Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 21
f>riðjudagur 31. des. 1957 M O R G U W B L A Ð l Ð 21 Guðrún Hákonardóttir Ljósmyndari blaðsins tók þessa skemmtilegu vetrarmynd í gær. Sér yfir Melatorg, kirkju- garðinn við Suðurgötu og næsta nágrenni. Fœrri slys 1957 en mörg undanfarin ár — segir í skýrslu Slysavarnafélagsins. A ÁRINIJ 1957 hafa orðið færri dauðaslys en á mörgum undan- förnum árum. Alls drukknuðu 15 íslendingar á árinu, en 23 í fyrra. Banaslys af um- ferð urðu 9 en 12 í fyrra. Dauða- slys af ýmsum orsökum hafa orðið nokkru fleiri eða 17, en 11 í fyrra. Banaslys á árinu eru 41 á móti 46 í fyrra. Skrifstofa Slysavarnafélagsins hefur flokkað slysin þannig: Drukknanir urðu 15. — Með skipum, sem fórust, drukknaði 1, útbyrðis af skipum féllu 7 og 7 drukknuðu við land. Eru þá þarna meðtaldir tveir Færeyingar er voru skipverjar á ístónzkum skipum og féllu út- byrðis sirin af hvoru skipi. Níu banaslys urðu af umferð, eitt er bifreið valt — 8 urðu fyr- ir beifreiðum. Þá varð einn íslendingur fyrir bifreið erlendis og beið hann bana. Af þessum umferðarslysum urðu 4 dauðaslys í Reykjavik en 9 í fyrra. 17 dauðaslys urðu af ýmsum orsökum: Af voðaskoti 1, af bruna 1, 4 urðu úti eða fundust látnir á víðavangi, 1 hrapaði í björgum, 1 féll í hver, 2 hlutu höfuðhögg, 5 við landbúnaðar- störf og 2 við atvinnu. 155 sjúkraflutningar. Björn Pálsson sjúkraflug- maður hefur flutt á tveim ur sjúkraflugvélum 155 sjúklingai á árinu frá 55 stöðum á landinu Áður hefur verið fluttur 501 sjúkl ingur, svo alls hafa verið fluttir 656 sjúlclingar síðan sjúkraflugið hófst. Samtals hafa verið flognar 300 flugstundir og 69 þúsund kílómetrar. Alis hafa verið flogn- ir 657 þúsund km. síðan sjúkra- flugið hófst. Auk þess var flogið leitarflug, með súrefnistæki og iineð blóð til blóðgjafar, að ó- gleymdu því afreki Björns Páls- sonar er hann flaug til Græn- lands, eins og alþjóð er kunnugt um, til að sækja sjúkling. Bjarganir Á árinu var 66 mönnum bjarg- að úr hættu hér við land, þar af 54 mönnum fyrir tilstilli Slysa- varnafélags íslands eða með tækjum þess, síðasta björgunin á árinu var 28. þ. m., þegar björg- unarbáturinn Gísli J. Johnsen bjargaði m. b. Hrönn RE 267, með þrem mönnum, sem var að reka á land innan við Akurey í NV brimi og mátti litlu muna að báturinn lenti þar á grynningum. Þar að auki var svo bjargað við Færeyjar 23 mönnum af íslenzka togaranum Goðanesi. . Með þessu eru ekki taldar allar þær bjarganir og aðstoð sem bæði björgunarskip og önnur skip hafa veitt sjófarendum, bæði með og án tilstuðlunar Slysavarnafélagsins. Þessi skýrsla miðast við hádegi mánud. 30. des. 1957. Einn sterkasti atburður í þró- un SVFÍ á liðna árinu var til- koma b.s. Alberts og vígsla hans sem björgunarskips fyrir Norður- landi. Stjórn og starfsfólk Slysa- varnafélagsins biður blaðið að flytja öllum landslýð þakklæti sitt fyrir velvild og sluðning á síðustu 30 árum, með ósk um gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár. (Frá SVFÍ). — Utan úr heimi Framhald af bls. 12. 20. ágúst — Asíuinflúenzan kom- in til Norðurlanda. 20. ágúst — Bandaríkjamaður kemst upp í 36 km hæð í stál- kúlu. 3. september — Peter Freuchen látinn. 6. sept. Eisenhower ávítar Fau- bus. 15. sept. Kosningar í V-Þýzka- landi. Adenauer ber sigur úr býtum. 14. sept. Allsherjarþingið for- dæmir Rússa og árás þeirra á Ungverjaland á síðasta ári. 15. sept. Tito og Gomulka ræðast við. 17. sept. Songgram, forsætisráð- herra Thailands, flýr land. 20. sept. Sibelius látinn. 21. sept. Hákon Noregskonungur látinn. 23. sept. Pamir ferst. 6 af 86 manna áhöfn komast af. 30. sept. Stjórn Maunoury í Frakklandi fellur. 2. okt. Fimmburar fæðast 1 Frakklandi. 3. okt. Ólgusamt í Varsjá. Lög- regla beitir táragasi og kylf- um. 4. okt. Rússar skjóta Sputnik 1. út. 4. okt. Djilas hlýtur 7 ára fang- elsisdóm fyrir bók sína „Nýja stéttin. 