Morgunblaðið - 13.06.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.1959, Blaðsíða 6
I MORGV1VBLAÐIÐ Laue'ardagur 13. júní 1959 Stórvirk útskipunartæki sett upp við Sementsverksmlðjunu UNDANFARH) hefir verið í byggingu, og er nú fullbyggt, bryggjuhús á bryggju Sements- verksmiðjunnar á Akranesi, sem hýsir færibönd, er liggja ofan frá verksmiðjunni og fram á bryggju haus og verða notuð við útskipun á sementi. — Húsið ei byggt á súlum á miðri bryggjunni, en hægt er að aka bílum beggja megin við það og eins í gegnum það, því að súlurnar, sem bera það uppi eru með 12 metra milli- bili. f byrjun júní kom með Gullfossi krani einn mikill, er staðsettur verður fremst á bryggjunni, og færibönd, sem frá honum eiga að liggja, allt niður í botn á lestum skipa, þegar ver- ið er að ferma þau sementi. Er nú verið að setja kranann upp. Þessi útbúnaður, sem keyptur er frá F. L. Smidth í Kaupmanna höfn, eins og annar vélabúnaður verksmiðjunnar, er af fullkomn- ustu gerð, sem þekkist í heímin- Fegurðardroffning ís- lands kjörin um helgina NÆSTKOMANDI laugardag hefst fegurðarsamkeppnin í Tí- volí. Þá verður kjörinn „Fegurð- ardrottning ísands 1959“, en hún mun taka þátt í keppninni um „Miss Universe“ titilinn í Long Beach í Kaliforníu í jú-lí í sumar. Eins og kunnugt er verða þátt- takendur í keppninni á aldrinum 17—28 ára. Forráðamönnum keppninnar barst meiri fjöldi ábendinga um fallegar stúlkur, sem til greina gátu komið, en nokkru sinni fyrr. Þátttakendur verða víða af landinu. Auk Reykjavíkur- stúlkna keppna um titilinn „Feg- urðardrottning íslands" stúlkur frá Akureyri, Sauðárkróki og V estmannaeyj um. Keppnin hefst stundvíslega kl. 9,30 á laugardagskvöld, og verða þá valdar fimm stúlkur, sem keppa til úrslita á sunnudags- kvöld kl. 9,30 og síðan verður fegurðardrottningin krýnd á mið- nætti. Fegurðardrottning Danmerkur, er varð önnur í „Miss World“ keppninni, mun krýna fegurðar- drottninguna. Tívolígestir kjósa sjálfir feg- urðardrottninguna og ráða úrslit um að öru leyti, en auk þess verður að venju 5 manna dóm- nefnd til úrskurðar, ef úrslit þykja mjög tvísýn. Dómnefndina skipa: Lillian Juul Madsen, fegurðardrottning Danmerkur Frú Swanson, fulltrúi „Miss Universe" keppninnar í Kaliforníu, Frk. Karólína Péturs dóttir, tízkufatadama, Jón Ei- ríksson, læknir, S. Swanson, full trúi „Miss Universe“ keppninnar í Kaliforníu. Fyrra kvöldið koma stúlkurnar fram í kjólum ,sem frú Dýrleif Álmann hefir saumað sérstak- lega fyrir keppnina, en síðara kvöldið koma þær fram í bað- fötum. Fyrstu verðlaun eru, eins og fyrr getur, titillinn „Fegurðar- drottning íslands 1959“ og þar með þátttaka í „Miss Universe" keppninni í Kaliforníu og hálfs mánaðar ferðalag um K'aliforníu á vegum Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna; einnig hlýtur hún snyrtivörur frá hinum heims- frægu Max Factor snyrtivöru- verksmiðjum í Hollywood, en verzlunin Remedia hefur umboð fyrir þær vörur hér. Önnur verðlaun eru flugferð til Ítalíu og þátttaka í ,Miss Ev- rópu“ keppninni þar ásamt regn kápu, er SAVA-verksmiðjan