Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1959, Blaðsíða 2
2 MORCVNBTADIÐ Sunnudagur 8 .nðv. 1959 Um 1000 manns hafa komið á málverkasýningu Veturliða Gunnarssonar í Listamannaskálanum. Hefur listamaðurinn nú selt rúmlega 40 myndir. t kvöld kl. 11 lýkur sýningunni. — Þessi mynd var tekin af Veturliða á sýningu sinni. Frestskosningar í Hornafirði HÖFN, Hornafirði, 7. nóvember: — Á morgun fara fram prests- kosningar í Bjarnanespresta- kalli í Hornafirði. Kosið verður milli tveggja umsækjenda, guð- fraeðikandidatanna, Odds Thorar ensen og Skarphéðins Pétursson- ar. Kosið er í þremur sóknum, Bjrananess-, Hafnar- og Stfafells sókn. Á kjörskra eru 500 til 600 manns. — Gunnar. Gabbaði maður slökkviliðið? LáUST fyrir klukkan 1 í nótt, rufu „'sírenur" slökkviliðsbílanna næturkyrrðina í norðanverðum Vesturbænum. Kall hafði komið frá brunaboðanum á horni Rán- argötu og Framnesvegar.Þetta var þegar til kom gabb. Lögreglan var kvödd á staðinn og hóf hún þegar leit. Sporrækt var. Eftir nokkra stund hafði lögreglunni tekist að finna á Vesturgötunni ungan mann. Var hann handtek- iim og fluttur á lögreglustöðina og settur í samband við þetta mál. Síðdegis í gær hafði rann- sóknarlögreglan ekki fengið í hendur skýrslu um handtöku mannsins. Af þeim sökum lá það ekki fyrir hvort tekizt hafi að ná í mann þann, sem gabbaði hafði slökkviliðið. Bílastæði ÞESS mun sksmmt að bíða að lagt verði bann við því að bílum sé lagt við Smiðjustíg- inn, á milli Hverfisgötu og Lind- argötu. Er stígur þessi mjög mjór, en er óspart notaður sem bíla- stæði. Samþykkti bæjarráð að mæla með tillögu umferðarnefnd ar að banna bílastöður á stígn- um. Veitingaleyfi Á FUNDI bæjarráðs á föstu- daginn, samþ. það að mæla með því að veita tveim einstakling- um veitingaleyfi hér í bænum. Ingólfi Péturssyni og Jóhönnu B. Sigurðardóttur. Hafði veitinga- leyfisnefnd fjallað um málið og jagt til að leyfið yrði veitt. Tónleikar kamm- ermúsíkklúbbsins í DAG kl. 3, heldur Kammer- músikklúbburinn sína 5. tónleika í samkomusal Melaskólans. Leik- ur þar strengjasveit undir for- ystu Björns Ólafssonar. Á efnisskránni eru: Concerto Grosso No. 8 í G-moll, eftir A. Corelli, jólakonsert fyrir 2 ein- leiksfiðlur, einleikscelló, sembal og strengjasveit . Þá verður Brandenborgarconsert no. 4 í G- dúr fyrir einleiksfiðlu, tvær flautur, sembal og strengjasveit eftir J. S. Bach. Afvinna Oss vantar lagtækan mann til að annast viðhald, endurnýjun og eftirlit á farþegarými flugvéla félags- ins. Væntanlegir umsækjendur sendi skriflegar um- sóknir er greini aldur og fyrri störf, fyrir 15. nóv. næst komandi. Aðalfundur Austfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldinn í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 15. nóv. kl. 2.30 Venjuleg aðalfun ^ s’-örf. Stjórnin Fiskaflinn meiri en í fyrra í SKÝRSLU frá Fiskifélagi ís- lands um fiskaflann segir, að í septemberlok hafi heildaraflinn verið rúmlega 487,600 tonn. Þar af hafi samanlagður afli togar- anna og bátanna verið orðinn 327.694 tonn, en sildaraflinn er tæplega 160,000 tonn. Miðað við aflann á sama tíma í fyrra, er um að ræða