Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGVISBLAÐIÐ
Fðstudagur 1. aprll 196b
Eisenhower, Macmillan og Herter, utanríkísráðh., í Camp David.
ríkjastjórn vill tryggja að
hægt verði að ganga úr skugga
um að loforðin um að stór-
veldin sprengi ekki „smá-
sprengjur", verði haldin.
Krefst fullnægjandi eftirlits
Sagt er, að Bandaríkjastjórn
hafi lagt mikla áherzlu á rann
sóknir á staðnum, ef grunur
léki á því að tilraun hefði ver
ið gerð með smásprengju. Það
mundi auðvelda öldungadeild
inni að staðfesta sáttmálann
um bann við 'stærri tilraunum.
Engin ákvæði munu verða í
þessum sáttmála um smá-
sprengjumar, þ. e. undir 19
kilotonnum, því öldungadeild-
in er fyrirfram á móti sér-
hverju tilraunabanni, sem
ekki er undir fullu eftirliti.
En ef engin „rannsókn á
staðnum" yrði ákveðin í sam-
bandi við smásprengjurnar,
yrði erfitt að fá sáttmálann
um bann við stærri tilraunum
samþykktan í öldungadeild-
inni. Deildin mundi lýsa yfir
vanþóknun á loforðinu um
stöðvun smátilrauna væri
ekki fullnægjandi eftirlit.
Ekki bindandi fyrir eftir-
manninn.
Samkvæmt brezkum heim-
Æfluðu að rába
Krúsjeff af dögum
París, 31. marz (NTB-AFP): —
FRANSKA lögreglan hefur enn
handtekið tvo menn í sambandi
við fyrirætlanir um að ráða
Krúsjeff af dögum. Heita þeir
.Philippe Moulin, sem er 27 ára
og Jean Dominique Rossini, sem
er 29 ára. Báðir voru þeir hand-
teknir sl. föstudag í Montpellier.
Á fimmtudaginn handtók París-
arlögreglan Jean Delmas, fyrr-
veiandi liðþjálfa úr hernum, sem
kominn var til Parísar frá Mont-
auban með fulla ferðatösku af
handsprengjum. Samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar, hafði
hanm í hyggju að myrða Krúsjeff
er hann sl. föstudag fór í heim-
sókn í hús það er Lenin bjó í
meðan hann var í útlegð firá
heimalandi sínu.
Delmas, sem er meðlimur í
flokki róttækra hægrisinna, tók
þátt í stríðinu í Alsír og í Indo
Kína. Hann var handtekinn
heima  hjá  vini  sínum,  Roland
Skiiyrði Eisenhowers
við tilraunabanni
GETTYSBURG, 29. marz: —
Samkvæmt     áreiðanlegum
heimildum hér hefur það fall-
ið í skaut Breta að nálgast
Rússa með gætni og skýra fyr
ir þeim afstöðu Vesturveld-
anna eftir viðræður Maemill-
ans og Eisenhower um stöðv-
un kjarnorkutilrauna. Ein á-
stæðan fyrir þessari tilhðgun
er m. a. erfiðleikar, sem kom-
ið hafa upp í þessu sambandi
vegna sérstakra ákvæða í
stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Rannsókn á staðnum
Svo virðist sem Eisenhower
sé reiðubúinn til þess að und-
irrita sáttmála við Rússa um
bann á öllum kjarnorkutil-
raunum, sem að styrkleika eru
meira en 19 kilotonn svo fram
arlega sem jarðhræringa-mæli
kerfið, sem sérfræðingar aust
urs og vesturs komu sér sam-
an um 1958, verði sett upp
tafarlaust.
Annað skilyrði Eisenhowers
er að Ráðstjórnin fallist á, að
hvenær sem „grunsamlegra"
jarðhræringa verði vart á
mælingakerfinu fari fram
rannsókn á staðnum og hafi
ekkert ríkjanna neitunarvald
gegn slíkri rannsókn.
Vill tryggja eftirlit
Þriðja skilyrði Eisenhowers
er, að leyfð verði rannsókn á
staðnum, enda þótt hinar
„grunsamlegu" jarðhræringar
séu það vægar, að ekki gæti
verið um 19 kilotonna—
sprengju að ræða. Gegn slík-
um rannsóknum á heldur
ekki að vera hægt að beita
neitunarvaldi.
Með öðrum orðum. Banda-
ildum munu Rússar hafa orð-
að tillögu sina þannig, . að
möguleikar yrðu á „rannsókn
á staðnum", ef grunur léki að
að smásprenging hefði verið
gerð.
Þá mun Eisenhower hafa
sagt ,að hann gæti ekki bund-
ið loforðið um stöðvun smá-
tilraunanna við eftirmann
sinn í Hvíta húsinu, því kjör-
tímabil Eisenhowers rennur
út 20. janúar n.k. Rússar
lögðu hins vegar til, að loforð-
ið yrði bundið við 4—5 ár.
