Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 56. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 7. marz 1958
Brynleifur  Tobíasson,  áfengisvarna-
ráðunautur og frú Cuðrún Cuðnadóttir
t t
Minningorræöa
flutt i Menntaskól-
anum á Akureyri
í DAG fer fram í Reykjavík út-
för Brynleifs Tobíassonar, áfeng
isvarnaráðunauts og fyrrum yf-
irkennara, og konu hans Guðrún-
ar Guðnadóttur. Létust þau hjón
bæði á einni nóttu, svo að ör-
skammt var á milli. Er slíkt allt
í senn, fátítt, átakanlegt og fag-
urt. Frú Guðrún hafði verið van-
heil og var nýlega flutt í sjúkra-
hús, þar sem hún lézt af heila-
blóðfalli. Brynleifur lézt í heima
húsum, og mun missir ástvin-
arins hafa verið ofraun veiku
hjarta. Brynleifur hafði ekki ver-
ið alls kostar heill hin síðustu ár,
þó að hann léti ekki á sér sjá.
En hann var maður æðrulaus
og kunni að hafa gamanyrði á
vörum, þó að ónota kenndi.
Fyrir stuttu var Brynleifur hér
Á sal, eins og ykkur mun minnis-
stætt. Hann flutti ykkur, ungu
vinir, lifandi varnaðarorð, sem
þið hlýdduð á með alvöru. Ég
vona, að þið geymið þau þeim
mun trúlegar í minni, þegar sjálf
ur dauðinn hefur komið til að
gera þau enn eftirminnilegri.
. Áður en Brynleifur fór frá Ak-
\ ureyri, réttri viku fyrir andlátið,
hringdi hann til mín til að kveðja
og þakka vinsamlegar móttökur
í skólanum, og datt mér þá sízt
í hug, að ég heyrði rödd hans
ekki framar. Svo glaður var hann
þá og reifur. En vænt þykir mér
um, að hin síðasta koma hans
hingað í skólann var svo ánægju-
leg og hugþekk öllum, honum
jafnt sem okkur. Hér í skólan-
um hafði Brynleifur unnið mest
sitt ævistarf, þó að hann kæmi
viðar við, eins og löngum hefur
verið háttur mikilhæfra íslend-
inga.
Brynleifur Tobíasson var tæpra
68 ára, fæddur 20. apríl 1890, að
Geldingaholti í Skagafirði,
gömlu höfðingjasetri. Hélt hann
tryggð við óðal sitt ævilangt, fór
þangað oft og sótti sálarstyrk til
æskustöðvanna. Hin ramma taug
slitnaði aldrei. Brynleifur var af
gildum og merkum bændaætt-
um, og höldseðlið var jafnan rik-
ur þáttur í skapgerð hans. Hann
var búfræðingur frá Hólum, og
mun þá hafa verið yngstur Hóla-
sveina. Fékkst hann í fyrstu eitt-
hvað við búnaðarstörf.
En fleira seiddi hugann. Að
Brynleifi stóðu ekki aðeins bænd
ur, heldur átti hann og fræði-
menn ágæta í ætt sinni. Sagna-
þulurinn mikli, Gísli Konráðs-
son, var langafi hans, og Konráð
Gíslason, ömmubróður, einn
snjallastur málfræðingur íslenzk-
ur, náinn vinur Jónasar Hall-
grímssonar og einn fjórmenn-
inganna, er stóðu að Fjölni.
Brynleifur átti því ekki langt
að sækja fræðihneigðina. Þykir
mér líklegt, ef Brynleifur hefði
lifað fyrr á öldum og orðíð prest-
ur eða skagfirzkur búhöldur, að
hann hefði ritað annála, þar sem
iihna hefði mátt margan fróð-
leik. Hefðu þar orðið ýmsar
hnyttilegar athugasemdir um
menn og atvik og annállinn ritað-
ur á skemmtilegu íslenzku máli.
