Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MOBCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 1. apríl 1966
Leikfélag  Reykjavlkur:
Bebib ettir Godot
eftir  Samuel  Beckett
Leiksfjóri:  Baldvin  Halldórssqn
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum-
sýndi sl. þriðjudagskvöld hið sér-
kennilega og víðfræga leikrit
„Beðið eftir Godot" eftir írska
rithöfundinn Samuel Beckett. —
Höf undurinn, sem enn er á bezta
aldri, er búsettur í París og þar
í borg var þetta leikrit hans frum
sýnt fyrst árið 1953. Hefur hann,
að því er ég bezt veit, ekki samið
nema tvö önnur leikrit, „Crap's
last Tape" og „End game". En
auk þessara leikrita hefur hann
samið útvarpsleikrit og nokkrar
smásögur og Ijóð. Þegar leikritið
„Beðið eftir Godot" var frum-
sýnt  í  París  vakti  það  geysi-
veginn, þar sem ekkert dubbar
upp á sviðið nema nakið tré og
olíutunna. Þarna eigra þessir
menn í umkomuleysi sínu að
bíða eftir Godot, hinum dular-
fulla manni, sem þeir gera sér
vonir um að bæti úr neyð þeirra.
Þeir drepa tímann og gleyma
þjáningunum með sundur-
lausum og endurteknum orð-
ræðum og margs konar látalát-
um. En Godot kemur ekki, að-
eins sendiboði hans, lítill dreng-
ur, segir þeim að Godot komi
ekki í kvöld, en hann muni koma
á morgun. Og svo hefst biðin aft-
ur, þessi endalausa bið með bug-
Estragon, Drengurinn (Bfynjólftfr Bjarnason) og Vladimir.
athygli og umtal, en hlaut mjög
misjafna dóma. Síðan hefur leik-
ritið verið sýnt víða um heim
og hvarvetna vakið mikla at-
hygli og jafnvel deilur manna á
meðal. Má höfundurinn þó vel
við una því að með leikriti þessu
vann hann sér heimsfrægð og
aðdáun marga hinna mikilhæf-
ustu rithöfunda og "bókmennta-
og leikgagnrýnenda.
Efni leikritsins er í stuttu máli
þetta: Tveir umrenningar hafast
við á ömurlegum stað við þjóð-
andi tómleika og eirðarleysi. Og
þá koma furðulegir gestir og
verða þeim viðburður um stund
í hinu lamandi tilbhreytinga-
leysi. Það eru þeir Pozzo, mann-
nýðingurinn og Lucky, þræll
hans, sem Pozzo hefur í bandi
og misþyrmir á hinn ógeðslegasta
hátt. Og kvöldið eftir kemur
Pozzo aftur með þræl sinn til
þeirra félaga, en þá er Pozzo orð-
inn blindur og hrasar og hrópar
á hjálp fullur auðmýktar, en þeg-
ar hann hefur verið reistur við
fozzo (Flosi Ólafsson), Estragon, Vladimir og Lucky (Guðmundur Pálsson).
er  hann  sami  harðstjórinn  og
fyrr.
Mjög hefur menn greint á um
það hvernig skilja beri þetta
leikrit, eða hvað fyrir höfund-
inum hefur vakað með því.
Sjálfur hefur höfundurinn ekki
látið í ljós neina afstöðu til þessa
ágreinings. En margs konar skýr-
ingar á leiknum hafa komið
fram og sumar næsta broslegar.
Hafa sumir haldið því fram að
Godot eigi að tákna Guð, sumir
að Lucky sé Godot, sumir að
Pozzo sé tákn kapítalismans og
Lucky verkalýðsstéttarinnar. Og
einhver kom fram með þá skýr-
ingu að harðstjórinn Pozzo tákn-
aði Ráðstjórnarríkin. Lucky
táknaði leppríki þeirra ,en um-
renningarnir væru Bretland og
Frakkland, sem bæði biðu eftir
hjálp Godot's — þ. e. Bandaríkj-
anna! Sumir hafa sagt: „Beðið
eftir Godot er sérstæð tragi-
komedía í tveimur þáttum, —
en ef til vill einum þætti of
löng". Er ef til vill nokkuð til í
því. En hvað sem þessu líður
er þó það eitt víst, að leikritið
er táknrænt verk en vafalaust
má alltaf um það deila hver sé
boðskapurinn á bak við táknmál
þess. Eg held að hinn mikilhæfi
enski leikgagnrýnandi Harold
Hobson hafi nokkuð til síns máls,
er hann segir um leikritið að
það hafi álíka mikla meiningu
og fúga eða sólsetur, regnbogi
eða chippendale-stóll. Að ágæti
leikritsins og fegurð þess bygg-
ist öðru fremur á samræmi, jafn-
vægi og formi og jafnframt á
þeim andstæðum, sem í því búi,
á endurtekningunum og tónleik
orða og þagna.  Leikritið höfði
ekki til skynseminnar og sé ekki
heldur nein ráðgáta.
