Morgunblaðið - 21.07.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.07.1959, Blaðsíða 6
r MOROUWBLAÐn Þriðjudagur 21. júlí 1059 Agúst Pálsson skipstjóri Minning F. 26. 8. 1896. — D. 14. 7. 1959. KAUPTÚN eins og Stykkishólm- ur er fátækara eftir að góðir borg arar eins og Ágúst Pálsson skip- stjóri er horfinn á braut. Hann setti óneitanlega sinn svip á bæ- inn, vann honum það sem hann mátti, jafnan tillögugóður og at- hugull. Hann vissi vel hvað lífið hafði að bjóða, hafði kynnzt mörg um hliðum þess og allt sem máli skipti færði hann sér í nyt. Hann var fróður maður og minnugur og gaman að deila við hann geði, hann var enginn öfgamaður og vildi kryfja hvert mál til mergj- ar. Ég átti margar ánægjulegar stundir með Ágúst og m'argt minnisstætt frá þeim. Hann safn- aði mörgum fróðleik og varð- veitti. 1 ritinu Breiðfirzkir sjómenn á hann góða þætti. Ungur byrjaði hann að stunda sjóinn og var lengst af sjómaður og skipstjóri, unz heilsan bilaði, var hann þar farsæll sem annars staðar. Hann var sannarlega gæfumað- ur, átti ágætis konu, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu. Hann kvæntist Magðalenu Níelsdóttur frá Sellátri hinn 12. febrúar 1918 og eignuðust þau 8 börn, sem öll eru á lífi og öll reglusöm'og fyrir- myndar börn. Var það þeim hjón- um hin mesta hamingja og nutu þau hjónin þess ríkulega og kunnu vel að meta þessa lífs- gæfu. Eitt mesta og aðaláhugamál Ágústar sál. hin síðari ár var björgunarskúta fyrir Breiðafjörð og starfaði hann að því máli af sinni alkunnu lipurð og dugnaði og miðaði því máli drjúgum í hans höndum. Skipulagði hann eftir beztu getu söfnun í sjópláss- unum hér við Breiðafjörð með góðum árangri. Seinustu árin var hann líka fulltrúi Breiðfirðinga á Fiskiþingi. Hann átti einnig sæti í hreppsnefnd og hafnarnefnd um skeið, kirkju og kristindómi vann hann af alúð svo og öðru því er fegrar og bætir mannlífið. Skól- inn okkar hér í Stykkishólmi átti líka hauk í horni þar sem Ágúst var. Því fer ekki hjá því að Ágúst- ar sé saknað af Stykkishólmsbú- um og þeim sem hann þekktu og hann hafði einhver skipti við. Gólfslípunin Har.nahlíð 33. — Sími 13657 Okkar leið lá oft saman og við voru ekki í neinum vandræðum með að eyða tímanum. Alltaf voru málefnin nóg og gamall fróðleikur á borð borinn. Frá- sögn hans jafnan lifandi og ljós, ættfróður var hann vel og kunni skil á mörgu. Seinustu ár átti hann við van- heilsu að búa, en því var öllu tek ið með jafnaðargeði svo sem öðru. Brosin hurfu ekkert við það. Ég kveð Ágúst með söknuði og ég þakka góða samfylgd. Ég tel mér það til mikils happs að hafa kynnzt honum og af fundi háns fór ég jafnan ánægður. Ég man hann því lengi. Blessuð sé minning hans. Árni llelgason. ★ . . Þeir fræddu hvern annan á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund og döfnuðu á hverjum degi af drengskap og hetjulund.“ ÁGÚST PÁLSSON er allur. Og Hólmurinn er ekki samur eftir. 1. febrúar í vetur, á degi Sam- bands bindindisfélaga í skólum, kom hann í skólann til okkar í síðasta sinni til að fræða nemend ur og kennara „um forna reynslu og liðna stund.