Það fór og svo, að fræðihneigð-
in markaði Brynleifi brautina.
Eftir búfræðinám lýkur hann
kennaraprófi og fæst um hríð
við kennslu, bæði heima í héraði
og í Reykjavík. Og loks fer hann
í Lærða skólann og verður stúd-
ent 1918. Var hann þá fullþroska
maður, nær þrítugu og þegar á-
berandi í sínum hópi. Var hann
eindreginn húmanisti, skaraði
fram úr i íslenzkum fræðum og
»ögu, en tölvísindi öll og nátt-
úruvísindi voru honum minna að
skapi, og fór hann ekki dult með.
Hau.stið 191.8 gerist hann kenn-
ari við Gagnfræðaskólann á^Ak-
ureyri,  er  siðar  varð  mennta-
skóli. Hefst þá ævistarf hans!
Var hann kennari skólans eftir
það til 1954. Hefur Brynleifur
kennt lengur bókleg fræði í þess-
um skóla en nokkur annar. Hélt
hann hér embætti í 36 ár, þó að
af þeim væri hann raunar þrjú
ár fjarverandi, veturinn 1922—
23 við sagnfræðinám erlendis og
tvo vetur síðan 1942—1944 við
fræðistörf i Reykjavík. Munu
nemendur Brynleifs héðan vera á
þriðja þúsund, dreifðir um landið
allt, og í dag, er hann leggur í
sina hinztu för, verða honum
sendar kveðjur og þakkir víða að.
Heilan mannsaldur setti Bryn-
leifur svip á þessa stofnun, og í
minningum gamalla nemenda
verður mynd hans ein hin skýr-
asta. Svo sérstæður var hann
og frumlegur i orðum og háttum.
Hann var alla tíð aðalsögukenn-
ari skólans, en kenndi auk þess
íslenzku fyrstu árin, og þegar
latínukennsla hófst aftur í norð-
lenzkum skóla, eftir meira en
aldarhlé, var það Brynleifur, sem
fyrstur kenndi latínuna og hóf
þannig hið fallna merki. Eftir
það  kenndi hann jafnan  latínu
kennileik  sinum  og  yfirbragði.
Á þessari stundu og á þessum
stað vil ég fyrir hönd Mennta-
skólans á Akureyri færa Bryn-
leifi Tobíassyni þakkir fyrir
þann menningarskerf, er hann
lagði skólanum um langan ald-
ur.
Brynleifur kom víðar við sögu
en í þessari stofnun. Þó að hann
væri fastheldinn á forna siðu og
nyti þess að líta til liðins tíma,
var hann jafnframt lífsins mað-
ur, sem tók þátt í stríði sinn-
ar tíðar. Léngi lét hann stjórn-
mál mikið til sin taka og var
alloft í framboði til Alþingis.
Þar var hann að vísu ekki sig-
ursæll, en vel hefði hann sómt
sér á þingbekkjum. Hann kunni
vel að beita orðsins brandi og
jafnframt að rétta fram hönd til
sátta að lokinni sennu. Hann sat
mörg ár í bæjarstjórn Akureyr-
ar, var forseti bæjarstjórnar um
hríð, átti sæti í ýmsum bæjar-
nefndum, m. a. lengi í skóla-
nefnd og formaður þar jafnframt.
í stjórnarnefnd Amtsbókasafnsins
og yrði of langt að telja hér öll
hans störf.
margir,  og raunar {rjéðih öll, í
þakkarskuld við Brynleif.
Brynleifur Tobiasson var svo
sérstæður persónuleiki, að hann
hlýtur að vera ógleymanlegur
öllum sem þekktu. Hann var
fastur í sniðum og það svo mjög,
að hann settist jafnvel með sér-
stökum hætti í kennarastólinn í
hverri kennslustund. Hann var
bóngóður og gott til hans að leita.
