Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1959, Blaðsíða 14
14 MORCinvnr 4»1Ð Föstudagur 22. maí 1959 Ó!afur B. Björnsson ritstj. og fræði- maður - Minninqarorð 1 DAG fer fram á Akranesi út- fer hins fjölhæfa gáfumanns, Ólafs B. Björnssonár, ritstjóra. Hann lézt 15. þ. m. eftir langa og stranga sjúkdómslegu. ÓJafur Björnsson var fæddur 6. júlí 1895 á Litiateig á Akra- nesi. Foreldrar hans voru Björn, formaður og útgerðarmaður, Hannesson Ólafssonar Steph- ensen og kona hans, Katrín Odds- dóttir, prests á Rafnseyri, Sveinssonar. Var Björn seinni maður Katrínar. Fyrri maður hennar var Ólafur, formaður á Litlateig, Bjarnason, hreppstjóra og dannebrogsmanns á Kjarans- stöðum, Bi'ynjólfssonar. Ólafur Björnsson var í æsku eigi bráðgjör að líkamsþroska og frekar heilsuveill, en því meira var hið andlega atgervi hans, írjó hugsun, brennandi áhugi fyr- ir hvers konar umbótum og fram- förum á verklegu og andlegu sviði. Skólamenntunar naut hann ekki í æsku annarrar en þeirrar sem kostur var á á Akranesi um þessar mundir. En ástundun hans, menntaþrá og fróðleikslöngun greiddu götu hans að því að afia sér staðgóðr- aT þekkingar og yfirgripsmikils víðsýnis og óbifanlegrar trúar á gróandann í þjóðlífi voru. Allt líf hans og starf frá byrjun og til hinztu stundar bar svipmót þess- ara meðfæddu og þroskuðu eigin- leika hanr. Nokkuð hafði Ólafur unnið við innanbúðarstörf i æsku, en störf hans á þessu sviði hófust fyrst fyrir alvöru' þegar hann um tví- tugsaldur ásamt hálfbróður sín- um, hinum athafnasama sjósókn- ara og aflamanni, Bjarna Ólafs- syni, og Níelsi Kristmannssyni, hóf eigin verzlun og útgerð, sem þeir félagar ráku um langt skeið. Á þeim árum fór Ólafur tvívegis til útlanda i verzlunar- og við- skiptaerindum. jÞótt Ólafur ynni af sínum al- þekkta áhuga og dugnaði við út- gerðar- og verzlunarfyrirtæki þeirra félaga og legði þar nótt með degi er svo bar undir, þá; kom það brátt í Ijós á þessum ; árum, að athafnaþrá hans var, markað enn víðara svið. Félags- j málaáhugi sá er hann hafði alið : í brjósti sér frá bernskuskeiði j fékk nú byr undir báða vængi j Forysta og boðskapur sá sem þessi hugkvæmi hugsjónamaður flutti fékk hljómgrunn í hug- skoti þeirra manna, sem hann umgekkst og starfaði með. Ólafi Björnssyni var það mikið áhuga- og kappsmál að geta slegið til hljóðs fyrir því að menn sameinuðu krafta sína með félagssamtökum til þess að hrinda í framkvæmd torleystum og kostnaðarsömum verkum. Voru slík verkefni mörg fyrir hendi á Akranesi, sem annars staðar á landi voru, þegar fyrstu sporin voru stigin til stórtækra breytinga og umbóta í atvinnu- háttum til lands og sjávar. Vél- bátaútgerð var risin á legg á Akranesi alllöngu áður en nokk- ur afgreiðslu- og leguskilyrði voru þar heima fyrir þessa báta. Það varð því að leita annarra verstöðva er betur hentuðu út- gerð þeirra. Þetta var hlutskipti þeirra þremenninganna fyrstu árin. Og stærsti útgerðarmaður- inn á Akranesi, Haraidur Böðv- arsson, varð áf þessum sökum að hefja sina giftudrjúgu útgerðar- starfsemi í annarri verstöð við sunnanverðan flóann. Og því er þessa getið hér að Ólafur átti í því ríkan hlut að hafizt var handa um hafnargerð hér og að framgangi