“ Mér er í minni mál hans. Hin sígilda frásagn- arlist og frásagnargleði islenzkr- ar alþýðu var honum í blóð bor- in. Svaðilfarir og erfið lífsbar- átta breiðfirzkra sjómanna og bænda voru honum tiltækt frá- sagnarefni. Og málfar hans og tungutak var hreint og sterkt, eins og manna þeirra og kvenna sem honum varð tíðræddast um. Sögumaður var hann góður og sagnaþulur mikill. Fáir voru okk ur kærkomnari gestir en hami. Hann flutti með sér andblæ lið- inna tíma, opnaði okkur sýn inn í lif breiðfirzkrar alþýðu, þess fólks, er fóstraði Þormóð í Gvendareyj um, Ásgrim Hellna- prest og Sigurð Breiðfjörð. Míg minnir, að séra Árni Þór- arinsson segi einhvers staðar, að sinn -háskóli hafi verið meðal al- þýðunnar á Snæfellsnesi. í þeim skóla hefi ég nú setið allmörg ár, og einn helzti kennari minn þar hefir verið Ágúst Pálsson. Nú er hans kennslustund úti. Og ég þakka fyrir mig og mitt fólk. Okkur er fyllilega Ijóst, að sæti Ágústs Pálssonar verður vánd- skipað. Hann var mikill og sér- kennilegur persónuleiki, glaður og reifur, drengur góður. Ágúst Pálsson kunni manna bezt þá list að segja frá. fslenzkt mál lék honum einkar fagurlega á tungu. Þó hygg ég hann hafi enga málfræði lesið. En hann var manna frábitnastur því, að am- ast við skólamenntun og aukinni skólagöngu barna og unglinga. Það sýndi meðal annars, hver maður hann var. — Þau hjón, Ágúst Pálsson og Magdalena .NSelsdóttir, eignuðust 8 börn, sem öll nutu skólavistar í Stykkishólmi. Þegar yngsta barn ið lauk landsprófi miðskóla frá skólanum vorið 1954, mættu þau hjónin við skólaslit og færðu skólanum vandaða fánastöng að gjöf, svo og verðlaun fyrir bezta úrlausn í íslenzku við miðskóla- próf. Við það tækifæri hélt Ágúst ræðu. Hann þakkaði skólanum fyrir börnin 8 og kvað honum mega þakka það meðal annars, að þau væru öll reglufólk. Slík voru orð Ágústs Pálssonar. Og ég veit að hugur fylgdi máli. Og sú var gæfa hans að börn hans öll eru hið bezta og dugmesta fólk. En nú er góður drengur geng- inn. Ágúst Pálsson er allur. Ekki kemur hann framar í skólann til að fræða og skemmta. Ekki njót- um við hjónin oftar skemmti- legrar frásagnarlistar hans yfir rjúkandi kaffibollum. Ekki verð- ur bjargað þeim fróðleik sem hann einn hefir ef til vill átt í fórum sínum en hvergi er skráð- ur. Fyrir hönd Barna- og Miðskól- ans í Stykkishólmi og okkar hjónanna kveð ég hann með kærri þökk og votta ekkju hans og afkomendum innilega samúð. Ól. Haukur Árnason skrifar úr daglega iífinu Kvikmyndahúsmenning F. E. skrifar: GÆÐI og gildi kvikmynda í kvikmyndahúsum bæjarins er að vonum misjafnt, enda að- sókn eftir því. En tillitsemi kvik- myndahúsgesta, þeirra sem koraa of seint á sýningar, er ekki mikil gagnvari þeim sem komnir eru í sæti sín á réttum tíma. í gærkvvöldi brá ég mér á bíó með konu minni og hugði gott til að sjá franska mynd. Eftir að við höfðum komið börnunum í ró, lagað okkur ofurlítið til, og feng- ið rándýra barnagæzlu handa smáfólkinu, var haldið út á næstu stræcisvagnabiðstöð. Eftir erfiða ferð í yfirfullum vagni, var loks komið á áfanga- stað cneð sára fætur og matta skó, sem þó höfðu verið gljáandi rétt áður. Við vorum sezt í sæti okkar góðri stund áður en sýn- ing skyldi hefjast og virtum fyrir okkur fólk sem streymdi fram- bjá. Svo eru ljósin slökkt og sýning hefst, og alltaf heldur fólkið á- tram að sireyma inn, en gengur seint að komast í rétt sæti vegna