Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2. júlí 1958 MnnaiiyBT 4ðw t5 Spáð góðu laxveiðisumri Nú er hann að koma i árnar NÚ ER hann að koma, sagði gam- alreyndur laxveiðimaður í Aust- urstræti í gærdag, er hann hitti veiðifélaga sinn á götunni. — Þetta reyndist líka rétt. Frétta- ritari Mbl. í Borgarnesi, Frið- rik Þórðarson, sem er manna kunnugastur laxveiði í Borgar- firði, sagði að búast mætti við góðu laxveiðiári nú í sumar. Skilyrðin hafa farið dagbatn- andi undanfarið, en hafa þó aldrei verið betri en nú síðustu dagana. Sagði Friðrik að í hlýindunum undanfarna daga hefði verið mjög mm 1 FYRRADAG hafði vinnuflokk- ur vegagerðarmanna austur við Iðubrú lagt síðustu hönd að þessu 26 millj. kr. mannvirki. Mun brúin trúlega verða opnuð til umferðar um næstu helgi. — Hún hefur nú verið máluð hátt og lágt og er nú verið að ljúka ■í- KVIKMYNDIR + STJÖRNUBÍÓ: „Leyndarmál næturinnar" FRANSKAR kvikmyndir hafa oft yfir sér einhvern sérstæðan þokka, sem maður sér ekki í öðrum myndum. Það er erfitt að gera grein fyrir í hverju þetta er fólgið, en einna helzt held ég að það liggi í öruggri smekkvísi Frakkans og hversu sýnt honum er um að skapa myndunum hið rétta umhverfi og stemningu. ■— Kvikmyndin „Leyndarmál nætur innar“, sem sýnd er í Stjörnubíó, er öllum þessum kostum búin. — Persónurnar eru ljóslifandi, hver með sínum sérkennum, skemmti- Iegt hversdagsfólk, óðamála og yppandi öxlum með miklu handa pati og á öllum og öllu hvila ljós og skuggar Parísar-lífsins. — Mynd þessi er gamanmynd, en hefst þó á morði. Hrörlegt gam- almenni hefur gerzt nærgöngult við einkaritara sinn, unga og fríða stúlku, en hún stjakaði við honum svo að hann féll við — og var það meira en hann þoldi. .— Fjölskyldan vill ekki kæra stúlkuna fyrir morðið, af ótta við að það valdi hneyksli eins og allt var í pottinn búið. — Það þarf að fá annan til að játa morðíð, og þá er komið að kjarna mynd- arinnar. En ekki verður hér greint frá því hversu úr rætist þeim vanda. Leikstjórinn, Joseph Spigler, hefur sett leikinn á svið með miklum ágætum svo aldrei slakn- ar á og leikendur fara allir af- bragðsvel með hlutverk sín. Eink ur. er athyglisverður og skemmti legur leikur þeirra Simone Ren- ant, Yves Vincent og Lucien Bardoux. — Er ekki vafi á því, að margir munu hafa ánægju af þessari prýðilegu mynd. — Ego. við landbrýrnar sitt nvoru meg in árinnar. Jónas Gíslason bru- arsmiður (á myndinni tii hliðar) hafði smíði brúarinnar með höndum. — Maðurinn á mynd- inni hafði gengið eftir burðar- köðlunum, en við smiði stórbrúa er betra að vera hvergi loft- hræddur. (Ljósm. E. J. S.) Flugbiaut vígð í Stykkishólmi STYKKISHOLMI, 1. júlí: — Ný flugbraut var vígð hér í Stykk- ishólmi í dag. Hún er rúma tvo km frá Stykkishólmi, skammt frá svonefndum Vogsbotni. Kl. 11 í morgun lenti Agnar Kofoed Han- sen, flugmálastjóri, lítilli eins hreyfils flugvél á flugbrautinni, sem þar með var tekin í notk- un. Andartaki síðar lenti Björn Pálsson, flugmaður, sinni vél. Með honum voru Haukur Claes- sen, framkvæmdastjóri flugvalla úti á landi og einn starfsmaður Björns. Lendingin tókst ágætlega. Fjöldi Stykkishólmsbúa var við- staddur þegar flugvélarnar komu þ. á. m. Hinrik Jónsson, sýslu- maður, Ólafur Guðmundsson, sveitarstjóri og hreppsnefnd Stykkishólmshrepps. Frá flug- brautinni var ekið niður í bæ og þar bauð