Morgunblaðið - 21.01.1958, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. janúar 1958
Þrir skipbrotsmannaima af finnska skipinu á Garðskaga á
sunnudaginn. Þeir voru búnir að fá þurr föt og góðan mat hjá
vitavarðarhjónunum. Vélstjórinn, sem hafði orð fyrir þeim, er
lengst til vinstri. Þeir ætla allir á sjóinn aftur, en vildu helzt
ekki þurfa að sigla hingað fyrr en komið væri sumar.
Stefnisfundur á sunnud.
Ungir Hafnfirðingar berjast fyrir heilbrigð-
um rekstri bæjarfélagsins og bættri
aðstoðu æskufólksins
STEFNIR, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði,
efndi til útbreiðslufundar sl.
sunnudag. — Fundurinn var
haldinn í Sjálfstæðishúsinu,
og var fundarsalurinn þétt
setinn. — Fundarstjóri var
Birgir Björnsson, formaður
Stefnis, en ræður fluttu.
Eggert ísaksson bæjarfull-
trúi, sem er í 2. sæti á lista
Sjálfstæðismanna í Hafnar-
lllmögulegf fyrir ókunnuga að sigla
án hafnsögumanns hér við land
sagði skipstj. á finnska skipinu Valborg
LAUST fyrir hádegi á sunnudag-
inn hafði Hafnamönnum tekizt
að bjarga áhöfn finnska flutninga
skipsins Valborg. Á skipinu var
19 manna áhöfn, og meðal skip-
verja voru þrjár konur. Er það að
líkindum í fyrsta skipti, sem kon
ur eru í hópi skipbrotsmanna hér
við land. Allir komust Finnarn-
ir ómeiddir frá borði. Fjórum
var bjargað í land, en hinir voru
teknir í bát, er lagði að hlið hins
strandaða skips.
A laugardagskvöldið voru menn
allvongóðir um að takast myndi
að bjarga skipbrotsmönnum, en
þá voru komin á strandstað tvö
varðskip, María Júlía og Albert,
flutningaskipið Jökulfell og vél-
báturinn Mummi frá Garði. En
þá um kvöldið var svo hvasst,
að ekki var talið ráðlegt að senda
menn á báti út að skipinu. Að
vísu voru gerðar tilraunir í
þessa átt, en bátarnir hurfu frá.
Um klukkan 2 um nóttina, var
skipstjóranum á finnska skipinu
tilkynnt, að björgun skipbrots-
manna yrði að bíða morguns,
nema þá að sýnt þætti að skips-
menn væru í beinum lífsháska.
Þóttust sjómenn úr Garði á vél-
bátnum Mumma, sem kunnugir
eru staðháttum, sjá að skipið
myndi ekki brotna þá um nótt-
ina. Á flóði braut að vísu á því
norðan vindbáru, en hafbrim var
ekki við ströndina. Gekk þó yfir
skipið. Varðskipin voru til taks
með björgunarbáta sína, ef skip-
brotsmenn myndu skyndilega
þurfa að yfirgefa skipið. Alla
nóttina beindu skipin ljósköstur-
um,sínum á hið strandaða skip.
í landi var Sigurbergur Þorleifs-
son vitavörður í Garðskaga stöð-
ugt á varðbergi og hjá honum
var til taks sveit manna úr Garð-
inum.
Var þess nú beðið að dagur
rynni. Um borð í skipinu var
myrkur og ekkert samband hægt
að hafa við það, því senditæki
þess biluðu áður en rafhlöðurn-
ar tæmdust. Skipsmenn voru
flestir uppi í brúnni. Munu þeir
um skeið hafa óttazt að skipið
myndi brotn'a og velta af skerinu.
Stóð það alveg fram um miðjan
kjöl. Rétt fyrir aftan það var
nokkurt dýpi.
Þegar vel var orðið bjart á
sunnudagsmorguninn, um kl. 10,
hófst björgunarstarfið. Bátur var
mannaður úr vitanum, róið út í
vélbátinn Mumma úr Garði, skip
stjóri Þorsteinn Einarsson í Nýja
Bæ. Þar voru með honum nokkr-
ir skipstjórar aðrir, m.a. Eggert
Gíslason hinn kunni aflamaður.