aflaaukn- ingu, er nemur um 6,300 tonnum Við sundurliðun aflans kemur í ljós, að mest hefur veiðzt af þorski eða yfir 200 þúsund tonn. Næst kemur karfinn, tæplega 86 þúsund tonn. Þorskaflinn er nokkru minni í ár en í fyrra, en karfaaflinn nokkru meiri. Mest af fiskinum hefur farið í hraðfrystingu, eða rúmlega 200 þúsund tonn. Til söltunar hafa Hafsteinn Aust- mann sýnir að Týsgötu 1 LISTVERZLUN Guðmundar Árnasonar, Týsgötu 1 sýnir um þessar mundir listaverk eftir Hafstein Austmann, listmálara í húsakynnum sínum, en verzlunin hefur tekið upp þá nýbreytni, að hafa eingöngu til sýnis lista- verk eftir einn listamann í senn. Stendur hver sölusýning í 10 daga. Hafsteinn Austmann sýnir að þessu sinni 20 vatnslitamynd- ir, sem hann hefur unnið í sum- ar. Hann hélt síðast sjálfstæða sýningu í fyrra í Listamannaskál anum, en tók aulj þess þátt í Norrænu listasýningunni í Odense í vor og samsýningu fé- lags íslenzkra listamanna í Lista- mannaskálanum nýverið. í DAG er sjötugur Sveinn Þórð- aarson, fyrrum bóndi og hótel- eigandi.Hann er fæddur að Höfða í Höfðahverfi og ólst þar «pp í föðurgarði, en foreldrar hans voru merkishjónin Guðrún Sveinsdóttir og Þórður Gunnars- son. Árið 1912 kvæntist Sveinn Sigurlaugu Vilhjálmsdóttur frá Nesi í Höfðahverfi. Hófu þau svo búskap þar og bjuggu þar til 1928, að þau fluttust hingað til bæjarins. Fyrstu árin vann Sveinn við verzlunarstörf og bankastarf, en 1935 keypti hann Hótel Gullfoss og rak það í 8 ár. Síðan hann hætti hótelrekstri sínum, hefur hann unnið skrif- stofustörf, bæði hjá bæjarfélag- inu og hjá útgerðarfélagi Akur- ! eyringa hf. frá stofnun þess. I Sveinn Þórðarson er vinsæll maður, enda vinmargur. Hann hefur verið góður og nýtur starfs maður að hverju starfi, sem hann hefur gengið, hvort heldur hann hefur verið sjálfs sín húsbóndi, eða unnið hjá öðrum. Hann er traustur maður, árvakur, skap- fastur og samvizkusamur. Heimili þeirra hjóna hefur jafnan borið 1 af að glæsi- og myndarbrag. Er farið tæplega 63 þúsund tonn, og til herzlu tæp 40 þúsund tonn. Bætt flugvéla- afgreiðsla í Straumfirði KAUPMANNAHÖFN, 7. nóv. — Að undanförnu hafa fulltrúar dönsku og bandarísku stjórnar- innar ræðzt við um framtíð flug stöðvarinnar við Syðri-Straum- fjörð á vesturströnd Grænlands. — Þar hafa Bandaríkjamenn her bækistöðvar, en flughöfnin er einnig notuð af farþegaflugvélum á leið frá N-Evrópu til N-Ame- ríku. Þetta eru aðallega banda- rískar flugvélar og vélar SAS. Að þessu sinni var aðallega fjallað um tilhögun í sambandi við lendingar farþegaflugvéla á flugvellinum, en engin breyting gerð á samningi Bandaríkja- manna og Dana frá 1951 um bandarískar herstöðvar í Syðri- Straumfirði. Mun ráðgert að bæta sem bezt úr hvað afgreiðslu farþegavéla snertir í samvinnu við bandaríska herinn. 16. UMFERÐ ensku deildarkeppn innar fór fram í gær og urðu úrslit leikjanna þessi: 1. deild: Birmingham — Luton ............ 1:1 Burnley — Woiverhampton ....... 4:1 Chelsea — Blackburn ........... 3:1 Leeds — Arsenal ................ 3:2 Leicester — Sheffield W....... 2:0 Manchester U. — Fuiham ........ 3:3 Newcastle — Everton ........... 