Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 14
!4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 29. 5an. 1958 -Búskapurinn 1957 Framh. af bls. 13 gallað að dómi þeirra er bezt þykjast vita um nemendatal o. fl. Ég dæmi það eftir aðstæðum og tel drjúgum þakkarvert, því að ritið er áhugaverk manna, sem bar minni skylda til að vinna það, heldur en sumum öðrum, er létu sinn hlut eftir liggja. Einn skugga og hann mikinn bar á 75 ára afmæli Hólaskóla. Mér hrýs hugur við að hugsa til þess, hvernig þessa tímabils í sögu Hóla og búnaðarfræðslunn- ar var minnst, án þess að hafizt væri handa um að bjarga gamla bænum á Hólum, sem að réttu nafni heitir Nýi bær. Það hefir verið látast dragast ár eftir ár að gera þar að húsinu, bænum til verndar, og þurfti þó tiltölu- lega lítils við. Slíkt er hörmu- legt, en ekki tjáir að sakast um orðin hlut. Nú þarf nokkuð mik- ils við, en ennþá er hægt að bjarga bænum og endurbyggja hann fullkomlega í réttu formi. Það verður að gera og má ekki dragast lengur. Og þetta verður að gera þar að húsum, bænum kunnáttu, en ekki að kasta til þess höndum, eins og að sumu leyti var gert í Glaumbæ, þó að seint verði fullþakkað það sem þar hefir verið gert, enda fer nú ört vaxandi skilningur á því hvers virði Glaumbær er og safn- ið þar. Þó að gamli bærinn á Hólum sé ekki sérstaklega gamail er hann gagnmerkur og sérstæð- ur, stílhreinn bær, húsaður frá grunni í einu átaki auðugs manns, er ekkert vildi né þurfti til að spara. Ég tel það stórmál fyrir Hólaskóla og Hólastað, fyrir Skagfirðinga og búnaðarmenning una í landinu, að þessi bær verði varðveittur á þessum stað 1 sinu forna formi, og að ekkert verði nú til sparað til þess að bæta fyrir þá vanrækslu sem hefir att sér stað í þessu máli. Nota tækifærið til þess að minna um leið á Hólakirkju, enn liggur hún undir skemdum sök- um þess hve litlu hefur verið var ið af forsjá og fé, til þess að halda henni við, bæta hana til fyrri gerðar. Gufflaugur Hannesson, gerlafræðingur, starfsmaður við Iðnaðardeild atvinnudeildar há- skólans, sem undanfarið hefir unnið nokkuð að rannsóknum, er snerta votheysverkun, var í des. 1957 veittur hinn svokallaði André Mayer námsstyrkur til framhaldsnáms í lVz ár 1 Banda- ríkjunum og víðar. Það er FAO- stofnunin í Rómaborg (Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna), sem veitir náms- styrk þennan, sem í senn er bæði ríflegur og virðulegur. Guðlaug- ur mun rannsaka möguleika á betri nýtingu úrgangs sem til fellur við fiskveiðar, getur það mál snert landbúnaðinn, og svo gleymir hann vonandi ekki vot- heyinu heldur. . - . vfc . . SKIPAUTGCRB RIKISINS „ E S J A “ vectur um land í nringferð hinn 1. febr. Tekið á móti flutningi fcil Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Súgandafjarðar, Isafjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Dalvíkur og Akureyrar í dag. Farseðlar seldir á fimmtu- Sandgræffsla íslands átti 50 ára afmæli á árinu. Skipuð var nefnd til að endurskoða sand- græðslulögin. Hún hefir unnið heldur seint til þessa og eigi lok- ið starfi. Að frumkvæði nefndar- innar er verið að vinna að útgáfU afmælisrits um Sandgræðslúna, er það jákvæður hlutur og verð- ur vonandi til þess að auka áhuga almennings fyrir því merkilega starfi sem Sandgræðslan hefir með höndum. Sími og rafmagn Á árinu 1957 var lokið við að leggja síma á alla þá bæi sem beðið hafa um síma. Er talið að þá séu komnir símar á 97% af öllum bændabýlum á landinu. Talstöðvar eru taldar sem sími. í árslok 1956 var rafmagn frá rafmagnsveitu ríkisins^ komið á 1360 sveitabæi. Rafmagn frá