þess máls vann hann jafnan af ráði og dáð. Þegar vél- bátaútgerðin óx kom hugkvæmni Ólafs Björnssonar enn til skjal- anna. Var þá að ráði hans og fleiri áhugasamra framtaks- manna stofnað sameignarfélag er reisa lét síldar- og fiskimjöls- verksmiðju, hið þarfasta fyrir- tæki, er vaxið hefur að afköstum og betri nýtingu hráefnisins, í samræmi við þróun útgerðarinn- ar. Var Ólafur lengi í stjórn þessa íyrirtækis. Um þær mundir sem Ólafur Björnsson var að kveðja þennan heim, gerðist það að forráðamenn verksmiðjunnar, þessa óskabarns Ólafs, er svona vel hafði farnazt, voru að ganga frá samningum í Þýzkalandi um byggingu tveggja níu hundruð smálesta togara, er fyrirtæki þetta kaupir og gerir út. Allir fagna slíkri framtakssemi og áreiðanlega hefði Ólafi Björns- syni ekki sízt orðið þetta mikið fagnaðarefni, ef enn hefði logað ijós á hinum veika hörkveik, er honum bárust slík tíðindi. Ölafur Björnsson átti mörg hugðarefni um dagana. Enda þótt umbætur og framfarir á verklegu sviði lægju honum jafn- an þungt á hjarta og að þar hefði hann jafnan ár á borði, þá átti hann jafnframt annan hugar- heim. Hin frána sjón hans sá fagrar sýnir og heillandi verk- efni utan efnishyggjunnar, á sviði bókmennta og lista. Ólafur Bjömsson var söngvinn maður. Áhugi hans á því að efla söng- mennt féll í góðan akur í um- hverfi hans. Þar naut vel forystu- hæfileika hans. Hann var um langt skeið stjórnandi karlakórs- ins Svanir, sem getið hefur sér mikinn hróður víðs vegar. Þá var Ólafur um langt árabil stjórn- andi kirkjukórsins á Akranesi og organisti í Akraneskirkju. Mikið og gott starf lagði Ólaf- ur af mörkum á bindindismála- sviðinu á Alcranesi. Átti stúku- starfsemin þar jafnan hauk í horni þar sem Ólafur var. Ritaði hann og allmikið um þau mál og flutti um þau erindi í útvarpinu. Ólafur Björnsson var mjög trúrækinn maður. Voru þau mál honum mjög hjartfólgin. Var honum í brjóst borin rík hneigð til þess að glæða trúmálaáhuga meðbræðra sinna og systra. Af þeim rótum var það vafalaust runnið, hve mjög hann beitti sér fyrir því að ástmög þjóðar vorr- ar, sálmaskáldinu Hallgrími Pét- urssyni, yrði reistur veglegur minnisvarði með byggingu Hail- grímskirkju í Saurbæ. Ólafur var lengst af formaður þeirrar nefnd ar, sem hafði forgöngu um að þetta var gjört. . Þá mun og mega rekja það til trúhneigðar Ólafs hve náið og einlægt var samband hans við æskulýðsfræðarann mikla, Frið- rik FriðriksSon. Hefur Ólafur birt í tímariti sínu kafla úr sjálfs- ævisögu þessa göfuga æskuiýðs- leiðtoga. Síðari hluti ævi Ólafs Bjöms- sonar er helgaður blaðaútgáfu og bókmenntastarfsemi. — Fræði- mennska hefur frá blautu bams- beini verið ríkur þáttur í eðli og lífi Ólafs Björnssonar, þótt eigi fengi hann því við komið að helga bókmenntunum starfs- krafta sína fyrr en allmikið var á ævina liðið. Þeim, sem gerst þekkja þennan þátt í lífi Ólafs, þykir undrum sæta hve miklu hann hefur áorkað á þessu sviði. Ólafur Björnsson hófst handa um útgáfu tímaritsins Akraness 1942. Stóðu þá tveir menn aðrir að útgáfunni með honum. En síðan 1944 hefur hann staðið einn að útgáfunni. Um sama leyti og tímaritið Akranes hóf göngu sína var sett á stofn prentsmiðja á Akranesi. Voru þrír