Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 19 sept. 1958 MORCVTSBLÁÐIÐ 11 // Þá þótti ekki fínt að hafa altrödd // TÓNLEiKAR Viðtal við Elsu Sig- íúss á 25 ára söng- afmæli heníiar ELSA SIGFÚSS á afmæli á þessu ári. 25 ár eru liðin frá þvi hún hélt sína fyrstu tónleika í Dan- mörku og jafniengi hafa Danir fengið að heyra í henni í útvarp- inu Þessara tímamóta minnist hún með því að koma heim og vinir hennar með því að efna til hljómleika, svo þeir, og aðrir, fái tækifæri til að heyra hana syngja. Ákveðnir eru tónleikar í Dómkirkjunni og til orða hafa komið aðrir hljómleikar með létt- ari efnisskrá. Utan Reykjavíkur kveðst hún a. m. k. syngja á Eyr- arbakka, æskustöðvum föður síns. — Mér þykir alltaf bezt að syngja í kirkju, eða í útvarp, sagði Elsa, þegar tíðindamaður blaðsins náði tali af henni daginn eftir komuna hingað. Það stafar sennilega af því að ég er alltaf dálítið taugaóstyrk. Þó hef ég gaman af að halda hljómleika — þegar þeir eru afstaðnir. Söng áttund laegra en aðrir — Eigum við ekki að byrja á „----en hánd kan være sa smuk“ syngur Elsa og litli áheyr- andinn virðist allt í einu gera sér ljóst hve dásamleg verkfæri hendurnar eru. Elsa Sigfúss byrjuninni? Þér hafið sjálísagt snemma komizt í kyrini við tón- listina, alin upp á slíku músik- heimili. — Já, pabbi var orgelleikari og tónskáld, eins og kunnugt er, og mamma píanóleikari og söng- kona, og tónlist var alltaf í há- vegum höfð á heimilinu. Við syst- kinin helguðum svo tónlistinni krafta okkar. Einar bróðir minn gerðist fiðluleikari og leikur nú í Sinfoníuhljómsveitinni í Árós- um. Kona hans leikur og áfiðluog synir þeirra tveir á selló og fiðlu. Annar er sérlega efnilegur og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir fiðluleik. Fjölskylduna langar alltaf til að koma hingað og halda hér hljómleika. Sjálf byrjaði ég að læra á selló. Ég hafði alltaf þessa djúpu rödd og söng öll lög áttund neð- ar en venjan er, svo erigum datt í hug að ég gæti orðið söngkona, nema Þórarni Guðmundssyni fiðluleikara og mömmu. Þau trúðu því að eitthvað væri hægt að gera úr svona rödd. Á þeim tíma þótti altrödd ekki „fín“. Engin var söngkona, sem ekki hafði háa rödd. Það var ástæðan til þess að- ég valdi sellóið og fór til Danmerkur til að læra sellóleik árið 1928. En það var ekki gott heldur, því hendurnar á mér eru svo stuttar, að ég hefði aldrei orðið verulega góður selló leikari. Dóra Sigurðsson hvatti mig til að snúa mér að söng og 1933 hélt ég svo mína fyrstu hljómleika í Kaupmannahöfn. Ég fékk afbragðs dóma. Sagt var að röddin væri alveg sérstök, en spannaði ekki stórt svið. Nú vissi ég ekki hvað ég átti að taka mér fyrir hendur. Það eru engin óperuhlutverk skrifuð fyrir rödd eins og mína. Dóra stakk þá upp á því að ég leitaði mér að við- fangsefni meðal laga af léttara taginu. Ég var ekkert hrifin af því, fannst öll dægurlög svo ó- merkileg. Þó fór svo að ég fann tvö lög, sem mér þóttu góð, og þá hugsaði ég með mér, að það hlytu að finnast fleiri slík. Ég fór nú til Polyphon og söng inn á hljómplötu. Platan seldist svo vel að ég hélt áfram á sömu braut. Síðan hef ég alltaf sungið í danska útvarpið og öðru hverju syng ég á hljómleikum og félagasamkomum. í sumar söng ég t.d. á 4 tónleikum á dag tvo daga í röð á Ambulancedag- en á Jótlandi. Var studd að hljóðnemanum Nú setjum við plötu á grammo- fóninn og ég fæ að heyra Elsu Sigfúss syngja nýtt lag, sem