öðr- um aimenningsveitum á 400 bæi, en 507 bæir höfðu rafmagn frá einkarafstöðvum (vatnsaflstöðv- ar og dísilstöðvar). Alls á 2297 bæi. Á árinu 1957 bættust við 242 bæir með rafmagn frá rafveitum og 56 með einkastöðvar. í lok 1957 á því að vera komið raf- magn á 2595 bæi. Á árinu 1958 er gert ráð fyrir að um 200 bætist við með rafmagn frá rafveitun- um. Árið nýja Bezt mun að fara sér hægt um alla spádóma, en það er hægt að horfast í augu við staðreyndirn- ar. Menn tala nú um offramleiðslu á mjólk og kjöti. Satt er orðið, en það er ekkert hræðilegt. Skammt síðan þessar vörur skorti og enn þarf ekki nema eitt til tvö harð- ærisár til þess að mjólkin verði ekki um of. Ennfremur: það er hægurinn hjá, ef bændur vilja, að draga úr þeirri nijólkurfram- leiffslu sem nú byggist á óhóflegri notkun fóðurbætis, — hún er til svo um munar. Það er líka hægt að láta vera að fara hamförum við að stækka stór tún til þess að framleiða umfram þarfir. — Þessu geta bændur ráðið. Með uppbætur á útflutt lamba- kjöt eru bændur í góðum félags- skap og ekki verr settir en út- gerðarmenn. — Sá félagsskapur leysir þó engan þjóðfélagsvanda. En það er engin ástæða til þess að skjálfa í knjáliðunum yfir of- framleiðslunni, það á aðeins ekki að gera hana verri en hún þarf að vera með ósnjölium aðgerðum — eða aðgerðaleysi. Offramleiðslan, jafnvel af kindakjöti, mun reynast él eitt, eftir svo sem 10 ár leitar þetta jafnvægis á ný. Fólkinu á enn eftir að fækka í sveitunum, við það verður ekki ráðið þó byggð verði mjólkurbú í sauðfjársveitum eða með álíka aðgerðum. — Þjóðinni fjölgar ört. Fyrr en varir geiur svo farið að hér skoiti mjólk o.fl. frá búum bænda. Það sem nú þarf að gera er ekki aff auka framleiffsluna meff sem mestum flýti, en það þarf með skynsamlegan aðgerð- um að búa þann veg vel að land- inu og bændunum að hægt verði þegar þörfin krefur og kallið kemur, að auka framleiðsluna, án þess að níða landið. Hér þarf að vinna meira til frambúðar en til framleiðsluaukningu á líðandi stund. Rúm leyfir ekki í blaðagrein að reifa þetta nánar. Nýlega flutti ég er- indi um viðhorfið í búskapn- um. Niðurstöðukafli þess fer hér á eftir. Þó hann sé óreifaður mætti sumt af því ef til vill verða til umhugsunar. Ef menn hamast við að auka framleiðsiuna sem mest næstu 3—5 árin með svo ófrjóum að- gerðum að fóðra sem mest ú út- lendum fóðurbæti, og þvinga eða ginna bændur, sem ekki kæra sig um það og sumir hverjir þurfa þess ekki með, að stækka tún sín að einhverju ákveðnu „úniform“-marki, er það sama sem að gefa út víxla á framtíðina, sem erfitt getur orðið að leysa inn. Ef vér í þess stað breytum búsháttum og bætum þá án veru- legrar útþennslu, bætum ræktun, ræsum fram land og berum á haga, þá höfum vér raunverulega lagt fé á vöxtu sem kemur að notum og staðið getur undir auk- inni framleiðslu, þegar hennar verður þörf, þegar hún er orðin þjóðarnauðsyn. Til athugunar 1. Bændur hafa aldrei átt ráð á jafnmikilli tækni og þekkingu eins og nú er. Þessu er hægt að beita, og verður að beita til auk- innar farsældar fyrir fólkið sem í sveitunum býr. 2. Bændur hafa með stórfelld um túnræktunar- og bygginga- framkvæmdum náð miklu marki, sjálfum sér til hagsbóta og þjóð- inni til hamingju; það er, að sjá ört fjölgandi þjóðinni fyrir næg- um hollum matvælum, fjölbreytt ari og betri en nokkru sinni fyrr. — Ríður á miklu að bændur geri sér ljóst hvað unnist hefir, aff áfanga er náff, og litist um hvern ig stefna skal og vinna á næstu árum, og að þeir við þá athugun treysti meira á eigin dómgreind en lagabókstafi og fyrirheit. 