Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 1. apríl 1960
MORGVlVnT AÐlÐ
10 0 0 0 0 0 0-- 0 0 0 0 00 0* 0+
¦
4
Við
grunn
•
ÆINN stærsti húsgrunnur,
sem tekinn hefur verið í
Reykjavík, stendur iu'i nær
tilbúinn undir steypuvinnu
og blasir við frá Suður-
landsbraut, þá er ekið er á
brún Laugardals. Þetta er
grunnur hins mikla sýning
ar- og íþróttahúss, sem
Reykjavíkurbær, sýningar
samtök atvinnuveganna,
íþróttabandalag Reykjavík
ur og Bandalag æskulýðs-
stærsta húss h öfuðborgarinnar
mannvirki
I
fl
ff
0M
félaganna í Reykjavík
standa að og verða mun
mesta bygging höfuðborg-
arinnar.
1c Við grunninn
f gær bauð byggingarnefnd-
in ýmsum forráðamönnum
ofangreindra samtaka ásamt
blaðamönnum að skoða þenn-
an mikla gíg þar sem stór-
hýsið á að rísa og var um leið
skýrt frá fyrirkomulagi þess
og framtíðarskipulagi um-
hverfis það.
Á barmi hins mikla grunns
dró Gísli Halldórsson arkitekt
upp skipulagsuppdrátt af
svæði umhverfis hina miklu
byggingu og lýsti staðháttum
á þessa leið.
Lokið er við að grafa grunn
aðalhússins og áliru* úr því
fyrir búningsklefa. Grunnur
aðalhússins er 3200 fermetrar
að stærð og búningsklefanna
420 fermetrar. Þetta verður
fyrsti áfangi byggingarinnar.
Síðar meir er gert ráð fyrir
álmu með veitingasal er rúma
á á fimmta hundrað manns
og verður 360 fermetra
að flatarmáli og loks kem-
ur eldhúss- og skrifstofu-
bygging, samtals 360 ferm. að
stærð.
Úr grunni fyrsta áfanga, þ.
e. aðalsýningar- og íþrótta-
hússins ásamt- búningsher-
bergjaálmu, er búið að ryðja
10 þúsund rúmmetrum af
jarðvegi og hefur orðið að
sprengja allmikið. Þó verður
ekki kjallari nema undir háifu
^úsinu.  Má  af  þessu  marka
»0*0*0*0*0*0*m0**0*0*0»0*0+0*0*0*0+0*0*0immm*0&^^^t0**'
hversu  gífurlegt
þarna ris.
Á svæðinu austur af grunn-
inum verður ætlað rúm fyrir
atvinnuvegina til að byggja
sýningarskála er þurfa þykir,
allt að 8 talsins. Þar verður
og stórt opið svæði til land-
búnaðar- og annarra sýninga.
Svæðið sem undir allt þelta
fer er 10—11 hektarar. Þar við
bætist að milli íþróttahússins
og leikvangsins í Laugardal
verða gerð bílastæði fyrir 2500
bíla sem verða sameiginieg
fyrir völlinn og höllina. Þau
taka 7—8 hektara lands svo
alls má segja að undir sýn-
ingar- og íþróttahúsið fari um
20 hektarar, þó hluti þess sé
sameiginlegur með leikvang-
inum
Byggingar í fyrsta áfanga,
sýningar- og íþróttahöllin
ásamt búningsklefaálmuverða
samtals um 60 þús. rúmmetr-
ar.
->k Nýjung í ísl. byggingum
Þak hins mikla sýningar-
og íþróttahúss verður nýjung
' byggingum hér á landi. Eftir
ítarlegar athuganir hefur orð-
iS að ráði að steypa það. Verð
ur það hvolfþak, tvibogið og
þykkt plötunnar 10—12 cm.
Hefur þessi byggingarmati
gefið góða raun erlendis en
verður nýjung hér. Salur húss
ins er fimm sinnuin stærri fii
Hálogaland að flatarmáli og
lofthæð mest 20 m — er slag-
ar í hæð Landakotsturnsins.