hef- ur náð miklum vinsældum i Dan- mörku og heyrzt hefur í útvarp- inu hér. Það heitir „Hænderne" og fjallar um margvíslegar hendur — kröfuharðar hend- ur, gjafmildar hendur, við- kvæmar hendur, órólegar hendur, blíðar hendur, smáar, óræðar hendur og gamlar sinaberar hend ur. Elsa fer að vanda aðdáanlega vel með textann, og á myndinni sem þessum línum fylgir sést hvernig lítill áheyrandi á hljóm- leikum hjá henni virðist allt í einu hafa áttað sig á hvað hend- urnar eru annars dásamleg verk- færi. Höfundi textans er það vafalaust ljóst líka, því hún er lömuð og getur aðeins hreyft höfuðið og aðra höndina. Það má skjóta því hér inn í að Elsa hefur alltaf hlotið mikið lof í Danmörku fyrir hve vel hún fer með mál og texta. Hún hefur hlotið Tagea Brandt styrkinn, en hann er veittur lista- konum, sem skara fram úr, til ut- anfarar. Aðeins tvær útlendar konur hafa hlotið hann, Anna Borg og Elsa Sigfúss. — Ég söng „Hendurnar" fyrst á jólatónleikum Politikens, segir Elsa, þegar platan er búin. Þá lá ég í sjúkrahúsi. Stjórnendur þess ara hljómleika höfðu valið mig til að syngja og gerðu út sendinefnd til mín. Læknirinn gaf mér leyfi, en sendi með mér hjúkrunarkonu til að styðja mig að hljóðneman- um. Mér hefur stundum reynzt æði erfitt að standa við hljóð- nemann meðan ég syng. En hvað skal gera? Maður syngur svo miklu verr sitjandi. Hvað að mér er? Ég datt á bónuðu eldhúsgólfi hér heima árið 1947 og laskaði hrygginn. Síðan hef ég verið sjúklingur meira og minna. Sem betur fer er ég sæmileg núna, í bili að minnsta kosti. Ég hefi þó alltaf getað sungið, á milli þess sem ég hefi legið í sjúkrahúsum. ■— Og nú búið þér í Kaupmanna höfn með móður yðar og dóttur? — Já, ég á 16 ára gamla dó.tt- ur, sem ég tók af vöggustofu 5 daga gamla. Mig hafði alltaf langað til að eiga barn og úr því þannig stóð á að ég gat ekki eign- azt það sjálf, þá tók ég það til bragðs að taka að mér litla telpu. Aldrei hef ég séð eftir þeirri á- kvörðun og er fjarskalega ham- ingjusöm með að eiga Eddu. Hún hefur lokið skólagöngu sinni og vinnur nú á skrifstofu í Kaup- mannahöfn. Hana langaði til að verða kennari, en það er dýrt og þessi veikindi mín hafa kostað mikið fé. Nei, hún kærir sig ekki um að helga sig tónlistinni, en hún hefur næmt músikeyra og syngur. Edda gat ekki kom- ið með mér hingað, en mamma er með mér. Hún er alltaf að tala um góða loftið „heima“ og fjöll- in „heima“, þó hún sé í rauninni dönsk. Hún fluttist til Danmerk- ur til mín eftir að pabbi dó. Sólarlagið — Bach eða Mozart? Pabbi dó árið 1939. Hann var þá búinn að þiggja boð á kirkju- söngmót ' Dann órku og hafði samið ræðuna, sem hann ætlaði að flytja þar.Við mamma mættum í hans stað, hún las upp ræðuna og ég söng nokkur lög eftir hann. Ég skil ekki enn þann dag í dag hvernig okkur tókst þetta. Pabbi var góður maður og mikill tilfinningamaður. í síðasta skiptið sem ég kom heim áður en hann dó, hafði ég með mér bílinn minn. Þá ókum við oft út fyrir bæinn og nutum útsýnisins. Einu sinni þegar við sátum þann- ig og horfðum á sólarlagið, sagði pabbi: „Þetta er Bach“, og hlust- aði á hafið við fjöruborðið en ég skynjaði það öðru vísi, því ég var með hugann við liti fjallanna, og svaraði: „Nei, þetta er Mozart". Og nú þegar ég er komin heim, á ég ekki heitari ósk en að fá að sjá ísland í sól. Haldið þér ekki, að ef þér setjið þetta í blaðið og allir hjálpa mér til að biðja guð um gott