Frá Mumma var bátnum síðan ró
ið að finnska skipinu og voru
fyrstu skipbrotsmennirnir tekn-
ir í bátinn. Voru meðal þeirra
þrjár skipskonur. Fór báturinn
þrjár ferðir á milli. Jafnframt
fór björgunarsveit fram eftir
Garðskagaflös, en á fjöru er fært
eftir henni, allt út undir skipið
sjálft. Mun flösin vera um 1 km
á lengd út frá gamla Garðskaga
vitanum. Fyrir sveitinni var
Ingvar Júlíusson á Bjargi. Er
þeir komu út að skipinu tóku
fjórir skipbrotsmanna til þess
ráðs að fara niður eftir síðu skips
ins og ösla sjóinn upp undir
mitti upp að flösinni, þar sem
björgunarmenn tóku á móti
þeim. Var björgun skipbrots-
manna lokið um klukkan 11 árd.
Hélt Mummi með 15 skipbrots-
menn til Sandgerðis, en hinir
fjórir gengu heim að Garðskaga
vita, þar sem tekið var vel á móti
þeim af vitaverði og konu hans.
í Sandgerði var einnig tekið vel
á móti hinum finnsku skipbrots-
mónnum. Voru þeir fluttir í hina
stóru verbúð Guðmundar á Rafn-
kelsstöðum, þar sem veitingar
voru fram bornar. Síðar var hópn
um ekið upp á Keflavíkurflug-
völl, en þar var fólkinu komið
fyrir í flugvallarhótelinu.
Er tíðindamann Mbl. bar að
Garði hjá Sigurbergi Þorleifssyni
vitaverði um hádegisbilið á
sunnudaginn sátu þar fiórir skip
brotsmannanna að snséðingi. —
Einn þeirra var aðalvélstjórinn
á skipinu, myndarlegur maður.
Hann sagði að það væri þreytandi
fyrir ókunnuga að sigla meðfram
íslandsströndum í skammdeginu,
þegar bjart er aðeins nokkrar
klukkustundir.
Á Keflavíkurflugvelli hitti tið-
indamaður blaðsins John Sund-
blom skipstjóra sem snöggvast að
máli. Er skipstjórinn traustlegur,
roskinn maður.
— Já, nú hafa leiðir okkar
skilizt, sagði hann, og talaði um
sitt gamla skip, sem tilgangslaust
er talið að reyna að bjarga. —
Ég var búinn að sigla Valborgu
í 10 ár.
Sigling meðfram íslandsströnd
um vetrarmánuðina, er háskaleg
þegar allt er í senn, skipið gam-
alt, ekki með radartæki, gang-
lítið og loks skipstjórinn gjöró-
kunnugur, en þannig er því var-
ið með mig. Tel ég það næstum
frágangssök að sigla hafnsögu-
mannslausu höfn úr höfn í því
skammdegismyrkri sem hér er,
sagði John skipstjóri, sem að
öðru leyti vildi ekki ræða um
tildrög strandsins. Sjáið þér til,
fyrst vil ég koma fyrir sjódóm-
inn, svaraði hann.
Það er álit siglingafróðra
manna, að skipstjórinn hafi ekki
reiknað með straumi á þessum
slóðum, sem er mikill, og gang-
lítið skip sem Valborgu ber auð-
veldlega af léið. Var skipið alveg
tómt og hafði skrúfan staðið all-
verulega upp úr sjó.
Hinir finnsku skipbrotsmenn
munu halda heimleiðis með flug
vél í kvöld.
firði, svo
Þórðarson
Þorgrímur
fræðingur,
og Guðlaugur B
verzlunarmaður,
Halldórsson raf-
Birgir Björnsson
vélskólanemi, Einar Sigurðs-
son stud. oecon., Arngrímur
Guðjónsson húsasmíðameist-
ari, Jóhanna Helgadóttir skrif
stofustúlka, Magnús Þórðar-
son verkstjóri, og Finnbogk
Arndal vélsmiður.
Á fundinum kom fram mikill
sóknarhugur í röðum ungra Sjálf
stæðismanna í Hafnarfirði. Hið
unga fólk flutti snjallar ræður,
deildi hart á dáðleysi vinstri
flokkanna, sem farið hafa með
stjórn málefna Hafnarfjarðar
síðasta kjörtímabil og hvöttu
ungt fólk til að taka höndum sam
an til að gera sigur Sjálfstæðis-
manna sem mestan. En sigur
flokksins myndi tryggja aukið at
hafnalíf og meiri hagsæld fyrir
bæjarbúa.