hreppsnefndin komu- mönnum til hádegisverðar á hót- eli Sigurðar Skúlasonar. Þar héldu ræður: flugmálastjóri, sem fagnaði þessum áfanga í sam- göngumálum Stykkishólms, sýslu maður, sveitarstjóri og oddviti Stykkishólmshrepps. Flugmála- stjóri og Björn Pálsson voru mjög ánægðir með hina nýju flugbraut, telja hana ágætlega unna og stað setningu prýðilega. Björn Hildimundarson, vega- verkstjóri i Stykkishólmi hafði með höndum stjórn flugbrautar- gerðarinnar. Verkið hófst 23. okt. sl. og var unnið fram í desember. Þá stöðvaði veðrátta frekari að- Blómakynning og FARFUGLAR ráðgera 2 ferðir um næstu helgi. Er önnur blómakynning fyrir unglinga. Sú ferð er farin i sam- ráði við Æskulýðsráð Reykjavík ur. Verður farið í skála Farfugla Heiðarból og gist þar — Kostn- aður er áætlaður 20 krónur. Hin ferðin er í Þjórsárdal. Ekið verður í Búrfellsháls og tjaldað þar. Þaðan verða farnar gönguferðir um nágrennið m.a. að Þjófafossi og á Búrfell. Hin árlega sumarleyfisferð í Þórsmörk verður að þessu sinni 12.—20. júlí. Þátttökuþarf að til- kynna sem fyrst. Upplýsingar um ferðirnar verða gefnar á miðvikudags- kvöld kl. 8,30 til 10, sími 15937 aðeins á saina tírna. gerðir, en 14. júní var aftur haf- izt handa og verkinu lokið í síð- ustu viku. Guðmundur Guð- mundsson, Reykjavík, sá um stað setningu merkja og að fullgera brautina. Hún er 470 m á lengd og 25 m breið. Brautin er gerð á kostnað flugráðs rikisins. Er hún aðallega ætluð til sjúkra- flugs, enda of lítil fyrir stærri gerð flugvéla, en Björn Pálsson hyggst hefja reglubundnar flug- ferðir milli Reykjavikur og Stykkishólms. Er almennur á- hugi í Stykkishólmi fyrir slíkum ferðum, en flugferð héðan til Reykjavíkur tekur rúman hálf- tíma. Flugmálastjóri og Bjöm Pálsson héldu héðan kl. 1,30 í dag og fylgdi mannfjöldi þeim út á flugbrautina. — Árni. Hreppsnefndar- kosningar í Kjós 29. JÚNÍ fór fram hreppsnefndar- kosning. Fráfarandi hreppsnefnd var endurkosin, nema Ellert Eggertsson á Meðalfelli, sem ekki gaf kost á sér. En í hans stað var kosinn, Ólafur Andrésson í Sogni. Skipa því þessir menn hreppsnefndina nú: Ólafur Andrésson, Sogni, Magnús Blön dal, Grjóteyri, Njáll Guðmunds- son, Ásgarði, Hannes Guðbrands- son Hækingsdal og Oddur Þórð arson Eylífsdal. í sýslunefnd var kosinn Ellert Eggertsson, Meðalfelli. — St. G. Skemmtiferðafólk kært fyrir veiði- þjófnað HJÁ rannsóknarlögreglunni er nú hafin rannsókn út af kæru á hendur ferðamannahópi héðan úr Reykjavík, sem farið hafði inn að Fiskivötnum og verið þar m.a. að veiðum, án þess að hafa til þess leyfi. Eftir beiðni sýslumannsins Rangárvallasýslu var skemmti ferðafólkið stöðvað af Reykjavík- urlögreglunni í bílum sínum er það var komið niður í Lækjar- botna, á leið til bæjarins seint á sunnudagskvöldið. Hér var um allfjölmennan hóp að ræða. Mun um 40 manns verða kallað fyrir. Fólkið var við Fiskivötn allan laugardaginn og sunnudaginn og höfðu sumir a. m. k. veitt mjög vel. góð laxaganga í bergvatnsárnar í Borgarfirði. Væri ágæt veiði í Norðurá, og góðar göhgur taldar í Grímsá og Þverá. Þá hefir verið mikil veiði í Miðfjarðará undanfarna daga. Síðustu 3 dagana hafa komið á land 39 laxar á 4 stengur, allt vænir fiskar, 8—14 punda. Það má reikna með miklu laxveiðisumri sagði Friðrik, þar sem líkur eru á góðri vatnsmiðl- un fram eftir öllu sumri, vegna þess hve snjór er mikiil