Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 150. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 16. júlí 1959
MORCVNBLAÐ1Ð

Skólagarðarnir hafa nú verið fluttir niður í Vatnsmýrina, þar sem „Aldamótagarðarnir" voru. —
Ljósm.: Ól. K. M..
Skölagarðarnir
Baldur Maríusson, verkstjóri, segir ungum garðræktendum til.
Rabbað  við  unga  Reykvíkinga
sem  rækta  grænmeti
FRÉTTAMAÐUR blaðsins og
ljósmyndari brugðu sér einn góð-
viðrisdag í síðast'liðinni viku nið-
ur í hina svokölluðu Aldamóta-
garða suður í Vatnsmýrinni. Þar
var mikið um að vera þennan
sólskinsdag. Ofan frá Hringbraut
inni blostu við afmarkaðir reitir,
þar sem stálpaðir krakkar í marg
litum síðbuxum iðuðu fram og
aftur, önnum kafnír eins og
maurar, og kepptust við að vökva
Nú er það þurrt, maður!
grænmetið sitt. Þarna, þar sem
Reykvíkingar ræktuðu lengi kat-
töflur sinar, eru nú komnir svo-
kallaðir skólagarðar, sem Reykja
víkurbær hefur rekið undanfarin
ár, ungu borgurunum til gagns
og ánægju. Skólagarðarnir voru
áður á Klambratúni, en þurftu
nú í vor að víkja þaðan. Voru
þeir þá fluttir niður í Vatnsmýr-
ina. Þarna hafa nú 187 börn sína
gróðurreiti.
187 börn eiga 36 ferm. í reit
Kvenfólkið var þarna sýnilega
1 meirihluta, og eftir skamma
stund stóð fréttamaðurinn í hópi
telpna á aldrinum 9—12 ára. Þær
hölluðu sér fram á hrífurnar og
svöruðu fúslega og hver upp í
aðra fávíslegum spurningum
þess, sem aldrei hefur ræktað
kartöflur hvað þá viðkvæm blóm.
— Þetta er enginn vandi, sagði
Hildur og benti á vel hirtan 36
fermetra reitinn sinn. Ég kom
hérna oft með stelpu í fyrrasum-
ar, svo ég kann þetta allt utanað.
En þessi þarna var hér líka í
fyrra, svo hún gerir þetta ennþá
betur.
— Keppist þið ekki um að eiga
fallegasta reitinn?
— Ju-hú, maður fær einkur.n
fyrir fallegasta garðinn. Líka fyr
ir hvað maður mætir vel og hvað
maður vökvar vel. Hún Bryndís
fékk verðlaun í fyrra.
— Það vita nú allir, greip önn-
ur fram í og hnippti í stöllu sína.
— Og hvernig var uppskerim
í fyrra?
¦— Eg fékk í fyrra meira en
heilan kartöflupoka, 24 kálhausa,
11 blómkál, 10 grænkál, agalega
mikið af radísum, næpum og spín
ati og svo nokkur blóm, en þau
tímdi ég ekki að iaka. Núna brotn
aði leggur af ljónshöfði hjá mér,
ég veit ekki hvernig.
—  Grænmetið mitt er miklu
betra en í búðunum, greip önnur
fram í. Mér finnst bara vont græn
kál, sem keypt er í búð. Ég gef
mömmu allt grænmetið mitt.
— En ég sel mitt í búðinni hans
pabba, sagði önnur, sem sýnilega
hefur meira fjármálavit. Eg get
fengið nóg annað grænmeti að
borða heima.
— Svo þið getið haft heilmikið
upp úr ykkur í sumar, stelpur?
—  Já, ég ber út Moggann á
morgnana — 100 blöð. Svo passa
ég krakka, en þegar hann fer að
sofa á daginn, þá fer ég í skóla-
garðana. Svo passa ég krakkann
aftur seinna, því við megum bara
vera hér til hálf fimm — frá átta
til hálf fimm.
Skiþtar skoðanir um sveita-
sæluna
— Ég passa líka systur mína,
en þessi þarna ætlar að passa
hana á meðan ég fer í sumarbú-
stað með konu í 10 daga. Og þessi
ætlar að vökva garðinn minn. Ef
hún fer líka, þá bið ég bara kon-
urnar um að hugsa um hann. Ég
hefi nefnilega aldrei verið í sveit
áður — bara komið í Skálholt.
