Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVHBLAÐIÐ Sunnudagur 22. marz 1959 Cunnar Þórðarson Grœnumýrartungu: Kjördœmaskipunsn HER fer á eftir grein, sem Gunnar Þórðarson fyrrverandi bóndi í Grænumýrartungu ritaði um kjördæmamálið í Tímann 16. febrúar 1954. Er þar mælt fast með hlutfallskosningu í stórum kjördæmum. Gunnar Þórðarson hefur um áratugaskeið verið einn af forystumönnum Framsóknar- flokksins, á m.a. sæti í miðstjórn hans og er kosinn í stjórn Bún- aðarfélags íslands af Framsókn- arflokknum. Greinin er birt hér í heild með leyfi höfundarins. Þegar rætt hefir verið eða rit- að um kjördæmaskipanina í sam- bandi við setningu nýrrar stjórn- arskrár, hafa ekki komið fram aðrar tillögur en annað tveggja, einmenningskjördæmi með óhlut bundnum kosningum, eða fá og mjög stór kjördæmi með hlut- bundnum kosningum. Að taka upp' hlutfallskosningar, en hafa þó kjördæmin sem minnst að við verður komið, sýnist ekki hafa verið íhugað svo sem vert er. Höfuðkostur hlutfallskosninga umfram kosningar í einmennings kjördæmum, er að minnihlutan- um er tryggður nokkur réttur til íhlutunar og áhrifa á þau mál, sem flokkaskipting og kosningar snúast um á hverjum tíma. Kjós- endur hafa þá og fremur sam- flokksmann eða menn, sem eru fulltrúar fyrir þeirra kjördæmi á þingi og til fulltingis um hags- munamál þeirra yfirleitt. Helzti galli hlutfallskosninga er, að auðveldara er fyrir kjós- endur að skiptast í fleiri flokka, án þess að missa allt áhrifavald, en það skapar aftur tilefni til erfiðleika við stjórnarmyndanir og meirihlutavald. Það fyrirkomu lag, sem nú gildir hérlendis er þó enn lakara hvað þetta snertir, þar sem hlutfallskosning í fjöl- mennu kjördæmi með marga þingfulltrúa gildir samtímis upp- bótarsætum. Hins vegar er hugs- anlegt, að með beinum kosning- um í einmenningskjördæmum gæti sárlítill meirihluti náð flest- um eða öllum þingsætum, þótt kosningafylgið væri aðeins tví- skipt, og auðveldlega getur flokkur, sem er í miklum minni hluta hjá þjóðinni í heild, náð miklum meirihluta þingsæta þótt kjósendur væru ekki klofnir nema í þrjá flokka. Ef kosnir eru margir fulltrúar í stórum og strjálbýlum kjördæm um verður áhrifavald kjósenda og kunnugleika sambönd við frambjóðendur og þingmenn næsta. litið. Auk þess snýst þá kosningabaráttan um mjög lítinn hluta frambjóðenda, flestir eru fyrirsjáanlega kjörnir eftir röð- um listans, sem flokksstjórnir ráða jafnan, en ekki kjósendur almennt. Það virðist margt mæla með því, að ef teknar yrðu upp hlut- fallskosningar til Alþingis, að þá yrðu kjördæmin höfð sem smæst að við verður komið Flest með þremur þingmönnum og nokkur með 5 mönnum, með tilliti til staðhátta, fólksfjölda og héraðs- skipunar. Reykjavík, sem að flestra áliti, hlýtur að hafa sér- stöðu, bæði með þingmannafjölda miðað við kjósendatölu og hvort rétt væri að skipta henni í kjör- deildir eða ekki. Þrátt fyrir það að þingmannatala hennar yrði miklum mun hærri kosin í einu lagi, ef svo væri ekki gert en annarra kjördæma. Hér fylgja tillögur um nýja kjördæmaskipan, út frá þessum sjónarmiðum. Þar sem reynt er að afmarka kjördæmin eftir því sem tiltækilegast sýnist, með til liti til núverandi kjördæma og sýslumarka og með hliðsjón af fólksfjölda á hverju kjörsvæði. Landinu er skípt í 12 kjördæmi, tilgreind kjósendatala þeirra við síðustu kosningar, og hvaða kjós endatala hefði staðið á bakvið hvern þingmanr. til jafnaðar í hverju kjördæmi. Svo og hvernig kosningar hefðu fallið s.l. vor eftir þessu kosningaformi. Borgarfjarðkjördæmi: 3 þm. 1163 kj. á þm. (Borgarfj.s. 2383 -(-Hýras. 1118=3500 kjós. A. 579 B. 792 1 C. 312 D. 1305 2 E. 21 F. 105 Breiðafjarðarkjördæmi: 3 þm. 1381 kj. á þm. (Snæf.