Morgunblaðið - 31.05.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.05.1958, Blaðsíða 16
V EÐ RIÐ Norðangola, bjartviðri. Hiti 10 til 12 bíiff í dag. 120. tbl. — Laugardagur 31. maí 1958 „Bjargráðin” Ræða Sigurðar Bjarnasonar. Sjá bls. 11. Erí. togari í landhelgi afli hans og ve/ðor/ær/ voru metin á 146 þús. kr „Skógur“ aí bátasiglum í dráttarbraut Vestmannaeyja. Ljósm.: Guðm. Ág. Tveir piltar viðurkenna peningaþjófnaðinn ENN hefur erlendur togari verið tekinn að veiðum í landhelgi I*etta gerðist á miðvikudagskvöld ið austur við Ingólfshöfða. Hér var um belgískan togara að ræða, sem segja má, að „sé gam- all kunningi“ Landhelgisgæzlunn ar. Heitir togarinn Van Dyck, fró Ostende í Belgíu, og hefur verið tekinn 3—4 sinnum í landhelgi á undanförnum árum, en þo aldrei undir skipstjórn sama manns. Sá sem nú var með tog- arann var dæmdur hér á landi fyrir landhelgisbrot fyrir 9 árum, en það brot er nú fyrnt. Togarinn var í töluverðum fiski er hann var tekinn. Þór staðsetti togarann 0,8 sjómílur fyrir innan línu. Hann togaði út og var um 1 sjómílu fyrir utan línuna er hann nam staðar. Bíldudalskirkja fær 36 silfurbikara að Qjöf BÍLDUDAL, 3*. maí — Árni Jónsson, stórkaupmaður í Reykja vik, sendi nýlega Bíldudalskirkju að gjöf 36 silfurbikara, og er nafn kirkjunnar grafið á bikar- ana. Voru bikararnir teknir í not kun við altarisgöngu fermingar- harna á hvitasunnudag. Bílddæl- ingar kunna Árna iniklar þakkir fyrir þessa ágætu gjöf. — Friðrik. Heim- dellingar UM þessar mundir stendur yfir sala á happdrættismiðum Sjálf- stceðisflokksins eins og flestum félagsmönnum er kunnugt. Um 30 ára skeið hefur Heimdallur verið öflugasta og þróttmesta æskulýðsfélag landsins, þúsundir ungra manna og kvenna hafa tjáð sig fylgjandi hugsjónum félagsins með því að taka þátt í störfum þess, og Heimdallur hef- ur tekið meiri þátt í og sett meiri svip á stjórnmálabaráttu síðasta aldarfjórðungs en nokk- urt annað stjórnmálafélag æsku- manna í þessu landi. Stjórn félagsins væntir þess, að félags- menn taki nú höndum saman og hjálpi ti! við sölu á happdrættis- miðum Sjálfstæðisflokksins. Þeir, sem fengu miða senda, eru beðn- ir að gera skil sem allra fyrst. Hafið samband við skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishús- inu, sem opin er alla virka daga kl. 9—7 (nema laugardaga kl. Mál skipstjórans var tekið fyr- ir hjá bæjarfógetanum í Vest mannaeyjum, Torfa Jóhannes- syni, en þangað var farið með togarann. í gærkvöldi gekk dóm- ur í máli skipstjórans, og var hann dæmdur í 85,000 króna seKt, og afli skipsins og veiðarfæri gerð upptæk. Afli skipsins var þó nokkur. Var hann ásamt veiðar- færum metinn á 146,000 krónur. Skipstjórinn, Albertus Devos, viðurkenndi aldrei ákæruatriðið, sem sé landhelgisbrotið, og taldi mælingar varðskipsins ekki rétt- ar, þar eð hann hafi verið fyrii utan línuna. — Áfrýjaði hann dómnum til Hæstaréttar, setti síð an tryggingu fyrir sektarupp- hæðinni og lét úr höfn i gær- kvöldi. Vísitalan 183 sfig SAMKVÆMT 55. grein laga nr. 33 frá 25 maí 1958 um útflutnings sjóð o. fl., skal til ágústloka 1958 greiða verðlagsuppbót samkvæmt kaupgreiðsluvísitölu 183 stig. (Frá viðskiptamá! -áðuneytinu) DALVÍK, 30. maí. — Undanfarið hafa aflabrögð hér verið svo til engin. Línubátar eru löngu hæit- ir veiðum, en öðru hverju hafa menn farið á handfæri, og hefur verið reytingsafli. Síðan um miðj an mánuðinn hafa tveir togbátar landað hér, Snæfell landaði 100 Vínveitingar á kostnað ríkisins TILLAGA Alfreðs Gíslasonar, Sigurvins Einarssonar og Peturs Ottesen um, að áfengir drykkir skuli ekki veittir á kostnað ríkis- ins og ríkisstofnana, var tekin til umræðu á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Þeir