Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 9
Fimmtuctegur 10. aprfl 1958 WORCVNBLAÐIÐ s Dr. Victor tlrbancic hljómsveitarstjóri IUinningarorð DR. VICTOR URBANCIC, hljóm sveitarstjóri og tónskáld, andað- ist að heimili sinu, Kambsvegi 9 á föstudaginn lapga (4. apríl). Við þessa sorgarfregn setti menn hljóða. Kom hún mjög á óvart þar sem hann virtist vera í fullu fjöri, nýkominn úr ferðalagi um Bandaríkin og var nú glaður yfir því að geta aftur tekið til ó- spilltra starfa í Tónlistarskólan- um og Þjóðleikhúsinu. En enginn má sköpum renna, og er hér stórt skarð höggvið í hóp þeirra tón- listarmanna, sem unnið hafa að þróun og uppbyggingu tónlistar- lífs á íslandi á síðustu tveim ára- tugunum. Dr. Urbancic var fæddur 9. ágúst 1903 í Vínarborg. Faðir hans var frægur skurðlæknir og prófessor, og námu nokkrir ís- lendingar læknislist hjá honum, meðal þeirra Gunnlaugur heit- inn Einarsson. En í ætt dr. Urbancic eru einnig margir tón- listarmenn og tónskáld. Dr. Urbancic var nemandi Músíkaka demiunnar í Vínarborg og var aðalkennari hans hinn frægi hljómsveitarstjóri Clemens Krauss. Doktorspróf tók hann við háskólann, en þar var Guido Adler kennari hans. Taldi Adler dr. Urbancic einn sinn allra snjall asta nemanda í tónvísindum. í Vínarborg var dr. Urbancic organ leikari við Votivkirkjuna um tima og stjórnaði auk þess hljóm sveitum. Þá vann hann einnig við leikhús Max Reinhards (Jós- efsstadt Theater). Samdi hann einnig mikið af tónverkum á þess um árum, sem síðar voru gefin út hjá Doblinger og viðar, þar á meðal píanóverk, sönglög, cello- sónata o. m. fl. í borginni Mains starfaði dr. Urbancic um 7 ára skeið við óper una og stjórnaði þar fjölda ópera og söngleika. Þá var hann um tíma stjórnandi við óperuna í Belgrad, unz hann var kallaður til Graz í Austurríki, þar sem hann varð kennari bæði við tón- listarskólann og háskólann, en stjórnaði jafnframt hljómsveitar- tónleikum. Dr. Urbancic var snjall píanó- leikari og prýðilegur organleik- ari. Hélt hann mikið af tónleik- um víðs vegar á bæði þessi hljóð- færi við mikinn orðstír. Á þessu má sjá, að hann hefur verið mjög fjölhæfur og mikill listamaður, enda efaðist enginn um það, sem kynntist honum, en segja má að flest léki í höndum hans, sem að músík laut og var tónheyrn hans jafnan viðbrugðið. Hingað til lands fluttist dr. Urbancic í ágústmánuði árið 1938. Hann gerðist kennari við Tónlist arskólann og stjórnandi hljóm- sveitarinnar, er dr. Mixa lét af því starfi. Mikið starf beið hans hér, og gekk hann ótrauður til verks. En hann var með afbrigð- um mikilvirkur að hverju sem hann gekk. Þeir sem helzt þekkja til, vita, við hversu mikla örðug- leika er að etja hér, þegar um tónlist er að ræða. Svo má heita, að allt starf á sviði tónlistar til þessa sé brautryðjendastarf. Það er lýjandi, en það skapar einnig gleði þeim, sem af einlægum hug tekur þátt í því. Og það gerði dr. Urbancic. Við Tónlistarskólann hafa frá byrjun starfað afbragðs erlendir kennarar við hlið okkar eigin ágætu manna. Hefur það verið mikið lán hversu vel hefur til tekizt um val þessara manna. Einn hinn ágætasti þeirra var dr. Urbancic. Hann sameinaði í rík- um mæli þekkingu, gáfur og mannkosti. Hann vildi jafnan leysa vanda hvers manns er til hans leitaði, og gerði það með sinni einstöku ljúfmennsku og skyldurækni. Af öllum þeim störfum sem dr. Urbancic innti af hendi fyrir ís- lenzkt tónlistarlíf, minnist ég sérstaklega flutnings hans á óra- torium Hándels og Jóhannesar- passíunni eftir Bach og Requiem Mozarts. Þar sem sameinaðist kór og hljómsveit í hinum voldugu verkum meistaranna,þar varhans heimur, og undir handleiðslu hans varð Tónlistarkórinn á þess um árum einn af beztu kórum Norðurlanda, eins og fram kom á söngmótinu í Kaupmannahöfn árið 1948. Þá flutti hann einnig fjölda klassískra verka með Sin- f óníuhl j ómsveitinni. Undravert var það, hversu vel dr. Urbancic