Sérstaklega var á það bent,
hversu slælega hefði verið unn
ið að þeim málum, sem æskan
ber fyrir brjósti. Var rifjað upp
í því sambandi, að fyrir síðustu
bæjarstjórnarkosningar lofuðu
kratar og kommúnistar að koma
upp íþróttahúsi í Hafnarfirði og
Sérstök skólastjárn
skipuð fyrir Fósfruskóla
Sumargjafar
Skólinn hlaut 55 þús. kr. styrk trá
Reykjavíkurbæ s.l. ár
1 GÆR var blaðamönnum boðið
að kynnast Uppeldisskóla Sumar-
g-jafar. Formaður Barnavinafé-
lagsins Sumargjafar, Páll S. Páls-
son, hæstaréttarlögmaður, skýrði
svo frá, að nýlega hefð. verið
skipuð sérstök skólastjórn Upp-
eldisskólans og eiga sæti í henni
auk formanns Sumargjafar þeir
Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri
og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri
Reykjavíkurbæjar. —-
Skólastjórinn, VaLborg Sigurðar
dóttir, uppeldisfræðingur, skýrði
fm því, að nýlega hefði verið skipt
um nafn á skólanum, og héti hann
eftirleiðis Fóstruskóli Sumar-
gjafar.
55 þús. kr. styrkur frá
Iieykjavíkurbœ sl. ár
Skólinn hefir verið rekinn af
Sumargjöf en hlotið styrk fi'á
Reykj avíkurbæ og veitt hefir ver-
ið sama upphæð á fjárlögum, en
1957 hækkaði Reykjavíkurbær
framlag sitt upp í 55 þús. kr. Fór
skólinn fram á aukinn styrk frá
Alþingi, sem því næmi á þeim
forsendum, að hér væri um lands-
skóla að ræða. Yfirleitt er það
svo, að fleiri stúikur sækja skól-
ann utan af landi. Nú er í skól-
anum 4 reykvískar stúlkur en 7
viðs vegar að af landinu.
Skólinn er til húsa í Grænu-
borg, og síðan hann var fluttur
þangað 1954, hefir verið relcinn í
tjr • i - , r i". ■ -1 r samband við skolann leikskoli fyr
Kosnmgaskrifstofa Sjalf ir börn á aldrinum 3_7 ára og er
stæðismanna í Miðbæj- forstöðukona leikskólan- Margret
, Sohram. Árlega hafa 10—11 stulk
arhverfi (frá Oðinsgötu ur getað fengið skólavist, en í
* a * i ' haust verður kleift að taka fleiri
að Aðaistrætl) Iiytur 1 stúlkur inn í Fóstruskólann, þar
rlacr frá T aiifáqvPCO að , sem rýmra verður um húsnæði í
dag íra Hau g Grænuborg með haustinu. Vegna
Skólavörðustíg 17. Sím- þessa aukna húsnæðis verða einn-
I ig tekin fleiri börn í leikskólann
inn verður 2 44 59. i Grænuborg.
Eftirspurnin eftir fóstrum er
mjög mikil og er hvergi nærri
hægt að fullnægja henni, enda
hefir barnaheimilum, dagheimil-
um og gæzluleikvöllum fjölgað
mjög mikið, einkum í Reykjavík
en einnig víðs vegar um landið.
Úti á landi er þó einkum um sum-
arheimili að ræða.enda mikil eft-
irspurn eftir forstöðukonum fyrir
slík heimili yfir sumartímann.
Alls hafa 55 námsmeyjar lokið
námi í Fóstruskólanum og flestar
forstöðukonur á barnaheimilum í
Reykjavík og starfandi fóstrur
eru brautskráðar frá skólanum.
