Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1960, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. 68. tbl. — Þriðjudagur 22. marz 1960 Landlœknisembœttið 200 ára. — Sjá bls. 13. 16 ára fangelsisdómur í morðmálinu á Akranesi í SAKADÓMI Akraness er geng- inn dómur í fyrsta morðmálinu, sem komið hefur fyrir rétt þar. Hinn ákærði, Brynjar Ólafsson, var sekur fundinn um morð á Ástu Þórarinsdóttur, og var hann dæmdur í 16 ára fangelsi. Brynjar Ólafsson, sem er ætt- aður frá Siglufirði, var aðeins 22 ára gamall, er hann réði kon- unni bana. Brauzt hann aðfaranótt 30. ágúst inn í elliheimilið á Akra- nesi þar sem Ásta var vistkona, en hún var lengi búin að vera heilsutæp. Brynjar, sem var ölv- aður, réðist á Ástu þar sem hún lá í rúminu, eftir nokkra við- dvöl þar í herberginu hjá henni, Þessa mynd tok Vignir Guð- mundssson blaðamaður af skipshöfninni á Gullborginni í róðri frá Vestmannaeyjum fyrri mánudag. Vignir mun skrifa nokkrar greinar frá þessari stærstu útgerðarstöð landsins og birtist fyrsta grein hans í blaðinu í dag á bls. 10. Hofsvallaoata Þorskveiðar ndt? aíialhraul l’ FYRIR nokkru var rætt um á fundi umferðarnefndar, aðal- fcrautarrétt bíla á Hofsvallagöt- tinni. Samþykkti nefndin að leggja til að væntanlegur aðal- fcrautarréttur Hofsvallagötu endi við Túngötu, þannig að umferð tim Túngötu hafi forgang fyrir lunferð úr Hafsvallagötu eins og nú er. KEFLAVÍK, 21. marz. — Tveir litlir bátar héðan voru á sunnudaginn með 100 faðma langa og 28 faðma djúpa þorskanót grunnt í Miðnes- sjónum. Þar köstuðu þeir nót- inni á þorsktorfu og tókst þeim að ná 20 tonnum af fiski í nótina. Bátarnir heita Ver og Tjaldur og fóru þeir aft- ur út með nótina í dag. Þá hefur Mbl. sannfrétt að hinn dugmikli skipstjóri á Guð- mundi Þórðarsyni, ætli í dag að taka síldarnótina sína með er Kommar og Framsókn gerðu banda'ag um stór- telldar hœkkunartillögur Atkvæðagreiðslu um fjárlögin v/ð 2 umræðu lauk i gær í SAMEINUÐU ALÞINGI í gær voru greidd atkvæði um breyt- ingartillögur við fjárlög 1960 að lokinni annarri umræðu. Stóð atkvæðagreiðslan yfir frá kl. 2 síðdegis til kl. 7,30 með kaffi- hléi. Úrslit urðu í meginatriðum þau, 'að breytingartillögur fjár- veitinganefndar og meiri hluta nefndarinnar voru samþykktar. Af einstökum breytingartillögum voru tvær samþykktar. Tillag; frá forsætisráðherra um einnai milljón kr. framlag til stjórnar- ráðsbyggingar og tillaga frá Sig- Eldur í bílskúr í gærkvöldi í GÆRKVÖLDI var slökkvilið- ið kallað að húsinu Bræðrapart- ur við Engjaveg. Hafði kviknað þar í bílskúr, en menn voru þar inni við vinnu sína í litlum bíl. Hafði neisti frá rafsuðutæki fall- ið ofaní benzínpoll. Bíllinn sem var í skúrnum skemmdist dálít- ið. Skúrinn varð ekki fyrir telj- andi skemmdum. urði Bjarnasyni, Benedikt Grön- dal, Þórarni Þórarinssyni og Hannibal Valdimarssyni um að taka upp á 18. gr. fjárlaga 10 þús. kr. fjárveitingu til Ásmundar Jónssonar rithöfundar frá Skúfs- stöðum. Yfirleitt má segja