Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 121. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Sunnudagur 1. júní 1958
MoncT>yni4ÐiÐ
9
Þjóðleikhúsið:
„Kysstu mig Kata
u
Lcikstjóri: Sven Age Larsen
Hljómsveifarstjóri: Saul Schechtman
Gamanleikur í 2 þáttum. —
Tónlist og söngtextar eftir
Cole Porter. — Texti eítir
Samuel og Bella Spewack. —
ÞJÓÐLEIKHUSIÐ frumsýndi sl.
fimmtudagskvöld gamansöngleik
inn „Kysstu mig Kata". Hefur
hið víðfræga ameríska tónskáld.
Cole Porter, samið tónlistina og
söngtextana í leiknum en að öðru
leyti er textinn eftir þau hjónin
Samuel og Bella Spewack. Efni
leiksins má svo að nokkru rekja
alla leið til leikrits Shakespeare's
„The Taming of the Shrew". Það
standa því vissulega margir góðir
höfundar að leiknum, enda er
hann bráðskemmtilegur, fullur
gáska og góðri kímni og prýddur
fögrum dönsum og skemmtileg
um sviðsbúnaði og leiktjöldum.
Hefur söngleikur þessi verið
sýndur víða um heim og alls
staðar hlotið mikið lof.
Leikurinn gerist í leikhúsi, þar
sem verið er að sýna leikrit
Shakespeare's „The Taming of
the Shrew" en aðalhlutverkin i
leikritinu eru í höndum Lilli
Vanessi, sem leikur Bianca og
Fred Graham's er leikur Petru-
chio. En sá hængur er á að þessir
ágætu leikarar voru eitt sinn
hjón, en höfðu skilið fyrir einu
ári og eiga greinilega ýmsar saK-
ir óuppgerðar sín á milli. Er
leikriti Shakespeare's haganlega
fléttað inn í átökin milli þessara
fyrrverandi hjóna, sem bæði eru
skapmikíl, en þykir vænt hvoru
um annað þrátt fyrir allt. Átök-
in á milli þeirra eru því ærið
hörð en jafnframt kostulega
skemmtileg og lýkur svo, að eins
og Petruchio í leikriti Shakes
peare's tekst að temja „kven-
skassið", þá tekst einnig leikar-
anum Fred Graham að vinna aft
ur konu sína. Er ekki ástæða til
að rekja efni leiksins nánar
enda ekki rúm til þess hér. —
Hins vegar skal það tekið fram
strax, að leiksýning þessi er Þjóð
leikhúsinu og öllum, sem að
henni hafa unnið til mikils sóma.
Hefur og ekkert verið til sparað
að gera sýninguna sem glæsileg
asta á hvívetna.
Hefur leikstjórinn, Sven Age
Larsen, sett leikinn á svið
af   sinni   öruggu   smekkvísi
og kunnáttu og auk þess hefur
hann ásamt danska ballettdans-
aranum Svend Burch, samið
dansana, sem eru léttir og fagrir.
— Þá hefur ameríski hljómsveit •
arstjórinn Saul Schechtmann æft
hljómsveitina og stjórnar henm
en söngstjóri er Magnús Bl.
Jóhannsson. — Var það vissulega
mikill fengur að fá hingað hinn
ameríska hljómsveitarstjóra, sem
greinilega er mjög handgenginn
tónlist Cole Porters. Þá var það
eigi síður heppileg ráðstöfun að
fá hingað sænsku óperu- og óper-
ettusöngkonuna Ulla Sallert til
þess að fara með annað aðalhlut-
verk leiksins, Lilli Vanassi alias
Bianca. Heillaði hún alla með
frábærum söng sínum og bráð
skemmtilegum leik og því öruggi
í allri framkomu að ánægja var
á að líta. Söngkonan þekkir þenn
an leik og þetta hlutverk til hlit-
ar ,enda hefur hún leikið þaö
víða um lönd við mikla hrifn-
ingu áhorfenda.
Annað aðalhlutverkið, Fred
Graham, alias Petruchio, leikur
og syngur Jón Sigurbjörnsson
með ágætum. Jón er mikil-
hæfur   leikari   og   véx   með
stað  í
réttuj* maður  á  réttum
þessu hlutverki.
Þá voru þeir Ævar Kvaran og
Bessi Bjarnason hreint afbragð i
hlutverkum bófanna og Rúrik
Haraldsson var skemmtilegur
í hlutverki Harrison Howell s.
