Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 81. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MOnGUNItLAfílfí
Laugardagur 11. apríl 1959
Túskildingsóperan frum-
sýnd á miðvikudag
NÆSTKOMANDI miðvikudags-
kvöld frumsýnir Leikfélag
Reykjavíkur Túskildingsóper-
una, leikrit með söngvum eftir
Bertold Brecht og Curt Weill.
Leikrit þetta samdi Brecht árið
1928 upp úr «nska leikritinu
„The Beggars Opera" eftir John
Gay. Leikurinn gerist í London
og á að gefa mynd af tíðarand-
anum í Berlín eftir fyrri heims-
styrjöldina. Er hann skrifaður í
satírustíl og myndin dregin með
grófum. hörðum línum. Músíkina
samdi Curt Weill. Túskildings-
óperan gerði höfunda sína þegar
heimsfræga, og hefur hún verið
Indversk f lugvél
skotin niður
KARACHI, 10. apríl. (NTB). Orr-
ustuflugvél úr her Pakistan skaut
indverska sprengjuflugvél niður
í dag um 500 km frá landamærum
Afganistan. Indverska flugvélin
var þota af Canberra gerð. Hún
flaug yfir pakistanskt land ng
neitaði að lenda, þótt henni bær-
ust fyrirmæli um það. Tveir menn
voru í henni og björguðust þeir
báðir með því að kasta sér út í
fallhlífum út úr brennandi flug-
vélinni.             -
Tvö ný gervitungl
á næstunni
WASHINGTON, 10. apríl. (NTB)
— Bandaríkjamenn munu skjóta
tveimur gervitunglum á Ioft á
næstunni. Flugherinn mun skjóta
600 kg Discoverer-gervitungli upp
frá Vandenbergstöðinni í Kali-
forníu og á það að snúast kring
um jörðina frá norðri til suðurs
og yfir bæði heimskautin. Þá
mun Bandaríkjafloti skjóta Van-
guard-eldflaug með gervitungli
upp frá Canaveralhöfða í Flórída.
Þegar tunglið er komið upp á
braut sína mun það sleppa út
litlum loftbelg. Er það tilraun
gerð til að rannsaka þéttleika
loftsins í mikilli hæð.
sett á svið í flestum borgum
Evrópu síðan. Auk þess hefur ver
ið gerð eftir leikritinu kvikmynd,
sem þykir afbragðs góð, dg flést
kvikmyndasöfn telja meðal sinna
beztu mynda.
Túskildingsóperan er fyrsta
leikritið eftir Brecht, sem sýnt
er hér á landi. Gunnar Eyjólfs-
son setur það á svið. Þýðinguna
gerði Sigurður A. Magnússon.
Leikurinn er í þrem þáttum, en
9 atriðum, auk forleiks, og er
sviðsskipting mjög tíð. Leiktjöld
in gerði Magnús Pálsson og geng
ur sviðskiptingin mjög fljótt fyr-
ir sig.
í Túskildingsóperunni eru 20
söngatriði, enda fer kunnur
söngvari, Jón Sigurbjörnsson,
með aðalhlutverkið. Leikur hann
bófann Mackie hníf. Önnur stór
hlutverk hafa á hendi þau Brynj-
ólfur Jóhannesson. Sigríður
Hagalín, Steinunn Bjarnadóttir
og Nína Sveinsdóttir. Auk þeirra
koma fram bófaflokkar og betl-
arar. Alls eru leikendur 25.
Lítill afli
Akranesbáta
AKRANESI. 10. apríl. — í gær
voru 13 bátar á sjó. Fengu þeir
alls 63,5 tonn. Voru aflahæstir
Sigurvon með 15,2 tonn og Sæ-
fari 14 tonn. Allur flotinn reri
í morgun. Hjá þeim bátum sem
komnir eru að í kvöld er rýr afii.
— Oddur.
