Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1957, Blaðsíða 10
10 MORCT’NBT 4 Ð IÐ Fðstudagur 13. des. 1957 Kærkomin gji handa piltum og stúlkum gagnleg í skóla, við nám og í starfi. ÍSLENZK- DÖNSK ORÐABÓK eí'tir Ágúst Sigurðsson. 446 bls. — Verð kr. 95.00. DÖNSK- ÍSLENZK ORÐABÖK stærsta íslenzka orðabók af erlendu máli, 1066 bls., — yfir 50 þús. uppsláttarorð. ÚRVALSJÓlalOT Cuðmundur Bjarnason frá Seyðisfirði -minning í DAG eru til moldar bornar jarð neskar leifar Guðmundar Bjarna sonar, fyrrv. bóksala frá Seyðis- firði. Hann andaðist að heimili sínu, Kvisthaga 1 hér í bænum, 5. desember sl.. áttatíu og fjög- urra ára að aldri. Guðmundur var fæddur 6. apríl 1873 að Desjarmýri í Boigarfirði eystra. Foreldrar hans voru Bjarni Pálsson, bóndi að Snotru- nesi, en Bjarni var sonur Páls bónda í Höfn Jónssonar á Hóla- landi Ögmundssonar. Ættina má rekja til landnámsaldar, og er Njarðvíkurætt mikill meiður og auðugur að kjarngóðum. kvistum. Móðir Guðmundar var Jóhanna Bjarnadóttir úr Breiðuvík. Borg- firzku bæirnir Desjarmýri, Höfn, Snotrunes og Hólaland eru allir tengdir ætt Guðmundar, og í Borg arfirði og á Bóndastöðum í Hjalta staða-þinghá, þar sem faðir hans reisti síðar bú, ólst hann upp í fögru umhverfi, við heilbrigða, gamla bændamenningu og við öll venjuleg sveitarstörf, eins og þau tíðkuðust um Austfjörðu á síð- ari hluta 19. aldar. Sterk löngun Guðmundar til náms og fræð^iðkana leiddi til þess, að hann fór í Möðruvalla- skóla haustið 1898 og stundaði þar nám í tvo vetur. Lauk hann þaðan prófi með ágætum vitnis- burði, hvarf heim í átthagana að loknu námi, var um hríð heimil- iskennari hjá séra Einari Jóns- syni á Kirkjubæ, síðar á Hofi í Vopnafirði, kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Guðmunds dóttur Hallssonar, síðast bónda á Hreinsstöðum í Hjaltastaða-þing há, 4. október 1904, vann 1905— 1906 við verzlun Gránufélagsins á Oddeyri, en varð síðan starfs- maður Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík árin 1906—08. Árið 1908 fluttist Guðmundur til Seyðisfjarðar og gerðist starfs maður við verzlunina Framtíðin. Hún var þá enn í eign Zöllners, en varð síðar ein Hinna samein- uðu íslenzku verzlana, er störf- uðu a i-iustfjörðum anmorg ar, unz þær lögðust niður eða viku fyrir nýjum verzlunarsamtökum. Zöllner bar mikið traust til Guð- mundar fyrir framúrskarandi reglusemi og alúð við störf. Við Framtíðina og Hinar samein- uðu íslenzku verzlanir vann Guð mundur í 19 ár, þar af 5 síðustu árin sem verzlunarstjóri á Breið- dalsvík. En árið 1928 gerðist hann framkvæmdastjóri Kaupfélags Austfjarða á Seyðisfirði og gengdi því starfi til ársins 1935. Rekstur Áfengisverzlunar ríkis- ins á Seyðisfirði hafði hann enn- fremur á hendi á árunum 1928— 1943: Öll þessi störf sín rækti Guð- mundur af stakri samvizkusemi og komst heldur ekki hjá að taka að sér ýms aukastörf. Þannig var hann formaður skólanefndár 'Seyðisfjarðar um langt skeið: Hann var bókamaður mikill, hafði yndi af bókum, og mun ást hans á bókfræði hafa átt sinn þátt í, að hann gerðist bóksali á Seyðisfirði og umboðsmaður Bóksalafélags íslands árið 1935. Bókaverzlun sína rak hann í 20 ár og reyndist þar eins og jafnan áður hinn áreiðanlegasti í við- skiptum og ötull í starfi. Þekking H/ð vinsæla CLOZOIE þvottaeíni fæst nú aftur i verzlunum Ólympíuleiknmir 1896 — 1956 Óvenjulega giæsileg bok. — 376 bls. með 300 myndum. — Óskabók unga fólksins og íþróttaunnenda. Hvur liefur ráð á | ví að auglýsa ekki? Sími 2-24-80 JBorgimtJlaHti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.