Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVISBL AÐIÐ Sunnudagur 11. mal 1958 Fyrir hundrað árum ÞJÓÐÓLFUR segir 8. maí 1858 m. a.: Berlinga tíðindi, er komu með hinum seinni skipum, hafa í í marzblöðunum yfirlit yfir alla Kaupmannahafnarverzlunina, eins og hún var hið næstliðna ár 1857 og yfir allar útfluttar og innfluttar vörur á því ári. I yfirliti þessu er ýmislegt áheyr- andi verzlun íslands.að því leyti hún hefur snortið útflutninga eða aðflutninga höfuðborgarinnar og skal nú hér skýra fiá hinu helzta. Til íslands gengu árið sem leið frá Kaupmannahöfn 100 kaupför, 4330 lestarrúm að stærð og færðu þau hingað 4130 lestir. Þetta var 8 skipum fleira en árið 1856 og 390 vörulestum frekara en það ár var. Aftur gengu frá ísland til Hafnar 1857 samtals 84 skip með 3588 lestarrúm og færðu héðan 2843 lestir vöru, það var 225 lestum minna heldur en héð- an fluttist til Hafnar 1856. En aðgætandi er, að ekki eru talin nein þau skip, er hingað komu beinlínis frá Noregi með timb- ur eða frá Englandi með stein- kol og salt, né heldur þau skip, er héðan fara beinlínis til Eng- lands með ull, til Spánar moð fisk eða til annara staða, til dæm is til Hamborgar. Það er eins með þetta yfirlit Berlinga tíðinda eins og var í fyrra, að eigi var með vissu þar af séð, hve mikil kornvara hef- ur flutzt til íslands árið 1857, því þess er nú t. d. aðeins getið, að meginhlutinn af hinum 6000 tunnum af baunum, sem fluttust til Hafnar 1857 hafi gengið það- an til íslands og Noregs og 22 þúsund tunnur af rúgi hafi far- ið til íslands, Færeyja og Græn- lands. Það verður því ekki auð ið að æt.la á það, hve mikið hafi hingað flutzt af baunum næst- liðið ár. En sé farið eftir lestar- rúmi því, sem var í förum frá Höfn til ísiands, Grænlands og Færeyja samtals 5749 lestir og þar við miðaður rúgútflutningur- inn til allja þessa laadi, sam- Tals 22 þúsund tunnur, að því leyti að 4130 vörulestir gengu til Jslands, eins og fyrr er sagt, þá hefði eftir því átt bingað að flytja af rúgi sem næst 17370 tunnur. Af mjeli fluttust til ís- lands 822 þúsund pund, það er, þegar fjórðungar eru taldir í hverja mjelhunnu, sama sem 5137% tunna, af baunum virojst óhætt að gera sömu tölu og f.á. nefnilega 2000 tunnur. Af banka byggi og alls konar grjónum segir að hingað hafi flutzt 6,085,- 000 punda og ætti þetta þegar 22 fjórðungar eru taldir í grjona tunnuna að vera 27659 tunnur. en það býður engum svörum, aS svo mikið hafi flutzt híngað af grjónum, 10300 tunnum .neira en af rúgi, þar sem hitt mun láta m.-klu nær að aldrei fiytjist hingað meira af alls konar grjón um heldtjr en sem svarar rúg- aðflutnmgnum. (Ritstjórn Berl- inga tíðinda hefur sjálf hneyk-.l- azt á þessum mikla grjónaútflutn ingi til íslands, sem hún hefur tilfært . . . . og því leuað um það ítarlegri skýrslna hjá toll- heimturáðinu í Höfn og staðfestu á því að þetta væri rétt .... En hvað sem tollheimturáðið segir hér um, þá hlýtur þessi skýrsla að vera mjög skökk, það býður nefnilega ekki svörum, að hér á landi séu keyptar 6 eða 7 skeffur grjóna handa hverjum manni, auk annara kornkaupa. Ábm). Þess hefur verið sérstaklega getið, hve mikið nafi flutzt hing að af hveitimjöli eða brauði. en eigi að síður þó það skakki um grjónaaðflutninginn, eins og nú var sagt, þá er auðráðið af þess- um skýrslum, að töluvert frek- ari kornaðflutningar hafa verið hingað til lands 1857 heldur en voru árið fyrir, 1856. Þess er hvergi getið, hve mikið kaffi og sykur hafi hingað flutzt, enda mun meírihluti kaffibaunanna vera hingað fluttur frá Hamborg og Valtona og kemur þaðan einn- íg talsverður sykur hingað. Þess ei aðeins getið, að 430 þúsund pund hafi verið hingað færð af nlbúnum sykri (stejnsykur og hvítasykur), þetta mun þó vart vera tveir þriðjungat þess syk- urs, er hingað fluttist næst hðið ár og má þó eftir því sem svk- ur var almennast seldur hér á landi hvert pund á 26—28 skild- mga telja þessi 430,000 pund 116 Þorleifur Repp þúsund ríkisdali. Er sjálfsagt ó- hætt að fullyrða að 5 pund af kaffi seljist hér á móti hverjum 3 pundum af sykri og að kaffi og sykurkaup vor hafi hm næs’líð- in 2 ár dregizt hátt að 36i,000 ríkisdölum hvert árið um sig. Af brennivíni var útflutt frá Höfn 1,700,000 pottar, gengu af því eingöngu til íslands 550 þús- und pottar. Það er óhætt að ráð- Kaup fyrir ræstingu AÐ er alltaf verið að berjast „ fyrir því, að konur fái sama kaup fyrir sömu vinnu og karl- menn, en konur fá í mörgum til- fellum ekki sama kaup fyrir sömu vinnu. Ég er búin að ganga út í ræstingu í mörg ár og það gera fleiri giftar konur en marg- an grunar, — en við fáum mjög misjafnt borgað fyrir okkar vinnu. Sumar vinna fyrir upp- mælingu, og þá er ekkert tillit tekið til þess. hvort konan þa:'f að sópa gólfin á undan ræstingu eða alls ekki. Sums staðar er mjög mikið rusl á gólfunum, eins og t.d. í bíóum og sam- komuhúsum, *g tekur þá sm .- um eins langan tíma að fjar- i lægja það eins og skúra golfin.' Súmar vinna fyrir tímakaupi. sumar mánaðarkaupi, sem nvorki t-r reiknað eftir uppmælingar- texta eða tímakaupi, og verður; útkoman oft misjöfn. Konur verða að vera i þvottakvennafé- lagi til þess að hafa fullan re-« j á þessari vinnu, en njóta ekki alls staðar sömu hlunninda fyrir því, t.d. þar, sem ekki er borg- að eftir neinum töxtum. Ég hef heyrt frá kunningia- konu minni, að bíóin borgi eftir sinni vild, og þau borga verst, og er þó ekki sama borgað í öllum bíóunum. Auk þess verða konurnar, sem þar vinna. að ræsta jafnt á sunnudögum sem aðra duga og fá ekkert borg.ð ekstra Jyrir þá, eins og t.d. stúlk ur, sem vinna í mjólkurbúðum. Þær fá aukavinnu greidda fyrir alla sunnudaga. Svo er erfiðast að taka bíóin í gegn eftir marga frídaga eins og 17. júní, sumar- daginn fyrsta, annan í páskum, hvítasunnu og jól og fleni frídaga, þegar t.d. skrifstofur og verzlanir og læknastofur eru lok- aðar. Hinar konurnar fá því þar gera að hver pottur hafi næst- liðið ár verið hér seldur á 20 skildinga svona upp og ofan. og hefur eftir því verið sopið upp í eintómu brenn'vím 124,582 rdl. 64 sk., autc ann- ara ölfanga, sem vel ma gera þriðjung þessarar upphæðar eða 31,500 rdl. og hefur eftir því til ölfanga einna gengið næstlið- ið ár samtals 156,000 rdl. Það er mein, að alls eigi skuli vera að neinu skýrt frá tobaksaðflutn- ingum hingað, þar sem þó allt tóbakið, er vér brúkum rlyzt til vor frá Höfn, en um það sést engin bending í Berlinga Tíðird- um. Um útflutta vöru héðan til Hafnar 1857 segir svo: Harður fiskur 900 skippund, lýsi 7090 tunnur, saltfiskur 8500 skippund, saltkjöt 2300 tunnur. tólg 2900 skippund, ull 2900 skippund. Þá er sagt að út hafi verið flutt 900 skippundum minna af saltf’ski en árið áður en þá hafi gengið mikill saltfiskur héðan beint tn Spánar. í sama blaði segir frá jarðar- för Þorleifs Guðmundssonar Repps. Segir svo: Eins og getið var í þessa árs Þjóðólfi bls. 55 — var það ein hin síðasta ósk og bæn landa vors, Þorleifs Repps til v.na hans erlendis, að hann yrði ör- endur fluttur hingað til fóstur- jarðar sinnar til greftrunar. Lík hans kom og með þessari síðustu póstferð eins um búið og fyrr var frá skýrt og var af skipsfjöl boiáð í hús tryggðarvinar hins framliðna herra Helga biskups Thordersens. 