Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						morvvnbiZðíð
MiðviKuaagur 26. ágúst 1959
Reykhólar iðnaðar-
bær framtíðarinnar?
Heimsökn í iilraunastöðina að Reyktíólum
A REYKHÓLUM í Austur-Barða
strandarsýslu er nú að rísa blóm-
leg byggð og er óhætt að fullyrða
að þar muni íbúum stórlega
fjólga innan fárra ára. Möguleik-
ar eru miklir þar á staðnum og
þar er risin tilraunastöð í jarð-
rækt, sem hefur það að mark-
miði að veita bændum hagnýt-
ar leiðbeiningar í landbúnaði,
einkum grasrækt. Tilraunastóð-
|n á Reykhólum er nú fyrst að
taka til starfa að nokkru marki,
sagði Sigurður Elíasson, í viðtali
rið fréttamenn s.l. sunnudag.
Uridirbúningur að tilraunastarf-
Inu var hafinn árið 1946 með þvi
>ð ræsa fram mýrlendi og gera
það hæft til ræktunar. Á næsta
iri var íbúðarhús byggt fyrir til-
faunastjóra og aðstoðarmenn
þans og árið 1948 voru jarðrækt-
•xtilraunir hafnar. Á næstu ár-
pm áttu sér stað miklar fram-
fcvæmdir. Þá var byggt fjárhús
fyrir 300 f jár« og bráðabirgða
þygging fyrir rannsóknir. Mik-
(11 jarðhiti er að Reykhólum og
Írið 1953 var borað eftir vatni
fg fengust þá 2Vz sekúndulítri
»f 86 stiga heitu vatni. Eru mikl-
»r vonir bundnar við jarðhitann
og með árunum verður hann stór
mikilvægur liður { uppbyggingu
staðarins. Sigurður Elíasson taldi
knýjandi þörf fyrir að reist yrði
nýtt hús til að taka á móti rann-
sóknarefní og til efnagreiningar,
en hingað til hefur atvinnudeild
Háskólans, séð um allar rann-
sóknir. Nú hafa verið ræstir fram
80—90 ha. lands af 130 ha. sem
búið á. Nú sem stendur er áðal-
lega unnið að áburðartilraun-
um á grasrækt og nýræktartil-
raunum í 2000 reitum. Kartöfl-
ur eru ræktaðar í 100 reitum og
fóðurkál í 200 reitum. Hafa
margar þessar tilraunir gefist
vel. Þrjár aðrar tilraunastöðvar
í jarðrækt eru starfræktar hér
á landi, á Akureyri, Skriðu-
klaustri og Sámsstöðum. Það er
tilraunaráð jarðræktar sem sér
um rekstur stöðvanna og hýtur
fjárveitingar frá ríkinu. Hefur
fé þetta að öllu leyti runnið til
viðhalds og uppbyggingar og
rannsókna. Sigurður Elíasson
kvað skilning ráðamanna lands-
ins á þessu starfi vera mjög mik-
inn og sömuleiðis fólksins, sem
ætti að nota sér árangurinn af
rannsóknunum.
Fé af Kleifakyni
Tilraunastjórinn  elur  nú  um
Á vegum tilraunastöðvarinnar
300 fjár. Er allur frágangur
300 ær af hinu gamla Kleifakyni.
Nú í haust verður öllu fé á
Reykjanesi véstra slátrað og
verður þar fjárlaust í vetur, en
tilraunastjóri segist vera ótrauð-
ur til að hefja sauðfjárrækt á
nýjan leik svo framarlega sem
einhver trygging sé fyrír að mæði
veikinni verði haldið í skefjum.
Að Reykhólum hafa einnig farið
hafa verið reist  steinsteypt fjárhús að Reykhólum, sem rúma j
á þeim til fyrirmyndar. Myndin er tekin inni í einu þeirra.
Tízkusýning og keppni unglinga
fYRIR nokkru var haldin sýn-
þig á kjólum og öðrum fatnaði,
cem unglingsstúlkur á aldrinum
Irá 10 til 17 ára höfðu saumað
íjálfar, í veizlusal eins stærsta
þótelsins í New York-borg. Að
fýningunni stóð Singersaumavéla
fyrirtækið, og er þetta sjötta árið
i röð, að fyrirtækið efnir til slíkr
«r sýningar.