menn í fé- lagi með Ólafi um stofnsetningu prentsmiðjunar. En hún var ekki starfrækt á Akranesi nema til ársins 1945. Árið eftir hefst Ólaf- ur Björnsson einn handa um stofnun nýrrar prentsmiðju á Akranesi og er hún í fullum gangi nú við lát Ólafs. Tímaritið Akranes, sem jafnan hefur verið vel úr garði gert, hið prýðilegasta rit, sem nýtur mik- illa vinsælda um land.allt, hefur ávallt verið prentað þar auk fjölda margra annarra verkefna, sem prentsmiðjan hefur skilað frá sér. í tímariti Ólafs hóf hann prentun á ýmsum þáttum þess mikla ritverks, sem hann hefur lengi unnið að, Hvemig Akranes byggðist. Eru þættir þessir mjög fróð- legir og að baki þeirra liggur geysilega mikið rannsóknarstarf og könnun heimilda, sem afla verður víðs vegar að. Eru þætt- irnir liðlega og skemmtilega rit- aðir og er lestrarefni þetta allt hið skemmtilegasta. Áður en Ól- afur féll frá hafði hann hafið út- gáfu byggðarsögu þessarar í bók- arformi. Er þar mörgu viðaukið frá því sem í þáttunum stendur. Fyrsta bindi þessa mikla ritverks kom út haustið 1957. Annað bindi er nú í prentun og kemur út á næsta hausti. Þegar Ólafur lézt var hann vel á veg kominn með samningu þriðja bindis, en efni hafði Ólafur viðað að sér í fimm bindi álls. Er það bókmenntastarf, sem Óláfur hefur innt af hendi á full- orðinsaldri, hið mesta þrekvirki. Fáum eða engum byggðarlögum munu vera gerð betri skil um uppruna þeirra og sögu. Stendur Akraneskaupstaður og byggcirn- ar utan Skarðsheiðar í mikilli þakkarskuld fyrir þetta frábæra afrek hans. Að sjálfsögðu verða gerðar ráðstafanir til að iokið verði samningu sögu þessarar og hún öll gefin út. Mörg voru þau trúnaðarstörf, sem Ólafi voru falin um dagana. Skal hér aðeins fátt talið: Hann var um skeið í sýslu- nefnd Borgarfjarðarsýslu. Eftir að Akranesbær fékk kaupstaðar- réttindi var hann ávallt í bæjar- stjórn og um skeið forseti bæjar- stjórnar. Hann var í stjórn Spari- sjóðs Borgarfjarðarsýslu meðan sjóðurinn var eign sýslunnar. Hann var um langt árabil for- maður fiskideildarinnar á Akra- nesi og fulltrúi á Fiskiþingi og oft forseti þess. Þá stýrði hann lengi aðalfundum Landssam- bands íslénzkra útvegsmanna. Ýmsum trúnaðarstörfum gegndi hann í Ungmennafélagi Akra- ness. Blómaskeið ungmennafé- lagsskaparins hér á landi stóð um þær mundir sem Ólafur kom þar fyrst við sögu. Mátti af fram- komu ýmissa ungra manna í þessum félagsskap marka hvers af þeim mætti vænta á opinber- um vettvangi síðar í lífinu. Svo var þvi og varið með Ólaf Björns son. Ólafur var hamhleypa til allra verka, fljótur að átta sig á við- fangsefnum þeim er leiða þurfti til lykta hverju sinni. Hann var samvinnuþýður, laginn að miðla málum þannig að til heppi- legra úrslita drægi. Ólafur var trygglyndur maður og viðmóts- góður. Ólafur var kvæntur ágætri konu, Ásu Ólafsdóttur, héraðs- lækms Finsen. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, sem bæði eru á lífi: ólafur B. Ólafsson, bóksali; kvæntur Öldu Jóhannesdóttur, og Ingibjörg, gift Valdemar Indriðasyni, verksmiðjustjóra. — Fósturdóttur áttu þau eina, Kol- brúnu Ólafsdóttur. Góði, látni, tryggi vinur. Um leið og ég lýk við það að festa þessi minningarorð á blað, þá rifjast upp fyrir mér minn- ingin um það þegar ég stóð síð- ast við sjúkrabeð þinn, nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Eigi varð um villzt til hvers draga mundi því dauðinn hafði þá sett fangamark sitt á hvem andlits- drátt þinn. Og ennfremur rifjast upp í huga mínum að þrátt fyrir það þótt svona væri komið fyrir þér, þá ræddir þú við mig, eins og ekkert hefði í skorizt, af mikl- um áhuga um útgáfu rita þinna, sem þú varst sífellt að vinna að í banalegunni. Með því hugar- fari, sem endurspeglaðist í þess- um siðustu viðræðum, sem við áttum saman, settir þú innsigli þitt á það lífsviðhorf, sem þú hef- ur alið í brjósti þér á langri ævi, að hvert gott verk sem unnið er hafi sjálft launin í sér fólgin. . Pétur Ottesen. GAKK hljóður um musteri sorg- arinnar, að þú raskir eigi ró þeirri er þar ríkir, því héraðshöfðingi er fallinn. Einvígi, sem staðið hefur nærri árlangt, er á enda. Lifið hefur hopað, voldugra afl gengið með sigur af hólmi. Hönd in, sem áður var svo sterk og hlý, er örmagna og köld augun, sem voru svo blíð og skær eru brostin, hjartað, sem var svo tryggt, er hætt að slá. Síbrenn- andi eldur hugsjóna og athafna er slokknaður. Kyrrð og friður og tóm, ríkir nú þar sem áður var gleði, líf og þrotlaus umbrot í leit að nýjum leiðum til batnandi lífskjara og meiri hamingju. Fyrir aldarfjórðungi bar fund- um okkar Ólafs fyrst saman. Þau kynni hófust á krossgötum við- skipta og þjónustu, og þroskuð- ust á braut samstarfs og sameigna um mörg ár. Á þeirri göngu mættu okkur margvíslegir erfið- leikar, eins og títt er í íslenzku athafnalífi, en drenglyndi hans, lipurð og góður og einlægur sam starfsvilji samfara djúpri þekk- ingu á lífsviðhorfum, milduðu á- föllin og vörðuðu jafnan veginn út úr erfiðleikunum. Betri sam- eignarmann gat ég ekki kosið mér. Kynni okkar hjéldust því löngu eftir að samstarfi lauk, og urðu æ traustari eftir því sem þau urðu lengri, enda voru þeir fáir af vandalausum mönnum, er báru hlýrri geisla í bæ okkar hjóna en hann, hvenær sem hann lét þar hurð falla að stöfum. Minningarnar um öll okkar kynni verða mér jafnan verðmætar og Ijúfar. Ólafur átti óvenjulega sterka trú á lífið, beggja megin hulunn- ar. Gaf hún honum óbilandi kjark og þrek til þess að berjast hinni góðu baráttu fyrir hverju máli gegn eyðingaröflunum í lífinu. Hin andlegu málin náðu því sterk ari tökum á sálarlífi hans, eftir því sem árin færðust yfir, og síð- ustu vikurnar var hann í beinu kapphlaupi við sendiboðann, til þess að fá lobið sem mestu, áður en kallið kom, þótt þrautirnar væru nærri óbærar og þróttur- inn þverrandi. Eins og allir aðrir hugsjónamenn, leit hann svo á, að hinn andlegi þroski væri meira virði fyrir kynslóðirnar en hinn veraldlegi auður, og undirstraum ur þeirrar lífsskoðunar óx i jöfn- um hlutföllum við lífsreynslu hans. Hinni frábæru konu hans var snemma ljóst hver endi yrði á þrautunum. En hún bar það allt með stakri ró og óvenjulegu þreki Allt þeirra líf var hún hans trausti félagi og góði engill, og traustust og bezt þegar honum reið mest á, enda var enginn stað- ur honum jafn kær og heimilið, sem hún skóp honum. Við hjónin vottum henni og fjölskyldunni djúpa samúð og hryggð við frá- fall eiginmannsins, og