tókst að samræma t. d. sálma Hallgríms Péturssonar passíu Bachs, en hann kynnti sér þá til hlítar og valdi þá af mik- illi þekkingu og smekkvísi hins næma listamanns. Því miður lögð ust uppfærslur þessar niður, og var það mikið tjón fyrir músik- líf okkar. Jafnframt því að vera heims- borgari í list sinni, með alhliða þekkingu og kunnáttu, leit hann brátt á sig sem íslending, ekki aðeins sem ríkisborgara, en það varð hann strax og tíminn leyfði, heldur vildi hann tileinka sér það bezta af arfi okkar íslendinga og aflaði hann sér meiri og meiri þekkingar á sögu okkar og menningu. Ekki var ótítt að heyra hann láta í ljós, að hann vildi vera trúr Islandi og helga því alla krafta sína, og gerði hann það áreiðanlega af heilum hug, meðal annars í frábærum raddsetningum sínum á íslenzk- um þjóðlögum. Síðustu árin var dr. Urbancic ráðinn hljómsveitarstjóri við Þjóðleikhúsið. Kom sér þar vel fyrri reynsla hans. Má fullyrða, að um margt hafi hann verið frá- bær leikhúsmaður, og munu sam starfsmenn hans sakna vinar í stað, því einnig þar gætti hans miklu mannkosta í allri um- gengni við listamennina; lipurð hans og natni við æfingar var viðbrugðið og prúðmennskan brást aldrei. Með miklum dugnaði og þraut seigju flutti hann óperur fram til sigurs í Þjóðleikhúsinu. Vil ég sérstaklega tilnefna „Rigoletto“ og „La Traviata" eftir Verdi, „Tosca“ eftir Puccini, Bajazzo eftir Leoncavallo, Cavaleria rusticana eftir Mascagni og Töfraflautuna eftir Mozart, sem mikilvægar uppfærslur. En margt fleira mætti nefna. Dr. Urbancic var einnig organ- leikari við Kristskirkju í Landa- koti um tuttugu ára skeið og rækti það starf með ágætum. Við Tónlistarskólann hafði dr. Urbancic sögukennsluna með höndum hin síðari ár, eftir að hann tók til starfa við Þjóðleik- húsið. Hann er öllum kennurum skólans og nemendum harm- dauði, og höfum við margs að minnast og margt að þakka er hann hverfur af sjónarsviðinu. En sárast sakna kona hans, dr. Melitta Urbancic, mikilhæft skáld og listakona, og börnin fjögur, sem eiga nú á bak að sjá hinum ástúðlegasta heimilis- föður. Dr. Urbancic er kvaddur með virðingu og þökk af öllum sem hann þekktu. Páll ísólfsson. TIL LEEGL Fjögurra herbergja íbúð í Hlíðunum til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: „Ibúð — 3 — 8445“. Saumakona Vön saumakona óskast í ca. 2 mánuði. Vinna eftir hádegi kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Vandvirk — 8447“ s li BEVlAN KEVlAN Árshátíð Skipstjóra og Stýrmannafél. Aldan Árshátíð félagsins verður haldin í Sjálfstæðishús- inu mánudaginn 21. apríl 1958. Skemmtiatriði: Revían: „Tunglið, tunglið, taktu mig“ verður leikin. Áskriftarlistar liggja hjá: Hróbjarti Lútherssyni, Akurgerði 25, sími 10031, Gunnari Valgeirssyni, Hrísateig 24, sími 34121, Guðmundi H. Oddssyni, Drápuhlíð 42, simi 11045, Guðjóni Péturssyni, Höfðavík v/Borgart. sími 15334 Kolbeini Finnssyni, Vesturgötu 41, sími 13940. Skemmtinefiulin. TIL SÖLU Til sölu er gott hns á hitaveitusvæði (Túmmum) A hæðinni er 2 stofur, 1 herbergi og eldhús. Á ris- hæðinni 2 herbergi og bað. — Svalir. 1 kjailarr eru 2 herbergi, eldhús og bað. Stór bíiskúr. Girt og rækt uð lóð. Allt sérstaklega vandað og í góðu standi. Málflutningsstofa Sigurður Keynir Pétursson hrl.. Agnar Gústafsson hdl., Gísli G. Isleifsson hdl. Austurstr. 14, símar: 1-94-78 og 2-28-70. Thorvaldsensbazarinn Austuorstræti 4 verður lokaður frá 14. aprfl n.k. um óákveðinn tíma vegna breyunga á 'búðinni. Verzlunarmaður okkur vantar lipran og ábyggilegan, ungan mann tll afgreiðslustarfa Aðeins reglumenn koma til greina. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. CEYSIR H.F. Skrifstofan — Aðalstræti 2 Fermingargjafir Skíði m/stálköntum Skíðastafir Skíðafoindingar Ennfremur: Raksett í Ferðasett (4 Verð samtals: | ca. kr. 600.00 leðurhylkjum — töskur með matarílátum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.