gef- ur. Þriðju verðlaun ferð til Tyrk- lands Og þátttaka í fegurðarsam- keppni þar, ásamt nýtízku skóm frá Feldinum. Fjórðu verðlaun er ferð til London og þátttaka í „Miss World“ keppninni þar, ásamt ný- tízku sundbol, er heildverzlun Rolf Jóhansen gefur. Fimmtu verðlaun er flugferð til Englands. Fjölbreytt skemmtiatriði verða báða dagana og nýjung verður nú höfð í fyrsta sinn, en það er tízkusýning, er fyrirtækin Feld- urinn, Andrés Andrésson klæða- vezlun og Sameinaða verksmiðju afgreiðslan, en sýnendur verða fyrrverandi fegurðardrottningar ásamt fegurðardrottningu Dan- merkur. um, og mjög stórvirkur. Er með honum hægt að skipa út sementi, hvort heldur er í sekkjum eða „lausu máli“. — í stuttu samtali sem blaðið átti við dr. Jón Vest- dal, verksmiðjustjóra, sagði hann að uppsetningu kranans og færi- bandanna mundi verða lokið um næstu mánaðamót. Bryggjuhúsið er hið mesta mannvirki, eins og meðfylgjandi mynd sýnir en það er 240 m langt. Lágheiði aftui* fær bifr •eioum ÓLAFSFIRÐI, 11. júní. — f norð austanáhlaupinu, sem gerði hér nyrðra aðfaranótt sunnudagsins og stóð fram á þriðjudagsmorgun, setti niður mjög mikinn snjó, sem gerði það m.a. að verkum að Lág- heiði. tepptist alveg. Byrjað var að ryðja snjónum af heiðinni í fyrrinótt, og var því verki lokið í gærkvöldi, þannig að heiðin er nú aftur bílfær orðin. Það er til marks um, hve mikil snjókoman hefir verið, að þrátt fyrir blíðuveður í gær og dag og talsverðar leysingar er rétt aðeins byrjað að sjá á jörð undan snjónum. — Fjárskaðar munu einhverjir hafa orðið í veðrinu, en ekki er þó ljóst enn, hve mikil brögð eru að því. — Fyrir þetta hret, sem er með fádæmum á þessum tíma, var kominn mikill gróður víðast hvar hér um slóðir — töluðu sumir um, að hann væri jafnvel mánuði fyrr til en alla jafna. Má búast við, að gróðurinn verði lengi að jafna sig eftir þetta áfall. Einar Þveræingur hélt héðan í nótt til síldveiða. Mun hann vera fyrstur síldarbáta á miðin á þess- ari vertíð. — Fréttaritari. Sr. Vilhjálmur Briem SÉRA Vilhjálmur Briem, fyrrum forstjóri Söfnunarsjóðs íslands, andaðist að heimili sínu að morgni 1. júní sl. og var jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í gær. Hann var fæddur 18. jan. 1869 að Hjaltastöðum í Skagafirði, sonur Eggerts sýslumanns Gunn- laugssonar Briems og konu hans Ingibjargar Eiríksdóttur Sverris- sen, yngstur sona þeirra og næst- yngstur nítján systkina. Þrettán þessara systkina náðu fullorðins- aldri og urðu öll þjóðkunn. • Séra Vilhjálmur lauk stúdents- prófi 1890 og prófi frá Presta- skólanum 1892. Hinn 15. apnl 1894 vígðist hann til Goðdala í Skagafirði og fjórum dögum seinna, á sumardaginn fyrsta, gekk hann að eiga heitkonu sína. Steinunni Pétursdóttur frá Vala- dal, Pálmasonar, sem lifir mann sinn. Goðdalaprestakalli þjónaði séra Vilhjálmur til 1899, en varð þá að sækja um lausn sakir heilsubrests og leita sér lækn- ingar erlendis. En árið 1901 var honum veitt Staðastaðarpresta- kall á Snæfellsnesi, og þjónaði hann því í 10 ár, en varð aftur að sækja um lausn og leita