Af öðrum leikendum — en þeir
eru margir — er ástæða til að
nefna Sigríði Þorvaldsdóttur, er
leikur Lois Lane og Bianca. —
Sigríður er ung og óreynd leik-
kona, útskrifuð úr leikskóla Þjóð
leikhússins alveg nýlega, og þvi
ekki tiltökumál að hún hefur
ekki hlutverkið fyllilega á valdi
sínu. Þó er leikur hennar furðu-
góður, en söngur hennar síðri.
Eins og áður er sagt er mikið
um fagran dans í þessum leik
Koma þar fram nemendur Lisu
og Eriks Bidsteds og sýna nú,
sem áður, hversu glæsilegum
árangri þau hjónin hafa náð með
kennslu sinni. Sólódansarar eru
Svend Bunch og Bryndís Schram
Er Bunch góður kunnáttumaður
í list sinni og Bryndís heillar alla
með sínum mjúku hreyfingum og
yndisþokka.
Söngfólk úr Þjóðleikhúskórn-
um syngur í leiknum með mestu
prýði, enda eru þar margar ág-
gætar raddir.
Lothar Grund hefur teiknað
leiktjöld  og  búninga  og  leyst
hverju nýju hlutverki, en han.n hvort tveggja ágætlega af hendi.
Dansatriðí.
er líka góður söngmaður,
með þróttmikla og karlmannlega
rödd sem hann beitir af mikilli
smekkvisi.  Hann  er  vissulega
Lucentio (Arni Jónsson) vg Bianca (Sigriður Þoryaldsdóttir)
Egill Bjarnason og Júlíus
Daníelsson hafa þýtt leikinn.
Leikhúsgestir tóku leiknum
með miklum fögnuði og hylltu að
leikslokum með mörgum fram-
köllunum og dynjandi lófataki
alla þá sem unnið hafa að þvt
að gera þessa leiksýningu svo
glæsilega, sem raun ber vitm,
einkum hinn sænska gest, Uila
Sallert og Jón Sigurbjörnsson Jg
leikstjórann og hljómsveitar-
stjórann.
Sigurður Grímsson.
Norræn bygginga-
malaraösfefna i
Dagana 15.—17. september n.k.
heldur Norrænn byggingai'dagur
(Nordisk byggedag), ráðstefnu
sína í Osló og er það 7. skipti,
sem ráðstefna N. B. D. er haldin,
en hefur verið á fjögurra ára
fresti í höfuðborgum Norður-
landa til skiptis. Að þessu sinni
verða einkum tekin fyrir tvö verk
efni byggingariðnaðarins, sem nú
eru mjög ofarlega á baugi, þ.e.
bygging smáíbúðarhúsa og heild
arskipulag       byggingaifram-
kvæmda (totalprojektering). — 1
sambandi við ráðstefnuna verður
opnuð bygg-ingariðnaðarsýning,
hin stærsta sem haldin hefur ver-
ið á Norðurlöndunum til þessa,
með helztu tækninýjungum og fjöl
breyttum  byggingarefnum.
Þeim, sem áhuga hafa, er heim
il þátttaka í ráðstefnu þessarri.
Allar upplýsingar eru veittar hjá
ritara Islandsdeildar samtak-
anna, Gunnlaugi Pálssyni, arki-
tekt, Borgartúni 7. Þátttöku ber
að til kynna fyrir 15. júní n.k.
Lilli Yanassi (UHa Sallert) og Fred Graham (Jón Sigurbjörnsson)
Hilmar Jónsson:
Kellvíkingar sýna
glæsilegt lordæmi
FÁIR bæir á landinu munu á síð
ari árum hafa vaxið með eins
skjótum hætti og Keflavík. Slík
bæjarfélög eiga ætíð nokkuð á
hættu að verða upplausnaröflum
og öfgamönnum að bráð. Nægir
að benda á Kópavog og Neskaup-
stað í því sambandi. Þar hafa fá-
kænir lýðskrumarar náð verulegri
fótfestu. Keflvíkingar hins vegar
hafa haldið tryggð við gamla og
góða siðu. Trúboðar Stalins sál-
uga hafa ætíð átt hér erfitt upp-
dráttar. 1 siðustu bæjarstjórnar-
kosningum biðu vinstri flokkarn-
ir í Keflavík verulegt afhroð, ekki
sökum þess að þeir hefðu dug-
litla foringja heldur munu Kefl-
víkingar ekki hafa talið ástæðu
til að votta þeim flokkum trúnað,
sem  eiga  aðild  að  mestu  aftur-
Þakkir lil Átlhaga-
félags Akraness
ATTHAGAFÉLAG Akraness í
Reykjavík hélt konunglega
skemmtun á Akranesi 17. þ. m
og auglýsti að ágóðinn af skemmt
uninni ætti að renna til minnis-
merkis drukknaðra sjómanna á
Akranesi. Nú hefur félagið sent
til minnismerkisins kr. 5.185,J0.
