Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 142. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MOnCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. júlí 1959

Reykjavík hlaut 121
stig, Málmey 81
Útherjinn Pedersen
Miðherjinn Hennum
L'therjinn  liorgen
24. landsleikur íslands
f kvöld
f KVÖLD fer fram í Laugar-
dal 24. landsleikur íslands í
knattspyrnu. íslenzka liðið
mætir nú hinu norska og það
í B. sinn, sem þessar frænd-
þjóðir ganga til landsleiks í
knattspyrnu.
Af fimm leikjum landanna
hafa Norðmenn sigrað f jórum
sinnum en ísland einu sinni,
í Reykjavík 1954. Síðast þegar
löndin mættust 1957 — fyrsti
leikurinn sem fram fór í
Laugardal — sigruðu Norð-
menn með 3 mörkum gegn
engu.
Lið Norðmanna er skipað
sldri og margfalt reyndari
mönnum en skipa íslenzka
liðið. Enginn Norðmannanna
á færri leiki að baki í norska
landsliðsbúningnum en 5 og
M er flesta landsleiki hefur,
leikur nú sinn 84. landsleik.
Það er fyrirliði liðsins, Thor-
björn Svenssen, eitilharður
•g öruggur varnarleikmaður.
Einn nýliði er í íslenzka lið-
inu, Ellert Schram,  en  þrír
MEÐ 40 stiga mun sigraði Iið
Reykjavíkur lið Málmeyjarborg-
ar í frjálsíþróttum. Keppninni
Iauk á laugardagskvöldið og þá
sigruðu Málmeyingar aðeins í
í einni grein, 00 m hlaupinu. Ár-
angur í keppninni var góður í
mörgum greinum og hér fara á
eftir úrslit siðari dags. Lokastiga-
talan var Reykjavík 121 Málmey
81 stig.
Sleggjukast:
1. Þórður B. Sigurðsson, R 52.00
2. L. Rocksen. M........  50.23
3. S. G. Hassland, M___  47.39
4. Friðrik Guðmundsson, R 43.71
200 m hlaup:
1. Björn Malmroos, M ....  22.1
2. Valbjörn Þorláksson, R  22.7
3. Bertil Nordbeck, M___  34.7
4. Þórður B. Sigurðsson, R  29.6
800 m hlaup.-
1. Svavar Markússon, R   1:54.6
2. Bo  Karlsson,  M  ___  1:56.8
Félagslíf
Farfuglar — ferðafólk
Nokkur sæti eru laus í sumar-
leyfisferðirnar í Þórsmörk, 11.—
M. júlí og 16 daga ferð um
óbyggðir, 25. júlí—9. ágúst. —
Nánari upplýsingar eru gefnar
1 skrifstofunni, Lindargötu 50,
«em er opin á miðviku- og fðstu-
dagskvöldum kl. 8.30—10. Sími
15937. — Nefndin.
16 daga hringf erð um
fsland hefst 11. júlí.
10 daga hringf erð um
fsland hefst 11. júli.
8 daga ferð um Suð-
Austurland 11. júlí.
8 daga ferð um Vest
firði hefst 11. júlí. —
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
Hafnarstræti 8. Sími  17641.
VATNASKÓGUR
Piltar á aldrinum 74—18 ára,
eem hafa hug á að dveljast í
sumarbúðunum í Vatnaskógi,
dagana 17.—24. júlí, eru hvattir
til að tilkynna þátttöku sína sem
fyrst eða í þessari viku í skrif-
stofu Skógarmanna KFUM Amt
mannsstíg 2B. — Opið kl. 5—7
daglega. Sími 17536.
leika nú sinn annan landsleik.
I heild eru íslendingarnir
miklu yngri leikmenn, sem
fyrr segir.
Um úrslit nú skal engu
spáð, en vitað er að Norð-
menn munu ekkert gefa eftir
í þessum leik. Þeir þurfa að
sigra með margra marka mun
eigi þeir að hafa tækifæri til
Rómarfarar næsta ár, en þessi
leikur er, sem á móti Dönum,
liður í undankeppni Ólympíu-
leikanna. Markatalan hefur
mikið að segja.
Norska liðið þykir einkenn-
ast af sterku varnarspili og
útherjarnir eru þeirra skæð-
ustu menn í framlínunni. —
Norska liðið hefur átt mis-
jafna leiki að undanförnu. Nái
liðið saman má ætla því auð-
unninn sigur, en hið sama er
að segja með íslenzka liðið,
nái það vel saman getur það
orðíð hverju liði skeinuhætt.
En sem sagt, í kvöld verður
spurningunni svarað.
Dómari í leiknum verður
skozkur, J. P. Barkley.
Nýliðinn í landsliðinu, Ellert Schram, á æfingu.
Ljósmynd: I. Magnússon.
Landsliðsinnherji á ísafiroi
EINN liður vígslumótsins í Laug-
ardal var knattspyrnukeppni
milli Reykjavíkurúrvals og úr-
valsliðs skipað mönnum úti á
landsbyggðinni. Eftir framlengd-
an leik fór Reykjavíkurúrvalið
með sigur af hólmi, skoraði 5
mörk gegn 2.
I Reykjavíkurliðinu voru 10
landsliðsmenn eða varamenn í
landsliðinu, en 2 landsliðsmenn
voru í liðinu af landsbyggðinni.
Það bjuggust víst flestir við auð-
unnum sigri Reykjavíkurliðsins,
en annað kom á daginn, því lands
byggðarliðið náði ágætum leik, á
köflum betri en Reykjavíkurliðið
og ósigur Reykjavíkurliðsins
blasti við. En hörð sókn liðsins í
framlengingunni, góður samleik-
ur og skotöryggi færði Reykja-
víkurliðinu sigur.