sér heilsubótar. Höfðu þau hjónin setið staðinn með miklum mynd- arskap, og var Staðastaður sann- kallað menntasetur í þeirra tíð. Tók þau ákaflega sárt að skilja við þetta fagra hérað og fólk þa'ð. sem þau höfðu tekið ástfóstri við. Var þeirra einnig svo mjög saknað, að enn er til þess tekið. Frá 1912 áttu þau heimili í Reykjavík. Var séra Vilhjálmur fyrst gæzlustjóri Landsbankans og jafnframt starfsmaður Söfn- unarsjóðs Islands, sem séra Ei- ríkur Briem bróðir hans hafði stofnsett 1886 og stjórnaði í 35 ár, fram til 1921, en þá tók séra Vilhjálmur við forstöðu sjóðsins og gegndi því starfi, lengst af samhliða störfum í Landsbank- anum, í önnur 35 ár, þar til hann lét af því 1956 fyrir aldurs sak- ir. Þrátt fyrir háan aldur, var hann samt hinn ernasti. Starf féll honum sjaldan úr hendi, og hann gekk glaður að verki, þótt hann tæki oft eigi á heilum sér, því að hann var aldrei hraust- ur, þótt fáir yrðu þess varir af framkomu hans. Með þeim hjónum, frú Stein- unni og séra Vilhjálmi, voru miklir kærleikar, og auðnaðist þeim um sumarmálin síðustu að fagna 65 ára hjúskaparafmæli sínu. En á gullbrúðkaupsdegi sín- um vorið 1944 var þeim haldið veglegt samsæti ættmenna og vina. Þá stofnuðu þau hjónin Fæðingarsjóð Islands með stór- skrifar ur dagieqa lífinu Við hvað er miðað? VELVAKANDI var í gær stadd ur þar, sem listinn yfir þá, sem hlutu listamannalaun í ár var til umræðu. Vú tust menn yfirleitt sammála Mbl. um að nýliðarnir í fyrsta flokki ættu þar heima. Aftur á móti gat enginn mað- ur fundið nokkurt „system í galskapnum“, þegar neðar dró á listanum. Er ekki sjaanjegt, að neitt sérstakt sjónarxnið sé þar ríkjandi. „Við hvað miða þessi kúltúrséní, sem að ú*hlutuninni sta:,da?“ varð einurn að orði. Þ«j«u gat enginn svarað Reynt var að komast að því, hvort miðað væri við aldur, starfs- þrek, vinnuafköst, þjóðhollustu eða kannski fríðleik umsækj- anda. En engin af þessum uppá- stungum virtist nothæfur lykill að þessum leyndardómi. Við fljóta athugun virðast út- hlutunarflokkarnir eins konar aldursflokkur, en þegar betur er að gáð, stenzt það heldur ekki. 1 Við hvað er þá eiginlega miðað? Af hverju er þessi þarna og hinn annars sctaðar og sumir hvergi? Hvað er unnið við svona út- hlutun? Ef til vill er einhver lausn á þessari gátu, en hana gat fyrr- nefndur hópur manna ekki með nokkru móti fundið, þrátt fyrir talsverða leit. Afbakaðar vísur. Gamall maður skrifar: „jLEGAR Jón Ólafsson gaf út *r ljóðmæli Páls bróður síns, fékk hann fyrir það litlar þakkir hjá höfundinum, og þarf ekki að minna á hvernig Páll orti um útgáfuna. Satt er það, að lýta- laus er hún ekki, en þó kom önnur síðar ósambærilega miklu lakari. Ein af prentvillunum í frum- útgáfunni var í vísunni sem Páll kvað þegar hann sá hey í skóm Ragnhildar konu sinnar, sem hún hafði látið þar til hlýinda. Þar var prentað, „Ég vildi’ ég mætti vera strá og visna í sKÓnum þín- um“. Páll hafði vitanlega ekki sagt þessa vitleysu, sem felur það í sér, að hann væri þegar strá, en sú hætta vofði yfir að hann kynni að verða eitthvað