Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fimmtudagur 3. des. 1959

MORCTINMAÐIÐ

Islenzk frímerki

í fána d afmælistertu Sir Winstons Churchills

Afmæliskakan vóg  80 pund

AÐ MORGNI 30. nóvember

stauluðust tveir menn með

80 punda rjómatertu upp

tröppurnar á bústað Sir Win-

stons Churchills í London.

Þetta var afmælisterta gamla

mannsins á 85 ára afmælis-

degi hans. Henni fylgdi heilla-

óskir frá 130 forsætisráðuneyt-

um og efnið í henni var frá

jafnmörgum löndum. Frá ís-

landi komu bananar. Tildrög

þess eru sem hér segir.

í ágústmánaði barst eftir-

farandi bréf til ráðuneytis-

stjórans í íslenzka forsætis-

ráðuneytinu frá bakara einum

í London:

„Við mvmdum verða yður

ákaflega þakklátir ef þér gæt-

uð lagt fyrir forsætisráðherr-

ann ráðagerð okkar í sam-

bandi við afmælisköku handa

Sir Winston Churchill. Sir

Winston verður 85 ára 30.

nóvember næstkomandi. Við

höfuð í mörg ár orðið þess

heiðurs aðnjótandi að vera

falin gerð afmælistertunnar,

sem búin er til handa Sir

Winston samkvæmt gamalli

venju.

I ár er ráðgert eftirfarandi:

Að fá 28 gr. af efni í kökuna

frá hverju landi í heiminum.

Þó að hægt sé að fá allt sem

með þarf hér í landi, er það

hugmyndin  að  þetta  magn

komi frá upprunastað hvers

efnis og sé sent sérstaklega

til okkar í þessum ákveðna

tilgangi.

Þá stingum við upp á að

hverjum pakka fylgi heilla-

óskabréf til Sir Winstons. Og

úr frímerkjunum á hverjum

pakka verður búinn til lítill

fáni á kökuna, sem komið

verði fyrir á undirstöðu með

áletruðu nafni viðkomandi

lands.

Meðfylgjandi bréf verður

sett í upplýsta skjalamöppu

með skreyttri forsíðu og verð-

ur hún einnig færð afmælis-

barninu.

Ef eitthvað verður eftir af

ChurchiH settist á þing

árið 1900

efninu, verða búnar til úr því

tertur og sendar á barnaspít-

ala og munaðarleysirrgahæli á

jólunum."

Síðan komu þakklætis- og

kurteisisorð og að lokum neð-

anmáls beiðni um að leyndar-

málsins verði vandlega gætt,

svo blöðin kæmust ekki í það,

og tertan geti komið Sir Win-

ston Churchill á óvart.

Ráðuneytið sneri sér til

Unnsteins Ólafssonar, skóla-

stjóra Garðyrkjuskólans, sem

útvegaði ísl. banana, sem síð-

ar voru sendir á ákvörðunar-

stað gegnum ísl. sendiráðið í

London. Þannig stóð á því að

Islendingar áttu hlutdeild í

þessari afmælisgjöf og heilla-

óskum til hins aldna stjórn-

málamanns. Ennfremur má

geta þess að Ólafur Thors for-

sætisráðherra sendi afmælis-

barninu heillaóskaskeyti á af-

mælisdaginn.

Rauf fjögurra ára þögn

Sir Winston var hinn hress-

asti á afmælisdaginn. Hann

fékk morgunverðinn í rúmið

og las blöðin áður en hann fór

á fætur. Þegar hann kom nið-

ur, streymdu að heillaóska-

bréf og afmælisgjafir. Þar

biðu hans afmælisóskir frá

drottningunni, frá Macmillan,

Eisenhower forseta o. fl.

Fæstir þingmenn eyða

sjálfsagt merkilegum afmæl-

isdögum sínum í þingsölunum,

og allra sízt deginum sem þeir

verða 85 ára gamlir. En Sir

Winston Churchill lét sig ekki

vanta. Hann gekk inn í þing-

salinn kl. liðlega 15. Um leið

og hann settist í sæti sitt á

fremsta bekk kváðu við fagn-

aðaróp.

Foringi stjórnarandstöðunn-

ar, Hugh Gaitskell, reis á fæt-

ur og óskaði gamla manninum

til hamingju með afrnælið og

Butler, forseti neðri deildar,

tók undir þær óskir. Þá greip

Sir Winston um stólarmana og

reis hægt á fætur.

Það var dauðaþögn er hann

sagði klökkum rómi: „Má ég

lýsa því yfir að ég þakka ósk-

ir beggja aðila". Þetta þótti

merkur viðburður, því Chur-

chill hafði ekki tekið til máls

í þingdeildinni síðan 31. marz

1955, þegar hann sem forsæt-

isráðherra svaraði fyrirspurn-

um um innanríkismál.

