Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 16
VtÐRID Norffan gola effa kaldi. Léttskýjað. 105. tbl. — Laugardagur 10. maí 1958 Sfaldrað við í Afomium Sjá grein á bls. 9. Lögregluþjónn stórslasast í elt- ingaleik við ökufant UNGUR lögreglumaður í um- ferðarlögreglu bæjarins Þorkeil Pálsson að nafni, slasaðist mikið í gærdag á Skúlagötunni, er hann var að veita eftirför ökufanti sem þar ók með 70—90 km harða. Var lögreglumaðurinn fluttur mikið slasaður í Landsspítalann. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. Höfuðborgamót í Stokkhólmi DAGANA 1.—5. júní nk. verður norrænt höfuðborgamót haldið í Stokkhólmi. Þar verða rædd ýmis sameigin- leg vandamál norrænna höfuð- borga. Aðalumræðuefni mótsins hefur hlotið fyrirsögnina: „Stor- stad och trivsel“. Mótið verður mjög viðburða- ríkt. Flutt verða erindi og efnt til umræðu- og fræðslufunda um vandamál stórborganna. Skoðun- arferðir verða farnar, m. a. um ýmis nýjustu hverfi Stokkhólms- borgar, svo sem Ársta og Válling- by. Mikil hátíðahöld — Stock- holms festspel — eiga sér stað í Stokkhólmi einmitt þessa sömu daga, og gefst þátttakendum móts ins kostur á að velja um fjöl- breytt skemmtiatriði: tónleika, ballettsýningar og óperusýningar í Stokkhólms-óperunni og ieik- sýningar á Dramaten og í leik- húsi Drottningarhólms-hallarinn- ar. Tíu íslendingar geta gerzt þátt- takenður. Þátttökugjaldið er 200 sænskar krónur, og er þar inni- falin gisting í hóteli, fæði og ferð ir innan borgarinnar ásamt að- göngumiðum á a. m. k. 2 hátíða- sýningar, sem áður er getið. Þátttaka tilkynnist eigi síðar «n 18. maí nk. til framkvæmda- stjóra Norræna félagsins í Reykjavík, er veitir nánari upp- lýsingar um mótið. (Frá Norræna félaginu). Þetta gerðist laust fyrir klukk an 2 í gærdag. Löreglumaðurinn ók á bifhjóli sínu vestur eftir Skúlgötunni. Á móti honum komu allmargir bílar. Einn bíll fór þar æði geyst og renndi fram úr öðrum bílum á mikilli ferð. Lögreglumaðurinn mætti þessum bíl við Vatnsstígshornið. Hann sneri þar við og veitti ökufant- inum eftirför. Setti hann „síren- una“ í samband og var brátt kominn á mikla ferð. Inn við Vitastígshornið dró hann uppi tvo bíla. Sá sem á eftir fór var hávaðasamur Garrant sendiferðabíll. Var bílstjórinn búinn að sveigja inn í götuna, en hann ætlaði upp Vitastíginn, er hann heyrði í sírenu lögreglu- hjólsins, en nam þá staðar sam- stundis. Lögregluhjólið var þá komið á hlið við bílinn. Þor- kell lögreglumaður hafði sveigt til hægri frá sendiferðabíln- um, en tók síðan vinstri beygju. — Rétt austan við gatnamót Vitastígs, 7 m. frá horni stóð vörubíll, sem einnig hafði verið á leið austur eftir Skúla- götunni, er hann nam þar stað- ar. Var Þorkell í vinstri beygju aftur inn á götuna, er mótorhjól- ið rann inn undir pall vörubíls- ins. Þorkell hafði hallað sér mik- ið yfir til vinstri er hjólið rann inn undir vörupallinn. Hann kast aðist af hjólinu í götuna. — Lít- illi stundu síðar komu sjúkraliðs menn. Var Þorkell fluttur í slysavarðstofna, en síðan í Lands spítalann. Þorkell slasaðist mikið. Hann mun hafa fótbrotnað á öðrum fæti og lærbrotnað á hinum. Auk þess brákaðist hann á kinn- beini og tognaði í mjöðm. Þyk- ir sýnt að það hafi bjargað lífi lögreglumannsins hve hjólið hallaðist mikið er áreksturinn varð, svo að megin höggið við áreksturinn kom á það. T.d. brotn uðu fjaðrahengsli og augablað á vörubílnum og mótorhjólið sjálft hnýttist svo við árekstur- inn að það virðist