8:2 Preston — N. Forest............ 1:0 Tottenham — Bolton ............ 0:2 W. B. A. — Blackpool .......... 2:1 West Ham — Manchester City .... 4:1 2. deild: Bristol City — Portsmouth ..... 2:0 Cardiff — Swansea ............ 2:1 Charlton — Sunderland ......... 3:1 Derby — Leyton Orient ......... 1:1 Huli — Bristol Rovers ........ 3:1 Liverpool — Aston Villa ....... 2:1 Middlesborough — Huddersfield 1:0 Plymouth — Lincoln .......... 0:2 Rotterham — Brighton ....„..... 1:0 Scunthorpe — Stoke ............ 1:1 Sheffield U. — Ipswich ........ 1:0 Að 16 umferðum loknum er staðan þessi: 1. deild (efstu og neSstu liSin) Tottenham 16 8 6 2 36:19 22 West Ham 16 8 5 3 31:20 21 ekki vafi að margir muni hugsa þangað með hlýhug á sjötugs- afmæli húsbóndans. —vig. Myndu fylla í mar gar síður Þ A Ð myndi fylla margar síður í Dagbókinni, ef við skrifuðum niður allar þær kærur, sem okkur hafa bor- izt í dag, vegna snjókasts stráka og annara óláta barna í snjónum. Eitthvað á þessa leið fórust stöðvar- manninum á lögreglustöð- L inni orð í gær við Mbl. En það voru einnig mikl- ar annir hjá lögreglunni vegna fjölda bílaárekstra á hálkunni. Slys höfðu ekki orðið á fólki. Um fiádegisbilið var fjögra ára snáði fluttur í | slysavarðstofuna. Hafði i hann verið á sleða og orðið J fyrir bíl og hldtið höfuð- J högg og áverka undan I högginu. I Á förum til Bandaríkjanna ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrir frá þvi í gær, að Helgi Þorsteinsson, for- maður stjórnar HÍS og Olíufé- lagsins hf., og Vilhjálmur Jóns- son, núverandi framkvæmda- stjóri félaganna, séu á förum til Bandaríkj anna. Preston 16 9 3 4 34:27 21 W olverhampton 16 9 2 5 46:33 20 Burnley 16 9 2 5 35:30 20 Blackpool 16 4 4 8 21:28 12 Everton 16 4 4 8 26:33 12 Birmingham 16 3 5 8 21:29 11 Luton 16 2 5 9 13:29 9 2. deild (efstu og neðstu liðin) Aston Villa 17 10 5 2 29:15 25 Cardiff 16 10 5 1 33:20 25 Rotherham 16 8 6 1 31:21 22 Middlesborough 16 8 4 4 34:?2 20 Bristol City 15 5 1 9 22:30 11 Derby 16 4 3 9 24:37 11 Plymouth 16 3 4 9 21:36 10 Hull 16 3 3 10 15:40 9 Portsmouth 16 2 4 10 17:33 8 Einmuna tíð SEYÐISFIRÐI, 7. nóv. — Ein- munatíð hefur verið hér undan- farið, og er enn fært öllum bílum yfir Fjarðarheiði, sem er alveg snjólaus. Er það mjög óvenjulegt um þetta leyti árs. Þrír bátar hafa róið héðan með línu í haust, og hafa þeir fiskað sæmilega, 10 —14 skippund í róðri. Saltsíldin — um 4000 tunnur, sem salt- aðar voru hér í sumar — er ekki enn farin héðan, en búizt er við að hún verði flutt til Rússland og Finnlands fyrir mánaðamót næstkomandi. Vegna þess hvað tíðarfar hér hefur verið gott, er enn unnið að húsbyggingum, og atvinna af þeim sökum nægileg. Sakamálaleikurinn „Músagildran“ hefur gengið mjög vel hjá Leikfélagi Kópavogs og verður 10. sýning á leiknum nk. þriðju- dag. — Agatha Christie er mjög vinsæll höfundur hér á landi og er ekki að efa að aðdáendur hennar hafi hug á að sjá „Músagildruna". — Myndin er af Birni Magnússyni og Arn- hildi Jónsdóttur í hlutverkum sínum. Sveinn Þórðarson 70 ára Enska knattspyrnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.