annað. Það sem hann óskaði sér var að mega verða strá, vegna þess hve létt Ragnhildur muni ganga á yfirsjónum hans. Vísu Gísla Jónssonar biskups Vigfússonar, er hann kvað þegar hann hafði séð Margréti Magnús- dóttur, hafði Þórhallur biskup þannig: Held ég bezta hlutskifti hverjum það til félli að mega eignast Margréti Máfahlíð og Velli. Nú er farið að segja „mega eiga“, en í því felzt að hann eigi hana þegar, þó að emhver hætta sé að hún kunni að verða frá honum tekin. Við skulum ekki tala um hitt, að þá er vísan auk þess verr kveðin. En Gísli var vel gefinn maður vel skáldmælt- ur og vel menntaður. Það er leitt að þessar ljómandi fallegu vísur skull vera afbak- aðar“. gjöf, og efldu hann mikið síðar. Einnig var séra Vilhjálmur aðal- hvatamaður að stofnun Kristni- sjóðs íslands. Eru báðir þessir sjóðir í vörzlu biskups. Það leyndist ekki þeim, sem þekktu séra Vilhjálm bezt, að hann hefði helzt kosið að starfa alla sína ævi sem sóknarprestur. þótt forlögin ætluðu honum önn- ur störf. Til prestþjónustu hafði hann ríka hæfileika, menntun og myndugleik. En að auki hafði hann mikinn áhuga á félagsmál- um og var mjög sýnt um a3 sameina menn til mikilla átaka. Hann var einnig búhöldur góður og fróður um búskap allan, holl- ráður og tillögugóður og gat bæði glaðst með glöðum og hugg- að þá, sem hryggir voru. Þau fjármálastörf, sem hann sinnti lengstan hluta starfsævi sinnar, fóru honum mjðg vel úr hendi, enda var hann manna samvizkusamastur, framsýnn og afbragðsvel verki farinn. Hann var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar 1. desem- ber 1937. Þeim frú Steinunni og séra Vilhjálmi varð þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi: Eggert verkfræðingur, búsettur í Banda- ríkjunum, Gunnlaug, forstjóri Söfnunarsjóðs íslands, giít Bjarna Guðmundssyni blaðafull- trúa, og Unnur teiknikennari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Auk þess tóku þau fóstursoa ungan, Sigurð Birkis söngmála- stjóra, sem kvæntur er Guð- björgu Jónasdóttur læknis Kristjánssonar. Annað fóstur- barn tóku þau, Kristínu Jóns- dóttur, en misstu hana unga árið 1932. Það er bjart yfir minningu séra Vilhjálms. Hann var gáfumaður mikill og starfsmaður og tókst með lífsþrótti sínum að buga erfiðan sjúkdóm. En meðal þeirra, sem bezt þekktu hann, lifir minningin um góðvild hans, glaðværð og fölskvalausa hlýju og ríkan þegnskap hans við þá þjóð, sem getur talið hann meðal sinna beztu sona. Vinur. Billy Craham faniist ástandið slæmt LONDON, 11. júní —- Bandarískl prédikarinn Billy Graham hefur um skeið dvalizt í Lundúnum. Hefur hann látið svo um mælt, að skemmtigarðar borgarinnar væru eins og eitt stórt rúm. Blaðamenn höfðu eftir honum í dag, að hann og kona hans hefðu á göngu um skemmtigarð einn í hjarta borg- arinnar rekizt á tvenna elskendur „í kynferðislegum athöfnum“ um hábjartan daginn. Kvaðst Billy Graham aldrei hafa kynnzt slík- um skemmtigörðum fyrr, en hins vegar gæti vel verið, að ástandið væri jafnslæmt víðar en í Lond- on.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.