Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðviliudagur 26. áeúst 1959
MOPCTnVPT 4BIÐ
11
Islenzka grasi
Bezta hey Bandaríkjanna
er eins og groddinn
hjá okkur
Rætt stuttlega við Hjalta Gests-
son ráðunaut um Bandaríkjaför
HJALTI Gestsson, búfjárræktar-
ráðunautur Búnaðarsambands
Suðurlands .dvaldist nýlega í
Bandaríkjunum um þriggja mán-
aða skeið og kynnti sér þar ým-
islegt, er að starfsgrein hans lýt-
ur. — Tíðindamaður Mbl. hitti
Hjalta að máli á dögunum og
innti hann frétta af vesturför-
inni — hvað honum hefði þótt
einna merkast af því, sem hann
sá og kynntist, og athyglisverð-
ast í sambandi við landbúnað
okkar.
„Heytöflur" — merkileg nýjung
¦— Ég vil t. d. nefna eina nýj-
ung, sem Bandaríkjamenn hafa
tekið upp í fóðurframleiðslu, seg-
ir Hjalti, en það eru hinar svo-
nefndu „hay-pellets", eða hey-
töflur eins og e. t. v. mætti nefna
þær á íslenzku. Hér er um að
ræða .konsentrerað" fóður úr
heyi, eins og nafnið bendir til.
Heyið er þurrkað hratt og vel
og síðan malað og pressað gegn-
um eins konar „hakkavélar",
Var það einróma álit þeirra, sem
ég talaði við vestra að fóðurgildi
heysins ykist við þessa meðferð
—  gripirnir éta þannig meira
þurrefni. Hafa bændur notað
heytöflurnar til fitunar með góð-
um árangri.
— Mér þótti þetta þegar mjög
athyglisvert, segir Hjalti, og varð
hugsað til kjarnfóðurvandræð-
anna hér heima. Mér datt í hug,
að við, með allt okkar mikla
og góða graslendi, ættum að haía
mikla möguleika til slíkrar fram-
leiðslu. Og ég spurði sjálfan mig:
Getum við ekki jafnvel fram-
leitt heytöflur til útflutnings í
framtíðinni og flutt í staðinn t.
d. maís? — Það má telja upp
fjölmarga kosti við heytöflurn-
ar. Þær spara mikið geymsiu
rúm og eru að sjálfsögðu þægi-
legri og ódýrari í flutningi en
hey, sem verkað er á venjulegan
hátt. Þær' spara vinnu við fóðr-
un — og siðast en ekki sizt, er
geymsluþol þeirra allt annað og
meira en venjulegra heyja. Og ég
vil taka það fram, að hægt er
að gefa heyið eingöngu með þess-
um hætti.
Hveraorkan veitir möguleika
— Hvernig er með framleiðsl-
una, er hún umfangsmikil?
—  Nei, það er ekki hægt að
segja, að framleiðslan sé sérlega
flókin. Aðalatriðið er að ná öllu
vatni úr heyinu — annaðhvort
með guðlegri forsjón eða þá refs-
hætti nútímamenningar, segir
Hjalti og kímir. Auðvitað nota
Bandaríkjamenn það síðarnefnda
—  þ. e. a. s. vélþurrkun — og
það yrði að sjálfsögðu einnig að
gera hér, ef út í slíka framleiðslu
væri lagt.
Eg verð að segja það, að mér
þykir mikið tómlæti hafa rikt
hér um þá möguleika, sem við
höfum til að framleiða hrað-
þurrkað hey. Hér er yfrið land-
rými og nóg af grasi, og að mín-
um dómi virðist það liggja opið
fyrir að framleiða t.d. heymjöl
eða heytöflur þar sem lítið not-
uð hveraorka er fyrir hendi sem
er nokkuð víða eins og menn vita.
Hægt að lækka kjarnfóður-
kostnaðinn
Ég minntist áðan á kjarnfóður-
skortinn hér, heldur Hjalti
áfram.  Við  flytjum  árlega  inn
mikið magn af kjarnfóðri og verj
um til þess stórum fjárfúlgum.
— Það ætti að vera öllum ljóst,
sem að þessum málum starfa, að
án kjarnfóðurs getum við ekki
verið, og þar sem harla lítil lík-
indi eru til, að kornrækt í land-
inu komist nokkru sinni á það
stig, að við getum verulega á
henni byggt í þessum efnum, hefi
ég oft verið að velta því fyrir
mér, hvernig við gætum lækk-
að hinn tilfinnanlega kjarnfóð-
wkostnað. — Og ég tel mig
hafa nokkra vissu fyrir því, að
hægt væri að fá miklu ódýrara
kjarnfóður en tíðkazt hefir, með
hagkvæmari innkaupum og flutn
ingum.