að kommún- istar og Framsóknarmenn stæðu saman í atkvæðagreiðslunni um fjölmargar breytingartillögur til hækkunar á fjárlögum. Björn Pálsson greiddi þó atkvæði gegn nokkrum tillögum flokskmanna sinna og kommúnista. Allmargar tillögur voru teknar aftur til 3. umr. Eftir 2. umr. eru niðurstöðu- tölur á sjóðsyfirliti fjárlaga þess- ar; Inn............. 1.499.704.500 Út.............. 1.486.813.628 hann heldur út á miðin. Hefur skipstjórinn, Haraldur Ágústsson, mikinn hug á að reyna hvort takast muni að nota síldarnót- ina til þorskveiða. Báturinn, sem er útilegubátur kom í gærkvöldi Froskmaður fann lík Sigurjóns Sigurðssonar HAFNARFIRÐI — Síðastliðinn laugardags fannst lík Sigurjóns 'Sigurðssonar, Hamarsbraut 10, í höfninni í Kéflavík, en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Var það Sigurður Kristinsson, froskmaður, sem fann líkið í höfninni eftir um það bil 10 mín- útna leit. Sigurjón heit. var skipverji á vélbátnum Gylfa EA-628, sem gerður er út frá Keflavík í vet- ur. Mun hann hafa ætlað um borð í bátinn, þar sem hann íá utan á tveim öðrum bátum, en fallið þá í höfnina. Sigurjón Sigurðsson var 36 ára gamall, kvæntur og lætuí eftir sig tvö börn. Hann á aldraða for- eldra á lífi. —G.E. með um 40 tonna afla eftir 4—5 daga útivist. Kunnugur maður benti á, í sambandi við ráðagerðir Har- aldar á Guðmundi Þórðarsyni, að oft og iðulega hefðu síldarbát- ar veitt ufsa með góðum árangri. í sambandi við þorskveiðar í síldarnót, þá er það mikið atriði að loðnan komist úr nótinni. — Þessar ráðagerðir Haraldar skip- stjóra voru ræddar mjög manna á milli vestur í bátahöfninni í gærkyöldi. — Hann mun ætla að kasta í björtu í dag. Finnar konrnir á togarana ENN hefur fjölgað þjóðerni þeirri útlendra manna, sem nú starfa á togaraflota landsmanna. Fyrir nokkru komu hingað til Reykjavíkur, á einn togaranna nokkrir Finnar. Nú hefur þeim fjölgað svo, að þeir eru 10 talsins. Halda Finnarnir hópinn, eru fjór- ir á einum og sex á öðrum. Nú eru starfandi sjómenn á togurunum frá Færeyjum, Dan- mörku, Þýzkalandi, Bretlandi, Póllandi, Júgóslavíu — og nú síðast frá Finnlandi. Æ viraunir Ný framhaldssaga byrjar / dag SIGLUFIRÐI, 21. marz: — Fyrir helgina losaði vélskipið Bragi 30 tonn og M/s Margrét 98 tonn. Aflinn var unninn í frystihúsinu hér og nokkuð í skreið. Gr.afg. kr. 10.870.872 Spilokvöld ó fimmludag SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Reykjavík halda spilakvöld í Sjálfstæðishúsiíiu n.k. fimmtu dagskvöld kl. 8,30. ÆVIRAUNIR heitir nýja fram- haldssagan, sem hefst í blaðinu í dag. Hún er eftir hinn fræga franska rithöfund, Guy de Mau- passant, sem uppi var fyrir síð- ustu aldamót. Sagan fjallar um barónsdótturina Jeanne de Pet- huis des Vaud, og hefst er hún kemur úr klausturskólanum og heldur út í lífið, glöð og eftir- væntingarfull. Rekur Maupas- sant síðan ævi hennar af raun- sæi og miskunnarleysi, en frá- sagnarhæfileiki hans hrífur les- andann með sér eins og jafnan. Maupassant var fæddur