Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvikudagur 26. ágúst 1959
MORCMVTtLABIB
9
Sjúkrabílar og
sjúkraflutningar
SJÚKRAFLUTNINGAR eru fyr-
ir löngu orðin nauðsynleg þjón-
usta í þessum bæ, og svo þýðing-
armikil, að ef sú þjónusta félli
niður, þó ekki vaeri nema einn
sólarhring, yrði hér neyðar-
ástand. Brunaverðir í slökkvi-
stöð Reykjavíkur annast sjúkra-
flutningana, eins og kunnugt er,
en Reykjavíkurdeild Rauða
krossins leggur til sjúkrabílana.
Þeir tveir sjúkrabílar, sem nú
eru í notkun, eru komnir nokkuð
á þriðja ár, það þykir víst ekki
hár aldur á bílum, en þegar tek-
ið er tillit til þess, að þessir bílar
eru í notkun svo að segja allan
sólarhringinn, og að þeim er ekið
til skiptis af 20 til 30 mönnum,
þarf engan að undra þó að þeir
láti á sjá, fyrr en aðrir bílar, sem
kannski einn og sami maður með
höndlar.
Við, sem önnumst og eigum að
sjá um sjúkraflutningana, teljum
varla hægt að bjóða sjúku fólki
nema það bezta í þessu efni, og
það minnsta, sem við getum
hugsað okkur, er það að árlega
sé einn sjúkrabíll fluttur inn tíl
endurnýjunar á þeim sjúkrabíl-
um, sem ekið er frá Slökkvistöð
Reykjavíkur.
Það mun nú liðinn tími, sem
skiptir mánuðum, sem Reykjavík
urdeild Rauða krossins hefur
reynt að fá innflutnings- 05
gjaldeyrisleyfi fyrir tveimur
sjúkrabílum frá Bandaríkjunum,
en ekki tekist fyrr en fyrir fáum
dögum, að leyfi var veitt fyrir
einum sjúkrabíl, og loforð fyrir
öðrum mjög bráðlega, og verðui'
sjálfsagt við þetta að una í bili.
Ég er ekki viss um að þeir, ann-
ars ágætu menn, sem á hendi
hafa veítingu bílaleyfa, hafi gert
sér nægjanlega grein fyrir því,
að sjúkrabílar hljóta að vera í
sérflokki þegar rætt er um inn-
flutning á bílum, jafn ómissandi
sém þeir eru, og það má alls ekki
henda, að neinar skorður séu
settar fyrir nauðsynlegum inn-
flútningi þeirra, er geri bæði
dýrari rekstur þeirra fyrir Rauða
krossinn, og valdi þeim mönnum,
sem sjúkraflutningana eiga að
annast, óþarfa erfiðleikum og
leiðindum.
Ég vil geta þess hér, þó það
eigi ekki að hafa nein áhrif í
þessum málum, að þessir bílar
eru raunverulega að miklu leyti
í þjónustu ríkisins, og ættu
kannski að vera reknir af ríkinu,
þar sem mikið af sjúkrahúsum
og hælum sem þeir starfa fyrir
eru ríkiseign, og nú þegar nauð-
synlegt er að fjölga mönnum á
Slökkvistöð Reykjavíkur, vegna
aukinna sjúkrafiutninga, ætti
ríkið vissulega að taka þátt í
þeim aukna kostnaði, sem af því
hlýtur að leiða fyrir Reykjavík-
*urbæ. Þetta er mín skoðun, en
ekki veit ég hvort bæjarráð
Reykjavikur eða rikisstjórnin
eru mér sammála þar.
Eins og ég tók fram í upphafi
þessa máls, þá eru sjúkraflutning
arnir ein sú nauðsynlegasta þjón-
usta, sem almenningi er í té lát-
in í þessum bæ, og fara þeir stöð-
ugt vaxandi með fólksfjölgun og
vaxandi sjúkrahúsrými, og er nú
ekki óalgengt að sjúkraflutning-
ar, framkvæmdir frá slökkvi-
stöðinni, komist upp í 30 á sólar-
hring, og oft er það svo að marga
sjúkraflutninga þarf helzt að
vframkvæma á sama tíma, þó ekki
sé reiknað með slysaflutningum,
sem komið geta þegar verst
gegnir, og alltaf þurfa að ganga
fyrir öðru, er nú svo komið, að
nauðsynlegt . er að hafa tvo
sjúkrabíla í gangi samtímis þeg-
ar svona stendur á, enda er
fjölgun manna á slökkvistöðinni
nú miðuð við þessar aðstæður.
Sjúkraflutningar eru vanda-
samt og erfitt starf, og er mesta
furða hve vel hefur tekizt um
framkvæmd þeirra öll þessi ár,
eða  síðan  1926,  að  varðmenn
ég því segja það hér, að í nýju
stöðurnar á slökkviliðsstöðinni
þýðir ekki að velja aðra en úr-
vals kraftamenn.
