Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 6
f MOR'iTJlVBLAÐIÐ Miðvik'iuTapfUr 22. júlí 1959 Indverskur rithöfundur leitar hér að verkum til þýdingar UNDANFARNA tvo daga hefur dvalizt hér á landi indverski rit- höfundurinn Krishna Kripalani, sem er ritari indversku bók- menntaakademíunnar. Forseti akademíunnar er Nehru forsætis- ráðherra, en varaforseti hennar er Radakrishnan sem jafnframt er varaforseti Indlands. Kripalani er á sex mánaða ferðalagi um- hverfis hnöttinn til að kynna sér bókmenntir einstakra landa með það fyrir augum að velja verk til útgáfu í Indlandi. Þegar bókmenntaakademían var stofnuð fyrir fimm árum, var ákveðið að hún beitti sér einkum fyrir tvennu: gagnkvæmri kynn- ingu á þeim bókmenntum, sem samdar eru á hinum 14 megin- þjóðtungum Indlands og kynn- ingu á erlendum bókmenntum, bseði eldri og yngri. Akademían hefur þannig umsjón með því að góð verk, sem koma út á einu hinna 14 mála, séu þýdd og gefin út á öllum hinum málunum jafn framt. Þau verk sem valin eru á erlendum málum eru einnig Krishna Kripalanj þýdd á allar 14 þjóðtungur Ind- lands. Þessar þjóðtungur eiga misjafn lega langa sögu á sviði bók- mennta, en engin þeirri yngri en 500 ára. Sumar tungurnar, svo sem „tamil“, eru hins vegar 2000 Vel heppnaðri för sin- foníusveitarinnar lokið Víðast hvar meiri aðsókn en í fyrri för á Reyðarfirði, sem voru á mjög óheppilegum tíma, og undirtektir áheyrenda undantekningarlaust ágætar. Auðgar tónlistarlífið Þetta er önnur meiri háttar tón hikaför Sinfóniuhljómsveitarinn- Framhald á bls. 19 d sömu slóðir TÓNLEIKAFÖR Sinfóníuhljóm- sveitar íslands um Norður- og Austurland lauk með tónleikum í samkomuskálanum í Vémörk í Egilsstaðaskógi föstudagskvöldið 17.. júlí. Fyrr um daginn hafði hljómsveitin leikið fyrir heima- menn á Eiðum og fólk úr ná- grenninu í þakklætisskyni fyrir þá velvild Þórarins Þórarinssonar skólastjóra að skjóta skjólshúsi yfir hljómsveitarmenn, meðan þeir dvöldust á Austurlandi. Tón- leikana á Eiðum sóttu allir á staðnum, svo og fólk af flestum b?juumi Ejðaþinghá, alls á ann- ur f þetta ginn er þó um ir að hundrað manns, og voru þeir þó haldnir á miðjum virkum degi og í brakandi þerri. Ármann Halldórsson kennari flutti hljóm- sveitinni þakkir áheyrenda og árnaði henni fararheilla. — Tón- leikarnir í Egilsstaðaskógi voru einnig mjög vel sóttir, og voru undirtektir á báðum stöðum ágætar. Að loknum tónleikunum í Egilsstaðaskógi bauð Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum öll- um hljómsveitarmönnum til kaffidrykkju, en síðan var flogið til Reykjavíkur um nóttina. Góð aðsókn þrátt fyrir annríki Þriðjud. 14. júlí voru tónleikar haldnir í barnaskólanum 1 Nes- kaupstað. Þeir voru fjölsóttir, þrátt fyrir mikið annríki við síldar- og fiskvinnslu, og undir- tektir frábærar. Bjarni Þórðar- son bæjarstjóri ávarpaði hljóm- sveitarmenn í lok tónleikanna og framkvæmdastjóri hljómsveitar- innar þakkaði með nokkrum orð- um sérlega rausnarlegar móttök- ur. — Næsta dag voru tónleikar í samkomuhúsinu Herðubreið á Seyðisfirði. Að þeim loknum 'bauð bæjarstjórn Seyðisfjarðar til kaffidrykkju og fluttu þar ávörp Gunnþór Björnsson bæjar- stjóri og Steinn Stefánsson skóla stjóri. — Fimmtud. 16. júlí voru tónleikar í Félagslundi á Reyðar- firði kl. 7 um kvöldið og í Val- höll á Eskifirði kl. 10. 