3. Nú er engin þörf aukinna átaka við túnræktunar urafram þaff sem veriff hefir hin síffari ár, það má jafnvel hægja á sér. í stað þess er þörf stórfelldra aðgerða við að bæta og auka gróðurlendi landsins, með því að rækta haga í heimalöndum og jafnvel í af- réttum, svo að landið geti að meinalausu borið stóraukinn fjölda búfjár, þegar þörf krefur vegna þess hve þjóðinni og neit- endum fjölgar í landinu. 4. Aukna áherzlu ber að leggja á að bæta túnrækt og fóð- uröflun, svo sem með ræktun betra grænfóðurs, framleiðslu heymjöls og bættri notkun tilbú- ins áburðar. 5. Ráðlegt væri að breyta til um úthlutun framlaga til jarð- ræktar frá því sem nú er sam- kvæmt jarðræktarlögum, þannig að verja helmingi allra framlaga annarra en til framræslu, til þess að .ækka verð á tibúnum áburði, með það fyrir augum að gera bændum kleift að fara að bera á útjörð til hagabóta. Á framræslu ber að leggja sömu áherzlu sem undanfarið og eigi minni. 5. Réttmætt getur verið að leggja gjald á allan fóðurbæti sem inn er fluttur og verja fé því til landgræðslu í miklUm mæli. Á sama hátt er réttmætt að leggja nokkurt gjald á búfé og verja fénu til landgræðslu í af- réttum, enda leggi ríkissjóður fé á móti þessum framlögum bænd- anna. Venjuleg sandgræðsla til varn- ar uppblæstri sé hinsvegar kost- uð algjörlega af fé ríkisins. 6. Flytja ber inn nautgripi af holdakyni og framkvæma raun- hæfar tilraunir með ræktun og eldi slíkra gripa, er tilvalið að velja þeim tiiraunum stað á Hvanneyri, samhliða því sem haldið er áfram tilraunum með hjarðbúskap á löndum Sand- græðslu íslands í Gunnarsholti, svo sem nú er. 7. Koma verður tilraunamál- um landbúnaðarins og búnaðar- kennslu í raunhæfara horf en nú er, og taka upp ráðunautastarf- semi í hússtjórn og heimilisstörf- ,um hliðstæða starfsemi héraðs- dag. Ný 3 ja herbergja íbúð í Hálogalandshvetrfinu. — Sanngjarnt verð og útborgun, ef samið er strax. — EIGNASALAIM Ingólfsstræti 4 Sími19540 ráðunautanna. Fer bezt á því að sett verði sérstök löggjöf um hér- aðsráðunauta, og samræmd á- kvEgði um ráðunauststarfsemi á sviði jarðræktar, búfjárræktar og hússtjórnar. 8. Gera verður hagnýtar til- raunir með tækni við kornrækt, sem þátt búskap bænda á Suð- vesturlandi, með það fyrir aug- um að gera slíka ræktun tiltæki- lega til jafns við ræktun kart- aflna í þeim sveitum sem hún er árvissust og arðvænlegust. 9. Tilraunir með ræktun gras fræs verður að taka allt öðrum og fastari tökum en gert hefir verið til þessa, og semja um rækt un grasfræs við hæfi túnræktar hér á landi, erlendis, þar sem bezt mentar, t.d. í Noregi. 10. Haga verður verðlagningu á búsafurðum, þ.e. mjólkuraf- urðum og sauðfjárafurðum og skipulagningu framleiðslu og af- urðasölu þannig, að eigi myndist óeðlileg ásókn eftir að framleiða sölumjólk í þeim sveitum sem enga eðlilega aðstöðu hafa til slíkrar framleiðslu. Innflutningur Traktorplógar, 1 skera .. 27 Skerpiplógar ............ 27 Traktorherfi: Diskaherfi ...............28 Fjaðraherfi .............. 1 Rótherfi ................. 2 Grjótýtur (skerpi) ....... 1 Traktorvagnar, 2 hjóla .. 4 Traktor-sláttuvélar .... 389 Traktor-snúningsvélar 12 Traktor-rakstrarvélar .. 22 Traktor-múgavélar .... 532 Traktor-ýtur (heyýtur) 1 Ýtu-hrýfur .............. 31 Traktor-kvíslar .......... 5 Traktor-vögur ........... 80 Mykjudreifarar f. traktor 6 Áburðardreifarar f traktor (f. tilb. áburð) 201 Ámoksturstæki f. hjólatraktora ......... 175 Sáðvélar f. traktor .... 1 Áburðardreifarar f. til- búinn áb. (f. hestafl) 11 Rakstrarvélar f. hestafl 39 Snúningsvélar f. hestafl 1 Heyhleðsluvélar ........ 