- og Hnapp. 1810+Dal. 747+Barð. 1585=4142 kjós. A. 449 B. 1228 1 C. 221 D. 1640 2 E. 17 F. 79 Vestfjarðakjördæmi: 3 þ.m. 1233 kj. á þm. (V-Is 1080 + ísafj. 1507 + N-ís. 1112 = 3699 kjós. A. 1027 1 B. 488 C. 165 D. 1612 2 E. 17 F. 47 Húnaflóakjördæmi: 3 þm. 1065 kj. á þm. (Strand. 998+ V-Hún. 820 + A-Hún. 1376=3194 kjós. A. 182 B. 1168 2 C. 168 D. 1138 1 E. 17 F. 91 Skagafjarðarkjördæmi: 3 þm. 1312 kj. á þm. (Skagafj.s. 2311 + Siglufj. 1626=3937 kjós. A. 578 1 B. 1088 1 C. 550 D. 1094 1 E. 26 F. 57 Austfjarðakjördæmi: 5 þ.m. 1037 kj á þm. (N-Múl. 1514 + Ak. 4451=7637 kjós.) A. 811 B. 2142 2 C. 867 1 D. 2169 2 E. F. 58 424 Þingeyingakjördæmi: 3 þm. 1199 kj. á þm. (S-Þing. 2513+ N-þing. 1085=3598 kjós.) A. 233 B. 1613 3 C. 359 D. 384 E. 22 F. 234 Austfjarðarkjördæmi: 5 þm. 1037kj. á þm. (N-Múl. 1514+ Seyðisfj. 479 + S-Múl. 3195 = 5185 kjós. A. 326 B. 2339 3 C. 778 1 _ D. 879 1 E. 11 F. 47 Skaftafells- og Rangárvalla- Reykjavík; 11 þm. 3300 kj. á kjördæmi: 3 þm. 1164 á þm. þm. (36222 kjós.) (A-Skaft. 753+V-Skaft. 911 + A. 4936 2 Rang. 829=3493 kjós. B. 2624 1 A 49 C. 6704 2 B. 1383 1 D. 12245 5 C. 211 E. 1970 0 D. 1414 2 F. 2730 1 E. 24 A 6, B 17, C 6, D 22, F 1 = 52. F. 61 Árnes- og Vestmannaeyjakjör- dæmi: 5 þm. 1157 á þm. (Árness. 5718+Hf. 3154=8872 kjós. A. 611 B. 1508 2 C. 791 1 D. 1655 2 E. 154 F. 293 Reykjaneskjördæmi: 5 þm. 1774 kj. á þm. (Gullbr.- og Kjós. 5728+Hf. 3154=8872 kjós. A. B. C. D. E. F. 2312 569 1291 3207 148 412 Það liggur hér meðal annars ljóst fyrir, að slík kjördæmaskip- an og hér er bent á, myndi, þótt hún sé samstætt kerfi, í stað þess mikla ósamræmis, er nú ríkir, ekki hafa við síðustu kosningar raskað mikið skipanþingsinsmilli flokka frá því, sem er. Verður það að teljast mikill kostur, þar sem allar breytingar á kjördæma skipuninni, sem fyrirsjáanlega yrðu, þegar til að stórbreyta styrkleikahlutföllum flokkanna á Alþingi, eða sköpuðu þeim full komna tvísýnu. Mundu verða framvegis eins og hingað til að- alfyrirstaða þess, að takast megi að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá. Skemmtun barnaskólans á Akranesi Árshátíð barnaskóla Akraness var haldin dagana 6.—10. marz. Börnln skemmtu með leik, söng, hljóðfæraslætti og fleiru á fjórum skemmtunum, sem voru mjög vel sóttar og var öllum skemmt- ununum tekið með mjög miklum fögnuði og hrifningu. — Myndin hér að ofan er úr leikritinu er flutt var, „Gæt þín“. skrifar ur dagiegq fifinu ] Pálmagangan í Péturskirkjunni. Idag er pálmasunnudagur. Sú hátíð fer yfirleitt meira og minna fram hjá íslendingum. Bæði er, að þá er stutt til lengsta frís ársins hjá vinnandi fólki og í lúterskum löndum er ekki lagt eins mikið upp úr „symbólskum11 athöfnum, eins og í kaþólskum löndum. Fyrir nokkrum árum var /el- vakandi staddur í Péturskirkj- unni í Róm á pálmasunnudag. Það er vissuelga orð að sönnu, að til- viljun ein hafi ráðið því. Ég var búinn að steingleyma pálmasunnu deginum, enda veit maður varla hvaða vikudagur er á ferðalög- um. Ég var satt að segja kominn í kirkjuna þeirra erinda að skoða eina af hinum þremur frægustu styttum myndhöggvarans Mikael- angeló, „Pieta“, því ég var búinn að sjá hinar tvær í ferðinni, stytt- una af Davíð í Flórens og Moses í annarri kirkju í Róm. Ég var búinn að fara eina hringferð í kirkjunni, án þess að finna stytt- una, þegar dyrnar opnuðust og skrúðganga kom inn. í broddi fylkingar var kardínáli klæddur skrautlegum viðhafnarskrúða og á eftir honum fjöldi manns, veif andi pálmagreinum. Fylkingin hélt syngjandi fram og aftur um kirkjuna, frá einu altarinu til annars. Ég hörfaði út í horn, þó að það væri