1 lok tón- leikanna á Eskifirði flutti Krist- ján Ingólfsson skólastjóri ávarp, og síðan þágu hljómsveitarmenn kaffiboð Tónlistarfélags Eski- fjarðar. Allir þessir tónleikar voru vel sóttir, nema tónleikarnir ára gömul bókmenntamál. Tíu þessara mála eru runnin frá ,sans krít“, en fjögur þeirra eru af .,dravídískum“, uppruna, en hafa orðið fyrir geysimiklum áhrifum frá sanskrít. Það mál sem auðug- ast er af nútímabókmenntum er „bengali", en á því máli skrif- aði Nóbelsverðlaunahöfundurinn frægi Tagore. Hin klassisku verk Indverja, svo sem Ramayana, Mahabharata og Bagavadgita, sem öll voru skrifuð á sanskrít, eru stöðugt gefin út í nýjum þýð- ingum á öllum þjóðtungum Ind- lands. Kripalani sagði að bókmennta- akademían væri aðeins skipuð rit höfundum, og væri Nehru í henr.i sem rithöfundur en ekki stjórn- málamaður. Hann kvað akadem- íuna þegar hafa staðið að útgáfu nokkurra erlendra öndvegisrita, t. d. „Leaves of Grass“ eftir Whit man, „Walden“ eftir Thoreau og nokkurra leikrita Ibsens. Sagðist hann vonast til að þessi viðleitni yrði nú stóraukin enda er í ráði að halda upp á 100 ára afmæli Tagores árið 1961 með glæsileg- um útgáfum. Ætlunin er að velja eitt nútímaverk og eitt eldra verk frá hverju landi. Hafði Kripalani helzt augastað á Laxdælu frá ís- landi, en vildi^ líka athuga Njálu og Eglu. Af nutíipaverkum verð- ur einhver af skáldsögum Lax- ness sennilega fyrir valinu. Krip- alani sagði, að meginvandinn við þessa útgáfu væri sá að finna hæfa þýðendur, en þegar um smærri lönd væri að ræða, yrði að þýða verkin úr öðru máli, og þá helzt ensku. Enska er nú notuð samhliða „hindi“, við háskóla og í opin- berum stofnunum í Indlandi og kvað Kripalani það gera Indverj- um hægara um vik að vera í sam- bandi við umheiminn. Hann fer héðan áleiðis til Lundúna í dag. Hátíðaguðþjónusta í Prestbakkakirkju & N.K. sunnudag, 26. júli mun Prestbakkasöfnuður " minnast Imndrað ára afmælis kirkju sinn ar. Prestbakkakirkja er eitt stærsta og reisulegasta guðshús í sveit hér á landi. Hún var vígð af sér. Páli Pálssyni prófasti í Hörgsdal á skírdag 1859. Það var sumardagurinn fyrsti. Kirkjuhátíðin mun hefjast með guðsþjónustu kl. 2 e.h. og munu þeir annast messugjörðina, sóknarpresturinn sr. Gísli Brynj ólfsson á Kirkjubæjarklaustri og sr. Óskar J. Þorláksson dóm- Kirkjubæjarkl. prestakalls haust ið 1931. Að lokinnl verður sest að samkomuhúsinu klaustri og þar messugjörðinnl kaffidrykkju í á Kirkjubæjar- mun sr. Björa Magnússon prófastur flytja er- indi um Prestbakkakirkju. Er hann manna kunnugastur sögu hennar enda er hann fæddur og uppalinn á Prestbakka. — Allir eru velkomnir til þess- arar minningarhátíðar, en ætlazt er til að fjölmennt verði af hálfu núverandi og fyrrverandi safnað kirkjuprestur, en hann vígðist til arfólks í Prestbakkasókn. Ritgerðasafn effir Jón Helgason í FYRRADAG kom í bókaverzl- anir safn af ritgerðum og ræð- um eftir Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn,, „Ritgerða- korn og ræðustúfur“, sem Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmanna höfn gefur út í tilefni af sextugs afmæli prófessorsins 30. júní s.l. úr skrifar , daglegq hfínu 3 D ÁLKUR Velvakanda er að verða reglulegur fugladálk- að ræða en ekki endur, eins og venjulega. Borízt hefur bréf frá Ástríði Sigmundsdóttur í Eskihlíð 6. Bréið er of langt til að birtast í heild, en það sem um er að ræða er í stórum dráttum þetta: hvers þeirra undir peysuhálsmál- inu. Brátt kom í ljós, að þetta voru karlfugl og kvenfugl. Hún hlaut nafnið Dagný, en hann Marteinn Hængsson. Og allir voru staðráðnir í að gera þessum fósturbörnum lífið sem bezt og i Ungaði út eggjunum í rúminu hjá sér maí í vor verptu tamin gæsa- hjón úti á Seltjarnarnesi. 