Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20  siður
MqgmMribib
46. árgangur
184. tbl. — Miðvikudagur 26. ágúst 195Í,
Frentsmiðja Morgunblaðsins
Eisenhower gerir grein
fyrir Evrópuför sinni
Tekur á móti Krúsjeff
sem þjóðhöfðingja
Gramur  vegna  gagnrýninnar  í
Bandarlkjunum
WASHINGTON, 25. ágúst.
— NTB-Reuter. —
Á FUNDI sínum við frétta-
menn í dag sagði Eisenhower
Bandaríkjaforseti, að í við-
ræðum sínum við evrópska
stjórnmálaleiðtoga mundi
hann leggja áherzlu á, að
Bandaríkjamenn sæktust eft-
'ir friði, sem byggðist á heið-
arleik og réttlæti. Hann
kvaðst mundu leitast við að
brýna það fyrir ábyrgum
stjórnmálamönnum í Vestur-
Evrópu, að Vesturveldin
verði að ítreka vilja sinn til
að eiga raunsæjar samnings-
umleitanir við Sovétríkin í
því skyni að komast að sann-
gjörnum og gagnkvæmum
samningum um afvopnun, og
Iskyggilegt ástand
í Laos
Vientiane, Laos, 25. ág.
Reuter. —
FORMÆLANDI stjórnarinnar í
Laos skýrði formlega frá því í
Idag, að hersveitir uppreisnar-
manna hefðu umkringt Sam Neua
fylki og lokað öllum leiðum þang
að.
Brezka    utanríkisráðuneytið
skýrði frá því í dag, að því hefðu
borizt áreiðanlegar fregnir um
það, að ríkisstjórnin í Laos stæði
nú höllum fæti.
að þau verði að stíga fyrstu
skrefin til lausnar á Þýzka-
landsvandanum.
Tilmæli um efnahagsaðstoð
Forsetinn sagði ennfremur, að^
hann hefði fengið tilmæli frá
stjórninni í Laos um efnahagsað-
stoð. Um þessa beiðni yrði fjallað
eins fljótt og unnt væri.
Krúsjeff í rauninni Þjóðhöfðingi
Hann sagði að farið yrði með
Krúsjeff eins og þjóðhöfðingja,
þegar hann kæmi til Bandaríkj
anna og hann mundi sjálfur taka
á móti honum á flugvellinum.
Hann vísaði á bug allri gagnrýni
á fyrirhugaðri heimsókn Krú-
sjeffs til Bandaríkjanna og sagði
að framtíð mannkynsins gæti olt-
ið á viðræðunum, sem stæðu
fyrir dyrum.
Forsetinn sagði, að rússneska
utanríkisráðuneytið, hefði í gær-
kvöldi tilkynnt, að þar sem Krú-
sjeff væri forsætisráðherra Sovét-
Framh. á bls. 2.
Demókratar senda
Eisenhower áskorun
WASHINGTON, 25. ágúst.
— NTB-Reuter. —
36 demókratar í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings skoruðu í
dag á Eisenhower forseta að
fallast á þátttöku í fundi
æðstu manna, sem tæki til
fleiri ríkja en stórveldanna,
og hafa á dagskrá hans mál
sem skiptu framtíðina miklu
máli, en ekki einskorða sig við
mál, sem væru eftirlegukind
ur seinni heimsstyrjaldar-
innar.
Áskorunin var send forsetan-
um í dag í sambandi við för hans
til Evrópu á morgun. í fréttatil-
kynningu sem þingmennirnir 36
birtu í kvöld segir, að eigi ár-
angurinn af viðræðum forsetans
við erlenda leiðtoga að verða
góður,   þá   verði   Bandaríkin
Nixcn skýrir heimsókn Krúsjeffs
Minneapolis, 25. ágúst. —
NTB/Reuter. —
NIXON varaforseti Bandaríkj-
ana sagði í ræðu, sem hann hélt í
dag, að engin ástæðá væri til að
óttast að Eisenhower léti Krú-
sjeff snúa á sig, þegar þeir hitt-
ust.  Hann  sagði  að  hagsmunir
Miðvikudagur 26. ágúst.
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 3: 30  ár  síðan  Gotta  kom  með
sauonaut Irá Grænlandi.