Er sagt, að hann muni fáum hafa
neitað, er báðu hann að skrifa
upp á víxil. Brynleifur var
skemmtilegur í viðkynningu og
ágætur starfsbróðir. Hann var
manna fróðastur, sagði hnytti-
lega frá, og var oft frumlega
orðheppinn í athugasemdum.
Hann var mikill húmoristi, átti
hina dýrmætu gáfu kímninnar,
sem breytir alvöru í gaman og
ofstæki i umburðarlyndi. Þó að
hann væri trúhneigður alvöru-
maður, hafði hann auga fyrir
hinum mannlega skopleik. Og
þó að hann væri manna íhalds-
samastur um margt og teldi sér
sæmd af, var hann frjálslyndur
af því, að hann var umburðar-
lyndur við menn og mannlegan
breyskleika. Þó að hann væri
ótrauður í viðleitni sinni og
hygðist reka sjálfan Bakkus úr
mannheimi, skynjaði hann tak-
mörk mannlegrar viðleitni. Þess
vegna gat hann brosað og fyrir-
í IV. bekk. Þó að aðrir kæmu
síðar að skólanum, sem lengur
höfðu numið latínu, vildi Sigurð-
ur skólameistari ekki breyta hér
til. í>ví skyldi aldrei breytt, sem
vel gekk. Sú var ein meginregla
hans. Og latínukennsla Brynleifs
var með ágætum. Honum lét eink
ar vel að skapa þann aga, sem
latínunni hæfði. Formfesta máls-
ins og sniðfesta kennarans voru
sömu ættar. Fannst mér löngum,
er Brynleifur mælti fram latín-
una, að ég sæi fyrir mér rómversk
an senator. Yfir kennslunni allri
var virðuleiki og stíll. Engum
kom til hugar að gera sér dælt
við Brynleif. En á næsta leiti
við alvöruna og agann var sér-
stök kímnigáfa kennárans, sem
of t varpaði gamanblæ á mál hans.
Brynleifur var mjög skylduræk-
inn kennari og frábærlega stund
vís. Var það einn þátturinn í
formfestu hans. Ég efast um, að
hann hafi nokkurn tíma komið
of seint í kennslustund allan sinn
langa kennaraferil. Hann var og
heldur ekki kvellisjúkur, svo það
þóttu jafnan tíðindi í skólanum,
ef Brynleifur var ekki kominn
á sinn stað á réttum tíma. Og
Brynleifur var fræðari í eðli
sínu. Ég ætla, að hann hafi alltaf
haft gaman af að kenna öll þessi
mörgu ár. Það er dýrmæt kenn-
araeign. Og hann hafði af nógu
að miðla, því að hann var minn-
ugur og margfróður. Sambúðin
við nemendur var góð. Þó að
hann kynni að byrsta sig, ef hann
taldi þess þörf, fundu nemend-
ur, að hann var raungóður og
vildi þeim vel. Og hann þótti
flestum kennurumbetriviðskiptis
á prófum. Þegar Brynleifur hvarf
héðan fyrir 4 árum, mun mörg-
um gömlum nemanda hafa fund-
izt, að ásýnd skólans breyttist.
Skólinn  missti  nokkuð  af  sér-
En mest og merkast" félags-
starf vann Brynleifur í þágu
bindindismála. Hann gerðist ung-
ur templari og var trúr bind-
indishugsjóninni til hinztu stund-
ar. Var hann lengi einn helztur
áhrifamaður Reglunnar, stór-
templari um tíma, og oft full-
trúi fslands á erlendum bind-
indisþingum. Er ég ekki í vafa
um, að hann hefur skipað þar
sinn sess með sæmd fyrir þjóð-
ina alla. Loks varð hann áfengis-
varnaráðunautur, hinn fyrsti er
gegndi því embætti, og kom í
hans hlut að móta starfið, enda
hafði hann setið í undirbúnings-
nefnd áfengislaganna nýju. Þarf
ekki að efa, að hann hafi unnið
þar af alúð og festu.