Landsbyggðarliðið tók foryst-
una hvað mörk snerti er líða tók
á fyrri hálfleik, er Björn Helga-
son, ísafirði, notfærði sér klaufa-
legan leik Reykjavíkurvarnarinn-
ar og stóð 1:0 í hálfleik. Síðan
jafnaði Sveinn Jónsson fyrir
Reykjavík. En aftur ná utanbæj-
armenn forskoti er Högni Gunn-
laugsson, Keflavík, sigrar Hörð
miðvörð í návígi og tókst að
senda í netið framhjá Heimi, sem
tók þá röngu ákvörðun að hlaupa
út úr markínu. Skömmu fyrir
leikslok jafnaði Guðjón Jónsson
með góðu skoti.
I 2x7 mín. framlengingu náði
Reykjavíkurliðið fyrst verulegum
tökum á leiknum. Átti Þórólfur
Beck upphaf að nokkrum veru-
lega fallegum upphlaupum og
skoraði sjálfur 3 falleg mörk, t. d.
eitt viðstöðulaust eftir sendingu
frá Erni Steinsen, og annað eftir
skemmtilegan samleik við Svein
Jónsson.
Það var sem fyrr segir enginn
landsliðsbragur á leik Reykja-
víkurliðsins þrátt fyrir mannval-
ið í liðinu. Framverðirnir biluðu
fyrst og vörnin var engan veginn
traust, og á köflum mjög klaufa-
leg. Hlutur framherjanna var
skástur en þó án tilþrifa þar til
undir lokin. Liðsmenn hafa efa-
laust ,,slappað af" í þessum leik
vegna landsleiksins, en reyndin
var sú að liðsmenn urðu að taka
á honum stóra sínum til að sigra
landsbyggðarliðið, sem þó var
skipað mönnum frá 6 kaupstöð-
um og höfðu sumir leikmanna
aldrei sézt fyrr.
ísfirðingur í landsliðið?
Langmesta ..thygli á vellin-
um vakti v. innherji lands-
byggðarliðsins Björn Helga-
son írá ísafirði. Sýndi hann
þau tilþrif og þá kunnáttu og
það úthald að hann skyggir
verulega á þá er valdir hafa
verið í Iandslið. Er ekki að
efa að þarna er á ferðinni
landsliðsmaður sem lengi hef-
ur verið leitað í ár. Hann upp-
fyllir öll skilyrði til að fá tæki
færið og er óverjandi annað
en að láta Björn sem fyrst
Framhald á bls. 19.
Frá 5 km hlaupinu. Kristleifur
fylgdi Jönsson alla leið, en tók
svo endasprett, sem Svíinn átti
ekkert svar við.
3. Olle Sjöström ,M___  1:59.4
4. Reynir Þorsteinsson, R 2:02.1
400 m grindahlaup:
1. Guðjón Guðmundsson, R 54.9
2. Per Sjögren, M........   57.4
3. K.Á. Gunnarsson, M  ..  58.5
4. Sigurður Björnsson, R ..  61.5
Spjótkast:
1. Björgvin Hólm, R ....  56.68
2. Person, M............  54.72
3. Jóel Sigurðsson, R ....  54.13
4. Strandberg, M........  20.00
5000 m hlaup:
1. Kristleifur  Guðbj.ss.  14:58.4
2. Stig Jönsson, M___  15:00.4
3. Kristján Jóhannsson, R 15:10.4
4. Ake Nilsson, M......  15:30.6
Stangarstökk:
1. Valbjörn  Þorláksson,  R  4.20
2. Heiðar Georgsson, R  ..  4.10
3. T. Carlsson, M ........  4.00
4. A. Uhler, M  ..........  3.70
Þrístökk:
1. Ingvar Þorvaldsson, R   13.67
2. Björgvin Hólm, R ....   13.24
3. Jan Strandberg.......  13.16
4. Bengt Palm, M  ......  12.44
Sten Eriksson, gestur   14.87
4x400 m boðhlaup:
1. Reykjavík  (Hilmar  —  Val-
björn — Svavar — Hörður).
3:24.4
2. Malmö (Andersson — Strand-
berg  —  Karlsson  Johannsson)
3:26.4
Aukakeppni í kringlukasti:
1. Ö. Edlund, M  ........  49.39
2.  Þorsteinn Löve, R ....  46.60
3. Friðrik Guðmundsson, R 44.80
4. Hallgrímur Jónsson, R  44.31
Utanbœjarmenn sigur-
sœlir á vígslumótinu
VÍGSLUMÓTI Laugardalsvallar-
ins lauk á sunnudagskvöld. Var
þetta umfangsmesta mót, sem
haldið hefur verið. Liðir í því
voru frjálsíþróttakeppni við lið
Málmeyjar og knattspyrnukeppn
in Reykjavík—„Landið", sem
sagt er frá á öðrum stað hér á
síðunni.
Þá keppti B-lið Reykjavíkur í
frjálsíþróttum við utanbæjar-
menn  og  fóru  utanbæjarmenn
með glæsilegan sigur af hólmi,
hlutu 234 stig móti 95. Verður
nánari frásögn af þeirri keppni
að bíða.
A lokadegi mótsins fóru fram
aðrir knattleikir. í körfuknattleik
sigraði lið ÍR úrvalslið annarra
félaga með 20:18. I handknattleik
karla vann Hafnarf jörður Reykja
vík með 9:5 og í handknattleik
kvenna vann landsliðið úrvalslið
með 9 gegn 3.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20