í Nor- mandí árið 1850. Hann hóf ung- ur störf í flotamálaráðuneytinu, en hafði lítinn áhuga fyrir þeim og ákvað að gerast rithöfundur. Guðfaðir hans var rithöfundur- inn Flaubert, sem tók að sér að kenna unga manninum það, sem honum fanns sjálfum mest um vert fyrir rithöfund, að veita — og kyrkti hana. Ásta var 43 ára að aldri. Drápsmaðurinn var handtekinn heima hjá sér þessa sömu nótt, sofandi í rúmi sínu. Dómurinn í þessu máli gekk á fimmtudagin var. Um leið og dómurinn ákvað að fangelsisvist Brynjars skyldi vera 16 ár, var tekið fram að gæzluvarðhaldsvist hans frá 30. ágúst 1959 til dóms- dags komi til frádráttar refsingu hans. Hann var sviptur kosninga- rétti og kjörgengi og gert að greiða málskostnað allan þ. e. a. s. alls 10.000 krónur til sækjanda og verjanda. Brynjar Ólafsson var úrskurð- aður til geðheilbrigðirannsóknar, meðan á rannsókn málsins stóð, og mun að henni lokinni hafa verið úrskurðaður sakhæfur. Líklegt má telja að dómi þess- um verði áfrýjað til Hæstaréttar. Sendiráðið fær afmarkað bíla- stæði EINN af sendiherrunum hér, er með bílinn sinn á götunni, við skrifstofu sína og hefur leitað til utanríkisráðuneytisins um þetta mál. Hefur ráðuneytið snúið sér til umferðarnefndar bæjarins og beðið hana að sjá um að bíll sendiherrans fái hæfilegt pláss til þess að standa á. Hér um að ræða sendiherra Norðmanna, Bjarne Börde. Skrif. stofur sendiráðsins eru að Hverf- isgötu 45. Umferðarnefnd hefur fyrir nokkru fjallað um málið og samþykkt að mæla með því að á götunni gegnt sendiráðinu verði afmarkað eitt bílastæði til af- nota fyrir horska sendiráðið og að þetta svæði verði greinilega merkt til afnota fyrir það. Misjafn afli SANDGERÐI, 21. marz: — í gær voru 19 bátar á sjó. Var aflinn afar misjafn. Hæsti báturinn, Pétur Jónsson, var með rúmlega 30 tonn, en næsti bátur var með tæplega 14 tonn, Magnús Mar- teinsson. Minnstur afli var 2 tonn. — Axel. því að athygli, er ekki hefir verið tekið eftir áður og setja síðan fram kjarna máslsins á skýran og nákvæman hátt. í 7 ár fleygði hann næstum öllu, sem Maupas- sant skrifaði. Árið 1880 kom loks út fyrsta bók Maupassants og skömmu seinna skáldsagan „Boulé de suif“. Á næstu 10 ár- um skrifaði hann flestar smásög- ur sínar, sem flestir sem eitthvað lesa munu þekkja, og sex skáld- sögur. Eru verk hans til þýdd á næstum öll tungumál heims. I sögunum, sem Maupassant skrif- aði um 1890, var farið að bera á þunglyndi hans og byrjuninni á geðveiki sinni lýstir hann af raun sæi í „Le Horla“. Eftir misheppn- aða sjálfsmorðstilraun var hann fluttur á geðveikrahæli og lézt hann þar árið eftir. Sagan „Æviraunir", sem Mbl. birtir nú sem framhaldssögu, hefur hvarvetna hotið mikilla Guy de Maupassant vinsælda. Árið 1957 var gerð kvik mynd eftir sögunni undir stjórn Frakkans Alexandre Astrucs. Aðalhlutverkið, Jeanne, leikur hin fræga þýzka leikkona Maria Schell og mótleikari hennar er Frakkinn Christian Marquand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.