í fjöllum. Fréttaritari Mbl. í Kjósinni, Steini á Valdastöðum símaði að nú væru komnir á land í Laxá í Kjós 130—140 laxar, 8—15 punda. Mest veiði á einum degi hafa verið 12 laxar. í Bugðu hafa veiðzt sex laxar. Það sem hinn gamalreyndi laxveiðimaður í Austurstræti átti einkum við í gærdag, var veiðin í Elliðaánum. Nú er hann að koma þangað! Veiðin hefur farið dagvaxandi. Var á mánudaginn komin upp í 8 laxa og trúlega hafa a. m. k. 10 veiðzt í gærdág, en um það höfðu ekki borizt ná- kvæmar fréttir er þetta er skrif- að. Vorleitir í Mos- fellssveit REYKJUM, Mosfellssveit: — Vor leitir verða í vikulokin á Mos- fellsheiði og verður féð rúið og lömbin mörkuð, sem ekki hafa verið það þegar. Rekið verður að úr heimalönd- um í Mosfellshreppi á morgun, 3. júlí. Þá verður Suðurheiði og Hamrahlíð smöluð til Hafravatns réttar á föstudaginn kemur. Á laugardaginn verður Norðurheiði smöluð og rekið að á Hraðastöð- um. — J. S.A.S„-flugvél leitar hér hafnar KL. RÚMLEGA 1 á þriðjudags- nóttina lenti á Keflavíkurflug- velli SAS-flugvélin „Yngve Vik- ing“ af gerðinni DC 7C. Flugvél- in var á leið frá Winnipeg til Kaupmannahafnar. Þegar flugvélin var um klukku stundarflug vestur af íslandi, kom fyrir bilun í einum hreyfli vélarinnar. Tókst flugstjóranum ekki að stöðva hreyfilinn og dróg því mjög úr hraða vélarinnar, þar sem skrúfan snérist stjórnlaus. —- Flugbjörgunarsveitin á Keflavik- urflugvelli sendi þegar flugvél til móts við hina biluðu SAS-vél og fylgdi hún henni til vallarins. Farþegar og áhöfn á hinni bil- uðu vél voru 58. Um kl. 2 í gær kom önnur flug- vél frá Kaupmannahöfn og tók farþega hinnar biluðu SAS vélar. Yngve Viking er enn á Kefla- víkurflugvelli og mun að lík- indum þurfa að skipta um hreyf- il á vélinni. Ég þakka öllum þeim, sem minntust mín á fimmtugs- afmæli mínu 7. júní sl. með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Og bið þeim öllum guðs blessunar. Málfríður Jósefsdóttir, Höfða. r Utvefísí réttir STYKKISHÖLMI, 30. júní. — Nokkrir opnir trillubátar róa nú héðan og hefur verið reitings- afli á línu og handfæri, enda einstaklega góðar gæftir en nokkuð er langróið. Stærri bát- arnir eru á síld, 3 hafa þegar byrjað veiðar og einn er á förum norður og enn einn, Brimnes, byrjaði reknetaveiðar héðan í gær og kom í dag með 40 tunnur. Þetta er fyrsta síldin, sem berst hingað á sumrinu. Nokkuð hefur verið um skipakomur hingað und anfarið. M. a. hafa skip komið l hingað með byggingarefni, timb- ur og sement og einnig að sækja I útflutningsvörur. Tvö íbúðarhus eru í smíðum og auk þess bók- 1 hlaða fyrir Amtsbókasafnið og heimavistarhúsið fyrir miðskól- Eiginkona mín móðir okkar systir og fóstursystir KKIS'l'BJÖRG JÓNSDÓTTIK KICHTER Sólbergi við Langholtsveg, andaðist í Bæjarspitalanum, þriðjudaginn 1. júlí. Jarðar- förin auglýst síðar. Haraldur Þ. Ricliter, Magnús H. Ricther, Samúel Richter, Sigurjón Richter, Soffía E. Richter, Kristinn Jónsson, Petrína Nikulásdóttir. Eiginmaður minn Arni b. ólafsson trésmíðameistari, Mjógötu 5, ísaiirði, andaðist að heimili sínu 28. júní sl. Málfríður Jónsdóttir. Kuncui min STEINUNN LOFTSDÓTTIR Lækjarbotnum, Landssveit, sem lézt 26. f.m. verður jarð- sungin að Skarði, laugardaginn 5. þ.m. kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 9 sama dag. Jón Arnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.