Sigurvin og Pétur voru á mælendaskrá, en lýstu því yfir, að þeir óskuðu þess, að þegar yrði gengið til atkvæða. Ólafur Thors kvaddi sér þá hljóðs. Hann benti á, að margir þingmenn væru fjarstaddir. Ýmsir ráðherr- anna væru í þeim hópi, þ. á. m. bæði forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra, sem standa aðal- lega fyrir móttöku gesta íslenzka ríkisins. Fór Ólafur fram á, að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Hann kvaðst og vilja geta þess, að hann væri andvígur tillögunni og teldi ekki koma til mála að samþykkja hana, meðan ríkið sjálft selur mönnum vínföng og hefur af því drjúgan hluta tekna sinna. Forseti lýsti umræðum lokið og kvað atkvæðagreiðsluna fara fram á næsta fundi þingsins. TVEIR ungir menn hafa viður- kennt að vera valdir að innbrots- þjófnaði þeim, sem framinn var um síðustu helgi eða nánar til- tekið á mánudaginn, í skrifstofu lestum og Júlíus Björnsson 4S lestum. Von er á Júlíusi Björns- syni á morgun með um 50 lestir Hefur því verið óvenjudauft yfir atvinnulifinu hér á staðnum. Þó mun rætast nokkuð úr innar. skamms, þar serft byggingarvinna er að hefjast. Hafizt verður handa um smíði átta húsa. Vöruskipiajöfnuður- óhagsfæður um 189 millj. kr. FRÁ ársbyrjun til aprílloka var vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um rúmlega 189 millj. kr. Á þvi tímabili nam verðmæti útfluttra vara rúmlega 264 millj. kr., en fluttar voru inn vörur fyrir rúmlega 453 millj. kr. Á sama tímabili í fyrra var vöru- skiptajöfnuðurinn óhagstæður um rúmlega _6 millj. kr. Vöru- skiptajöfnuðurinn var í apríl- mánuði óhagstæður um nær 76 millj. kr., fluttar voru út vör- ur fyrir tæplega 71 millj. kr. en inn voru fluttar vörur fyrir rúmlega 147,5 millj. kr. Krislilegl mól ferm- ingarbarna í VOR verða haldin kristileg æskulýðsmót á vegum æskulýðs nefndar þjóðkirkjunnar í öllum landsfjórðungum, alls á 8 stöðum. Vill nefndin vekja athygli fermingarbarna í vor hér i Reykjavík á því, að þau þeirra, sem hafa tilkynnt þátttöku sína í æskulýðsmótunum 7.—8. júni. þurfa að hafa samband (t. d. sím- leiðis) við prest sinn sem fyrst og eigi síðar en þriðjudaginn 3. júní. AKRANESI, 30. maí — Síldar- bátarnir fengu hér í dag samtals 721 tunnu. Aflahæstir voru Bjarni Jóhannesson og Sigurfari með 168 tunnur hvor. Ásbjörn hafði 150 tunnur, Svanur 145 og Reynir 90 tunnur. Guðjóns Hólm Sigvaldasonar hdl. í „Fjalakettinum“. — Er annar þessara manna 17 ára en hinn 23 ára. Fyrir miðnætti á laugardags- kvöldið brutust þeir inn í skrif- stofuna. Þá um nóttina tók piit- urinn, sem 17 ára er, sér leigu- bíl og ók allt til Akureyrar. Hinn maðurinn tók sér far með Faxa- borg upp á Akranes á þriðjudags- morguninn. Sá sem fór til Akur- eyrar kom hingað til Reykjavík- ur, með bíl frá Akranesi um kl. 4,30 á miðvikudagsmorguninn og var hann þá handtekinn. Félagi hans var handtekinn síðdegis þennan sama dag. I skrifstofunni stálu þeir úr peningaskáp 200 sterlingspund- um. Þeir skiluðu aftur 36 pund- um, er þeir voru handteknir, en hitt höfðu þeir selt. Sá þeirra, sem fór til Akureyrar taldi sig hafa selt þar 40 pund. Þar keypti hann sér ný föt m. a. Hann fékk 60—100 krónur fyrir hvert sterlingspund. Leigubílstjóri einn hefur skilað 5 sterlingspundum. Þá hefur annar leigubílstjóri skýrt svo frá að hann hafi keypt 50 sterlingspund af þeim félög- um, en hann séldi þau um hæl aftur viðskiptavini. í gær höfðu því aftur komið til skila alls 41 sterlingspund af fyrrnefndum 200. Dönsku peningunum skiluðu þjófarnir aftur, en þeim íslenzku 2—3 þús. kr. höfðu þeir eytt. — Sá, sem ferðaðist upp á Akranes hafi einmg fatað sig. f GÆR kom fram á Alþingi svo- hljóðandi