Sjúkraflutningarnir frá Slökkvi
stöð Reykjavíkur eru fram-
kvæmdir á stóru svæði. Það eru
ekki aðeins íbúar Reykjavíkur
og umhverfis, sem verða þessar-
ar þjónustu aðnjótandi, heldur
og fólk, sem byggir nærliggjandi
byggðarlög og bæi. Má þar til
nefna bæði Seltjarnarnes og
Kópavogskaupstað, að viðbættum
nærliggjandi sveitum, og fjær-
liggjandi líka.
Af öllu þessu sést að hér er um
mikla og þarfa þjónustu að
ræða, sem heyrir undir líknar-
og  björgunarstarf.  Og  ég  vil


Sjúkrabílar Rauða Kross Islands.
slökkvistöðvarinnar fengu þá á
sig, með sínu aðalstarfi. Sjúkra-
flutningsmennirnir verða oft að
vinna sitt verk við erfiðar að-
stæður, og vera við því búnir að
þurfa að horfast í auga við ýms-
an vanda. Til nýrra' erfiðleika
fyrir þessa menn, má nú telja
hin háu hús, sem risið hafa, og
áfram verður haldið að byggja
hér í bæ, allt upp í 13 hæðir og
þar yfir og í flestum þessum hús-
um eru ekki og í þau fást ekki
lyftur, en íbúð á efstu hæðum
þessara húsa ætti ekki að leyfa
fyrr en lyftur eru komnar í þau.
Er auðvelt að hugsa sér það erf-
iði sjúkraliðsmanna, að rogast
með sjúkrakörfu upp á allar þess
ar hæðir með svona tvö til þrjú
hundruð punda innihaldi, og vil
ekki trúa því að þjóð mín verði
nokkum tíma svo illa á vegi
stödd, að nauðsynleg tæki til
slíkrar starfsemi fáist ekki end-
urnýjuð.
Kjartan Ólafsson,
brunavörður.
Halló!
Tveir ungir piltar, sem eiga
„Chevrolet '59", og eru að
fara í sumarleyfi, óska að
kynnast tveim stúlkum, sem
ferðafélögum. Tilboð ásamt
mynd, sendist blaðinu fyrir
helgi, merkt:  „Ferðafélagar".
5-7 herbergi
óskast til leigu í nýju eða nýlegu hási, sem fyrst,
fyrirframgreiðsla. Góð umgengni. Upplýsingar í
síma 16285.
Frystikista  eða  frystiskápur
Góð f rystikista eða frystiskápur óskast. Tilboð ásamt
upplýsingum um stærð og verð sendist afgr. Mbl.
merkt:  „Frost—4838" fyrir 1. sept. n.k.
Iðnaðarmenn
Get tekið að mér ýmislega pressuvinnu. Tilboð send-
ist afgr. Mbl. merkt: „Pressa—4831".
Unglingspiltur
getur fengið atvinnu við iðnaðarstörf.
Tilboð sendst afgr. Mbl. fyrir mánaðar-
mót merkt: 4879.  •
og nýlenduvöruverzlun
til sölu í vaxandi úthverfi
bæjarins.
Nánari uppl. hjá
EINAB SIGUBOSSON hdl.
Ingólfsstræti 4.
Sími 1-67-67
3ja til 4ra herb. íhúö
óskast til leigu.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Vélaverkstæði Bjorns & Halldórs
Sími 36030 og 36467 (eftir kl. 6)
íbúðarhæð
Vel byggt einbýlishús óskast í skiftum fyrir góða
íbúðarhæð, á bezta stað í Austurbænum. íbúðin er á
1. hæð með sér inngang og sér hita, nýr bílskúr,
ræktuð lóð stærð 110 ferm. 4 herb.
TBYGGINGAR og FASTEIGNIB,
Austurstræti 10, 5. hæð sími 13428
og eftir kl. 7 sími 33983.
ELEKYROLUX
Hrærivélar  með  beriapressu
Electrolux
trvggir fullkomna
nvtingu berianna.
Snarar tíma
Snarar vinnu
Hrærivélar — Ryksugur — Bónvélar —
Lof tbónarar — Varahlutir
Kaupið bað bezta — kaupið
ELECTROLUX
2Vz árs ábyrgð.
Einkaumboðsmenn:
Hannes  Þorseinsson  & Co.
Simi 15300
Ægisgotu 4
W ý k o m i ð:
SKERPITANGIB
HUBOABÞVINGUB
HOBNÞVINGUB
STUXTHEFUAB
UANGHEFUAB
KANTHEFLAB
SÍ-SLETT P0PLIN
(N0-IR0N)
MINERVA<yW««s»»
STRAUNING
ÓÞÖRF
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20