Sir Winston tók fyrst sæti á

þingi árið 1900, þá 25 ára

gamall.

Gamlan kempan hin

hressasta

Um kvöldið sat Churchill

afmælisveizlu ásamt fjöl-

skyldu sinni. Þar voru dóttir

hans og tengdasonur, Christo-

pher Soams hermálaráðherra,

Randolph sonur hans og Win-

ston yngri, 18 ára gamall,

sonarsonur hans, sem hafði

fengið frí úr skólanum í Ox-

ford í tilefni dagsins og dótt-

ir hans, sem gift var Duncan

Sandis. En Sarah dóttir hans

virti einkunnarorð leikara:

„Sýningin verður að halda

áfram" og lék á frumsýningu

í Leeds þetta kvöld. Einnig

vantaði yngri barnabörnin,

sem ekki var boðið í þessa

veizlu fullorðinna.

Var haft á orði að Sir Win-

ston, þessi gamla kempa, hefði

verið hinn hressasti er veizl-

unni lauk.

Gísla Sveinssonar

minnzt á Alþingi í gær

ER FUNDUR hafði verið

settur í Sameinuðu Alþingi í

gær, tók forseti Sameinaðs

þings, Friðjón Skarphéðins-

son, til máls ,og mælti á þessa

leið:

Gísli Sveinsson fyrrum sendi-

herra og alþingisforseti andaðist

í Landsspítalanum í fyrradag,

mánudaginn 30. nóvember, tæpra

sjötíu og níu ára að aldri. Við

fráfall hans á þjóð vor á bak að

sjá merkum embættis- og stjórn-

málamanni, sem vann henni af

heilum hug á löngum æviferli.

Gísli Sveinsson fæddist 7. des-

ember 1880 á Sandfelli í Öræfum.

Foreldrar hans voru Sveinn Ei-

ríksson prestur þar og alþingis-

maður og kona hans, Guðríður

Pálsdóttir prófasts og þjóðfund-

armanns í Hörgsdal Pálssonar. —

Hann lauk stúdentsprófi í Reykja

vík árið 1903 og embættisprófi

í lögum við Kaupmannahafnar-

háskóla 1910. Á háskólanámi sínu

gerði hann nokkurt hlé sökurn

heilsubrests á árunum 1906—1907,

dvaldist þá á Akureyri og var um

skeið settur bæjarfágeti þar og

sýslumaður Eyjafjarðarsýslu. Að

námi loknu var hann yfirdóms-

lögmaður í Reykjavík og sinnti

þeim störfum fram til 1918. —

Sýslumaður í Skaftfellssýslum

var hann meginhluta ævi sinnar,

á tímabilinu 1918—1947, og bjó í

Vík í Mýrdal. Á árinu 1947 var

hann skipaður sendiherra íslands

í Noregi með aðsetri í Osló, og

gegndi hann því embætti fram á

árið 1951, er hann lét af störf-

um sökum aldurs. Upp frá því

átti hann heimili í Reykjavík og

vann að ýmsum hugðarmálum

sínum.

Skólaár Gísla voru miklir um-

brotatímar í íslenzkum þjóðmái-

um. Á fyrsta háskólavetri hans

var náð merkum áfanga í sókn

þjóðarinnar fram til sjálfstæðis,

er ísland fékk heimastjórn. En

baráttunni var haldið áfram, og

Gísli Sveinsson skipaði sér ó-

trauður þar í fylkingu, sem fyllst

ar kröfur voru gerðar um skilnað

við Dani og algert sjálfstæði

landsins. Á Hafnarárum sínum

gekk hann í lið með þeim, sem

flytja vildu starfsemi Hins ís-

lenzka bókmenntafélags að fullu

heim til íslands, og sótti það mal

til sigurs. Á Akureyri var hann

ötull samherji Guðmundar Hann-

Tjósmyndarar sátu um Churchill-hjónin á 85 ára afmælis-

degi Sir Winstons

tssonar í sjálfstæðisbaráttunni,

og varð þeim gott til liðs. Fram

undan voru miklir sigrar, og jafn

an var Gisli Sveinsson framar-

lega í fylkingu þeirra, sem unnu

að sjálfstæði landsins og stóðu

um það vörð.

Þegar Gísli Sveinsson kom

heim að loknu námi, hafði hann

getið sér orð fyrir framgöngu

sína í sjálfstæðisbaráttunni. Upp

frá því voru honum falin mörg

trúnaðarstörf fyrir land og þjóð

jafnframt embættisstörfum.Hann

var ráðinn málaflutningsmaður

Landsbanka íslands 1912—1918,

skipaður í milliþinganefnd um

Flóaáveitu 1916 og í milliþinga-

nefnd um bankamál 1937, en

fékk lausn úr henni. Hann átti

sæti í landsbankanefnd   1934 —

1945, var kosinn í dansk-íslenzku

ráðgjafarnefndina 1938 og í milli-

þinganefnd um póstmál 1943.