Alls voru sýndir 24 kjólar og
dragtir, sem viðurkenningu höfðu
hlotið á sérstökum saumanám-
fkeiðum, er haldin voru við úti-
bú  fyrirtækisins  víðs  vegar  í
Bandaríkjunum og í Kanada. Að
gangur að námskeiðum þessum
var ókeypis og heimill öllum á
aldrinum frá 10 til 17 ára, og
voru þátttakendur alls rúmlega
50.000 frá báðum þessum löndum.
Hver þátttakandi valdi sjálfur
snið á flíkina, sem hann saumaði
á námskeiðinu, og efnið í hana,
og að námskeiðunum loknum
voru valdar fjórar beztu flíkurn-
ar í hverju umdæmi. Stúlkurnar,
sem saumað höfðu verðlaunaflik-
ur þessar, hlutu ókeypis ferð til
New  York-borgar  og  nokkurra
Þær saumuðu kjólana sína sjálfar.
daga uppihald í borginni til þess
að taka þátt í lokakeppni fyrir-
tækisins. Aðrar viðurkenningar,
sem veittar voru í lok námskeið-
anna, voru saumaáhöld og pen-
ingar.
Þátttakendum í flokkakeppn-
inni var skipt í tvo aldursfl., þ.
e. 10 til 13 ára og 14 til 17 ára.
Sigurvegari í yngri aldursflokkn
um var 13 ára stúlka frá Pasa-
dena í Kaliforníu, Christine
Engstrom að náfni (til hægri í 2.
röð), en af eldri stúlkunum sigr-
aði 17 ára stúlka frá Bellaire í
Texas, Lynda Harper (í miðið í
2. röð). Báðar hlutu stúlkurnar
að launum álitlegar peningaupp-
hæðir. í dómnefnd voru fulltrú-
ar frá ýmsum þekktum sauma-
fyrirtækjum og tízkuhúsum lands
ins, tízkusérfræðingar og handa-
vinnukennarar.
fram tilraunir með útungun
æðareggja, en æðarvarp er mik-
ið í nálægum hólmum. Hefur
útungunin tekizt vel en ungarn-
ir jafnan veikzt og dáið í upp-
vextinum. Er helzt hallast að
því að æðarungarnir hafi þjáðzt
af   hófuðsótt,   svipaðri   því,
Sigurður Elíasson, tilraunastjéd.
sem herjað hefur á sauðfé.  —
Miklír iðnaðarmöguleikar
Um möguleika á iðnaði að Reyk-
hólum sagði tilraunastjóri, að
þeir væru miklir. Möguleikar eru
taldir á, að mjólkuriðnaður geti
þrifist með sæmilegu móti. Betri
samgöngur eru þó skilyrði fyrir
að svo geti orðið.
Rannsókn hefur farið á mögu-
leikum á þaravinnslu og algin-
sýruvinnslu. Það er því margt
sem bendir til þess að á Reyk-
hólum eigi eftir að rísa fyrsti
iðnaðarbærinn á suðurströnd
Vestf j arðarkj álkans.
Miklir möguleikar
I næsta nágrenni við Reykhóla
er bærinn Miðhús en þar býr
Sveinn Jónsson ásamt fjölskyldu
sinni.. Er Sveinn nýfluttur
þangað vestur og hefur hann
þegar hafið myndarbúskap.
Sveinn kvaðst vera mjög ugg-
andi vegna mæðiveikinnar ea
taldi að niðurskurðurinn þyrfti
ekki að koma mjög hart niður á
bændum ef þeir gætu hafið sauð-
og vonir standa til. Land Mið-
húsa liggur að sjó og tilheyra
mikil æðarvarplendi bænum. Er
dúntekja mikil og sömuleiðis
eggjataka. Þó er þar einn óvinur
að verki, en það er örninn. Hefur
hann hafzt við í eyjunum um all-
langan tíma og hefur haft þann
hátt á að taka einn hólma fyrir
og reyna að útrýma öllu varpi
þar og halda síðan á röðina.
