Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 1
JMwamnMfi' 24 s?9u?< 46. árgangur. 194. tbl. — Sunnudagur 6. september 1959 Prentsmíðja Morg mblaðsins Átökin í Laos: Þrjár herfylkingar kommún- ista á leið til Sam Neua VIENTIANE, 5. september (Reu- ter). — Her Laosstjórnar hefur orðið var við þrjár herfylkingar kommúniskra uppreisnarmanna á leið til borgarinnar Sam Neua, samkvæmt fregnum frá norð- austurhluta landsins í dag. í fregnunum var einnig tekið fram, að öflugasti herflokkurinn væri nú innan 12—15 mílna frá borginni, og búizt væri v:ð barðri árás innan tíu daga. Hélt herflokkur þessi áfram för sinni f áttina frá ánni Ma tii norðurhluta borgarinnar, þar sem Pathet Lao uppreisnarmenn, stuðningsmenn kommúnista, yfir buguðu hermenn Laos stjórnar í fimm varðstöðvum síðastliðinn föstudag. Fámennari herflokkar nálguðust borgina frá norð-aust ur Laos. Því er stöðugt haldið fram, að Pathet Lao njóti stuðn- ings kommúnista í Norður-Viet- nam, og ennfremur hafa opin- berir starfsmenn í Laos sakað stjórn Norður-Vietnam um að hafa lagt til herlið í hina sex vikna gömlu innrás. Brezkir þotuflug- menn gera kaup- kröfur LONDON, 5. sept. (Reuter). — Flugmönnum brezka flugfélags ins BOAC voru í dag gefin fyrir- mæli um að fljúga ekki Boeing 707 farþegaþotum fyrir lægri laun en 6,000 sterlingspund á ári. Þetta hefur verið ákveðið í sam tökum þeirra flugmanna, sem starfandi eru hjá brezkum flug- félögum, og munu þeir ekki byrja að fljúga Boeing 707 far- þegaþotum fyrr en samningar um kaupgreiðslur hafa tekizt. BOAC hefur pantað 15 farþega þotur og á afhending þeirra að hefjast í desembermánuði næst- komandi. Alvoilegoi nfleiðingai VÍN, 5. september. — Fjögur dauðsföll fylgdu í kjölfar þeirrar ákvörðunar Elfriede Taeubl, að yfirgefa elskhuga sinn, húsamálarann Karl Rauscher, að því er hermt er í lögregluskýrslu, sem kunn- gjörð var hér í dag. — Elfriede sagði, að hún gæti ekki leng- ur hugsað sér að búa í sömu ibúð og Rauscher, 43 ára gam all, og fráskilin eiginkona hans. Hún tók því saman fögg ur sínar og hélt á brott. En þá skaut húsamálarinn hana, þar sem hann kom að henni með barnþeirraí fanginu.Hann réði sér síðan bana sjálfur. — Eftir að þessir atburðir höfðu skeð, fór lögreglan til föður Elfriede 71 árs gamals. Þegar þangað kom fundu þeir gamla manninn og vinkonu hans lát- in, og gáfu þá yfirlýsingu að Rauscher hefði skotið þau i svefni. Uggvænlegt ástand I Sam Neua er fólk mjög ugg- andi og í gær voru ýmis her- gögn flutt þaðan loftleiðis til þeirra átta herdeilda sem annast varnirnar umhverfis borgina. Stjórn Laos hefur neitað því, að hún hafi ekki lengur samband við svæðin norður af Sam Neua, en fregnir hafa borizt frá Muong Ngoi um enn frekari aðgerðir uppreisnarmanna. Er þetta norður af Louang Prabang, þar sem stjórnarher- menn urðu að yfirgefa eina varð stöð. Loks er frá því skýrt í 01 litil jóin- tjaldstónlist SAMKVÆMT fregnum frá Berlín flúði fjögurra manna danshljómsveit ásamt fjöl- skyldum hljómsveitarmamia til Vestur-Þýzkalands á dög- unum, eftir að hafa verið bann að að leika þar opinberlega í heilt ár, sökum þess að þeir léku of mikið af vestrænni tónlist. — Hið útbreidda blað „Bild Zeitung“, sem frá þessu skýrði, upplýsti jafnframt, að opinbe.rir eftirlitsmenn hefðu fundið út að hljómsvejtin léki aðeins 27% af uustrænni tón- list á móti 73% af vestrænni danshljómlist — í staðinn fyr- ir þau 60% af austrænni og 40% af vestrænni, sem stjórn- arvöldin hafa ákveðið. Afleið- ingin var tvær sektir og bann í eitt ár. Þetta varð til þess að hljómsveitarstjórinn, Wolf gáng Aschmann, ákvað að flýja. fregnum, að uppreisnarmenn hafi leitað liðsauka hjá Kha-ætt- flokknum í fjallahéruðum í norð austurhluta landsins. Hernaðaraðstoð til Laos Síðari C-47 flutningaflugvélin af tveim, sem bandaríska stjórn- in hefur látið Laos stjórn í té, er væntanleg hingað á morgun. Auk þess er búizt við 4 eins- hreyfils könnunarflugvélum frá Thailandi. Gaitskell og Bevan í Moskvu MOSKVU, 