Hann var formaður milliþinga-

nefndar um stjórnarskrármáHð

1942—1947, og átti sæti í Alþing-

issögunefnd, meðan hún starfaði,

1943—1956. Hann vann mikið

starf að málum hinnar íslenzku

þjóðkirkju, sat í kirkjuráði frá

stofnun þess, 1931, var forgöngu-

maður og forseti almennra

kirkjufunda og tók sæti á hinu

nýstofnaði kirkjuþingi 1958

Hann var formaður Félags her-

aðsdómara 1941—1947 og heiðurs

forseti þess síðan. Á Alþingi átti

hann sæti á árunum 1916—1921

og 1933—1947, sat á 27 þingum

alls og var lengst af þeim tíma

Framh. á bls 18.

Til að sanna ástríka

samvinnu

Alþýðublaðið ræðir fyrir

skömmu hina nánu samvinnu

kommúnista og Framsóknar-

manna og kemst þá m. a. að orði

á þessa leið:

„Við nefndakjör í efri deild

Alþingis á dögunum höfðu Fram-

sóknarflokkurinn og Alþýðu-

bandalagið sameiginlegan lista.

Flokkarnir uppskáru ekkert hag-

ræði af þessu fyrirkomulagi,

kosningarnar hefðu farið ná-

kvæmlega á sama veg með sér-

stökum listum þeirra i kjöri. Til-

gangurinn var því ekki að bæta

aðstöðu Framsóknarflokksins eða

Alþýðubandalagsins og klekkja

á einhverjum öðrum. Hann var

allt annar og miklu göfugri. Þessi

háttur var aðeins á hafður til að

sanna þjóðinni ástríka samvinnu

Framsóknarflokksins og Alþýðu-

bandaiagsins og vekja kjósendum

þeirra vonina um, hvað koma

skuli. Sennilega þarf ekki Einar

Olgeirsson að skrifa Hermanni

og Eysteini pólitískt bónorðsbréf

fyrir næstu kosningar með sama

áframhaldi. Tilhugalíf Framsókn

arflokksins og Alþýðubandalags-

ins virðist í fullum gangi."

Fá engar upplýsingar!

„Stjórnarandstæðingar fá eng-

ar upplýsingar um ástand efna-

hagsmálanna. Þinginu er engin

skýrsla gefin um það, bara Varð-

arfélaginu".

Þessi klausa stendur í forystu-

grein Timans í gær. Aumingja

Framsóknarmenn og kommúnist-

ar. Þeir standa eftir allt saman

uppi gersamlega upplýsingalausir

um ástandið í efnahagsmálum

þjóðarinnar. Þó er ekki nema

tæplega eitt ár liðið síðan þeir

fóru úr ríkisstjórn. Kannske að

ríkisstjórn þeirra, vinstri stjórn-

in hafi gefizt upp og hröklazt

frá völdum, einmitt vegna þess

að hana vantaði „upplýsingar um

ástandið í efnahagsmálum þjóð-

arinnar".!!

Gátu ekki komið sér

saman

Nei, ástæðan var ekki sú fyrir

falli vinstri stjórnarinnar. Hún

sundraðist vegna þess, að hún

treysti sér ekki til þess að draga

réttar ályktanir af þeim upplýs-

ingum, sem fyrir henni lágu um

ástandið í þesum málum. Flokkar

hennar gátu ekki komið sér sam-

an um nein sameiginleg úrræði i

þessum vanda, sem við var að

etja. Þess vegna fór sem fór.

Annars er óþarfi fyrir Fram-

sóknarmenn og kommúnista að

kvarta yfir því, að þeir fái nú

engar upplýsingar um ástand-

ið í efnahagsmálum landsmanna.

Bæði Ólafur Thors, forsætisráð-

herra, og Jónas Haralz ráðuneytis

stjóri hafa dregið upp glögga

mynd af ástandinu. Núverandi

ríkisstjórn mun heldur ekki

fylgja fordæmi vinstri stjórnar-

innar og dylja þjóðina hins raun-

verulega ástands í efnahagsmál-

um. Hún mun þvert á móti leggja

spilin á borðið og freista þess að

gera þjóðinni sem Ijósast, hvern-

ig viðhorfin eru í cfnahagsmálun-

um, hvaða leiðir koma þ'ar til

greina til úrbóta, og hvernig hver

einstök þeirra verkar á hag al-

mennings. Á grundvelli þesarra

upplýsinga mun síðan verða ráð-

izt í þær aðgerðir, sem nauðsyn-

legar eru til þess að ráða frara

úr þeim mikla vanda, sem vinstri

stjórnin leiddi yfir íslenzka þjóð.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20