Föst sæti verða fyrir 2500
manns en við leiksýningar og
hljómleika  má  koma  3500
manns í sæti í salinn með laus
um stólum á gólfi.
¦k Langur aðdragandi
Síðan var líkan að sýn-
ingarhöllinni skoðað að Skuía
túni 2. Þar skýrði formaður
byggingarnefndar Jónas B.
Jónsson fræðslustjóri ítarlega
frá gangi mála varðandi bygg-
ingu þessa mikla húss, allt frá
því að hugmyndin um Æsku-
lýðs- eða tómstundahöll kom
fyrst fram fyrir nær tveimur
tugum ára og þar til nú að
fjórir aðilar eru sameinaðir
um bygginguna fyrir forgöngu
Gunnars Thoroddsen fjármála
ráðherra, fyrrum borgar-
stjóra. Rakti Jónas helztu
atriði málsins og störf þeirrar
nefndar er Gunnar Thorodd-
sen skipaði til að kanna möga-
leika á byggingu mikils huss
er nota mætti jöfnum höndum
til íþróttaiðkana, bæði fyrir
íþróttafélög og skóla, vöru-
sýningar ýmiss konar, svo og
hljómleika, fyrirlestra, fund-
arhalda, listsýninga, leiksýn-
inga o. fl .
Það samkomulag komst á að
bærinn yrði aðili að slíkri
byggingu að 51 hundraðshluta,
sýningarsamtök atvinnuveg-
anna að 41 hluta, ÍBR að 4
hundraðshlutum og BÆR að
sams konar hlut. Húsið verður
í notkun bæjarins, ÍBR og
BÆR frá 1. okt til 30 apríl ár
hvert en í notkun atvinnuvef,-
anna frá 1. maí til 30. sept. ár
hvert. Þessi samtök hafa feng
ið fjárfestingarleyfi fyrir 1,5
millj. kr. byrjunarfram-
kvæmdum, en vonir og óskir
allra standa til að sem minnst
ur  dráttur  verði  á  að  þessi
mikla höll, sem verða á verð-
ug atvinnuvegum og menn-
ingu bæjarfélagsins og lands-
ins í heild, eins og Jónas B.
Jónsson komst að orði, kom-
ist í notkun.
* Aðild atvinnuveganna
Sveinn Guðmundsson vara-
form. byggingarnefndar lýsti
aðild atvinnuveganna að by&g
ingunni. Hann kvað Sýningar-
samtök atvinnuveganna hf
hafa verið stofnuð 6 júní 1957
með einnar millj. kr. hlutafé
og jafnháu lánsfjárloforði að-
ildarfélaganna. Tilgangurinn
væri að reisa í samvinnu v;ð
bæinn, ÍBR og BÆR sýningar-
og íþróttahús og auk þess að
skipuleggja svæði fyrir sýn-
ingar og skapa aðstöðu fyrir
einstök aðildarfélög samtak
anna til að koma upp sýning-
arskálum. Aðild að samtökun.
um eiga 12 fyrirtæki og félög
sem eru höfuðaðilar á svði
sjávarútvegs, landbúnaðar,
verziunar og iðnaðar.
Sveinn drap á þýðingu slíks
sýningarhúss fyrir allan iðnað
og framleiðslu. Bygging þess
yrði vafalaust erfið fjárhags-
lega en myndi ómetanleg.
Byggingarnefndina skipa
auk Jónasar og Sveins þeir
Björgvin Frederiksen og
Böðvar Pétursson af hálfu
bæjarins, Harry Frederiksen
og' Sveinn Valfells af hálfu
atvinnuveganna og Sigurður
Magnússon af hálfu ÍBR
og BÆR. Framkvæmdastjóri
nefndarinnar er Páll Líndal
en arkitektar hússins Gísii
Halldórsson og Skarphéðinn
Jóhannsson.
mm0*0>l0*0*0*0*m+0*0+0*0*0»0+0*0>0*l0>0+0>l0l*»0*0*0*0^*k0^^&^*
—  St/oja tillögu
Kanada
Frh. af bls. 1.