veður, að mér verði að ósk minni og ég fái að sjá ísland í haustlitum og sólskini? — E. Pá Ungverska leppstjórnin sakar Bandaríkin um njósnir VÍNARBORG, í sept. Reuter. — Ungverska leppstjórnin hefir sakað' bandaríska stjórnarerind- reka í Búdapest um tilraunir til að koma af stað byltingu í land- inu með því að skipuleggja njósnastarfsemi þar. Búdapest-útvarpið skýrði frá því, að þessar ásakanir hefðu komið fram í yfirlýsingu sem for- mælandi stjórnarinnar, Laszlo Gyaros, birti nýlega. Hann sagði m.a. að allmargir „bandarískir njósnarar“ hefðu verið handtekn ir og mundu hljóta „réttláta refs ingu“. Gyaros sagði að bandarískir em nálægt því 5 stundir á músik þetta kvöld! (Sama endurtók sig daginn eftir). En þrátt fyrir lengd ina var ómögulegt að láta sér leiðast, því bæði var fjölbreytni mikil, og svo var hér um ágæta, og stundum alveg framúrskar- andi listamenn að ræða. Það er ómögulegt að fara hér út í það, að lýsa hverju atriði fyrir sig, það yrði allt of langt mál. Píanóleikarinn ígkarev lék verk eftir Chopin, Skrjabin og Lizt. Hann er ungur og mjög glæsilegur píanóleikari og var leikur hans mjög „brilliant“. Nesterov, barytonsöngvari og Pílane, sópransöngkona, sýndu mikla yfirburði, hvort á sínu sviði í aríum og þjóðlögum o. fl. og hrifu áheyrendur mjög. En mest fannst mér þó koma til Jashvílí, hinnar ungu stúlku, sem lék á fiðlu af svo mikilli snilld og innri hita að sjaldgæft er að heyra slíkt. Allt þetta var fyrir hléið og hefði verið nægilegt prógramm, en nú var helmingurinn eftir. Var hann helgaður nýstárlegri hljóðfærum en maður á annars að venjast á tónleikum hér. Tsimbaly-leikarinn Ostromet- skíj sýndi mikla galdra á hljóð- færi sitt. Hann býr yfir fágætri tækni, og nær óskiljanlegri, þar sem hann lemur í sífellu með tveimum litlum „hömrum“ á strengina. — Harmonikuleikar- inn Kazakov lék þarna Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, ásamt fieiru, sem var þó léttara inni- halds. Mér varð hugsað til Thom- askantorsins mikla, og ég sá hann brosa í kampinn. Það Var annars undravert hve harmonikuleikar- inn hafði mikið vald yfir hljóð- færinu. Bezt þótti mér hann leika „Gaukinn" eftir d’Aquin, sem var aukalag. Blínov, sá er lék á balaleika er fínn músikmaður og snillingur á sitt hljóðfæri. — Bandúra-trí- óið, sem var samansett af Pal- venkó, Pólístsúk og Trétjakova, þrem ungum blómarósum, söng að lokum og spilaði nokkur lög. af mikilli prýði. Lauk þar með þessum eftirminnanlegu tónleik- um sovétlistamannanna, og allir fóru heim í góðu skapi. Einn er samt enn ótalinn, sem alltaf var í „eldlínunni“, og lék undir hjá flestum hinna, Mihail Bank, ung- ur maður, en hafði sitt músik- hjarta á réttum stað. Vakti hann sérstaka athygli sem prýðilegur undirleikari allt kvöldið. Fögnuður áheyrenda var geysi- mikill og urðu listamennirnir að leika eða syngja sitt aukalagið hver. — P.t --------------------- f Brú á Botnsá > í Mjóafirði ÞÚFUM, 12. september: — Ný- lega er kominn flokkur manna frá vegagerð ríkisins til brúar- gerðár á Botnsá í Mjóafirði. Eru , . , _, , , þarna um 20 menn alls undir niosnahrmgum í Budapest og létu sig kostnað eða erfiðleika stJorn J°nasar Gislasonar, bruar engu skipta. í bandaríska sendi- [ smiðs og verkstjóra. Hyggja ráðinu væru margir njósnarar menn gott til að fá brú á þessa sem kæmu fram í gervi dipló- [ á, sem oft er ill yfirferðar. Sam- mata Hann sagði t.d. að hernað- tímis vinnur