Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						VEDRID
BreytUeg átt — léttskýjað.
184. tbl. — Miðvikudagur 26. ágúst 1959
íslenzka grasið
Sjá grein á bls. 11.
Undanfarið hefur Langalína, sem nú heitir Faxafarður, verið rifin og 'endurbyggð. Fremsta
hluta bryggjun'nar ér lokið og sésf hér er verið var að lyfta ryðguðum bitum úr bryggjunni í
gxr. Myndin er tekin skömmu áður en eldur tom upp í olíuleiðslum undir bryggjunni.
Eldur í olíuleidslu
viohöfnina  *
Ljósm.: Öl. K. Magnússon.
KLUKKAN 19,14 í gærkvöldi
var slökkviliðið kvatt niður
að höfn, en þar var eldur laus
í olíu nokkru norðan við
hegrann. Olíuleiðslur liggja
vestur með Faxagarði og hafa
þær verið notaðar til að flytja
olíu um borð í skip, sem við
bryggjuna hafa legið.
Nú er unnið að því að fjar-
lægja olíuleiðslurnar og í gær
voru menn að verki með log-
suðutæki, en svo illa vildi til
að eldur komst í olíuna og
lagði mikinn reyk af. Unnið
Knattspyrna
— myrkraverk
KR og Fram léku í íslands-
mótinu í gærkvöldi á Laugar-
áalsvellinum. Úrslit urðu þau
xö KR sigraði með 1 marki
gegn engu og mega það teljast
sanngjörn úrslit eftir tækifær-
um.
Um leikinn verður rætt síð-
ar hér á síðunni. En það kom
í Ijós í leiknum að fullkomin
óhæfa er að byrja leik kl. 8
vegna myrkurs undir leikslok.
Nú vildi svo heppilega til í
gærkvöldi, að bjart var yfir.
í þungbúnu veðri og kannski
rigningu yrði óforsvaranlegt
að leika. Hvorki áhorfendur
eða Ieikmenn gera sér fulia
grein fyrir gangi leiksins.
Kunnur stuðningsmaður Kft
kallaði líka í gærkvöldi. „KR
ingar, skjótið í myrkrinu". Og
mark KR kom heklur ekki
fyrr en G mín. fyrir Ieikslok
er hálf skuggsýnt var orðið.
En skot Þórólfs var gott og ill
verjandi — jafnvel í birtu.
En krafan er að leikurinn
sem auglýstur hefur verið í
kvöld kl. 8, verði færður fram
og hefjist kl. 7,30. Annað er
óforsvaranlegt. Knattspyrna á
ekki að vera neitt myrkraverit
— A. St.
er við lagfæringar á þessum
bryggjuhluta og var lítill við-
ur í námunda við eldinn og
tókst slökkviliðinu því að
hefta útbreiðslu hans á
skömmum tíma.
Nokkur síldveiði
fyrir Austf jörðum
NESKAUPSTAÐ, 25. ágúst. —
Hingað komu nokkrir bátar í dag.
Fengu þeir afla út af Gerpi um
40 sjómílur. Gullfaxi kom hing-
að með 500 mál. Ólafur Magnús-
son með fullfermi og Hafrún með
200—300 tunnur í salt. Sigrún er
væntanleg hingað með 100 mál
og rifna nót.
Veður var sæmilegt á miðunum
í dag og horfur á áframhaldandi
veiði. — Axel.
TIL Eskifjarðar komu Pétur Jóns
son með 700 mál, Svanur rneð
400—500 tunnur í salt og Heimir
var á leiðínni með 700 tunnur.
Síldarverksmiðjan á Eskifirði
getur ekki tekið á móti meiri síld
sem stendur og síldarsöltunar-
stöðin getur tekið á móti mjög
takmörkuðu magni. Síldin er
mjög misjöfn. N hægviðri var
á miðunum en þungur sjór.
Rumlega milljón
flugfarþegar yfir
Atlantshafið
Á SÍÐASTLIÐNU ári höfðu 15
flugfélög fastar áætlunarferðir
yfir Atlantshaf til Bandaríkjanna
og fluttu samtals rúmlega eina
milljón farþega. Af þeim fluttu
Loftleiðir tæp 2% og var ellefta
félagið í röðinni. Sætanýtingin
var aftur á móti bezt hjá Loft-
leiðum, eða tæp 72%. BOAC er
.æst að sætanýtingu með 68%.