—  6: Reykhólar,  iðnaðarbær  fram-
tíðarinnar.
—  S: Meiri geislavirkni frá armbands
úrinu en andrúmsloftinu. —
Fyrstu tunglförin frá Sprengi-
sandi. Rætt við tvo Bandaríkja-
menn.
—«' 9: Sjúkrabílar og sjúkraflutning-
ar, eftir Kjartan Ólafsson,
brunavörð.
— U: Ritstjórnargrein:   Sjálfstæðis-
flokkurinn og strjálbýlið.
— 11: islenzka grasið er gulls igildi.
Af sjónarhóli sveitamanns.
— 12: Leikdómur: Stúlkan á loftinu.
— 13: Hlustað á útvarp.
— 18: íþróttir.
Bandaríkjanna og alls hins
frjálsa heims mundu verða dyggi
lega varðir af Eisenhower. Hann
sagði að ekki mundu eiga sér
stað neinir samningar um vanda-
mál Vesturveldanna á fundunum
við Krúsjeff.
Nixon sagði að Bandaríkin
hefðu aldrei fallizt á þá kenn-
ingu, að hin tvö miklu stórveldi,
Bandaríkin og Sovétríkin, ættu
að ákveða örlög annarra þjóða án
samráðs við þær. Þegar Eisen-
hower hittir Krúsjeff, getur heim
urinn verið öruggur um að hann
mun hafa í fersku minni marga
samninga og sáttmála, sem Rúss-
ar hafa brotið síðan 1953, alls 50
af 52.
Nixon kvaðst styðja heimboðið
til Krúsjeffs, vegna þess að mun
betra væri að eiga við mann, sem
hefði kynnzt heiminum, en mann
sem væri einangraður innan múra
Kreml. Krúsjeff mun sjá og heyra
hluti sem munu breyta hugmynd-
um hans um okkur, sagði Nixoii,
og það mun aftur leiða til þess
að hann hugsar sig um tvisyar
áður en hann gerir ráðstafanir
sem ganga í berhögg við hags-
muni Bandaríkjanna.
að leggja fram mynd af heimin-
um eins Og þau óski að hann
verði að tíu árum liðnum. Ef við
höfum ekki gert okkur grein
fyrir þeim heimi, sem við óskum
að skapa, verða viðræðurnar að-
eins neikvæðar.
Þingmennirnir gefa í skyn, að
fundur æðstu manna ætti að fara
fram innan veggja Sameinuðu
þjóðanna, þar sem stórveldin og
hin smærri ríki geti rætt sameig-
leg markmið og leiðirnar til að
ná þeim.
Samvinna við Rússa æskileg
Þingmennirnir leggja á það
áherzlu, að samvinna við Rússa
sé mjög æskileg, ef takast eigi að
byggja upp heim framtíðarinnar.
Nota ber öll ráð til að sannfæra
Rússa og samherja þeirra um, að
þessi uppbygging er í þágu þeirra
ekki síður en annarra. En vilji
þeir ekki vera með, þá erum við
sannfærðir um að við getum gert
áætlun okkar að veruleika á eig-
in spýtur, segir í yfirlýsingunni.
Þingmennirnir segja ennfrem-
ur: Stefna okkar getur ekki ein-
göngu byggzt á viðbrögðum okk-
ar við framkvæmdum Rússa. Við
erum sannfærðir um, að þau verð
mæti sem Bandaríkin og hinn
frjálsi heimur meta mest munu
verða hlutskarpari, þrátt fyrir
allar tilraunir Rússa til að eyði-
leggja þau.
Að lokum segir í yfirlýsing-
unni: Við höfum í hyggju að
þyggja betri heim í samvinnu við
Rússa, ef við getum, en án
þeirra, ef þörf krefur.
„Hersveitir ógnanna", ein hinna frægu íeiknimynda eftir
meistarann George Grosz, sem er nýlátinn. Þannig kom hon-
um fyrir sjónir rússneski herinn og athæfi hans fyrir austan
járntjaldið. Teikningin var gerð árið 194S og fylgdi grein eftir
pólskan prófessor, sem flúði ógnir Rauða hersins. (Sjá bls. 2.)