7. okt. Kosningar í Noregi. Verkamannafl. vinnur sigur, kommúnistar tapa. 10. okt. Mykle sýknaður af dóm- stóli í Rubin-málinu. 14. okt. Lester Pearson hlýtur friðarverðlaun Nobels. 24. okt. Stjórn Erlanders í Sví- þjóð biðst lausnar. 26. okt. — Zhukov marskálkur sviptur embættum. 29. okt. ísraelsku stjórninni sýnt banatilræði. 29. okt. Erlander falið að mynda minnihlutast j órn. 3. nóvember Rússar skjóta i Sputnik II. með hund innan- borðs. 5. nóv. Gaillard hlýtur traust í Frakklandi eftir 35 daga st j órnarkreppu. Í4. nóv. Bretar og Bandaríkja- menn senda vopn til Túnis. 26. nóv. Eisenhower veikist Æðastífla í höfði. 29. nóv. Utanþingsstjórn mynd- uð í Finnlandi eftir 43 daga stj órnarkreppu. 30. nóv. Benjamino Gigli andast. 30 nóv. Ótryggt ástand í Indó nesíu. Eignir Hollendinga teknar eignarnámi. 4. desember Yfir 100 manns farast í járnbrautarslysi London. 6. des. Tilraun Bandaríkja- manna til að skjóta gervi- hnetti út í geiminn misheppn- ast. 14. des. Jarðskjálftar valda geysi tjóni á mönnum og maun- virkjum í Persíu. 15. des. Harmann Jónassön fær bréf frá Bulganin. 16. des. Parísarfundur æðstu manna Nato-landanna hefst. 27. des. Tilkynnt, að dr. Salk hefði gert uppfinningu, sem gefur von um lyf við krabba- meini. Frá Alþingi NOKKRU fyrir jól lagði Eggert Þorsteinsson fram á Alþingi lagafrumvarp um, að rafvirkjum og múrurum í Reykjavík skuli heimilt að taka eignarhluta sinn í Freyjugötu 27 til afnota fyrir félagsstarfsemi. Nokkur vafi hef- ur, að sögn flutningsmanns, þótt leika á, að sú notkun væri heimil án sérstakrar lagasetningar vegna ákvæðanna um afnot íbúðarhús- næðis. Hefur húsnæðið þó verið í byggingu og aldrei verið tekið fyrir íbúðir. msnnmg ÞAD hefur dregizt lengur en eg ætlaði að minnast minnar kæru vinkonu, frú Guðrúnar Hákonar- dóttur frá Nýlendu á Miðnesi, en hún andaðist 5. okt. sl. Frú Guðrún var fædd 5/9 1885, dóttir hjónanna Hákonar Tómassonar bónda í Nýlendu, Hákonarsonar er oft var nefnd- ur hinn auðgi, lögréttumaður í Kirkjuvogi, Vilhjálmssonar, og síðari konu hans, Önnu Jónsdótt- ur, lögréttumanns í Njarðvík, Sighvatssonar. Móðir Guðrúnar var Guðný Einarsdóttir í Rifshalakoti, síðan á Efri-Hömrum í Holtum Gísla- sonar bónda að Ásólfsstöðum i Þjórsárdal. Kona Einars en móð- ir Guðnýjar var Guðrún Ólafs- dóttir frá Húsagarði í Landsveit, Sæmundssonar að Hellum, Ólafs- sonar þar Ólafssonar á Víkinga- læk Þorsteinssonar. Sem sjá má stóðu góðar ættir að henni og gegndi faðir hennar ýmsum trún- aðarstörfum. Sem dæmi þess, vav hann 40 ár kirkjuhaldari, með- hjálpari og sóknarnefndarmaðui í Hvalsnessókn. Eg sem þessar fátæklegu línui rita, kynntist frá Guðrúnu uni 1911 er hún heimsótti mig og konu mína en þær voru æsku vinkonur. Sú vinátta hélzt þar til kona mín kvaddi þennan heim 1940 en sama vináttan hélzt ó- blandin við mig og börn mín til síðustu stundar. Þegar ég nú renni huganum Guðrún var tvígift. Fyrri manni sínum, Jóni Jónssyni frá Gaukstöðum í Garði, giftist hún 1908, efnilegum duglegum manni, en hann drukknaði af skipi síriu. sex manna fari, í Miðnessjó 25. apríl 1911. Síðari manni sínum, Magnúsi Þórarinssyni, giftist hún 15. maí 1914. Bjuggu þau lengst á Bakkastíg 1 hér í bæ. Þau hjón- in eignuðust ekki börn en ólu upp bróðurdóttur Guðrúnar, Steinunni, sem gift er Skúla Hall- dórssyni tónskáldi og búa þau hjónin í húsi fósturforeldra Steinunnar. Reyndist frú Guð- rún börnum ungu hjónanna sem góð amma í ríkulegum mæli. — Samverustundir fjölskyldunnar á Bakkastíg 1 voru þeim öllum til yndis, þar til Guðrún veiktist og vegir skildust. Og nú þakka allir vinir þessari hógværu góðu konu allt hennar starf, fórnfýsi og hjartahlýju, sem engin gleymir er henni kynntist. Nú eru hún komin heim til foreldra