Flóttamenn, sem snúa
heim til Ungverjalands
í fangelsi
S. Þ. í New York, 10. apríl.
— Kommúnistastjórn Ung-
verjalands hefur svikið grið
á 6000 flóttamönnum, sem
snúið hafa heim. Af rúmum
200 þús. manns, sem flúðu
land eftir uppreisnina 1956 er
talið að 21 þúsund hafi snúið
heim, en þar af hefur tæpur
þriðjungur verið svikinn í
griðum. Þetta var upplýst ný-
lega í skýrslu frá ungverska
byltingarráðinu, sem hefur
aðsetur í París, sendi Dag
Slammarskjóld framkvæmda-
stjóra S. Þ.
Ungverskir kommúnistar hafa
lagt mikla áherzlu á það, að fá
flóttafólk til að snúa aftur heim
til Ungverjalands. Til þessa hafa
sendimenn þeirra verið  ósínkir
Hæsti vinningur-
inn kom á lieil miða
í GÆR var dregið í 4. flokki Há-
skólahappdrættisins, 96 vinning-
ar, samtals að upphæð rúmlega
1.1 millj. kr. Hæsti vinningurinn
í þessum flokki, 100,000 krónur,
kom á heilmiða, nr. 20.355, í um-
boði Guðrúnar Ólafsdóttur &
Jóns Arnórssonar í Bankastræti.
Næsthæsti vinningurinn, 50,000
kr., kom á hálf miða, nr. 49348, og
var annar í sama úmboði og
og hæsti vinningruinn en hinn
helmingurinn vestur í Ólafsvík-
urumboði. Þá komu 10.000 kr.
vinningarnir á þessa miða: 13607
— 17725 — 18387 — 30683 —
34629 — 42933 — 45270. Þá komu
5000 kr. vinningar á þessa miða:
1361 — 1504 — 16055 22285 —
27256 — 28845 — 31946 — 36038
_ 40355------41942.
— Japanir
Framh. af bls. 1.
En þá komu lögreglumenn og
þrifu hann burt með valdi. Þegar
Nakayama kom til lögreglustöðv-
arinnar í borginni var hann yfir-
heyrður og sagði hann þar, að
það væri rangt að þetta kónga-
fólk fengi að halda sýningu á sér
fyrir íbúum borgarinnar, því að
keisaradýrkun hefði verið afnum
in í Japan við lok síðustu styrj-
aldar.
Eftir gifingarathafnirnar héldu
ungu brúðhjónin til hinnar litlu
hallar sinnar, sem reist hefur
verið í úthverfi Tokíó. Er það
hús fagurt og mjög nýtízkulegt
í öllum sniðum. ¦
Dagskrá Alþingis
í DAG er boðaður fundur í neðri
deild Alþingis kl. 1:30. Tvö mál
eru á dagskrá.
1. Tekjuskattur og eignarskatt-
uh, frv. — 2. umr.
2. Sauðfjárbaðanir, frv. — 2.
.   umr.
Hundraðasti
landsleikur
Wrights
í DAG fer fram á Wembley leik-
vanginum landsleikur í knatt-
spyrnu milli Englands og Skot-
lands hinn 75. í röðinni. Skotar
hafa breytt liði sínu allmikið frá
síðasta landsleik og valið mikið
af „Anglo-Skotum", en svo kall-
ast þeir skozkættuðu er leika með
enskum félögum. Á enska lands-
liðinu eru litlar breytingar frá
seinustu leikjum. Fyrirliði Eng-
lands Billy Wright leikur sinn
100. landsleik, en það mun eins-
dæmi að sam maðurinn sé valinn
í svo marga landsleiki fyrir land
sitt. Wright lék fyrst fyrir Eng-
land árið 1946 gegn Belgíu.
Það eru liðin átta ár síðan Skot-
um hefur tekizt að sigra Englend
inga, eða árið 1951 og þá á Wem
bley.
Liðin eru skipuð þessum leik-
mönnum (Talið frá markmanni
til v. útherja.):
Skotland: Br»wn (Dundee),
Caldow (Rangers), McKey
(Celtia), McKay (Tottenham),
fyrirliði, Evans (Celtic), Doc-
herty (Arsenal), Leggatt (Ful-
ham), Collins (Everton), Herd
(Arsenal), Dick (West Ham) og
Ormond (Hibernian).