1. þ.m. gjörði hann aðvart ættingja og tengdamenn Þorleifs sáluga hér í sókn, svo og Prestaskólastúdenta hina helztu söngmenn meðal skóla- sveina til þess að hefja hinn framliðna til kirkju. Eftir það búið var að opna kistuna og blý- hulstrið þar inni í, svo allir er vildu mættu sjá hinn framliðna og síðan gengið frá öllu aftur með sömu ummerkjum var sorg- af leiðandi miklu fleiri frídaga en konumar í bióunum, — þæj. fá sjaldnast frídag og lélegasta kaupið. Ég hefi talsvert kynnt mér, hvað konur hafa fyrir þessa vinnu, og það er voðalega mi-:- jafnt. Ein kona fer alltaf nreð sama bíl og ég í vinnuna á morgn ana. Við förum báðar með 7 bíl og förum báðar heim með 10 bil, en hún hefur helmingi meira fyrir sína vinnu en ég, og förum við þó báðar í ræstingu. Geta þessar konur, sem alltaf eru að berjast fyrir rétti konunnar, ekki kippt þessu óréttlæti í lag? Ræstingakona“. Rokkið á Sauðárkróki ELVAKANDA hefur boriz. eft irfarandi bréf frá Sauðárkróki: „í gær (5. maí) var fluttur í útvarpinu þátturinn um daginn og veginn. Flytjandi þáttarins réðst þar á nokkrar ungar stúlk- ur „úti á landi“ eins og hann komst að orði. og leyndi sér ekki fyrirlitningin á fólkinu úti á arathöfn þessi byrjuð með þvt að syngja 7. versið af nr. 219 í messusöngbókinni. Gekk heim- ilisfaðirinn hr. biskupinn þá fram að kistunni og flutti stutt- orða en gagnorða og fagra hús- kveðju, er emkar vel hlýddi upp á þannan svo óvenjulega og sorg lega endurfund forns æsku- vinar. Að því búnu voru sungin 1. og 2 versið af nr. 220 og ifkið hafið út á meðan og borið til kirkju. Þegar inn I hana kom var sungið v«rs 222 að svo breyttu upphafi: Glaður hmgað vil ég venda, vært í móðurskaut á ný. 4. þessa mánaðar fór fram sjálf jarðarförin eftir tiihlutun herra biskupsins, söfnuðust því allir er vildu fylgja á gildaskál- anum Scandinavia og gengu það- an, þegar allir voru komnir. er von þótti á, til kirkju. Að sungn- um sálminum 228 (án orgel-slátt- ar) gekk hr. Helgi biskup fram að kirkjunni og flutti fagra ræðu, er lýsti gáfnaatgjörvi, sálarþreki og lundarlagi hins framliðna svo satt og fagurlega, enda er engum fært að útmála slíkt eins og æsku vinum — að víst mun öllum finnast mikið um, er þá ræðu lesa, eins og oss öllum er nú heyrðum. — Þar næst flutti dóm- kirkjupresturinn prófastur hr. Ólafur Pálsson fagra ræðu með ágrip af hinum helztu æfiatrið- um hins framliðna, lýsingu á lær dómi hans og fjölvísi og hans margbreyttu lífsstöðu. Þar eftir Vindáshlíð KFUK í Reykjavík er nú sem óðast að undirbúa sumarstarf sitt. Er sumaráætlun félagsins ný- lega komin út. Félagið mun starf- rækja sumarbúðír í skála sínum í Vindáshlíð í Kjós, þar sem hundruð stúlkna hafa dvalizt í sumarleyfi sinu á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir, að í sumar landi. Þessar ungu stúlkur höfðu unnið sér það til miska að hafa leyft sér það, ómenntaðar og ó- uppdregnar stúlkur utan af landi, að syngja göfuga tónlist sem rock’n’roll á skemmtun, sem tek- in var upp og flutt í þættinum „Um helgina". Greinilegt var, að hér var sneitt að nokkrum skóla- stúlkum á Sauðárkróki, sem sung ið höfðu á Sæluvikunni við góðar undirtektir! En við flytjanda er- indisins vil ég segja þetta: Er ekki fólki úti á landi leyfilegt að skemmta með því, sem mestra vinsældar nýtur núna í augna- blikinu? Eða eru það aðems Reykvíkingar, sem kalla sig Barr elhouse Blackie eða S. Ág. Presi- ey, sem mega flytja þetta? Einn_ ig mætti hann minnast þess. að svona ádeila eins og þessi getur haft mikil áhrif á óharnaða ung- linga, því þessar stúlkur voru allar 15—16 ára og þær tóku þetta mjög nærri sér. Þessi sami maður fór síðan að ræða um „rock“ yfirleitt. Hann lýsti því sem villimannlegu æði og tók til samanburðar Þjóðdansa félag Reykjavíkur. Hjákátlegíi samanburð var varla hægt að taka. Og þarf ekki að fara nánar í það. En ætli ekki hafi verið deilt á