Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Miðvikudagur 26. ágúst 1959
MORCVWntAÐIÐ
13
Hlustað á útvarp
tJR ýmsum áttum nefnist þáttur
er Sveinn Skorri Höskuldsson
hefur séð um í sumar. Þáttur
þessi er svipaður öðrum, sem áð-
ur hafa verið fluttir, t. d. þeim,
er Sigurður Benediktsson sá um
í vetur. í júní og júlí skrifaði ég
ekki um útvarpið og hlustaði þá
mjög sjaldan á þessi viðtöl
Sveins Skorra. Á sunnudaginn
talaði hann um hvalstöðina hjá
Þyrli og átti viðræður við menn
þar, t. d. framkvæmdastjórann,
Loft Bjarnason. Meira hefði mátt
gera úr þeim samtölum, en þó
var fróðlegt að heyra um þessa
atvinnugrein frá fyrstu hendi,
frá mönnum er stjórna verkum
þar í Hvalfirði. Aðalgallinn á
þessum samtölum eru, að allt of
miklu er blandað inn í þau af
alls konar músík og glamri,
nægilegt fyrir af slíku í útvarp-
inu, áður.
1 Röddum skálda 16. þ. m. var
farið með tvo sögukafla og ljóð
eftir Loft Guðmundsson. Lang-
bezt voru kímniljóðin sem Bryn-
jólfur Jóhannesson las ágætlega
vel. Sjálfur las höfundurinn upp
úr síðustu bók sinni, Gangrimla-
hjólinu. Sagði hann á undan
lestrinum, að bókin væri ekki
vel fallin til upplesturs í útvarpi
(kaflar úr henni) og var það
vissulega rétt. Ég hef ekki lesið
þessa bók Lofts og komst að
engri niðurstöðu af því að heyra
hann lesa þessa kafla úr henni.
Sigvaldi Hjálmarsson, frétta-
stjóri, talaði Um daginn og veg-
inn mánud. 17. þ. m. Hann kvaðst
vera á móti því að fjölga þing-
mönnum, syo sem nú á að gera.
Meðal annars vantar rúm í þing-
húsinu. Spáir hann nýjum álög-
um um næstu áramót vegna báta
flotans er muni þurfa hærri
styrki, en síðgr í erindinu kvaðst
hann þó voriTÍ að skatta og tolla
þyrfti ekki að hækka. — Hér
hafa, sagði hann, allir nóg að bíta
og brenna, en farsæld og ham-
ingja manna fer ekki eftir því.
Meiri og meiri kröfur gerðar. —
I>að er skortur á þegnlegri skyldu
að gera sér ekki fulla grein fyrir
viðhorfum í stjórnmálum áður en
menn ganga að kjörborði. Allir
þekkja hávaða og skammir í
stjórnmálaumræðum í útvarpi og
á fundum. Aftur á móti er oftast
kurteislega talað í sölum Al-
þingis þótt stundum sjóði þar
upp úr einnig. Kjósendur vilja
heldur fólegar umræður, skamm-
ir eru aðeins til ills eins . . . .
Stundum lofa stjórnmálamenn
meiru en þeir efna. Þessi loforð
eru lítils virði þeim til fram-
dráttar, því kjósendur vita að
þau eru kosningabrella. Hótanir
eru kannske betri en loforð sem
á að svíkja. Bezt að segja um-
búðalaust hvað gera þarf, jafn-
vel þótt það komi óþægilega við
menn. Kjósendur meta þá hrein-
skilni  síðar  ___  Ræðumaður
kvaðst vænta þess, að nú eftir
haustkosningarnar yrði tekið
fyrir aS gera úr garði nýja
Btjórnarskrá fyrir lýðveldið;
þetta tæki nokkurn tima, en yrði
að gerast sem fyrst og vanda vel.
Hann tók upp orð gamals manns,
eem sagt hafði, að aldrei væru
norrnal tímar, alltaf einhver
vandamál að kljást við og leysa
.... Aríðandi e'r að spara og
fara vel með eigur sínar og ríkis-
iris og sveitanna. Gallinn sá, að
of margir vilja að aðrir spari —
en þeir sjálfir þurfi þess ekki.
Það verður að vera hagstætt hlut
fall milli tekna og eyðslu. Menn
verða að*miða eyðslu við tekjur,
ríki, sveitafélög og einstakling-
ar. — Þetta er útdráttur úr því
er Sigvaldi sagði.
Kirmir og raunvísindi nefndust
tvö erindi er Sigurður Pétursson,
gerlafræðingur, hefur flutt. Hon-
um þykir allt  of lítið  kennt í
skólum vorum af því er hann
hefnir gagnleg fræði, svo sem
stærðfræði og náttúrufræði, en
of mikið af málum og fleiri alm.
fræðum, svo sem sögu, landa-
fræði. Telur hann að mjög ætti
að auka náttúrufræðikennslu og
stærðfræði þegar frá barnaskól-
um, sleppa heldur jafnvel móður
málskennslu. Ég er hræddur um
að hér séu ekki allir á sama máli.
Margir skólamenn, svo sem t. d.
Jónas Jónsson frá Hriflu, hafa í
útvarpi talað um vankanta á nú-
verandi kennslukerfi. Ég efast
um að stóraukin stærðfræði-
kennsla yrði vinsæl, fjöldi ungl-
inga eiga erfitt með að læra þá
námsgrein, enda nú orðið notað-
ar reiknivélar, víðast, allt upp í
hinar hraðvirku og voldugu vél-
ar, sem stærstu vísindastofnanir
verða að nota til útreikninga í
mörgum greinum, t. d. við veður-
spár. Ræðumaður er alger raun-
vísindamaður, virðist hann lítt
hrifinn af skáldskap, a. m. k. nú-
tímaskáldskap né svonefndum
hugvísindum. Vil ég ekkert um
þessi mál dæma að svo stöddu.