Arabar leita liðsinnis
Bandaríkjanna
Washington, 25. ágúst. —
NTB/Reuter.
STJÓRNARERINDREKAR frá
tíu Arabarikjum fóru þess á leit
í dag, að Bandaríkin stuðluðu að
því á beinni og skjótari hátt, að
fundin yrði lausn á Alsírvanda-
málinu. Þeir áttu fund við Herter
utanríkisráðherra í Washington.
H«rter gat hins vegar ekki skuld-
bundið Bandaríkin til að gera
neitt sérstakt í málinu, þegar
það kæmi til umræðu á Allsherj-
Sex líf látnir
í Bagdad
BAGDAD, 25. ág. (Reuter). —
Fimm liðsforingjar ,og einn ó-
breyttur borgari voru teknir af
lífi í Bagdad í morgun. Liðsfor-
ingjarnir voru skotnir, en borg-
arinn hengdur. Þeir voru dæmdir
til dauða í síðustu viku fyrir þátt
töku í uppreisninni í Mosul í
marz sl., sem Shawaf ofursti stóð
að.
arþingi Sameinuðu þjóðanna í
haust. Þessar upplýsingar eru
hafðar eftir formælanda Banda-
ríkjastjórnar, sem ræddi við
fréttamenn eftir fundinn.
Arabaríkin sem sendu fulltrúa
sína á fund Herters eru þessi:
Líbanon, Saudi-Arabía, Jemen,
Marokkó, Líbýa, Túnis, írak, Súd-
an Jórdanía og Arabíska sam-
bandslýðveldið.
Eftir viðræðurnar við Herter
gáfu þeir út sameiginlega yfir-
lýsingu, þar sem segir að umrædd
tíu ríki vænti þess að Bandarík-
in veiti frelsisher Alsírbúa meiri
stuðning á næsta Allsherjarþingi.
Opinber talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins, Lincoln
White, sagði að Herter hefði þakk
að arabísku fulltrúunum fyrir að
leggja fram sjónarmið sdn. Hann
endurtók að Bandaríkin hefðu um
langan tíma haft miklar áhyggj-
ur af því, hve baráttan í Alsír
hefur dregizt á langinn, og þau
legðu mikla áherzlu á að finna
friðsamlega, raunhæfa og rétt-
láta lausn á vandamálinu.
Tunglið notað sem „radarstöð
44
JLONDON, 25. ágúst. NTB-Reuter
í gær var tunglið notað sem milli
stöð" fyrir radarsendingar milli
Bretlands og Bandarikjanna. —
Radarmerkin voru send snemma
í morgun frá hinni miklu rad-*r-
stöð við Malvern í Englandi, en
í þessari stöð hefur verið fylgzt
með gervihnöttum Rússa og gerð-
ar tilraunir með bergmál frá
tunglinu.
Radarmerkjunum var beint á
tunglið, en síðan dreifðust þau
eftir að þau höfðu farið um 800
þúsund kílómetra. Nokkur þeirra
komu aftur til radarstöðvarinnar
við Malvern, en hin bárust til
minni radarstöðvar við háskól-
ann í Texas.
Radíóst örnuturninnn sem sendi
merkin er 13,5 metrar í þvermai.
Merkilegar rannsóknir.
Tilraunin í gær var gerð af
hópi stjörnufræðinga frá Banda-
ríkjunum og Bretlandi. Með pví
að bera saman merkin, sem komu
frá Malvern til Texas. vonast vís-
indamennirnir til að geta gert sér
gleggri grein fyrir yfirborði
tunglsins.  Önnur spurningin sem
menn vilja líka fá svar við, er
hve miklir möguleikar eru á því
að nota tunglið sem „millistöð"
fyrir útvarps- og sjónvarpssend-
ingar heimsálfa á milli.
Tilraunir hafa þegar leitt í ljós,
að þegar mannsröddin berst til
baka frá tunglinu atskræmist
hún, og nú á að gera tilraun til
að koma í veg fyrir slíka af-
skræmingu. Takist það, eru góð-
ar horfur á að hægt verði að
bæta símsendingar milli landa og
heimsálfa og gera heiminn óháð-
an veðurtruflunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20