biðjum þess, að minningarnar um góðan dreng og lífsförunaut létti þeim sorgina og varði veginn um alla framtíð. Blessuð sé minning hans. Gísli Jónsson. ÓLAFUR B. Björnsson ritstjóri, andaðist að heimili sínu Miðteigi 2, Akranesi, hinn 15. þ.m., eftir langa og erfiða legu fyrst á Landsspítalanum, og svo í sjúkra húsi Akraness. Hann verður jarð sunginn frá Akraneskirkju í dag, Við það tækifæri við ég senda vini mínum og félaga nokkur kveðjuorð. Frá því að Slysavarnafélag fs- lands var stofnað, hefur Ólafur verið virkur þátttakandi i þeirri starfsemi af lífi og sái, eftir að hann var kjörinn fjórðungsfull- trúi fyrir Sunnlendingafjórðung hefur hann setið flesta stjórnar- fundi og lagt hverju máli lið svo um hefur munað. Enda var hann mikilvirkur og áhugasamur. Ól- afur var valinn í mörg nefndar- Störf fyrir félagið og færðist hann aldrei undan því, þó hann væri búsettur upp á Akranesi. Síðasta nefndarstarfið sem hann leisti af hendi með prýði var húsbyggingarmál Slysavarnafé- lagsins, en í þeirri nefnd var hann formaður meðan heilsa og kraftar leyfðu. Alla landsfundi félagsins hefur Ólafur setið, og verið ýmist vara- eða aðalforseti þessara funda, hann hafði mikla reynslu í fund- arstjórn og fórst það eins vel og bezt varð á kosið. Viðmót Ólafs hafði þau áhrif á mig að mér fannst ég betri mað- ur eftir návist hans. SHkum mönnum er gott að kynnast. Við samstarfsmenn Ólafs B. Björnssonar í stjórn Slysavarna- félags fslands þökkum honum langt og ánægjulegt samstarf. Við vottum ástvinum hans öllum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Guðbjaitur Ólafsson. Þeir eru farnir að hlakka til nýia sœsímans F J ARSKIPT AS AMB AND flug- umferðarstjórnarinnar við útlönd hefur verið með mesta móti upp á síðkastið og hafa margvislegir örðugleikar skapazt af því. Hefur oftsinnis þurft að leita til rit- símans vegna viðskipta við út- lönd — og stundum hefur sam- bandið verið svo slæmt, að ekki hefur heyrzt til millilandaflug- véla fyrr en þær hafa verið komnar alveg upp undir land eða jafnvel inn yfir landið. Undir venjulegum kringumstæðum er hægt að fylgja þeim langleiðina yfir hafið og þegar skilyrði eru verulega hagstæð geta flugvél- arnar haft samband við ísland löngu eftir að þær eru komnar út úr íslenzka flugumferðarstjórn- arsvæðinu, jafnvel yfir megin- landinu — og frá Kanada. Það er því ekkert undarlegt þó flugumferðarstjórnin sé farin að hlakka til þess, að nýi sæ- símastrengurinn, sem mun tengja ísland við meginlöndin beggja vegna hafsins, verði lagður. Sem kunnugt er verður þessi streng- ur lagður fyrst og fremst fyrir atbeina Alþjóða flugmálastofnun arinnar. — Þeir segja, að Evrópukapall- inn verði tengdur 3. sept. næsta ár, sagði Arnór Hjálmarsson, yfirflugumferðarstjóri, þegar blaðið átti tal við hann í vik- unni. Þá vænkast okkar hagur mjög, sagði hann. Eitthvað leng- ur verðum við að bíða eftir sam- bandinu við Ameríku. En flug- umferðarstjórnin í Prestwiek hefur á leigu eina rás í sæsím- anum til Gander — og við erum að gera okkur vonir um að fá að njóta góðs af, þegar nauðsyn krefur. Þá fengjum við samband við Ameríku um Evrópu strax næsta haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.