sem var ágóði af skemmtuninni.
Um leið og ég færi félaginu hjart
ans þakkir fyrir peningana, tek
ég mér vald til að færa félaginu
þakkir fyrir rækt þess við Akra-
nes, og þó sérstaklega fyrir hug
þann, s'em á bak við býr þegar
þeir, sem fluttir eru frá Akranesi,
fara að starfa a'ð framgangi þess.
að þeim Akurnesingum, sem fórn
uðu öllu fyrir starf sitt, fyrir
hyggðarlag sitt, fyrir ástvini
sína, verði reist minnismerki.
þeim til heiðurs og í þakklætis-
skyni. Við, sem að því vinnum
hér heima á Akranesi, að drukkn
uðum sjómönnum verði reist
minnismerki, tökum fagnandi i
framrétta hönd. Við finnum að i
framtaki ykkar liggur sterk hvót
til meiri dáða og við þökkuin
ykkur einnig fyrir það.
F. h. framkvæmdanefndar
Akranesi, 28. maí 1958
Svbj. Oddsson.
halds- og svikastjórn, er nokVrm
sinni hefur setið að völdum á 1#-
landi. Foringi Alþýðuflokksiní
hér á að baki mjög merka sögu f
þágu verkalýðssamtakanna á Suð
urnesjum og bæjarfulltrúi Fram-
sóknar er annálaður fyrir dugnað.
Þrátt fyrir sína verðleika urðu
þessir heiðursmenn að gjalda
svika flokksbræðra sinna í ríkis-
stjórn. Ber það vott um dóm-
greind Suðurnesjamanna að sýna
á þennan hátt fákunnandi lýð-
skrumurum lítilsvirðingu. Þrátt
fyrir þessa stefnufestu eru Kefl-
víkingar eftirbátar annarra bæj-
arfélaga á sumum sviðum. Ætla
ég aöeins að minna á eitt atriði
máli mínu tii sónnunar: Bókasafn
Keflavíkurbæjar var eitthvert
minnsta og verst hirta bókasafn á
iandinu. Geta ber þess áður «n
lengra er haldið að nokkrir ung-
mennafélagar unnu mikið og •-
eigingjarnt starf við safnið m»i
an það var í bernsku, enda nw
Ungmennafélagið haía atyrkt
starfsewi þ&ss fyrstu árin. Þe««r
bæjar- og héraðsbókasafn var aatt
á atofn á þes*u ári fyrir GvXh
brinsusýsla með aðsetri í Kefto-
vík, lá í hluUrina eðli »ð toirálm-
menn þess yrðu að súpa teyfSS
af þeirri óstjóm, er ríkt bafii
áður í málefnum iestrarfélagsin*.
Bókakostur héraðasafnsins er
þvi. tilfinnanlega lítill. Er almenn-
ingur sýndi mikinn áhuga íyrir
stofmminni var, undirrituðum
ljóst, að gripa varð til einhverra
fjáröfiunarráða. Stakk ég upp á
að fyrirtæki og einstakiingar
leggðu safninu lið með frjálsum
framlögum. Sú liðsbón virðist
ætia að bera ríkulegan árangur,
því nú þegar hafa fjórir aðilar:
Kaupfélg Suðurnesja, Olíusamlag
Keflavíkur, Sparisjóðurinn og Jó-
hann Ellerup lyfsali gefið safn-
inu allháar fjárupphæðir. Fleiri
munu sigla i íjölfar þeirra. Yfir-
leitt hefur undirritaður mætt alls
staðar velvild og skilningi í sam-
bandi við þetta mál, því mér er
ekkl kunnugt um að héraðsbóka-
söfn hafi verið styrkt á þennan
hátt. Hafi þeir þökk fyrir.
HÍllliai'  Jttll^MHI.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24