myrkurs. Þannig gengur það næstu 15. mín. Þá fyrst kemst ró 4. en á m»5»n á þe3su gengur get irm vif e -k»rt fylgsí með mynd Þetta fyrirkomulag er alveg óþolandi. Ráðamenn kvikmynda- húsanna ættu að sjá um að fólk sé ekki að ryðjast í sæti eftir að sýning hefst. Svo mætti aítur gera hlé á sýningu (5—10 mín. seinna) og hleypa þeim inn, sem síðbúnir voru. Og fyrst ég er nú farinn að rekast í þessum málum, fyndist mér tilhlýðilegt að áður- nefndir ráðamenn sjái um að vísa á dyr þeim hvimleiða lýð. sem truflar sýningar með alls konar ólátum, jafnvel sprenging- Kvikmyndagagnrýni F. E. skrifar ANNAÐ bréf hefur Velvakanda borizt um kvikmyndasýning- ar. Það hefst þannig: „Það er ánægjulegt að veita því athygli að í seinni tíð hefur kvik- myndagagnrýni birzt í dagblöð- unum af og til. Of lítil áherzla hefur verið lögð á að veita bæjar- búum þessa sjálfsögðu þjónustu. Eins og allir vita eru kvikmyndir afar mismunandi að gæðum og hlýtur því að skipta miklu máli fyrir fólk að það geti gert sér grein fyrir því hvers konar mynd ir það eru, sem kvikmyndahúsin hafa á boðstólum. Góð kvikmynd skilur eftir djúp áhrif á hugi manna og vekur þá til umhugs- unar um lífið og tilveruna, en aftur á móti er fátt jafnsálar- drepandi og lélegur Hollywood reyfari." Síðan víkur bréfritari að gagn- rýni um ákveðna mynd, og er gagnrýnanda ekki sammála. Gagn rýnandinn taldi myndina sýna rislágar sumarmyndir, sem lítið væri varið í, en bréfritari talar um listræna og afburða vei leikna mynd. Það er nú svo. Gagnrýnandi, hvort hann gagnrýnir kvikmynd- ir eða eitthvað annað, hefur að eins sína þekkingu á efninu og sinn eigin smekk að styðjast við. Á öðru getur hann ekki grund- vallað úóma sína. Sömu aðstöðu hefur hver áhorfandi í kvik- myndahúsinu. En því miður fer ekki smekkur beggja ávallt sam- an. Við því er ekkert að gera. Þrátt fyrir það gerir gagnrýnin talsvert gagn. Af henni má sjá um hvers konar mynd er að ræða, og lesandinn hefur betri möguleika til að ákveða hvon hún er við hans smekk. Auk þess hljóta að vera miklu meiri líkur til að lesandanum finnist mynd góð og þess virði að sjá hana, ef vanur gagnrýnandi er ánægð- ur með hana, þó auðvitað séu alltaf einhver frávik frá þvL Um óbyggb'.r Vestur-Skaffafellssýslu UM NÆSTU helgi hefst á vegum Farfugla 16 daga sumarleyfisferð um óbyggðir Vestur-Skaftafells- sýslu. Fyrst verður ekið að Veiði vötnum og í Tungnaárbotna og dvalið dag um kyrrt á hvorum stað. Þaðan verður haldið að Langasjó og dvalið þar í tvo daga m. a. gengið á Sveinstind og um Fögrufjöll. Næst verður haldið . Eldgjá og dvalið í henni í tvo daga, og gengið um gjána og á Gjátind. Að endingu ekið austur að Kirkjubæjarklaustri og í Núpsstaðaskóg, og gengið þaðan að Grænalóni og á Súlutinda. Til fararinnai hafa verið ráðn- ir 2 stórir fjallabílar auk farang- ursbíls. Verð farmiða er kr. 2400 fyrir félagsmenn en 2450 fyrir ut- anfélagsmenn og er fæði innifalið í verðinu. Örfá sa-.ti eru laus jg verða þau seld á þriðjudags og miðvikudagskvöld á skrifstofu Farfugla að Linc.argötu 50 kl. 8.30 — 10 =ími 15937. Austur þýzku togararnir Athugasemd frá skipaskoðunarstjóra ÞAR eð undirritaður hefur verið tækniráðunautur við smíði um- ræddra báta, óska ég að taka eftirfarandi fram: 1 tveimur