Brynleifur var eljumaður, sem
reis árla úr rekkju, eins og slík-
um er títt. Auk kennslu og um-
svifamikilla félagsstarfa vannst
honum tóm til ýmissa ritstarfa.
Var hann ritfær vel, enda ágæt-
lega að sér í íslenzku, svo sem
hann átti kyn til. Skrifaði hann
gott íslenzkt mál, sem bar nokk
urn sérkennileikasvip af honum
sjálfum. Hann ritaði mikið um
bindindismál, meðal annars sögu
bindindishreyfingarinnar á ís-
landi. Hann var ritstjóri blaðsins
íslendings um tíma og ritaði
fjölda blaðagreina, bæði dánar-
minningar og fræðiþætti. Hann
var í ritstjórn skagfirzkra fræða
og reit þar meðal annars bókina:
Heim að Hólum. Síðast en ekki
sízt tók hann saman hina mjög
þarflegu bók „Hver er maður-
inn?" Hefur það verið mikið
verk og ekki vandalaust, og var
Brynleifur hér brautryðjandi.
Verður nú einhver að taka upp
merki hans þai\ Slík bók er ó-
missandi. Munu fleiri en ég hafa
þá sögu að segja, að fáar bækur
handleiki þeir oftar. Standa hér
gefið. Brynleifur var mannlegur
í strangleika sínum. Hann hafði
þolað ýmislegt mótdrægt um
ævina, eins og vér flestir, og
hann hafði vaxið að mildi í sval-
viðrum lífsins. Þess vegna mun
hann hafa verið viðbúinn kall-
inu mikla, þó að það kæmi með
skjótlegum hætti. Og blessun
fylgi honum til ókunnra
stranda.
Að síðustu vil ég skýra frá þvi,
að vér, kennarar Menntaskólans
á Akureyri, sem erum flestir
hvort tveggja í senn gamlir nem-
endur Brynleifs Tobíassonar og
samkennarar, höfum ákveðið að
heiðra minningu hans með því að
stofna í skólanum sjóð, er beri
nafn hans og kallist Minningar-
sjóður Brynleifs Tobíassonar. Er
öllum gömlum nemendum Bryn-
leifs og öðrum, er óska, frjálst að
leggja þar fé til. Skal sjóðnum
varið til að verðlauna þá nem-
endur skólans, sem sýna sérstak-
an áhuga á sögulegum fræðum,
ekki sízt íslenzkum, eða eru
áhugasamir um bindindismál.
Þannig geymist nafn Brynleifs í
tengslum við það, er næst stóð
huga hans um langa og starf-
sama ævi.
Brynleifur Tobíasson var tví-
kvæntur. Fyrri konu sína, Sigur-
laugu Hallgrímsdóttur, missti
hann eftir skamma sambúð. Áttu
þau einn son, Siglaug bókavörð
sem einnig kennir nokkuð hér við
skólann. Síðari kona Brynleifs
var Guðrún Guðnadóttir, sem nú
fylgir manni sinum til hinztu
hvílu.
Menntaskólinn á Akureyri og
vér öll, kennarar og nemendur,
vottum Siglaugi og öðrum ætt-
ingjum og venzlamönnum þeirra
hjóna einlæga samúð.
Þórarinn Björnsson.
t  t
„Við skulum sól
sömu báðir
hinsta sinni
við haf lita,
létt mun þá leið
þeim er ljósi móti
vini studdur
af veróld flýr".
NÚ hefur hún, sem kvaddi svo
skyndilega,  elskuleg  frændkona
mín  og vinur,  fengið  að  reyna
híð ótrúlega.
Vinur fylgir vini yfir landa-
mæri lífs og dauða. En við, sem
eftir stöndum á ströndinni og
höfðum yljað okkur við heimilis-
arin þeirra elskulegu hjóna —
við stöndum agndofa og vitum
ei neitt að segja.