Nixon, varaforseti, tók þátt í
fundinum í Camp David. Það
er ekki ljóst hvort samkomu-
lagið, ef gert verður, yrði á
einhvern hátt bindandi fyrir
hann, enda þótt Nixon yrði
næsti Bandaríkjaforseti.
(Öll réttindi áskilin
— Observer).
Perier, og eru þeir báðir ákærð-
ir fyrir að hafa grafið undan
öryggi ríkisins og" fyrir að hafa
haft með höndum ólögleg vopn.
Lögreglan hefur haldið hand-
tökunum leyndum þar til nú.
Fyrr í síðustu viku handtók lög-
reglan þjón í vínstúku vi3
Champs Elysees. í tveim íbúðum,
sem hann hafði umráð yfir, fann
lögreglan einn riffil og eina hand
sprengju. Einnig fundust vopn
heima hjá þeim tveim, sem hand-
teknir voru í Montpellier.
Lögreglan fékk vitneskju um.,
fyrirætlanir Delmas þegar hann
var að hreykja sér af því í kaffi-
húsum í Montauban að hann ætl-
aði sér að gera heimsókn Krús-
jeff sögulega. Var haft eftirlit
með honum frá því hann kom til
Parísar með ferðatöskuna fulla
af handsprengjum.
Delmas var handtekinn þegar
hann fór til húss Lenins til að
undirbúa árásina.
Silfurtún verBi löggiit
sem verzlunarsvœði
—  Alþingi
Framhald af bls. 1.
felldur niður, en frádráttur fyrir
börn og skylduómaga hækkaður
úr 4500 krónum í 10 þús. kr. fyrir
barn.
Lög þessi skulu koma til fram-
kvæmda við álagningu tekju- og
eignaskatts fyrir skattárið 1959.
Bráðabirgðabreyting  á
útsvarslögum
í athugasemdum við frum-
varp um bráðabirgðabreyting á
útsvarslögum segir, að vegna
breytinga á lagaákvæðum um
tekjuskatt sé óhjákvæmilegt að
gera nú þegar breytingar á á-
kvæðum um niðurjöfnun útsvara,
sem m. a. tryggja að sveitarfé-
lögin gangi ekki lengra en góðu
hófi gegnir í því að taka til sín
í útsvörum þær lækkanir, sem
verða á tekjuskattinum. Verkefn-
ið hafi þó verið umfangsmeira en
svo, að nefndin, sem að því vann
gæti skilað viðunandi fullnaðar-
tillögum um tekjustofna sveitar-
félaga nú þegar. Því hafi af-
greiðslu endanlegra tillagna ver-
ið frestað að svo stöddu, en í stað
þess lagt til að gerðar yrðu bráða
birgðabreytingar á útsvarslögun-
um.
Helztu nýmæli frumvarps-
íns eru þau, að lögbinda regl-
uí um álagningu útsvaranna.
Lagt er til, að lögfestar verði
þrennskonar reglur. Fyrir
Reykjavík, fyrir aðra kaup-
staði og í þriðja lagi fyrir
hreppana. Er þar um að ræða
samræmingu á álagningar-
reglum, sem hafa verið býsna
frábrugðnar í hinum ýmsu
sveitarfélögum. Þá er í frum-
varpinu lagt til að takmörk
verði sett fyrir því, hve há
útsvðrin megi vera, en jafn-
framt gert ráð fyrir aukafram
lagi úr jöfnunarsjóði eftir
nánar settum reglum, ef upp-
hæð útsvara samkvæmt fjár-
hagsáætlun fæst eigi, sé farið
eftir reglunum.
Greidd útsvör dragast
frá tekjum
Útsvör skal miða við hreinar
tekjur og eign samkvæmt skatt-
skrá. Útsvör síðastliðins árs
skulu dregin frá tekjum, ef þau
hafa verið greidd sveitarsjóði að
fullu fyrir áramót næst á undan
niðurjöfnun. Lagt er til að sam-
vinnufélög greiði útsvör af veltu
eða umsetningu jafnt vegna fél-
agsmanna og utanfélagsmanna,
eftir sömu reglum og kaupmenn
sama staðar, þó ekki af arði af
viðskiptum félagsmanna.
Breytingar á lögum um
Jöfnunarsjóð
f  tillögum  ríkisstjórnarinnar
Frá Alþingi
í GÆR var útbýtt á Alþingi frum
varpi frá Matthíasi Á. Mathiesen
um löggildingu á verzlunarstað
við Arnarnesvog í Garðahreppi
í Gullbringusýslu. Er frv. flutt
samkv. ósk sveitarstjórans í
Garðahreppi, Þórðar Reykdal, en
fyrir liggur hreppsnefndarsam-
þykkt, þess efnis að verzlunar-
svæði verði löggilt við Arnar-
nesvog. Svæðið, sem um ræðir,
er Silfurtún og nágrenni, en það
hefur byggzt mjög á undanförn-
um árum og eru þar nú tæplega
700 manns.