Reykjavíkurblöðum hefur síðustu daga verið minnzt á, að framangreindir austur-þýzk ir bátar bæru helmingi minna en ætlað var, og er þess getið, að þeir séu drekkhlaðnir með tæp 150 tonn. Ekki er mér Ijóst hverj- ir hafa ætlazt til að þessir bátar bæru 250—300 tonn, eða 2500 mál síldar. Virðist hér enn einu smni blandað saman brúttórúmlesta- tölu skipa og burðarhæfni, en þessar tvær stærðir eru geróskyld ar, þannig að þó skip sé 250 brúttórúmlestir, þá er það engin vísbending um að það beri 250 tonn. Brúttórúmlestatala skips er mæling rúmmáls eftir nánari al- þjóðareglum innan í skipinu, og er ein rúmlest 100 ensk rúmfet. Þar eð bol-efni á tréskipi er miklu þykkara en á stálskipi, þá er burðarhæfni tréskips með sömu brúttórúmlestatölu meiri en á stálskipi, því burðarhæfni fer eftir stærð á bol skipsins að utan. Ef borið er saman við stóru togarana, þá er talin góð veiði ef t. d. 850 brúttórúmlesta togari kemur inn með 350 tonn af fiski úr veiðiferð, en það er miðað við stærð sama og ef austur-þýzku 250 brúftórúmlestabátarnir kæmu með 101 tonn úr veiðiferð, og öf- ugt svara 150 tonn í austur-þýzku bátunum til 510 tonna í 850 brúttórúmlesta togara. Þó er tog- búnaður allur hlutfallslega þyngri í minni skipunum en í þeim stærri. Séu þessi 250 rúmlesta togskip hins vegar borin saman við ca. 140 brúttórúmlesta stálbátana ,af norsku gerðinni, þá er ekkert ó- eðlilegt að þau skip geti borið mun meira miðað við stærð þeirra, því vélarorka og ailur búnaður er þar svo miklu fábrotn ari, minni og léttari að þar er enginn samanburður mögulegur. 1 250 rúmlesta bátunum er 800 hestafla þungbyggð vél með gír- búnaði, ein 220 hestafla og önnur 120 hestafla hjálparvél, stór, raf- knúin togvinda, auk hydrauliskr- ar akkerisvindu, losunarvindu, bómuvindu og línuvindu. Enn- fremur er frysting og kæling í lestum, lifrarbræðsla, auk ótelj- andi tækja og búnaðar. Það er ekkert við því að segja, að menn vilji hafa skip sín full- komin að vélum og búnaði, en það er ekki hægt að komast hjá því að þessi búnaður krefjist rýmis og hafi þyngd, sem að sjálf sögðu dregst frá burðarhæfni skipsins. Réttmælt mui. vera í fyrr- greindum blaða-greinum, að bát- ar þessir eru ganggóðir og hafa reynzt vel á togveiðum, en að sjálfsögðu takmarkar stærð þeirra útivist í slæmum veðrum, og má enginn búast við því að skip af þessari stærð geti stund- að togveiðar í álíka veðri og stóru togararnir. Ef þessir togbátar hefðu fyrst og fremst verið ætlaðir sem síld- veiðiskip, þá hefði töluverður hluti þess búnaðar, sem þeir sigla með, einnig á síldveiðum verið ó- þarfur, og þá mátt létta skipin töluvert vegna síldveiðanna, og þetta má gera enn, ef menn treysta það mikið á árangur síld- veiðanna að það sé réttlætanlegt. Að lokum má benda á, að skip á stærð við togarana Þórólf og Skallagrím, sem mældir voru rúmar 400 brúttórúmlestir, komu mest með 2000 til 2500 mál síldar og voru þá ekki ferðafærir nema í blæjalogni, en þetta magn er álíka og 1300 mál í 250 brúttórúm lesta skipi. Sk ipaskoðunarst jóri. Vil ’-.aupa litinn liafmagnsþvottapott Upplýsingar í síma 32092. ALLT ! RAFKERFIÐ Bilaraftækjaverzlun Ilalldórs Ólat.-sonar Rauðarárstíg 20. — Simi 14775.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.