tango, Charleston o. fl. í hans ungdæmi? Ég held, að það séu ekki hundrað í hættunni þótt unga fólkið skemmti sér. Og finnst nokkrum mikið, þótt unglingarnir vilji lyfta sér upp frá gráum hversdagsleikanum, þrungnum af gtislavirku ryki og hatri milli austurs og vesturs, hversdagsleika, par sem yfir þeim vofir á blómaskeiði lífsins hætt- an af kjarnorkustyrjöld og ger- eyðingu, hversdagsleika, þar sem allar þessar ógnir eru runnar.frá eiginhagsmunabaráttu fárra manna með svipaða skapgerð og flytjandi fyrrnefnds erindis". var líkið hafið út úr kirkju und- ir söng versins 224 borið lil kirkjugarðs af prestaskólastúd- entum og öðmim vísindamönnum og moldausið af herra biskup- inum og jarðsett undir söng sálmsins „Allt eins og blómstrið eina“ og versanna „Sofi hann nú hér í friði". Gröfin er rétt austur af leiði landlæknisins Jóns Thor- steinsens, að sunnanverðu við stíg inn frá sálarhliðinu til iíkhúss- ins. Hinn mesti mannfjöldi fylgdi. Dómkirkjan hét ;.ð vera full allir embættismenn og vísindamenn hér í staðnum, að einum þrem til fjórum fráteknum og ailir skólasveinarnir, er til þess var gefið leyfi. Grafskrift eftir pró- fessor herra Ó. Pálsson lét hr. biskupinn prenta og útbýta við jarðarförina. Yfir höfuð að tala má segja, að ráðstafanir og alit fyrirkomulag við jarðarför þessa var að öllu samboðið landshöfð- ingjanum, er hana tók að sér, og eigi af fordild eða fyrir endur- gjald, heldur til þess af rækt og tryggð að fullnægja á sinn kostnað síðustu óskum æskuvin- arins, er bláfátækt og langvmnt mótkast gerði ófært að hann eða hans gætu látið þessari ósk verða framgengt að sjálfs rammleik. Það má og með sanni segja að hinn framliðni var maklegur þess, bæði að moldum hans væri slíkur sómi sýndur og minning hans verði í heiðri höfð, bæði hér á landi og erlendis. il imn verði níu dvalarflokkar í Vindás- hlíð. Fer hinn fyrsti þeirra 5. júní. Tveir fyrstu flokkarnir eru vikuflokkar og eru þeir ætlaðir telpum á aldrinum 9—12 ára. Næstu tveir flokkar eru fyrir sama aldursflokk, og verður ann- ar hálfan mánuð, en hinn 10 daga. Sérstakir flokkar fyrir unglings- stúlkur, 13 ára og eldri, verða seinnihluta júlímánaðar, eða 17,— 31. júlí. Síðan tekur aftur við hálfsmánaðarflokkur fyrir yngri telpumar. Þá var fyrir nokkrum árum tekin upp sú nýbreytni að gefa ungum stúlkum og konum frá 17 ára aldri kost á að dveljast í Vindáshlíð nokkra daga. I sum- ar verða tvær síðustu vikurnar í ágúst ætlaðar konum á þessum aldri. Fyrri „konuflokkurinn’* hefst 14. ágúst og hinn síðari 21. ágúst. Að sjálfsögðu er öllum stúlk- um og konum á ofangreindum aldri heimil þátttaka í dvalar- flokkum þessum, án tillits til þess, hvort þær eru meðlimir KFUK eða ekki. Þá er það einn liður í áætlun sumarsins, að haldin verður guðs- þjónusta í Vindáshlíð sunnudag- inn 17. ágúst, líkt og verið hefur undanfarin ár. Er staðurinn þá opinn öllum, og hefur jafnan ver- ið fjölmenni mikið í Vindáshlíð við þessar guðsþjónustur. For- eldrum stúlknanna, sem þarna dveljast og öðrum velunnurum starfsins gefst þá gott tækifæri til þess að skoða staðinn. 1 fyrra var litla trékirkjan I Saurbæ á Hvalfjarðarströnd leyst af hólmi af stórri og veglegri kirkju, sem þjóðin reisti til minn- ingar um mesta sálmaskáld sitt. Gamla kirkjan var þá flutt í heilu lagi í Vindáshlíð og stendur hún skammt frá skálanum. Aðsókn að Vindáshlíð hefur vaxið mjög undanfarin ár, en tak marka verður f jölda þátttakenda. Nánar er getið um dvalarflokk- ana og innritun í auglýsingu á öðrum stað í blaðinu í dag. KFUK er, eins og öllum er kunnugt, leikmannastarf innan ís- lenzku þjóðkirkjunnar, og starfar félagið á grundvelli hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.