5. sept. (Rjeuter). _ Leiðtogar brezka Verkamanna- flokksins, þeir Hugh Gaitskell og Aneurin Bevan, ræddu í dag við forvigismenn stofnunar þeirrar í Sovétríkjunum, sem hefur með alþjóðleg efnahagsmál og sam- skipti við aðrar þjóðir að gera. í gær gengu þeir á fund Krúsjeffs í Kreml og ræddu við hann í þrjár og hálfa klukkustund. Gufubor ríkisins og bæjarins að borun í Hengli, en þar eða í Krísuvík mun hin væntanlega gufurafstöð rísa. Óeirðir á fundi dr. Verwoerd PJETEMARITZBURG, 5. sept. — (Reuter). — L J Ó S slokknuðu, vatni var sprautað yfir fundarmenn og þrír slökkviliðsbílar voru gabb- aðir á vettvang, þegar dr. Ver- woerd forsætisráðherra hélt ræðu á fundi hér í dag. Fyrir óeirðum þessum stóð fjöldi manna, sem safnast hafði saman á áheyrnarpöllunum, þegar forsætisráðherrann ávarp- aði .flokksmenn sína, sem um þessar mundir eru að hefja kosn- ingabaráttuna. Höfðu nærstaddir ýmsa fleiri óknytti í frammi. 1 ræðu sinni leitaðist dr. Ver- woerd einkum við að verja stefnu flokks síns í kynþátta- málunum. Gufurafstöð reist hériendis Djupboranir í Reykjavík Nýtt hraðamet DC-8 LONDON, 4. sept. — Farþega- þota af gerðinni Douglas DC-8 flaug í dag án viðkomu niilli Los Angeles og Lundúna á nýj- um mettíma, 10 stundum 42 mín. Meðalhraðinn á leiðinni var 625 mílur á klst.. NÝLEGA fregnaði Morgun- blaðið að til mála kæmi að flytja gufubor ríkisins og bæj arins, sem undanfarið hefur unnið að borunum í bæjar- landinu, að Reykjum í Mos- fellssveit. Blaðið sneri sér því til Gunnars Böðvarssonar, verkfræðings, forstöðumanns iarðhitadeildar raforkumála- stjórnar, og innti hann frétta af borunum þeim, sem unnið hefur verið að undanfarið, svo og væntanlegum framkvæmd um. Fara upplýsingar Gunnars hér á eftir: Gufubor ríkisins og bæjarins byrjaði að bora í Reykjavík í maí 1958, og hefur borað svo að segja sleitulaust í bæjarlandinu síðan, að undanteknum tíma, sem hann var við borun í Ölfisdal, en þar var borað eftir gufu. Auk þess hefur borunin legið niðri í tvo mánuði vegna viðgerða og skiptingar á vindu. Eins og flestum er kunnugt var sett ný vinda í borinn < júní- mánuði og eru nú möguleikar að bora með honum niður í 2400 m dýpi. Borinn hefur alls borað 14 hol- ur og samanlögð dýpt þeirra er 11000 metrar. Af þessum holum eru 10 holur í bæjarlandinu og er samanlögð dýpt þeirra 8650 metrar. Meðalafköst borsins hafa reynzt 850 metrar á mánuði, sem er nokkru meira en gert var ráð fyrir í byrjun. í þessu sambandi verður einnig að taka tillit til þess, að holurnar eru frekar grunnar og tíminn, sem fer í flutninga milli staða, er þvl til— tölulega langur. Raunveruleg af- köst, þegar borinn vinnur, eru um 50 metrar á dag og hefur hann jafnvel komizt upp í 120 metra á dag. Nú er unnið að borun á homi Hátúns og Nóatúns og er sú hola komin niður í 1470 m dýpt, en gert er ráð fyrir að bora hana niður í 2400 m dýpt. Heitt vatn Framh. á bls. 23. Sunnudagur 6. september Efni blaðsins m.a.: Bjartsýni (Kirkjuþáttur). Við túngarðinn. Kirkjugluggarnir í Skálholti. Fólk í fréttunum. Forystugreinin: — Herhlaup kommúnista. Slagur um heimssýningu. (Ut- an úr heimi). Reykjavíkurbréf. Kvenþjóðin og heimilið. Bls. 3: — 6 — 8 — 10 — 12 — 13 — 15 Öryggisráðió ræbir ástandið í Laos — Kemur saman i dag eða á morgun LONDON, 5. septémber. í NEW YORK eiga sér nú stað viðræður með það fyrir augum að kalla Öryggisráðið saman til sérstaks fundar á morgun eða mánudaginn, til þess að fjalla um ástandið í Laos. — Að ráði Hammarskjölds Það var Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri S. þ., sem lagt hefur til, að fundur þessi verði hajdinn. Hann hefur verið á ferðalagi um Suður-Ameríku að undanförnu, en stytti för sína og er nú á leið til New York aftur. • 1 boðskap Laos stjórnar til S. þ. í gær var þess óskað, að öryggislið yrði þegar sent á vett- vang, til þess að stöðva svívirði- legar árásir frá Norður-Vietnam, eins og komizt var að orði. Álit manna 1 Washington hafa nokkrir Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.