ónýtt. Líðan Þorkels var eftir atvik- um í gærkvöldi. Það er af ökufantinum að segja, að lögreglan telur að þar hafi verið á ferðinni tvítugur piltur sem búið er að svipta öku- leyfi ævilangt. í gærkvöldi hóf rannsóknarlögreglan leit að pilt- inum og bílnum. Samkeppni Afmælissjóðs útvarpsins: 64 lög við kvœði Jónasar SKILAFRESTUR er nú útrunn- inn í samkeppni Aímælissjóðs útvarpsins um lög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Alls bárust 64 lög, en ekki er vitað hversu tónskáldin eru mörg, því að nöfn þeirra fylgja í lokuðum einkennisumslögum, en lögin send inn undir dulnefnum. Flest lögin eru einsöngslög með píanó- undirleik. en mörg eru einnig fyr ir blandaðan kór og fyrir karla- kór og nokkur hljómsveitarverk. Dómnefndarmennirnir, dr. Páll ísólfsson, Guðmundur Jóns- son óperusöngvari, Fr. Weiss- happel pínóleikari og Guðmund- Fékk reiðhjdl lónnð hjó litlum dreng og skiluði því ekki oitur HINN 1. maí síðastl. var átta ára drengur niðri við Hjörn. Hann hafði farið þangað á nýlegu hjóli sínu vestan úr bæ til þess að gefa öndunum. Við Tjörnina hitti hann dreng, sem var á líku reki og hann. Þeir tóku tal saman, en ekki vissi þó hjóleigandinn hvað hann hét þessi drengur. Inn í um- ræðurnar dróst reiðhjólið og ágæti þess. Varð það úr að eig- Björgunarsfarfið viS Lálrabjarg í Oamla bíói ’SLYSAVARNADEILDIN Ingólf- ur gengst fyrir sýningu á kvik- myndinni Björgunarstarfið við Látrabjarg, í hinni þýzku út- gáfu. Sýningin fer fram í Gl. bíói kl. 3 í dag og verða miðar seldir við innganginn. Óskar Gíslason tók mynd þessa á sínum tíma, en þýzka útgáfan er stytt og tekur sýningin um klst. Höfðu margir óskað eftir að sjá myndina í þessari útgáfu og því er hún sýnd nú. Jafnframt verður sýnd ný mynd um notkun gúmbjörg- unarbáta. andinn leyfði drengnum að reyna það. Steig sá á bak því og hjólaði inn í umferðina. En hann kom ekki aftur með hjólið og siðan hefur ekkert til þess' spurzt. Þetta var rautt drengjahjól með hvítum aurbrettum, „Olimpic". Litli drengurinn hefur verið nær óhuggandi síðan hann tapaði hjólinu sínu. Nú eru það tilmæli lögreglunnar til þess sem hjólið tók, að hann skili því aftur. t.d. niður að Tjörn. Eins vill lögregl- an biðja foreldra að athuga þetta mál, svo og aðra er upplýsingar gætu gefið um hvar hjólið sé niðurkomið. Liíðrasveilm heim- sækir tvö úthverfi LÚÐRASVEIT Reykjavíkur ætl- ar í dag að heimsækja tvö út- hverfi bæjarins og leika þar fyr- ir íbúana. — Ef þetta mælist vel fyrir, munum við síðar smám saman halda útihljómleika í öðr- um úthverfum bæjarins, sagði Magnús Sigurjónsson formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur, blað- inu í gær. í dag heimsækir Lúðra sveitin Langholtshverfið og mun leika við Langholtsskólann kl. 4. Síðan fer hljómsveitin að Háa- gerðisskóla og byrjar að leika þar kl. 5 í dag. Bókaupphoðí dag SIGURÐUR Benediktsson efnir til bókauppboðs í Sjálfstæðishús- inu kl. 2 í dag. — Bækurnar verða til sýnis kl. 10—1 á uppboðsstað. M.a. verður selt: Óðinn (allt, sem út kom), Láki (gamanblað útg. 1919), Tímarit Jóns Péturssonar, Víg Snorra Sturlusonar, sérprent- un á kvæði Matthíasar, (útg. Eski firði 1879), frumútg. á ljóðum Kristjáns Jónssonar og Bjarna Thorarensen o. fl. skálda, Lög- fræðingur Páls Briem, Dýravin- urinn (allur), Eimreiðin (öll, með kápum). Alls verða slegin 158 númer. ur Matthíasson tónlistarkennari eru nú að fara yfir lögin og er gert ráð fyrir að það taki nokk- urn tíma, vegna