•
Að tjaldabaki, þáttur Ævars
Kvarans, var að vanda vel flutt-
ur og athyglisverður. Var hann
um konu eina, erlenda, er ratað
hafði í raunir og glatað gleði
sinni og trú á lífshamingju. Af
tilviljun tók hún að senda mun-
aðarlausu barni hluta af litlum
tekjum, en barn þetta hafði orðið
fyrir barðinu á bölvun stríðsins.
Smátt og smátt fór konan að
hjálpa fleiri allslausum börnum
og vegna þessara góðgerða vann
hún smátt og smátt aftur lífs-
gleði og ánægju.
Guðmundur Daníelsson flutti
hressilegan ferðaþátt frá Amer-
íku og fróðlegan.
Sigurður Sigurðsson, sá er oft
talar um íþróttir í útvarpinu og
allra  manna  bezt  lýsir  knatt-
spyrnuleikjum, talaði um Olafs-
hátíð þeirra í Færeyjum. Fylgdi
því allmikil sönglist eða rímna-
kveðskapur, sem Færeyingar
syngja með hringdönsum sínum.
Ólafur Gunnarsson frá Lóni
talaði um bæinn Álasund í Nor-
egi. Merkilegt var samtal hans
við bankastjóra einn riorskan.
Kom í ljós í því samtali að
bankastjóri þessi telur ýmislegt
eða jafnvel flest það, sem hér á
íslandi eru talin bjargráð fyrir
sjávarútveginn mjög skaðlegt, t.
d. uppbætur og margs konar
styrkir. Er skoðun þessa fjár-
málamanns mjög gagnstæð því í
flestu sem okkar fjármálamenn
hafa talið heppilegast fyrir at-
vinnureksturinn og einnig í
skattamálum. Þó má fremur
segja alþingismenn en fjármála-
menn, því Alþingi ber ábyrgð á
þessu. Þá sagði bankastjóri þessi
að margar byggðir í Noregi, af-
skekktar, færu í eyði og það
engu síður þótt dýrir vegir væru
lagðir til þeirra.
Leikritið Næturævintýri eftir
Sean O'Casey, þýtt af Hirti Hall-
dórssyni, var ágætlega skemmti-
legt. Var þýðingin fjörug og leik-
arar fóru prýðilega með þennan
meinlausa og snjalla gamanleik.
Þorsteinn Jónsson.
Samkomur
Fíladelfia
Frank Mangs talar á samkomu
í Fíladelfíu í kvöld og annað
kvöld kl. 8,30. Aðeins þetta tæki
færi að heyra Frank Mangs nú.
Kristniboðssambandið
Almenn samkoma í kvöld kl.
8,30 í Kristniboðshúsinu Betaníu,
Laufásvegi 13. Ástráður Sigur-
steindórsson, skólastjóri og Ólaf-
ur Ólafsson, kristniboði talar. —
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Almenn samkoma.
Boðun fagnaðarerindisins að
Hörgshlíð 12, Reykjavík, kl. 8 í
kvöld.
Saumastúlkur
geta fengið atvinnu í Kópavogi
Uppl. í síma 18777.
Afgreiðslustúlka
óskast.
Aðeins vön kemur til greina.
Uppl. ekki í síma
Gardínubúðin
Laugavegi 28
Til sölu
6 herb. íbúð á 2. hæð, ásamt bílskúr, selzt fokhelt.
Upplýsingar í síma 2-20-28 eftir kl. 19.
Stúlkur
hélzt vanar saumaskap
óskast strax.
Skóverksmiðjan  Þór  hf.
Skipholti 27 — Sími 22450
Raöskona
vön matreiðslu, hreinleg og reglusöm, óskast sem
fyrst til að taka að sér húshald og mötuneyti á Suður-
nesjum. Tilboð merkt: „Hreinleg—4840", leggist
inn á afgr. Mbl. fyrir 1. sept. n.k
N. F. L. R.
RÁÐGERIR
skemmti- berja- og grasaferö
um næstu helgi, ef næg þátttaka fæst. Uppl. í síma
13687 næstu daga kl. 4—8 s.d. Tilkynna þarf þátt-
töku fyrir fimmtudagskvöld n.k.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa
Egilskjör
Laugavegi 116
Verkamenn
Nokkra verkamenn vantar strax við byggingavinnu.
Löng vinna. Upplýsingar hjá
BRAGA SIGURBERGSSYNI sími 32320
Góð íbúð
Góð 3—4 herb. íbúð óskast til leigu frá 1. okt. n.K.
Þrennt fullorðið í heimili, góð umgengni og algjör
reglusemi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m.
merkt: „Góð íbúð—4833".
íbúðir til sölu
Fokheldar íbúðir eða lengra komnar til sölu í 4ra
hæða sambýlishúsi. Húsið stendur í Háaleitishverfi.
Upplýsinga gefnar í síma 32190 í kvöld og næstu
kvöld frá kl. 17,30 til 21.
Til sölu eru nú þegar 1000 tunnur
af góðri beitusíld.
HÓLANES  H. F.  Skagaströnd
sendisveinn
óskast strax
Hringbraut 49
|   Simi 15300
I   Ægisgötu 4
Iðnverkamenn
og hjálparmenn við
.BLIKKSMlÐI
óskast
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20