Tvegfíja ára nám
Fóstrunámið tekur tvö ár. Nem-
andinn þarf að vera 18 ára að
aldri, en má 3Ígi vera eldri en 33
ára. 1 skóianum er lögð jöfnum
höndum stund á bóknám og starf,
og fá nemendur kaup í verknámi
sínu yfir sumartímann. í skólan-
um eru kenndar þessar námsgrein
ar: Uppeldis- og sálarfræði, lík-
ams- og heilsufræði, meðferð ung-
barna, hjálp í viðlögum, átthaga-
fræði, næringarfræði, félagsfræði,
ísienzka, bókfærsla, söngur, gít-
arleikur, ryþmik, föndur, teikn-
ing, smíðar, barnafata- og ieik-
fangasaumur.
skapa æskunni viðunandi skilyrði
til íþróttaiðkana. Þetta loforð
hefur ekki verið efnt. Lagði hið
unga fólk áherzlu á, að þessu
máli og öðrum hagsmunamálum
æskunnar yrði ekki komið í höfn,
fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn
fengi meirhluta í bæjarstjórn.
Þá fjölluðu ræðumenn um
ýmsa þætti atvinnulífsins, m. a.
um óreiðu þá, sem nú er á fjár-
stjórn og rekstri Hafnarfjarðar-
bæjar, sérstaklega bæjarútgerð-
arinnar, en ekki hefur enn verið
gengið frá reikningum þessa fyr-
irtækis frá undanförnu ári. Taldi
hið unga fólk, að brýna nauðsyn
bæri til, að kvaddir væru tii
stjórnar á máiefnum bæjarins ný
ir menn, er myndu koma á festu
og öryggi í málefnum hans.
Lýðræðissinnar
í Verkalýðsfclagi
Rorgarness
unnu stórsigur
BORGARNESI, 20. jan. Lokið er
stjórnarkjöri í Verkalýðsfélagi
Borgarness, en þar áttu lýðræð-
issinnar miklum sigri að fagna
gegn kommúnistum og nokkrum
framsóknarmönnum, sem lista
þeirra studdu.
Tveir listar komu fram, lýð-
ræðissinna og kommúnista. Lýð-
ræðissinnar hafa farið með stjórn
í félaginu og við stjórnarkjör í
fyrra hlutu þeir 45 atkvæði, en
kommúnistar 33. Á kjörskrá voru
130. Enginn seðill var ógildur eða
auður.
Við stjórnarkjör það, sem nú
er lokið, hlutu lýðræðissinnar í
verkalýðsfélaginu 59 atkvæði, en
kommúnistar 33. Er því hér vissu
lega um stórsigur að ræða fyrir
lýðræðisöflin innan Verkalýðs-
félags Borgarness. Það þykir aug-
ljóst mál, að kommúnistar hafi
talið sig eiga að fagna óskiptu
fylgi framsóknarmanna í verka-
lýðsfélaginu, en það hefir ekki
reynzt vera á rökum reist hjá
þeim. — F.
Sjálfstæðismenn
- efliiin
flokkssjóðinn
SJÁLFSTÆÐISMENN í Reykja-
vík safna nú fé í kosningasjóff
sinn. Reykvíkingar, sem leggja
vilja eitthvaff af mörkum, eru
vinsamlega beffnir aff koma fram
lögum til skrifstofu flokks-
ins í Sjálfstæffishúsinu viff Aust-
urvöll. Einnig má hringja í síma
1-71-00, og verffa framlögin þá
sótt.
Reykvíkingar! Styrkiff Sjálf-
stæffisflokkinn. Öll framlög í
kosningasjóffinn, stór og smá,
eru vel þegin.
SEYÐISFIRÐI, 20. jan. — í des.
s. 1. kom hingað 21 erlendur
togari, ýmist með veiga menn,
eða til viðgerða. Alls hafa verið
tollafgreidd rúmlega 500 skip á
árinu. —B.
Framsóknarréttlætið í verbi
1 Samvinnuskólanum eru 66 nemendur.
í Verzlunarskólanum eru 348 nemendur.
Ríkisstyrkur til Samvinnuskólans er 320 þús. kr.
Ríkisstyrkur til Verzlunarskólans er 440 þús. kr.
Ríkisstyrkur á hvern nemanda í Samvinnuskólanum
4800 krónur.
Ríkisstyrkur á hvern nemanda í Verzlunarskólanum er
1200 krónur.
Þetta ósamræmi og mismunun milli skóla hefur lengi veriff í
gildi. Viff síffustu afgreiðslu fjárlaga juku stjórnarflokkarnir ósam-
læmiff enn, þrátt fyrir tillögu Björns Ólafssonar á þingi, aff bætt
yrffi úr þessu ranglæti.
er um
um