England: Hopkinson (Bolton),
Howe (West Bromwich), G. Shaw
(Sheffield Utd.), Clayton (Black
á að heita flóttafólkinu griðum
og góðri atvinnu. Viðkvæði
þeirra hefur verið að strikað
skuli yfir fortíðina, aðeins ef
menn vilja snúa aftur heim til
fóðurlandsins. Um 21 þúsund
manns hafa látið ginnast af
gylliboðum kommúnista, enda
margir verið haldnir sárustu
heimþrá, eftir tveggja ára dvöl
við ýmsa erfiðleika í fjarlægum
löndum.
Áður en flóttafólkið sneri heim
fékk það afhent hjá starfsmönn-
um ungverskra sendiráða svo-
nefnt griðabréf, þar sem þeim
er heitið svart á hvítu, að ekki
skuli skert hár á höfði þess. —
Þegar kom inn fyrir landamæri
Ungverjalands virtist sem þessi
griðabréf misstu gildi sitt. Það
er nú vitað að sumir flóttamann-
anna, einkum þeir sem voru
menntaðir, eða æfðir í iðngrein-
um voru handteknir strax þegar
þeir komu inn fyrir landamærin
og fluttir austur til Rússlands.
Fyrir fleiri flóttamönnum hefur
þó farið svo, að þeir fengu að
fara heim til sín og dveljast þar
í tvær til þrjár vikur. Eftir þann
tíma kom öryggislögregla komm-
únista og sótti þá. Er almennt
álitið að þeir ýmist verið settir
í fangabúðir í Ungverjalandi eða
fluttir í þrælkun austur til Rúss-
lands.
Leitað liðsinnis
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ síðastlið
ið brann íbúðarhús í BúðardaL
Hús þetta höfðu systurnar Alex-
ína og Kristbjörg Jónsdætur frá
Köldukinn í Haukadal látið reisa
sér af litlum efnum og var það
reyndar ekki fullsmíðað.
Tjón þeirra er sárt, þar sem
þær hafa lagt aleigu sína í það,
að koma sér upp þaki yfir höfuð-
ið en tekjur litlar, þar sem önnur
er öryrki en hin hefur framfæri
sitt af prjóni en prjónavélina
missti hún í eldinum.
Áfall, sem þetta verður að vísu
aldrei að fullu bætt, en þó er
hægt að létta mikið undir með
þeim fjárhagslega og hefur af-
greiðsla Morgunblaðsins góðfús-
lega lofað að taka á móti gjöfum
til aðstoðar þeim systrum.
Ásgeir Ingibergrsson.
sóknarprestur.
Frk. Jóninna Sigurðar-
dóttir áttrœð
Billy Wright
burn), Wright (Wolverhamton)
fyriliði, Flowers (Wolverhamp-
ton), Douglas (Blackburn), Broad
bent (Wolverhampton), Charlton
(Manchester Utd.), Haynes (Ful-
ham) og Holden (Bolton).
í DAG, hinn 11. apríl, er frk.
Jóninná Sigurðardóttir, fyrrum
húsmæðrakennari og hótelrek-
andi, áttræð. — Frk. Jóninna er
fædd á Þúfu í Fnjóskadal, dóttir
Sigurðar bónda Jónssonar, er
lengst bjó á Draflastöðum í sömu
sveit, og konu hans, Helgu Sig-
urðardóttur, frá Veisu. — Jón-
inna er því alsystir Sigurðar,
fyrrum búnaðarmálastjóra og
hins merka frömuðar á sviði ís-
lenzkra búnaðarmála.
Frk. Jóninna nam fyrst í
Kvennaskóla Akureyrar, en hélt
síðan til Noregs og var þar við
hússtjórnarnám, en fór síðan til
Danmerkur og stundaði þar nám
í 2Vz ár í Húsholdningsskole
Vællegaard í Sorö, og ennfremur
í Statens Lærerhöjskole í Kaup-
mannahöfn.
Eftir að frk. Jóninna kom aftur
heim til fslands tók hún að sér
umferðakennslu í matreiðslu á
vegum Búnaðarfélags íslands.