I sambandi við þessar hugleið-
ingar, þótti  mér því harla  at-
Hjalti Gestsson
hyglisvert það dreifingarkerfi á
kjarnfóðri, sem Bandaríkjamenn
hafa tekið upp. Þeir fara svipað
ulls ígildi
að í því efni og hér þekkist um
benzín. — Kjarnfóðrinu er blásið
úr flutningaskipum í stóra geyma
Þaðan er því svo blásið á sama
hátt í geyma flutningabila, sem
flytja það út um sveitirnar, þar
sem það er látið í minni „tanka"
— alveg á sama hátt og gerist í
benzíndreifingunni. Bandaríkja-
menn telja sig spara um 7 doll-
ara á lestina við þetta miðað
við að sekkja fóðrið og flytja
það þannig, eins og víðast tíðk
ast.
— Álítur þú, að við eigum að
taka upp slíkt kerfi hér á landi?
-^Ég tel, að við eigurii tvímæla
laust að gefa þessari nýjung full-
an gaum. Reyndar er stofnkostn-
aður mikill við að koma slíku
dreifikerfi á fót, og kann það að
vaxa mörgum í augum — en
samt, eitthvað þessu líkt er i-
reiðanlega það, sem koma skal.
— Ég skal gjarna skýra afstöðu
mina til þessara mála dálítið nán-
ar,  heldur  Hjalti áfram.
Einn draugur —
Segja má, að einn draugur hafi
lengst af fylgt íslenzkum land-
búnaði — það er fóðurskortur-
inn, og fábreytni fóðursins, þótt
ástandið í þeim efnum hafi raun-
ar nokkuð batnað á síðustu ár-
ÞAÐ var einn af hinum örfáu
góðu þurrkdögum þessa sláttar.
Allir kepptust við sem bezt þeir
gátu frá morgni og fram á nótt,
því að það er nú svo, að þrátt
fyrir allar vélarnar er heyskapur
inn erfiður, þegar viðrað hefur
eins og í sumar. Þá má enginn
sem í sveit býr eta letinnar brauð.
En þennan bjarta og blessaða
þurrkdag er bóndinn staddur
inni í bæ af einhverri tilviljun
kl. 7, þegar útvarpið fer að þylja
þingfréttir.
— Já, það er þing núna, segir
bóndinn, eins og hann átti sig
ekki á því, og honum finnst það
óeðlilegt að vera að halda þing
um hásumarið, sjálfan bjargræð-
istíaiann. — Og svo bætir hann
við: Skyldi bændunum ekki leið-
ast að sitja á þingi, ef það koma
margir svona góðir dagar. — Ekki
var nema eðlilegt að bóndanum
yrði þetta að orði.- — Hann hefur
vitað sem var, að engum bónda
mundi líða vel, sem væri hindrað
ur eða tafinn frá að stunda hey-
skapinn þegar mest liggur við —
eins og á góðum þurrkdögum um
hásiáttinn.
Annars eru það ekki margir
bændur sem tefjast frá heyskapn
um við þingsetu. Ætli það séu
nema fjórir eða fimm af þeim,
sem kosnir voru i vor, sem bú-
skap stunda og munu þeir ekki
í annan tíma hafa verið færri á
Alþingi. Fyrir rúmum fimmtíu
árum fóru fram kosningar til Al-
þingis. Þá var kosið um uppkast-
ið, sem frægt er orðið, enda hef-
ur oft verið til þeirra kosninga
vitnað síðan. Af þeim sem þá
voru kosnir munu nú vera tveir
á lífi. Annar þeirra er bóndi —
Jón Jónsson á Hvanná. Hann var
kjörinn þingmaður Norður-Múla
sýslu ásamt Jóhannesi Jóh., bæj-
arfógeta á Seyðisfirði. Auk Jóns
á Hvanná voru sjö bændur kosn
ir á þing árið 1908. Þá voru þing
menn 34 (auk hinna 6 konungs-
kjörnu), svo að hlutur bænda-
stéttarinnar á því þingi var ekki
lítill miðað við það sem síðar hef
ur orðið. — Það er að vísu ekki
nema eðlilegt að bændum á þingi
fari fækkandi. Með vaxandi bæj-
um og þéttbýli er sá hluti þjóð-
arinnar sífellt að verða minni,
sem í sveitum býr. Hinsvegar er
þessi þróun ekki æskileg — ef
þróun skyldi kalla — og hver
verður hlutur bændastéttarinn-
ar og sveitafólksins á Alþingi í
framtíðinni — með hinni nýju
kjördæmaskipun? Harðla lítill —
og sífellt minnkandi munu þeir
segja, sem mest hafa á móti henni
barizt og séð hafa á henni flesta
annmarka.
91
Það skal maður samt vona, að
ekki rætist sú illspá, að sveitirn-
ar haldi ekki sínum hlut og sín-
um áhrifum á Alþingi samanbor-
ið við aðrar stéttir eins og þær
hafa gert hingað til. Reynslan
mun sýna á hvern veg þetta verð-
ur. En þegar kjördæmin eru orð-
in það stór, að 2—3 þingmenn
verða þar fyrir hvorn hinna
stærri flokka, er ekki ólíklegt að
þeir kappkosti að láta þá vera
fulltrúa bæði fyrir sveitir og
sjávarsíðu. Flokkarnir munu
fljótlega finna það, að kjósenda-
fylgið er í hættu ef bóndinn og
borgarbúinn fá ekki báðir að
koma fram sínum sjónarmiðum á
vettvangi stjórnmálanna. Það hef
ur alltaf verið stefna Sjálfstæðis-
flokksins, að láta sjónarmið
beggja þessara aðila njóta sín.