Takmörk hins fyrirhugaða
verzlunarsvæðis eru sem hér
segir samkvæmt hreppsnefndar-
samþykktinni:
Að norðan: Arnarnesvogur. Að
vestan: Úr Arnarnesvogi með-
fram austur- og norðurbrúnum
Gálgahrauns og Garðahrauns í
Engidal að vörðu í hraunbrún-
inni   milli   Hafnarfjarðar   og
Reykjavíkur. Þaðan bein lína i
Hádegishól. Þaðan bein Hna að
markalínu Hofstaða og Silfur-
túns, þar sem hún kemur að Víf-
ilsstaðávegi. Síðan eítir þeim
mörkum að Arnarneslæk til
sjávar.
Dagskrá Alþingis
í DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis. Fjögur
mál eru á dagskrá efri deildar:
1. Tekjuskattur og eignarskattur,
frv. 1. umr. 2. Kornrækt, frv. 3.
umr. 3. Útevör, frv. 1. umr. 4.
Sala lands í Vestmannaeyjum í
eigu ríkisins og eignarnámsheim-
ild á lóðar- og erfðafesturéttind-
um, frv. 1. umr.
Á dagskrá neðri deildar eru 7
mál: 1. Skipun prestakalla, frv.
2.  umr. 2. Umferðarlög, frv. 2.
umr. 3. Útsvör, frv. 1. umr. 4.
Jöfnunarsjóður, frv. 1. umr. 5.
Reykjanesbraut, frv. 1. umr. ".
Ábúðarlög, frv. Frh. 1. umr. 7.
Ættaróðal og erfðaábúð, frv. 1.
umr.
í efnahagsmálum er gert ráð fyr
ir því að veruleg upphæð af sölu-
skatti renni til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaganna. Er því óhjá-
kvæmilegt að gera nú þegar
gagngerðar breytingar á gildandi
lagaákvæðum um Jöfnunarsjóð-
inn. í 1. gr. frumvarpsins um Jöfn
unarsjóð segir, að ríkissjóður
greiði Vs hluta söluskatts til Jöfn
unarsjóðs sveitarfélaga, þó eigi
lægri fjárhæð en 56 millj. kr. á
ári.
Þessum tekjum Jöfnunar-
sjóðs skal úthlutað til sveitar-
félaganna í réttu hlutfalli við
íbúatölu hvers sveitarfélags 1.
desember árið á undan, þó
þannig, að ekkert sveitarfélag
fái hærra framlag en nemi
50% af niðurjöfnuðum útsvör-
um sl. ár.
Hlutverk  Jöfnunarsjóðs
í frumvarpinu segir, að hlut-
verk Jöfnunarsjóðs sé auk þess,
sem áður greinir, að greiða úr
fjárhagserfiðleikum sveitarfél-
aga, að leggja út greiðslur þær
á milli sveitarfélaga, sem rikis-
sjóður ber ábyrgð á samkvæmt
framfærslulögunum, að greiða
aukaframlag til þeirra sveitar-
félaga, sem ekki fá nægileg út-
svör álögð, að styrkja tilraunir
til að koma betra skipulagi og
meira samræmi í framkvæmdir
sveitarmálefna ok samstarf sveit
arfélaga.
fNAIShnúlar
S SVSOhnúlar
X Snjákoma
V7 Stiirir
% Þrumur
//, /feqn-\
V/sratV
KuUaskil
Hilaskil
H Hai I
L'Lm9»\
Hafísbeltið vio Grœnland og Jónsmið
ENN setur Atlantshafslægðin
svip sinn á kortið og veðrið.
Lægðin þokast norðureftir og
myndar austanstreng við suð-
urströnd Islands, svo veður-
hæð er orðin 6—8 vindstig í
grendinni við Eyjar. í dag er
15 stiga frost í Goosa Bay, en
14 stiga hiti í París.
Við austurströnd Grænlands
er sýnt hafísbeltið eftir ný-
legum heimildum. Næst landi
eru hafþök . (þéttstrikuð), en
utar er sundurlaust ísrek
(deplar). Hringurinn sunnan
við ísjaðarinn sýnir nokkurn
veginn hvar Jónsmið eru.
Veðurhorf ur kl. 22 í gærkv.:
SV-mið: Hvass austan, rign-
ing með köflum. SV-land,
Faxaflói og Faxaflóamið:
Austan-gola fram eftir nóttu,
en stinningskaldi á morgun,
dálítil rigning. Breiðafjörður
til Norðurlands og Breiðafj.-
mið til norðurmiða: SA-gola,
bjartviðri. NA-land, Austfirð-
ir, norðausturmið og Austfj.-
mið: Hægviðri, þoka á annesj
um og til hafsins. SA-land og
SA-mið: Vaxandi austanátt,
allhvasst vestan til á morgun,
sums staðar rigning eða þoku-
súld.
s
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24