Islendingar teldu að greina
skyldi milli landhelgi og fisk-
veiðilögsögu. Tvær stefnur ríktu
um stærð fiskveiðilögsögu. Sum
ríki vilja tryggja þegnum sínum
rétt til að stunda veiðar uppi í
landsteinum annarra ríkja. En
smám saman, þegar strandríkin
færu að sjá fram á eyðingu fisk-
stofnsins, snerust þau til varnar.
Þeim væri sagt að þau þyrftu
ekkert að óttast, því þau gætu
alltaf kallað saman friðunarráð-
stefnu. Rakti ráðherra í þessu
sambandi þá reynslu íslendinga
að ýsu- og kolaafli við landið
minnkaði um 80% milli heims-
styrjaldanna, og taldi brezki vis-
indamaðurinn Russel það áber-
andi dæmi um ofveiði. En þegar
verið hafi ákveðið að kalla sam-
an friðunarráðstefnu, hafi Bretar
neitað þátttöku. Því væri það
ljóst, að ef deilan yrði ekki leyst
með alþjóðasamkomulagi, yrðu
íslendingar að grípa til einhliða
aðgerða.
Aflinn jókst við friðunina
Landgrunnslögin frá 1948
heimiluðu ríkisstjórninni að
draga fiskveiðitakmörkin. Þegar
svo íslendingar víkkuðu land-
helgi sína í fjórar mílur, sögðu
Bretar að það mundi stórlega
minnka afla brezkra skipa. Þetta
reyndist rakalaust, því með frið-
uninni jókst aflinn utan mark-
anna. Brátt varð þó ljóst að
vegna fjölgunar togaranna og
nýrrar tækni, var þessi aukning
ekki nægileg. Samt biðu Islend-
ingar í þeirri von að alþjóða-
lausn fengist. Þegar þetta brást
á síðustu ráðstefnu, gátu þeir
ekki beðið lengur. Islendingar
eru þess fullvissir að tólf sjó-
mílna fiskveiðilögsaga brýtur
ekki í bága við alþjóðalög. Tutt-
ugu og fimm ríki hafi 12 mílna
lögsögu. Þó hafa nokkur ríki ve-
fengt rétt íslendinga, en aðeins
Bretar leyft sér að senda her-
skip til að verja togara sína og
jafnvel hótað að skjóta niður is-
lenzk varðskip. Það væri athygl-
isvert að Bretar beita enga hinna
tuttugu og fimm 12 sjómílna
þjóða þessu ofbeldi, nema íslend-
inga. En íslendingar hafa marg-
sínnis mótmælt þessum aðförum
án árangurs.
Drengur fyrír
bíl í gærdag
SÍÐARI hluta dags í gær varð lít-
ill drengur fyrir bíl inni í Blesu
gróf. Hlaut hann allþungt höfuð-
högg, fékk heilahristing. Var
hann lagður í sjúkrahús meðan
hann var að jafna sig.
Grindavík-radío
tekið til starfa
UM síðustu helgi var tekin í notk
un talstöð, sem hefir samband
við fiskiflotann og kallast
Grindavík-radíó.     Starfrækslu
stöðvarinnar annast Daníel Har-
aldsson og Bragi Guðráðsson, og
er stöðin opin daglega frá kl. 10
að morgni og til kl. 9 að kvöldi,
og lengur ef þurfa þykir.