16 Saxblásarar ............. 9 Gnýblásarar ............ 68 Heyblásarar aðrir .... 4 Brýnsluvélar f. sláttuvélarljái ........ 54 Vagnsláttuvélar (sláttu- sætarar) ............... 3 Sáðvélar f. handafl .... 29 Hreykiplógur f. traktor 5 Kartöflusetjarar f. traktor.................. 1 Kartöflusetjarar f. hestafl ............... 1 Úðadreifarar f. handafl 27 Skilvindur vélsnúnar .. 15 Skilvindur handsnúnar 124 Strokkar handsnúnir .. 32 Mj altavélalagnir, tala fjósa........... 36 Mjaltavélar tala vélfötur 58 Vélklippur f. vélaafl .... 10 Prjónavélar, flatvélar .. 313 búvéla 1957 (sennilega fleiri) Útungunarvélar ....... 2 Forardælur, vélknúnar 9 Forardælur, handafl .. 10 Jarðtætar f. traktor .... 55 Jarðtætarar með mótor 13 Ýtublöð á hjólatraktora 16 Garðtraktorar, aðrir .. 1 Hjólatraktorar ......... 390 Beltatraktorar .......... 5 Skurðgrafa á hjólatraktor 1 Öxlar og hjól, pör .... 270 Blásar f. súgþ., íslenzkir 130 24. janúar 1958 Árni G. Eylands. Traktorkaup bænda 1957 H jólatraktorar: Ferguson 35 dísil..... 146 Ferguson, 35 benzín .. 51 Dautz dísil 11 ha........ 19 Dautz, dísil 15 ha....... 14 Dautz dísil 18 ha....... 12 Hanomag dísil 12......... 17 Hanomag dísil 35.......... 1 Fordson Major dísil .... 19 Farmal Cub .............. 21 Farmal D-212 ............ 12 Farmal D-217 ............ 65 Farmal D-320 ............. 7 Farmal D-430 ............. 1 Bautz 12 ha.............. 2 T-14 rússneskur........... 1 Allgair Porsche dísil 12 ha 1 Lanz Alldog .............. 1 Alls 390 hjólatraktorar. Beltatraktorar: International TD-9-91 með ýtu 2 International TD-14-142 m. ýtu 2 Caterpillar D-4 með skóflu 1 Garfftraktorar og tætar: Gravely garðtraktor ......1 Rotaho garðtætar....... 13 Jarfftætar fyrir traktor: Howard ................. 31 Agro-tiller ............. 25 24. janúar 1958 Ární G. Eylands. Gunnor Hullgrímsson Snndholt Fæddur 16. ágúst 1896 Dáinn 20. janúar 1958 ÞAÐ var á köldum morgni, klukk an er ekki orðin níu. Gunnar er mættur á vinnustað. Ég spyr hann hvernig honum líði, og hvort kuldinn hafi ekki slæm áhrif á hann, en hann gefur lítið út á það. Fleira samstarfsfólk ber að, og eins og svo oft áður, er stans- að hjá Gunnari áður en hver gengur á sinn stað. Mönnum þótti gott að leita til hans með það, sem þeim lá á hjarta. Fullur hluttekningar með þeim, sem áttu erfitt, og glaðastur í hópi glaðra. Þannig var Gunnar. — Þennan morgun ríkti gleði, gleði, sem á svipstundu átti eftir að breytast í djúpa hryggð, því þarna sem hann stóð og gerði að gamni sínu við okkur, var hann hrifinn frá okkur. Gunnar hafði lengi gengið með sjúkdóm þann, sem svo sviplega dró hann til dauða. En hann sýndi mikið þrek í veikindum sínum, kvartaði sjaldan, og var framúrskarandi ósérhlífinn. Gunnar var gæddur góðum al- hliða gáfum og var sérstaklega verklaginn, enda hafði hann lagt gjörva hönd á margt og kunni góð skil á flestum iðngrein- um, og allt sem hann starfaði við vann hann af stakri vand- virkni og samvizkusemi. Hann var mjög listhneigður og listfengur. í tómstundum sínum fékkst hann við að teikna og mála, og „heima á ísafirði“ vann hann mikið bæði að leiklist og tónlist, var m. a. stjórnandi Lúðra sveitar ísafjarðar um tíma, og núna, síðasta árið sem hann lifði, fékk hið unga Leikfélag Kópa- vogs notið starfskrafta hans. Við fráfall Gunnars hefir myndast skarð, sem mér finnst að aldrei verði fyllt, til þess var hann of sérstæður og sterkur persónuleiki. Kona hans og dóttir sakna nú ástríks og fórnfúss heimilisföður. Við samverkamenn Gunnars vottum þeim okkar dýpstu samúð. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.