flokkur manna frá ---*-----i--- sendiraðsins,--- TÓNLISTARLÍF bæjarins er nú að hefjast að nýju, og það af miklum krafti, svo, að ef marka má af byrjuninni, má vænta mikils á komandi vetri. Juilliard- kvartettinn, einn bezti strok- kvartett sem nú er starfandi í heiminum, var hér fyrir skömmu og lék tvívegis fyrir styrktarfé- laga Tónlistarfélagsins, og síðast- liðið þriðjudagskvöld léku þau Mary Luise Boehm og Kees Koo- per á píanó og fiðlu, einnig fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Sama kvöld voru tónleikar sovét- listamanna í Þjóðleikhúsinu. Báð- ir þessir tónleikar voru svo end- urteknir daginn eftir. Carmen- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar fslands hófust í Austurbæjarbíói í gærkvöldi, og margt fleira mun verða á boðstólum á næstunni. Þetta er nú allt gott og blessað. En það er óneitanlega mikið vandamál, hvernig skipuleggja á tónleikahald bæjarins svo að tónleikarnir dreifist jafnar yfir veturinn en verið hefur, en komi ekki í einni „kássu“, eins og t.d. nú, þegar tvennir tónleikar eru á dag. En þetta er mál sem for- ráðamenn tónleikahalds hérmunu að sjálfsögðu taka til athugunar, enda ber til þess brýna nauðsyn! Tónleikar í Austurbæjarbíói Þar léku þau hjónin Mary Louise Boehm og Kees Kooper á píanó og fiðlu, á vegum Tón- listarfélagsins. Kooper er snjall fiðlari og ágætur tónliscarmað- ur. Túlkun hans á verkefnunum bar þess ljósan vott að hann not- ar hina miklu og öruggu tækni sína í þjónustu andans sem í verk unum felst, en forðast allt yfir- borðslegt. Frúin er þá einnig mikilhæfur píanóleikari, og var samleikur listamannanna með á- gætum í D-dúr sónötu Handels, Vorsónötu Bethoovens og Rapso- díu nr. 1 eftir Béla Bartok. Frú Boehm lék á flygilinn „Jeux d’eau" . eftir Ravel og Scherzo í cis-moll eftir Chopin. Tæknilega séð leysti hún hlut- verkið mjög vel af hendi, og sýndi mikla kunnáttu, en fór full hörð- um höndum um hljóðfærið (sem er orðið úr sér gengið og varla nothæft), og maður saknaði oft þessa lítilræðis sem kallast skáld- skapur, sem óneitanlega fyrir- finnst mikið af hjá Chopin, hin- um andríka meistara „klavers- ins“. En víða gætti þó tilþrifa í leik frúarinnar, og gerðu áheyr- endur góðan róm að leik þeirra hjóna og klöppuðu þeim óspart lof í lófa. Tónleikar sovétlistamanna í Þjóðleikhúsinu Maður varð að flýta sér svo sem hægt var úr Austurbæjar- bíói í Þjóðleikhúsið, pví þar hóf- ust tónleikar 11 sovétlistamanna kl. 9. Þeir stóðu svo yfir í 3 klst., svo að samanlagt hlustaði maður arráðunautur sendiráðsins, sem hann nafngreindi ekki, væri að skoða hernaðarmannvirki í sjón- auka, „jafnvel líka á nóttinni“! „Njósnararnir sem hafa verið handteknir af ungverskum yfir- völdum munu hljóta réttláta refs ingu“, sagði Gyranos. „Þeir sem viðurkenndu sekt sína og gáfu sig fram við yfirvöldin, geta vænzt sýknunar. Sambandiðmilli Ungverjalands og Bandaríkjanna getur því aðeins batnað að þessi bættismenn héldu uppi mörgum ólöglegu samtök verði leyst upp“. vegagerðinni að vegagerð í Mjóa firði. Er nú unnið að lagningu vegar frá Heydal og út með Mjóafirði vestanverðum og byrjað á ýtu- ruðningi á vegi austan fjarðarins, frá Ögurhreppi að Hörgshlíð. Bændur úr Dölum, þar sem skorið var niður í fyrrahaust, koma til lambakaupa í Reykja- fjarðarhrepp og fá þar líflömb. í öðrum hreppum í sýslunni verða ekki lambakaup. — P.P. -J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.