Pan American flutti flesta far-
þega eða 278 þúsund.  SAS  var
íjórða í röðinni með 193 þúsund
farþega.
Keflavík
FULLTRÚARÁÐ  Sjálfstæð-
isfélaganna í Keflavík held
ur áríðandi fund í Sjálfstæð
ishúsinu í kvöld kl. 8,30.
53 ára trésmiður
lýkur Viðeyjarsundi I
I GÆRKVÖLDI klukkan 10,25
lauk 53 ára gamall trésmiður hér
í bæ, Guðjón Guðlaugsson, Við-
eyjarsundi. Hann lagði úr Viðey
klukkan 8 og synti ósmurður í
8 stiga heitum sjónum. Sér til
fylgdar hafði hann björgunar-
þátinn Gísla J. Johnssen. Guðjón
hefur  um  nokkurra  ára  skeið
Friðrik Ölafsson
f er utan í dag
í DAG heldur Friðrik Ólafsson
stórmeistari utan, áleiðis til
Júgóslavíu, þar sem hann mun
taka þátt í hinu svonefnda
kandidatamóti. Honum til aðstoð-
ar við keppnina verður Ingi R.
Jóhannsson. Einnig verður með
í förinni Freysteinn Þorbergs-
son, sem mun annast fréttasend-
ingar til blaða og útvarps hér
heima. Mótið fer fram í þremur
borgum. Fyrstu umferðirnar
verða tefldar í bænum Blede í
N-Slóveníu og hefst keppni þar
hinn 6. sept. Síðan heldur mótið
áfram í borginni Zagreb og lýk-
ur því sVo í Belgrad. Mótið mun
standa til 31. okt.
Lítill togaraafli
ÍSAFIRÐI, 25. ágúst. — Afli tog-
aranna héðan hefur verið lítill
að undanförnu. Verið er að landa
úr Sólborgu um 160 lestum af
karfa, sem veiddur var við Vest-
ur-Grænland. f síðustu viku lagði
ísborg á land 168 lestir af karfa
og hafði sá afli fengizt við Ný-
fundnaland.
Héðan voru lengst af gerðir út
5 bátar á síld og eru þeir flestir
hættir veiðum og komnir heim.
stundað sund og synti meðal ann-
ars úr Engey inn á Reykjavíkur-
höfn skömmu fyrir stríð.
Maður særðist
af skoti í f yrrinótt
Á FJÓRÐA tímanum í fyrrinótt
var vart við stórmeiddan mann
í Hljómskálagarðinum. Lögregla
og sjúkralið voru þegar kvödd
á vettvang, og við nánari eftir-
grennslan fannst skotvopn við
hlið mannsins og einnig fundust
nokkur skot í vösum hans. Hafði .
maðurinn skotsár á höfði. Var
hann þegar fluttur í Slysavarð-
stofuna og síðan í Landakotsspit-
ala og var hann rænulaus, þegar
þangað kom en í gserkvöldi var
hann kominn til meðvitundar og
líðan hans tekin að skána. Mun
pilturinn hafa komizt yfir skot-
færið í sýnlngarglugga verzlun-
arinnar Goðaborg við Freyju-
götu. Hann er 22 ára gamall og
hefur átt við sjúkleika að stríða
að undanförnu.
Flestir Eyjabátar
komnir heim
VESTMANNAEYJUM, 25. ágúst.
— Svo sem kunnugt er af fyrri
fréttum hér í blaðinu fóru alls
35 bátar héðan á sildveiðar fyr-
ir Norðurlandi. Flestir þessara
báta eru nú komnir heim af síld-
veiðunum eða eru á heimleið. Á
heimleiðinni fengu þeir bátar,
sem komu austan fyrir land,
mjög slæmt veður og týndu tveir
þeirra hringnótabátum sínum á
leiðinni.        ¦— Bj. Guðm.
?:-*v:"*v*v':'v' :
w*.
Belgiska skipið, N. E. Van Haverbeke í Reykjavikurhöfn í
Uðar á skemmtigöngu í borginni.
gær. Til hliðar sjást nokkrir sjó-
J-.jósm.: Ól. K. Magnússoo.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20