sinna og og annarra vina, sem farnir eru, því kærleiksböndin bresta aldrei. — Líkami bræðra, systra, feðra og mæðra hverfur í duftsins djúp en andinn, sem efninu heldur uppi, til starfa hér í heimi, lifir í ljóssins byggðum, til meiri þroska og starfa. Það er vissa vor og hinzta vinarkveðja. Hún var jarðsett að Hvalsnesi 12. okt. sl. Andrés Andrésson. til liðins tíma er margs að minn- ast, margra ánægjulegra sam- verustunda, því leiðir okkar bundust fjölskyldúböndum, þar eð hún giftist bróður fyrri konu minnar. Eg minnist fyrstu heim- sóknar á æskuheimili hennar með konu minni, þeirrar hjartanlegu gestrisni og aðlaðandi viðmóti, sem foreldrum hennar var svo eiginlegt, enda orðlögð fyrir. — Húsmóðurin ávallt viðbúin að taka á móti gestum og húsbónd- inn ávallt á verði að allt væri i lagi, til að gera gestum þeirra dvölina ánægjulega. Veizlur og mannfagnaði, einn- ig alvarlegar samkomur, svo sem erfidrykkjur, tók húsfreyjan í Nýlendu að sér, með mesta mynd arskap, svo að af bar. Þakkaði hún það er hún kunni til slíkra starfa, að hún, sem ung stúlka, var í kaupmannshúsinu á Eyrar- bakka. í þessu umhverfi óx frú Guð- rún upp hjá foreldrum sínum og einum bróður, lærði að vinna, veita og þjóna. Varð það henm drjúgt veganesti þegar hún sjált þurfti á að halda. Frú Guðrún var fríð og fín- gerð kona, lét lítið bera á sér út á við, en var heimili sínu allt, manni sínum og fósturdóttur. Fórnfýsi, skyldurækni og stað- festa voru lyndiseinkenni henn ar, ásamt Guðstrausti og góðum siðum, sem beindu henni á æðri leiðir. Þessi góða og hógværa kona æðraðist ekki þó hún um lang- an tíma dveldi á sjúkrahúsi, þai til hún fékk hina þráðu lausn •frá þessum heimi. Líf hennar sma dvínaði, eins og ljós, þegar olían er eydd af lampanum, hún fól líf sitt hinni guðlegu forsjón, og , vissi hvert líf hennar stefndi. KVIKMYNDIR * „Alt Heidelberg * i Gamla bíói ÞESSI AMERÍSKA söngvamynd, sem tekin er í Ansco-litum og í Cinemascope, er gerð eftir hin- um fræga söngleik „Alt Heidel- berg“, sem margir hér munu kannast við, því að hann var sýndur hér fyrir allmörgum ár- um á vegum Karlakórs Reykja- víkur, að mig minnir. í leiknum segir frá ungum prins, Karli að nafni, sem á að erfa konungstign í einu af smá- ríkjum Evrópu í lok síðustu ald- ar. Hann er sendur til háskóla- náms í Alt Heidelberg, til þess að kynnast þar högum og hátt- um hins óbreytta fólks. I veit- ingahúsinu „Gullnu eplin“ kynn- ist hann frammistöðustúlkunni Kathie, sem er dóttir Josefs Rud- ers, eiganda veitingahússins og fella þau hugi saman. En tign prinsins stendur í vegi fyrir því, að hann megi kvænast þjónustu- stúlkunni og að lokum er hann kallaður heim og tekur við ríkj- um og þá skilur leiðir þeirra fyrir fullt og allt. — Þessi ástar- saga í „Alt Heidelberg", er róm- antísk og til þess fallin að hrífa hugi draumlyndra unglinga og þar er mikið um söng og viðkvæm ástarljóð. íburður myndarinnar er einnig mikill, — glæsileg sal- arkynni í konungshöllinni, fag- urt landslag í Heidelberg og glaðvært stúdentalíf. — En þó varð myndin mér veruleg von- brigði. Karl prins leikur Edmund Purdom, en Mario Lanza lánar honum söngrödd sína af óþarf- legri ofrausn. Beitir Lanza hinni miklu rödd sinni oftast meira en góðu hófi gegnir og við á um hina viðkvæmu ástarsöngva. Kathie leikur Ann Blythe. Hún syngur vel, er létt og leikandi, en tæplega nógu fríð til að falla fyllilega við hlutverkið. Þá er myndin efnisrýrari en búast hefði mátt við og tilfinningasemin er þar úr hófi fram. Einstaka leik- arar eru þó skemmtilegir og á- gætar „týpur“, svo sem gamall og góður kunningi S. Z. Sakall, er leikur Josef Ruder,, Edmund Gwenn er leikur Juttaer prófes- sor og John Williams, er fer með hið fræga hlutverk Lutz, þjóns prinsins. — Ego.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.