— Mér finnst miklu skemmti-
legra í sveitinni. Ég fer þangað
í sumar, til að reka kýrnar og
heyja og svoleiðis.
— Mig langar líka í sveit, en ég
treysti mér ekki til að fara frá
henni mömmu, stundi ein upp.
Ég var nú sex ára, þegar ég
byrjaði að ferðast um landið og
sofa í tjaldi _neð pabba og
mömmu, greip önnur fram í.
Svona geta verið skiptar skoð-
anir um sveitasæluna.
— Eru engir strákar kérna?
— Jú, jú, þeir eru stundum að
hrekkja okkur og sprauta á okk-
ur vatni. Strákar eru líka mikiu
latari en stelpur, segir éfnileg
kvenréttíndakona.
Þessi laglega stúlka er ein af fimm, sem aðstoða krakkana við
ræktunina. —
— Onei, greip önnur fram í og
vildi vera sannujörn. Garðarair
þeirra eru ekkert lélegri. Og við
sprautum nú líka stundum á þá
vatni á móti.
Blaðamaðurinn þakkar sínum
sæla fyrir að hafa ekki komið
þegar slíkur bardagi stóð yfir
og fer að leita uppi einn af þess-
ari umdeildu manntegund. Þarna
stendur vígalegur piltur og er
að vökva sinn garð og reitinn
hennar systur sinnar líka, því
hún er í sveit. Hún setur bara
niður í garðinn á vorin og tekui
upp á haustin. Þetta er framtaks-
samur naungi. Hann er nýbúinn
að kaupf. sex rauðkálsplöntur
fyrir 9 kr. í gróðrarstöð, til við-
bótar plöntunum sem hann fær i
skólagörðunum fyrir árgjaldið
150 kr. — Við jeljum heilmikið
af grænmetinu okkar, af þvi að
við erum bæði hérna systkinin,
nema af kartöflunum, því við
borðum svo mikið af kartöflum
heima hjá mér, segir hann.
í garðlandinu er  álfakirkja
Blaðamaðurinn leitar nú uppi
verkstjóra skólagarðanna, Bald-
ur Maríusson. Hann er önnum
kafinn við að flytja fjölærar
plöntur ofan af Klambratúni, og
koma peim fyrir í kringum
skrýtna steina, sem þarna eru.
Það er gömul trú að þarna séu
álfahýbýli og að stærsti steinninn
sé kirkja álfanna. Sá ber þess
merki, að borað hefui verið í
hann íyrir sprengiefni, og sagt
er að oft hafi átt að sprengja
hann, en alltaf hafi eitthvað kom
ið í veg fyrir það. Eru sögusagair
um að menn hafi þá séð eldglær-
ingar og fleira þess háttar, sem
tilheyrir í góðum þjóðsögum. En
hvað um það, þetta eru fallegir
steinar og ákveðið hefui verið að
útbúa skrúðreit í kringum þá.
Eiga bústaðir álfanna að vera
uppistaðan í þeim reit.
Baldur segir méi, að þetta nýia
svæði skólagarðanna sé ekki gott
til ræktunar enn sem komið er.
Áður voru þarna ágætir kartöflu
garðar, en þegar rutt var burtu
tóftum og veggjum og svæðið
jafnað, var moldinni ýtt ofan af
efri hluta garðanna, og þar er
jarðvegurinn mjög leirborinn.
Auk þess er þarna mikið af
punti o£ öðru illgresi, sem
reynizt litlu ræktendunum illvið-
ráðanlegt. En þetta stendur allt
til bóta. Þetta er aðeins fyrsta
árið, sem skólagarðarnir eru
þarna. Þar á eftir að laga mikið
til, m. a. að gera skjólgarð úr
trjáplöntum kringum svæðið.
En þarna er skólagörðunum fyrir
hugaður staður, a. m. k. fyrst unj
sinn.              — E. Pá.
I fyrstu hélt blaðamaðurinn að hann væn farinn að sjá tvöfallt, er hann kom auga á þær Guð-
ríði og Þuríði, klórandi með hrifu tveimur reitum. En svo reyndust þetta bara vera tvíburar. —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16