Guðrún Guðnadóttir var fædd
28. jan. 1900 í Skarði á Landi,
ólst hún þar upp í systkinahópi
hjá ágætum foreldrum, Guðna
Jónssyni stórbónda þar og konu
hans, Guðnýju Vigfúsdóttur (í*.
Z.: Víkingslækjarætt, bls. 268).
Var heimilið í Skarði góðfrægt.
Guðni var mikill búhöldur og
Guðný hin ágætasta kona, dug-
leg, myndarleg, geðprúð og un;-
fram allt góð mönnum' og mál-
leysingjum. Hin dásamlega feg-
urð er umlykur Skarð og Lanás-
sveit mun hafa heillað svo barns-
huga Guðrúnar, að sá þráður er
þar var ofinn slitnaði aldrei. Og
þótt örlögin sköpuðu henni sess
fjarri fjallasveitinni fögru mun
hugurinn oft hafa leitað heim á
bernskuslóðir hvort sem hún var
hér heima eða í fjarlægum lönd-
um. Hún tók fagran blett í Skarðs
landi og gróðursetti þar trjáteg-
undir, er með tímanum muru
vitna um starf hennar og ást á
foreldraheimilinu.
Guðrún gekk í Kvennaskólann
í Reykjavík, er hún hafði aldnr
til, 1917—1920, og naut þar
ágætrar menntunar til munns og
handa. Nokkru eftir Kvennaskóia
námið sneri hún sér að verzlun-
arstörfum og vann eftir það við
vefnaðarvöruverzlanir þar til
hún stofnaði verziunina Þjórsj,
1940. Rak hún þá verzlun til
æviloka.
Hún lét byggja vandað og fag-
urt hús við Bólstaðahlíð 11 og
bjó þar upp hið yndislega heimili
sitt, er hún var sí og æ að prýða,
kom þá vel í ljós hve listræn hun
var. Hún var frábærlega vel
verki farin og gekk frá hverjum
hlut af hinni mestu vandvirkni.
Það var ekki einungis að heim-
ilið væri hið smekklegasta hið
ytra, heldur ríkti þar sá andi
yndis og friðar, er vermdi gesti
inn að hjartarótum.
Hinn 29. ágúst 1952 giftist Guð-
rún Brynleifi Tobiassyni mennta-
skólakennara á Akureyri. Var
hjónaband þeirra hið ágætasta cg
heimili þeirra að Bólstaðahlíð 11
sannkallaður friðarreitur. Guð-
rún var að eðlisfari dul í skani,
stillt í dagfari, prúð í allri fram-
komu og hóglát í gleði og sorg.
Hún var mjög trygglynd og bar
í brjósti rika umhyggju fyrir
frændum og vinum. Hún var
einkar starfsöm og kom miklu í
verk dag hvern. Hún var óáleitin
um annarra hag og aldrei heyrði
ég hana tala hnjóðsyrði um nokk-
urn mann.
Síðasta árið sem hún lifði var
hún oft mikið veik, en leyndi því
eftir beztu getu. I vetur þráði
hún vorið og sumarið, því hurt
var sólarinnar barn, vonaði hún
að sól og sumar myndi bæta liðan
sína. En mitt í veikindunum var
hún sífellt að hugsa um vini sina
og hafði þá oft meiri áhyggjur af
líðan þeirra en sinni eigin. Börn
sorgarinnar fundu vel þann hjatt
ans yl, er hún var svo rík af og
á hinum dimmu dögum var það
huggun og uppörvun að heyra, að
kvöldi dags elskulega rödd henn-
ar í símanum, heyra hinn blíða,
mjúka tón, er hún bauð góða nótt.
En nú er hún og maðurinn
hennar, sém dáði hana svo mjcg,
horfin burtu úr þessum heimi —.
liðin út í fjarskann, hönd í hönd.
„Vér sjáum hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf,
og Iyftir í eilífan aldíngarð
því öllu, sem drottinn gaf".
Marta ValgerSur JónsdótUr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20