttúran er full af dularfullu lífi, og það er beint samband milli náttúrunnar og mannsins. Hins vegar eru allar lýsingar í Kalevala ótrúlega áþreifanlegar. Allt virðist þar byggt á nákvæmri athugun. En hver lýsing felur jafnframt í sér atburð, hreyfingu, þ. e. a. s með hverri lýsingu er atburðarásinni fleygt fram: kvæðin staðna ekki; þó eru brúð kaupskvæðin undantekning. Eins og háttur er íslendingasagna er sálarlífinu oft lýst með sérstöku látbragði: þegar hetjan er hnugg- in, hengir hún hausinn og „Iæt- ur hattinn hallast“, eða hún brestur í grát. Gráturinn í Kale- vala er sérlega áberandi. Þar grætur allt: karlar og konur, tré og blóm, bátarnir og jafnvei fiskarnir í sinni votu veröld. Hins vegar er lítið um væmni í Kale- vala, nema þá helzt í brúðkaups- söngvunum. Persónulýsingarixar í kvæðun- um eru ljósar og lifandi. Sér- kenni og lundarfar hverrar per- sónu kemur fram í atburðunum; höfundurmn stöðvar ekki frá- sögnina til að lýsa persónunni heldur lætur hana vaxa með at- burðarásmni. Persónurnar eru yfirleitt heilar og sjálfum sér samkvæmar, þrátt fyrir það að menn ems og Váinámöinen og Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.