þingsályktiunartillaga frá ríkisstjórninni: „Ríkisstjórninni er heimilt gegn þeim tryggingum, sem hún met- ur gildar, að veita hlutafélagi, sem fyrirhugað er að stofna til að kaupa og reka Hótel Borg í Reykjavík, ríkisábyrgð á láni, allt að 10 millj. króna, til kaupanna og stækkunar á hótelinu“. Greinargerð tillögunnar er á þessa leið: „Fyrir nokkru mun núverandi eigandi að Hótel Borg hafa ákveð ið að hætta hótelrekstri og selja hótelið. Mun hafa komið til mála, að húsið yrði selt til annarrar notkunar en hótelrekst. ar, ef ekki fengjust kaupendur, sem teldu sér fært að reka þar gisti- hús. Er augljóst, eins og gistihúsa- málum er nú hactað í höfuðstaðn- um, að af slíku mundi leiða hið mesta vandræðaástand. Verður Ágætur afli á vetrarvertíðinni BÍLDUDAL, 30 maí. — Vetrar- vertíð er lokið hér fyrir nokkru. Reru héðan tveir bátar með línu, Sigurður Stefánsson og Geysir. Á vertíðinni aflaði Geysir tæp- lega 600 lestir í 77 róðrum. For- maður á honum er Ársæll Egils- son. Sigurður Stefánsson aflaði 500 lestir i 77 róðrum. Formaður á honum er Friðrik Ólafsson. Aflamagnið er miðað við óslægð- an fisk. Rækjuveiði er lokið í bili. Tölu vert mikil rækjuveiði var í vor og vetur, og var mikil vinna í landi við veiðarnar. Nú má búast við, að hlé verði á fram eftir sumri. Nokkrir bátar hafa verið á handfæraveiðum, sn veiði heíir verið fremur treg. I dag var fjallvegurinnyfir Hálf dán milli Bíldudals og Tálkna- fjarðar opnaður. Tók það rúman sólarhring að ryðja snjónum af veginum. — Friðrik. Miltill ferðamanna- sfraumur á Snæ- fellsnesi STYKKISHÓLMI, 30. maí. — Undanfarna daga hefur verið mjög mikill ferðamannastraumur á Snæfellsnesi. Til Stykkishólms hafa komið fjölmargir ferðamenn og ferðahópar, einkum skólafólk. Munu ferðamenn hafa skipt hundruðum, bæði börn og full- orðnir. Undanfarna daga hefur verið ákjósanlegt veður og í dag var heitasti og bezti dagurinn á þessu vori, heiðskírt veður og sól- skin allan daginn. Hafa ferða- menn látið mjög vel af því að vera svo heppnir með veður. — Arni. Sœmilegt veður, en fremur kalt HÚSAVÍK, 30. maí — Togarinn Norðlendingur landaði hér í dag 270 lestum af fiski, og fer aflinn til herziu, söltunar og frystingar i Fiskiðjuveri Húsavíkur. Veður hefur verið mjög sæmi- legt undanfarna viku, en alltaf fremur kalt. Sauðburður hefur gengið allvel miðað við aðstæð- ur, en fé hefur verið að mestu leyti í húsi. —Fréttaritari. því að telja það pjóðfélagslega nauðsyn, að Hótel Borg verði áfram rekið sem gistihús, Tveir reyndir menn í hótel- rekstri, þeir Pétur Daníelsson hótelstjóri og Ragnar Guðlaugs- son veitingamaður, nafa nú fyr- irætlanir um kaup á hótel.r.u í því skyni að stækka það nokkuð og reka það áfram sem gistihús, og munu þeir <e*ie að stofna hlutafélag um það. Þeim mun ókleift að og stækkun .. ! . þess lán, sem þeir telja ekki fáanlegt, nema ábj.rgð -.kissjóðs komi '1. Ríkisstjórnin vill fyrir sitt leyti greiða ,-ir þessu máli og leggur því til, að veitt sé af hálfu ríkisins sú al :ð, sem íelst í þessari þingsályktunartillögu". Fy,ri umr dli'' ..a fór fram í gær. Fylgdi Eysteinn Jóns son fjárr- -a úr hlaði, en síðan var hún send fjárveitinganefn^ ál athugunar. 9—5). Sími 1-71-04. Lótið ekki hopp úr hendi sienpn KAUPIÐ miða í happdrætli Sjálfstæðisflokksins strax í dag. Skrifstofan er opin til kiukkan 5, sími 1-71-04. Sótt heim, ef óskað er. Vinsamlegast gerið skil fyrir heimsendum miðum sem fyrst. Á þann hátt sparið þið starisfólki skrifstofunnar mikla fyrirhöfn. DREGIÐ EFTIR 11 DAGA. llappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Slœmar horýur í land - búnaðinum í Svarfaðadal Hótel Borg stœkkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.