Stétt með stétt hefur frá upp-
hafi verið kjörorð hans. Hin
nýju, stóru kjördæmi veita betra
svigrúm fyrir þessa æskilegu- og
raunar nauðsynlegu samvinnu
stéttanna á stjórnmálasviðinu,
heldur en fengist hef^ur hingað
til.
Það er því ekki ólíklega til
getið hjá andstæðingum Sjálf-
stæðisflokksins, að réttlátari og
sanngjarnari kjördæmaskipun
verði beinlínis til þess að auka
fylgi hans, jafnframt því sem
fylgi hans meðal þjóðarinnar fær
nú betur að njóta sín á þingi. Ein
hlægilegasta „röksemdin" gegn
leiðréttingu á kjördæmaskipun-
inni hefur verið sú, að á henni
muni Sjálfstæðisflokkurinn einn
græða. Fátt sýnir betur rökþrot
þeirra, sem gerðust til þess að
verja vonlausan og rangan mál-
stað. Það er svo sem ekki verið
að hugsa um hvað sé rétt skipan
og í samræmi við kröfur tímans,
heldur aðeins hitt: Hvaða flokk-
ur græðir og hver tapar! Þarna
Framh. a bls. 12
um, t. d. með aukinni votheys*
gérð. En samt getum við á engaa
hátt, eins og nú horfir málum,
komizt af ári innflutts kjarnfóð-
urs, eins og ég sagði áður —
þótt nokkuð megi draga úr notk-
un þess, svo sem með því aS
gefa síldar- og fiskimjöl og fóð-
urkál — svo og með skynsam-
legri beit á ræktað land. — Hitt
er svo annað mál, að enn kunna
að finnast þær jurtir hér á landi,
sem meira eða minna leyti geta
komið í stað innflutts kjarnfóð-
urs. Og ég tel einmitt mjög mik-
ilsvert að sérfróðir menn séu
fengnir til þess að leita slíkra
nytjaplanta hér. — En eins og
málin standa nú verður að leggja
áherzlu á að draga úr þunga þess
bagga, sem kjarnfóðurkaupin eru
bændum. Og eitt af því, sem til
greina kemur á því sviði er ein-
mitt dreifingakerfi í líkingu við
það, sem ég nefndi hér áðan.
Aukin trú á íslenzkan landbúnað
— Segðu mér að lokum, Hjalti,
hvernig finnst þér íslenzkur land
búnaður standast samanburð við
það sem gerist í Bandaríkjunum?
— Ef til vill hefir það verið
mesti ávinningurinn fyrir mig
persónulega af þessari Banda-
ríkjaför, að trú mín og álit á ís-
lenzkum landbúnaði er meiri eft-
ir en áður. —• Þótt Bandaríkja-
menn standi framarlega að ýmsu
leyti og hafi betri aðstöðu á
margan hátt, sakir síns háþró-
aða iðnaðar og tækni, erum við
engir eftirbátar þeirra á mörg-
um sviðum. Og eitt hefir okkar
land fram yfir þeirra og flest
önnur — grasið. Bezta hey
bandarískra bænda er eins og
groddinn hjá okkur.
Ég er áreiðanlega ekki einn um
þá skoðun, að varla finnist nokk-
urs staðar betra gras til fóður-
framleiðslu en á íslandi. — Við
verðum aðeins að hafa legu lands
ins í huga og gera okkur ljósa
grein fyrir möguleikum þess —
að það er fyrst og síðast gras-
land, kannski hið bezta í heimi
— þá höfum við traustan grunn
að byggja landbúnað okkar á.
H.E.,
Franski vísindamaðu] ínn Cou-
steau, sem í tvo áratugi hefur
farið um Suðurhöf á rannsóknar
skipinu Calypso og rannsakað
lífið á hafsbotni, hefur fundið
upp mörg tæki, til að gera mann-
inum kleift að ferðast um neðan-
sjávar. Eins og sýnt var í ágætri
kvikmynd, sem sýnd var í Trípoli
bíó fyrir nokkru, voru það hann
og samstarfsmenn hans sem fyrst
ir fóru að kafa með súrefnisdunka
á bakinu og blöðkur á fótunum,
en   kafarabúningslausir.   Þeir
bjuggu sér líka til farartæki til
að þjóta á neðansjávar o. fl. Nú
hefur Cousteau látið búa til
„syndandi disk", í líkirgu við
fljúgandi diskana, sem svo mik-
ið er um rætt, og munu menn,
hans geta farið niður á 500 m
dýpi í diskunum og unnið í 20
tíma að rannsóknum á dýralíf-
inu í sjónum, með því að horfa
út um gluggana og kvikmynda
þaðan. Diskurinn verður nú tek-
inn með á rannsóknarskipinu
Calypso til rannsókna við strend
ur Bandaríkjanna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20