Sveinn telur að möguleikarnir
séu miklir í Reykhólasveit. Trú
á framtíðina, fegurð sveitarinn-
ar og þau jarðargæði, sem hún
hefur upp á að bjóða telja í okk-
ur kjarkinn þegar örðugleika ber
að höndum.
skrifar  úr
dagleQQ lifínn
Komst ekki í hátíða-
messuna.
UM síðustu helgi var hátíða-
guðsþjónusta . í Þingvalla-
kirkju, í tilefni af 100 ára af-
mæli kirkjunnar, eins og kunnugt
er -af fréttum. Var fjöldi manns
viðstaddur, bæði aðkomufólk og
innansveitar.
Mun þó fleiri hafa fýst að vera
víð messugjörðina en þar voru,
en þau mistök hafa orðið, að eina
áætlunarferðin frá Reykjavík,
sem um var að ræða, var kl. 1,30,
og því ekki hægt að nota hana
til að ná í tæka tíð í messuna,
sem byrjaði kl. 2.
Hefi ég heyrt fólk kvarta yfir
þessu. Ættu viðkomandi aðilar
að athuga það framvegis, að
flýta ferðinni eða hafa aukaferð,
þannig, að kirkjugestir komist í
tæka tíð, þeir sem ekki hafa vfir
farartæki að ráða.
Útvarpið byrji kl. 6,30.
VELVAKANDA hefur borizt
bréf frá „eldabusknm" á
Raufarhöfn. Ræða þær um út-
varpsdagskrána.
„Það er kannski. að bera í
bakkafullan lækinn að biðja þig
um að minnast lítilsháttar á dag
skrá útvarpsins fyrir okkur hér
á NA-horni landsins. En fyrst
viljum við þakka útvarpinu
margar ánægjustundir, sérstak-
lega morguntónleikana á sunnu-
dögum, sem oft eru Ijómandi
skemmtilegir. Einnig það, sem
flutt er kl. 15—16.
Én okkur, sem förum í vinnu
klukkan 7 á morgnana, langar
til að biðja útvarpið að byrja
dagskrána kl. 6,30. Signa þá land
og þjóð, hafa fimm mínútna
fréttayfirlit og nokkur hressileg
lög, en við kærum okkur ekkert
um að hlusta  á  ensk-ameríska
,1 love you'-vælið, á meðan land
helgisdeilan við Breta helzt
óbreytt.
Smábarna-tími
á morgnana.
SVO er það annað. Gæti út-
varpið ekki haft 15—20 mín-
útna smábarnatíma á morgnana,
milli kl. 8,30—9? Börn geta enzt
til að hlusta á sömu söguna aft-
ur og af tur, og því mætti vel nota
sömu dagskrána oftar en einu
sinni. Bara ef krökkunum væri
skemmt, þegar þau eru bezt upp
lögð, en það er á morgnana, eins
og mæðurnar vita bezt. Þá er líka
haft ofan af fyrir þeim, meðan
mæðurnar hafa mest að gera. Og
það væri vel þegið. Krakkarnir
mundu líka hafa gaman af að
heyra í húsdýrunum okkar, hest-
um, kúm, kindum og hænsnum,
engu síður en músasönginn.
Óskalagatími með sígildrl
tónlist.
OG loks er hér ein uppástunga
enn. Útvarpið ætti að hafa
á vetrardagskránni einn óskalaga
tíma fyrir almenning, en aðeina
sígilda tónlist. Þeir, sem óskuðu
eftir lagi í þeim tíma, gætu sent
svolitla peningaupphæð, minnst
kl. 5,00, sem rynni til Barna-
spítalasjóðs „Hringsins", eða eia
hverrar hliðstæðrar stofnunar.
Um dagskrána ef tir kl. 20 00,
höfum við engar tillögur. Oknur
er alveg sama hvað þá er, þvi
þá heyrum við ekkert fyrir trufl-
unum".
Þannig hljóðar bréf „eldabusk-
anna á norðausturlandi". Von-
andi koma óskir þeirra ekki of
seírit, með tilliti til vetrardag-
skrárinnar. Einkum finnst mér
að taka mætti til greina tillögur
þeirra um smábarnatímann. Mér
er kunnugt um að útvarpið í Berg
en hefur haft slíkan tíma snemma
á morgnana og það hefur verið
vel þegið af mæðrunum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20