20. júní munu ungarnir hafa skriðið út eggjunum. en sömu nótt var fuglunum og ungunum rænt eða þau drepin. Ef einhver skyldi vita m afdrif þeirra, yrði með gleði tekið á móti fréttum af þeim í síma 18879 eða 22079. Fer hér á eftir í stuttu máli saga þessafa dýra. Á fögru sumarkvöldi fyrir fjór um árum lögðu tvær konur leið sína út í smá hólma, meðfram ströndinni í Hvítá hjá Hvanneyri í Borgarfirði. Þar fundu þær gæsahreiður með 7 eggjum og var að býrja að brotna á tveimur þeirra. Báru þær eggin tvö innan á sér heim í hús, settu þau síðan milli tveggja hitapoka og önnur þeirra, bréfritarinn, hafði þau í rúminu hjá sér um nóttina. Kl. 6 um morguninn bólaði á litlum breiðum nefjum út úr skurninu, hún togaði ögn í þau og komu þá höfuðin út. Brutust ungarnir hart um og sprengdu skurnina. Heldur þótti henni ungarnir óhrjálegir í fyrstu, meðan þeir voru blautir, en þeir þornuðu brátt og voru þá hinir yndislegu hnoðrar, grængulir á lit. Er ekki að orðlengja það, að ungarnir urðu vinir barnanna á heimilinu. Ekki bar t.d. ósjaldan við að þeir sofnuðu við háls ein- til að sleppa Dagný og Marteini á Tjörnina. í fyrrasumar verpti Dagný á stóru steinhæðinni í Hljómskálagarðinum en þau egg voru líka fúl. Svo hurfu þau hjú- inu með öllu af Tjörninni. Ást- ríður hringdi til dr. Finns Guð- mundssonar, fuglafræðings, sem sagði að gæsahjón hefðu /erpt á Seltjarnarnesi, á nesi sem kallað er Suðurnes og er á verndarsvæði lögreglunnar. Þetta reyndust vera þau Dagný og Marteinn og sat hún á sex eggjum í grjóturð undir kofavegg við sjóinn. Urðu miklir fagnaðar- fundir, er þær Ástríður og dætur hennar tvær hittu aftur gæsirnar sínar. Þær brutu á einu egginu, til að fullvissa sig um að þau væru ekki fúl, því annars ætluðu þær að reyna að útvega Dagnýju önnur egg. Að svo búnu báðu þær lögregluþjóninn, sem þarna er á vakt um að líta eftir gæsunum, og mun hann hafa gert það. Gæsafjölskyldiu* numinn brott LAUGARDAGSNÓTTINA þann 20. júní munu svo ungarnir hafa skriðið úr eggjunum. En þá hefur einhver vesalingur lagt leið sína út á nesið, hent neti yfir fuglana og rænt öllu saman. Ekk- ert benti til að gæsafjölskyldan Jón Helgason hefur sem kunnugt er verið búsettur í Höfn lengst af ævinnar og sótt fundi félags- ins í röska fjóra áratugi. Hefur hann, eins og segir í formála fyr- ir bókinni, lagt fram á funduna stúdenta í Höfn drýgri skerf til fróðleiks og skemmtunar en nokkur annar maður. Jón hefur sjálfur valið efnið i þessa bók og búið það til prent- unar, en nefnd Hafnarstúdenta hefur undirbúið útgáfuna. Á „tabula gratulatoria“ fremst i bókinni hafa 317 Hafnarstúdent- ar og aðrir velunnarar Jóns skráð nöfn sín. bjartast. Ungarnir eltu heimilis- fólikð hvert sem það fór, á engjar og annað, og tíkin Táta var ágæt ur vinur þeirra líka. Um haustið blönduðu gæsirnar sér stundum í hóp villigæsanna, en ekki þurfti annað en kalla þær, þá voru þær hefði verið drepin á staðnum.‘um leið hafði verið brotizt inn í kof- komnar heim. Og um veturinn voru þær kyrrar í hlöðunni. Næsta sumar verpti Dagný nokkr um eggjum, en þau voru fúl, þegar til kom. Gæsirnar fluttust með fjölskyldunni í þéttbýlið. Ú urðu þau umskipti í lífi fjölskyldunnar, að hún flutti N Báðir voru fuglarnir upphaf- lega merktir. Marteinn mun þó hafa týnt sínu merki, en merki Dagnýar mun vera nr. 85 eða 86. Vonandi getur einhver skýrt hvarf þeirra. Þetta var í stuttu máli saga gæs anna og erindið í bréfinu, sem til Reykjavíkur. Fékkst þá leyfr Velvakanda barst í fyrradag. Jón Helgason prófessor Bókinni er skipt í tvo megin- kafla, „Ritgerðakorn“ og „Ræðu- stúfa“. Ritgerðirnar eru 15 tals- ins og fjalla um ýmisleg efni, sem lúta að íslenzkum fræðum. M.a. eru þar ritgerðir um Arn- grím lærða, séra Jón Þorláksson, Finn Magnússon, Sigfús Blöndal og Guðmund Finnbogason. „Ræðustúfarnir“ eru flestir fluttir á fundum Hafnarstúdenta, sá fyrsti árið 1941, en hinn síðasti 1952. Þá eru þar einnig ræður fluttar á fimmtugsafmæli Hall- dór Laxness og af svölum Alþing ishúss 1. des. 1954. Bókin er 299 blaðsíður, prent- uð á frábærilega góðan pappír og frágangur hennar allur til fyr irmyndar. Verður hún eflaust mörgum íslendingum auðfúsu- gestur, því Jón Helgason er allra manna fróðastur um forna hluti og mæltur manna bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.