þess hve þátt- takan er mikil. Ríkisútvarpið bauð til þessar- ar keppni í vetur fyrir áramót á vegum Afmælissjóðs síns og eru verðlaunin alls 11.500.00 kr. Tónskáldunum var frjálst að velja sjálf texta við lögin, en út- varpið benti þó sérstaklega á nokkur kvæði og kvæðaflokka, sem það taldi heppilegast að fá lög við. Verðlaunin verða veitt í tvennu lagi, fyrir kvæðaflokka og fyrir einstök kvæði, en tón- skáldin gátu sjálf valið það form, sem þau nota. Útvarpið mun síðar flytja helztu lögin, sem fram koma. Happdrættíð Op/ð til kl. 5 í dag ALLT Sjálfstæffisfólk er minnt á happdrættiff. Þeir, sem fengiff hafa miffa, eru beffnir aff gera skil sem fyrst. 1 dag verffur opiff til kl. 5. Þeim, sem erfitt eiga meff aff koma greiffsiu til skrif- stofunnar, er bent á aff hringja í síma 17104 og verffur þá sent til þeirra eftir andvirffi miðanna. Happdrættisnefndin. Brezkir sjónvarps- meim í efnisleit BREZKA útvarpið BBC hefur tilkynnt Ríkisútvarpinu að það sendi hingað nú í maí, eins og áður hafði verið ráðgert, flokk sjónvarpsmanna til þess að taka upp ýmislegt efni hér. Stjórnandi- flokksins er Murray Brown, og verða þeir hér væntanlega dag- ana 11. til 16. maí. Fékk ekki að taka rússneska eiginkonu sína með sér til íslands UNGUR verkamaður hér í Reykjavík, sem í fyrrasumar tók þátt í vináttuleikum æskunnar austur í Moskvu, hefur nú fengið að kynnast annarri hlið ráðstj érn arskipulagsins. þar eð rússnesk yfirvöld bönnuðu honum fyrir nokkru að taka með sér hingað heim eiginkonu sína rússneska. Maður sá, sem hér um ræðir, heitir Ólafur Eggertsson Bnern, 24 ára, til heimilis að Bergþ-t-u- götu 11. Hann var í hópi þeirra íslendinga, er i fyrra sóttu „Heimsmót æskunnar" í Moskvu Þar kynntist Ólafur ungri rúss- neskri kennslukonu og felldu þau hugi saman. í febrúarmánuði síðastliðnum fór Ólafur austur til Rússlands til að sækja unnustu sína. Þar eystra voru þau gefin saman. Ólafur sendi kveðjur heim til sín, er þau höfðu verið gefin saman og skýrði frá því, að hann myndi koma heim með konu sína Fyrir um mánuði kom hann svo heim úr brúðkaupsförinni tii Rússlands, en hin rússneka kona hans var eigi í fylgd með honum. Skýringin á því er sú, að því er Morgunblaðið hefur fregnað, að konu Ólafs var neitað um brottfararleyfi frá Ráðstjórnar- ríkjunum. En þau hjónin munu hafa von um það, að yfirvöldin veiti konunni leyfi til þess að hverfa til manns síns einhvern tíma næsta haust. Helsingör og KR keppa í kvöld I KVÖLD kl. 8,30 hefst að Há- logalandi handknattleikskeppnin milli íslandsmeistaranna KR og dönsku meistaranna, Helsingör. Bæði karla- og kvennaflokkur félagsins eru hingað komnir í boði KR, en KR-ingar gistu Helsingör á sl. ári. í kvöld verða tveir leikir. Fyrst leika kvennaflokkarnir. — Eru dönsku stúlkurnar taldar vera annað bezta kvennalið Dan- merkur. KR-stúlkurnar veita þeim vafalaust harða keppni. — Lítill munur var á liðunum, er þau kepptu í Helsingör. Dönsku piltarnir eru sumir hverjir meðal snjöllustu hand- knattleiksmanna heíms. Átca þeirra hafa leikið í danska lands- liðinu og 6 þeirra voru valdir í lið Dana til heimsmeistarakeppn innar, en þar komust Danir mjog langt. Helsingör-liðið vann KR í Helsingör en þó ekki með ýkja miklum mun. Ætla má að liðin verði jafnari nú og veldur húsið þar mestu um, því Danir eru ó- vanir svo litlum velli. En víst mun marga fýsa að sjá þessa snjöllu leikmenn í keppni hér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.