Stundaði hún það starf í þrjá
vetur, og þá fyrst og fremst á
Norðurlandi. ¦----- Á þeim tíma
fóru mjög í vöxt félagssamtök
kvenna, og vakning var mikil
fyrir framfaramálum þeirra. —
Frk. Jóninna var ein þeirra, er
mjög studdu alla slíka starfsemi.
ala, Gudmanns Minde, í 4 ár.
húsmæðraskóla á Akureyri. Þá
var hún ráðskona Akureyrarspít-
ala, Gudsmanns Minde, í 4 ár.
Árið 1917 hóf hún rekstur Hótel
Goðafoss og rak það allt fram
undir síðasta áratug, en allt til
þessa dags hefir hún haft á hendi
greiðasölu.
Að sjálfsögðu hefir frk. Jón-
inna jafnan tekið virkan þátt í
öllu því, er að húsmæðrafræðslu
hefir lotið, enda einhver mennt-
aðasta kona landsins á því sviði.
Hún hafði um árabil á hendi próf
dómarastarf við Kvennaskólann
á Laugalandi, annaðist mat-
reiðslunámskeið á Akureyri og
hafði umsjón með matreiðslu- og
hússtjórnardeild Barnaskólans
hérí bæ.
Ekki mun sú húsmóðir til hér
á landi, sem ekki þekkir Mat-
reiðslubók Jóninnu Sigurðardótt
ur, og hefir haft af henni meiri
og minni kynni. Sú bók hefir
komið út í mörgum útgáfum og
var um langt árabil eina aðgengi-
lega matreiðslubók íslenzkra hús
mæðra.
Enn er ótalið eitt stórmál, sem
kannski hefir verið eitt mesta
áhugamál frk. Jóninnu, en það er
stofnun, vöxtur og viðgangur
Húsmæðraskóla Akureyrar. Frk.
Jóninna hefir átt sæti í stjórn
þess skóla allt frá stofnun hans
og barizt ötulli baráttu fyrir tii-
veru  þeirrar  menntastofnunar.
— Þótt sá skóli hafi nú um nokk-
urt árabil ekki útskrifað reglu-
lega nemendur, hefir hann verið
til ómetanlegs gagns fyrir bæjar-
félagið. Innan veggja hans hefir
margs konar húsmæðrafræðsla
farið fram, og þá fyrst og fremst
í námskeiðum fyrir húsmæður í
bænum. Einnig hefir þar farið
fram húsmæðrafræðsla á vegum
annarra skóla bæjarins. — Það
hefir jafnan  verið  óskdraumur
frk. Jóninnu, að þessi skóli mætti
eflast og aukast, m.a. með þvi,
að komið væri upp heimavist við
hann, svo hann gæti enn betur
fullnægt hlutverki sínu.
Frk. Jóninna Sigurðardóttir er
vinmörg og vinföst. Hótelrekstur
hennar á Akureyri var með ein-
stökum myndarbrag, og margir
munu þar minnast hlýlegs við-
móts og ágæts atlætis húsráð-
anda. — Öll verk frk. Jóninnu
einkennast af hógværð og festu
hinnar gagnmenntuðu konu. Þótt
óteljandi séu orðnir gestirnir,
sem notið hafa fyrirgreiðslu
hennar, munu allir hafa fundið
hjá henni hið sama, íslenzka
heimilishlýju góðrar húsmóður,
sem einstök er, en sárasjaldgæf
meðal hótelrekenda. Einnig hefir
hún annað einkenni góðrar hús-
móður — hún hefir jafnan verið
mjög hjúasæl, svo sumt starfs-
fólk hennar hefir fylgt henni í
áratugi.
Nú er tekið að halla á ævi-
kvöld frk. Jóninnu, þótt enn sé
starfsþrek nokkurt og starfslöng
un mikil. Jafnan hefir hún verið
góður gestur, og þó beztur gest-
gjafi í glöðum vinahópi, og víst
má telja, að svo verði enn í kvöld,
Ég flyt þessari öldnu heiðurs-
konu árnaðaróskir í tilefni dags-
ins og þakka hlýtt hugarþel og
margan góðan bitahn upp í gírug
an strák.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16