Kostnaðinn við rekstur stöðv-
arinnar greiða fiskvinnslustöðv-
arnar í Grindavík. — Síðan stöð-
in var opnuð hefir hún komið að I
ómetanlegu gagni og þykir mik-
ið hagræði að henni. — Nú fyrir
skömmu tók sams konar stöð til
starfa í Keflavík.              i
STAKSIEIIVAR
Bágborið ástar d
f fréttabréfi ,sem birtist hér I
blaðinu í fyrradag frá Drangs-
nesi í Strandasýslu, er m.a. kom-
izt að orði á þessa leið:
„Togskipið Steingrimur Trölli,
sem hreppurinn hér á % hluta í
og átti að verða lyftistöng at-
vinnulífsins hér, hefur algerlega
brugðist vonum manna og eru
menn hér farnir að bera kvið-
boga fyrir afkomu skipsins og
hlutdeild hreppsins í því. Hlutur
frystihússins hér úr afla skipsins
síðan á áramótum hefur einungis
orðið 9 lestir og finnst mönnum
hér að það hefði mátt fiska á
minna skip með minni tilkostn-
aði".
Bréfritari skýrir frá því i þessu
sama bréfi, að atvinna i kauptún
I inu hafi nær engin verið i vetur
og Iit.il von um að úr raetist. Er
vissulega engin furða, þótt hann
sé frekar svartsýnn á framtíð-
ina.
Sannleikurinn er sá, að hvergi
á öllum Vestfjorðum hefur undan
farin ár verið jafn dauft yfir at-
vinnulífinu eins og í þorpunum í
Strandasýslu, Hólmavik og
Drangsnesi. Atvinnutekjur verka
mamia og sjómanna á þessum
stöðum hafu verið furðulega iág-
Sjálfshól
Framsóknarmanna
En ekki vantar að Framsókn-
armenn, sem þótzt hafa haft
giftusamlega félagsmálaforystu í
þessum byggðalögum, hafi hælt
sér af framkvaemdfum sínum og
forsjálni í þágu almennings á
þessum stöðum. En það hefur
ekki dugað fólkinu á Drangs-
nesi og á Hólmavík. Það hefur
ekki bætt úr atvinnuskortinum
og kyrrstöðunni, sem ríkt hefur
í þessum byggðalögum.
Sannleikurinn er sá, að undan-
farin ár hafa orðið stórkostlegar
framfarir í öllum hinum vest-
firzku sjávarþorpum nema ein-
mitt í þorpunum í Strandasýslu,
þar sem Framsóknarmenn hafa
verið einráðir um forystuna. At-
vinnutekjur almennings á Pat-
reksf irði, Flateyri, Suðureyri,
Bolungarvík, Hnífsdal og ísafirði,
svo aðeins örfáir staðir séu nefnd
ir, eru gersamlega ósambærilegar
við tekjur almennings á Hólma-
vik og Drangsnesi. Á Vestfjörð-
um má yfirleitt segja að atvinnu-
lífið hafi staðið með blóma og
afkoma almennings hafi farið
mjög batnandi.
Fátækleg rök
Tíminn heldur því nú fram
dag eftir dag, að aukin framlög
til almannatrygginga og hækk-
aðar niðurgreiðslur á verðlagi
nauðsynja þýði það, að framlög
til verklegra framkvæmda hafi
Iækkað.
Vitanlega er hér um hreina
blekkingu og f jarstæðu að ræða.
Hækkun fjölskyldubóta um 150
millj. kr. hefur t.d. engin áhrif á
framlög til bygginga nýrra þjóð-
vega.
Samkvæmt fjárlögum yfir-
standandi árs, sem nýlega hafa
verið samþykkt, hafa framlög til
nýrra þjóðvega og viðhalds þjóð
vega, einmitt verið stórlega hækk
uð. Röksemdafærsla Tímans um
hlutfjtilslega lækkun framlaga
til verklegra framkvæmda er
þess vegna gersamlega út í blá-
inn.
En Tímamenn eru 'ákaflega
hræddir um þessar mundir. Þeir
finna að leggja að sér kulda úr
öllum áttum, ekki «izt utan ur
sveitum  landsins,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24