hreinasti óþarfi, því að kirkjan er svo stór að ekki er þrengslunum fyrir að fara, þó nokkur hundruð manns komi inn í einu. Kirkjan er 15.160 ferm., 187 m á lengd og 137 m á breidd. Ég vildi þó ekki halda á brott við svo búið, og gáði launulega í ferða bókina hvar styttuna frægu væri að finna. Hún var rétt hægra megin við innganginn. Ég hélt þangað, en fann aðeins yfir- breidda hrúgu. „Pieta“ er mynd af heilagri guðsmóður með lík Krists, og í kaþólskum kirkjum er breitt yfir hana fram yfir föstu daginn langa. Áldrei sá ég stytt- una, en skrúðgangan í Péturs- kirkju á pálmasunnudag er mér minnisstæð. Sams konar athöfn í Landakotskirkju. HAFIÐ þið nokkurn tíma kom ið í kaþólska kirkju á þess- um helgidegi? í Landakotskirkj- unni fer fram sams konar at- höfn og í öllum kaþólskum kirkj- um um allan heim. Athöfnin er ,symból‘ fyrir pálmagöngu Krists. Fyrst er pálmavígsla, þá er pálma greinum úthlutað til safnaðarins, og að lokum er helgiganga með söng. Sungin eru ævaforn lög, sem tilheyra þessari athöfn.Yígðu pálmagreinarnar, sem ekki ganga út, eru brenndar og askan geymd fram á næsta öskudag, en þá er henni dreift yfir söfnuðinn. Ekki eru þetta þó hinar raunverulegu pálmagreinar. Þær er ekki hægt að fá hér. Aðalatriðið er, að not- aðar séu lifandi greinar, og ka- þólski söfnuðurinn hér fær grein- ar ,sem líkjast pálmagreinum, sendar frá Danmörku fyrir þetta tækifæri. í kaþólskum sið er ákaflega mikið um „symbólskar“ athafnir. — Á föstudaginn langa er látið deyja á eilífðarlampanum í kirkj unni, sem annars logar árið um kring. Aðfaranótt páskadags er svo hátíðleg athöfn, þegar kveikt er á honum aftur. Þá kveikir biskupinn fyrst á ljósi frammi við dyr og síðan kveikir hver kirkjugestur á sínu ljósi um alla kirkjuna. En nú er ég kominn spöl frá efninu, sem var pálmasunnudag- ur og læt ég hér staðar numið. Óboölegur vegarkafli. Nýlega voru hér útlendir menn á ferð. Þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli og óku svo inn í bæ, eins og næstum allir sem þetta land heimsækja. Fyrstu kynni þeirra af íslandi voru því vegurinn frá flugvallarafgreiðsl- unni. Þeir sögðu að vegurinn hefði verið eins og að sitja á jarð- ýtu, sem hossaðist yfir þúfna- kolla — svo slæmur var vegur- inn. Og hann hefur vissulega verið svo slæmur að undanförnu, að jafnvel okkur, sem erum öllu vön, blöskrar. Skíðaskóli á ísafirði ísafirði, 15. marz. — Sl. viku hef- ir Skíðafélag ísafjarðar haft skíðaskóla hér uppi í Seljalands- dal, og verður skólinn til 21. þ. m. Þeir, sem eru í skólanum, búa alveg uppfrá í hinum nýja skíðaskála félagsins, sem var reistur eftir að hinn fór í snjó- flóði. Skáli þessi er enn ekki fullgerður, en verður hið glæsi- legasta hús. Er þar gert ráð fyr- ir 8 herbergjum, tveim sölum, borðsal og öðrum, ásamt fleiri vistarverum. Þá hefir skíðafélag- ið einnig námskeið á sama stað Er það fyrir þá, sem í bænum búa, og fer kennsla fram kl. 2 til 3,30 daglega. Þátttaka er ekki vel góð, og mun það stafa af óhagstæðri veðr áttu nú sl. viku. Annars er nokk- uð mikill snjór á Seljalandsdal, þótt nærri autt sé í byggð, og í dag var færi gott. Kennari er Haukur Ó. Sigurðsson^ þekktur skíðamaður héðan frá ísafirði. Þá mun Skíðafélag ísafjarðar gangast fyrir skíðaviku nú um páskana. Er þetta í 25. skipti, sem slík skíðavika er hér. Hefur sótt hana fjöldi gesta frá Reykja vík og víðar að. Á skíðavikunni er keppni, aðallega til skemmt- unar fyrir gesti skiðavikunnar. Þá eru og haldnar kvöldvökur í skíðaskálanum. Héðan frá fsa- firði munu fara 9 keppendur á skíðalandsmótið, sem haldið verður í Siglufirði um páskana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.