Baldvin HaHdórsson hefur sett
leikinn  á svið  og haft á hendi
leikstjórnina. Hefur Baldvin tek-
izt með mik'lli prýði að skapa
á sviðinu hina réttu og sterku
stemningu sem hlýtur að leita á
Estragon (Árni Tryggvason) og Vladimir (Brynjólfur Jóhannesscn)
skrifar  ú»
öagleQO lifínu
]
9 Loftþrýstingur
og sjávatrföll
Fróðleiksþyrstur fslending-
ur hefir beðið Velvakanda að
afla upplýsinga um áhrif loft-
þrýstings á sjávarföll. Kveðst
hann hafa það eftir góðum
heimildum, að eins millibars
lækkun á loftvogarstöðu geti
valdið eins sentimeters hækk-
un á sjávarborði. í þessu sam-
bandi langar hanri til að fræð-
ast um hvort fjara verði að
sama skapi mikil og einnig
hvort há loftvogarstaða hafi
öfug áhrif á sjávarborðið og
við hvaða skilyrði verði stærst
ar fjörur. Þá spyr hann einnig
hvort lestrarefni um þessi mál
fá fáanlegt hér á landi.
Veivakandi sneri sér til sjó-
mælingadeildar Vitamálaskrif
stofunnar með þessarspurning
ar og fékk þar greinargóð svör
við þeim. Fjara verður að
sama skapi stór og flóð þegar
loftvog hefur áhrif. Sé fjara
mest vegna áhrifa tungls og
sólar og þar við bætist há loft-
vogarstaða verða fjörur stærst
ar. Lestrarefni mun ekki mik-
ið um þetta hér á landi. Þó
er á það minnzt í siglinga-
fræðinni og  einnig  mun  Al-
menna bókafélagið hafa í
¦hyggju að gefa út bók um sjó-
inn og þar verður væntanlega
fróðleik að fá um þessi atriði.
Þá er hægt að panta erlent
lestrarefni um þessi mál með
milligöngu einhverrar bóka-
verzlunar.
• Hún vill það ekki
útþynnt
Bréfritari, sem nefnir sig
„Ólærða húsmóður", skrifar
eftirfarandi:
— Ég bið að heilsa honum
Gunnari Ragnarssyni. Heyrzt
hafa raddir um að svo ágæt
og fulllærð erindi, er hann
flytur, eigi helzt ekki að bjóða
þeim almenna hlustanda.Fyrst
skuli sía þau gegnum sigti Há-
skólans. Sem sé, Gunnar á að
tala fyrir stúdentum, og þeir
eiga síðan að þynna út vizk-
una svo hún meltist betur af
þeim fákæna lýð. Má ég segja:
„Nei, takk!" Gunnar þessi tal-
ar það ljóst um sín merkilegu
og skemm>tilegu fræði, að hinn
almenni lýður, sem yfirleitt
hefur tekið gagnfræðapróf
eða hefur álíka sjálfsmenntun,
kann þau skil á nöfnum og
hugtökum heimspekinnar og
hennar manna, að ekki ætti
að standa í neinum íslendingi
við þá inntöku — ef hann þá
yfirleitt vill hugsa.
En í öllum bænum, látið
ekki þann verða gang mála,
að vitmenn tali fyrir stúdent-
um einum, og þeir síðan þynni
út fyrir almenning. Vil ég
vitna til orða Stephans G. í
þessu sambandi, en hann
sagði:
„Ætli rnér nú efasýkin batni,
ef innblásturinn tek ég inn
í vatni".
áhorfendann og taka hann föst-
um tókum. Er það mikilvægt
atriði, ekki sizt ef litið er á leik-
ritið frá sjónarmiði Hobson's.
Aðalhlutverkin, þá umrenn.
ingana, Vladimir og Estragon,
leika þeir Brynjólfur Jóhannes-
son og Árni Tryggvason. Fara
þeir báðir ágætlega með hlutverk
sín. Brynjólfur hefur mótað
Vladimir með hárfínum dráttum
og svipbrigðum, er segja meira
en orð þessa langreynda og þol-
inmóða manns og Árni sýnir hér
nýja og mjög athyglisverða hliS
á leikgáfu sinni. Hingað til hef-
ur hann að mestu farið með
gamanhlutverk, en með leik sín.
um nú sýnir hann að hann veld-
ur ekki síður alvarlegum hlut-
verkum.
Hlutverk Pozzo's, sem Flosi
Ólafssoti leikur er allmikið og
gerir verulegar kröfur til leik-
arans. Flosi gerir hér margt veL
en er full ,,forceraður" á köfl-
um. Gervi hans er gott, — minnir
á hina alræmdu SS-menn Hitlers,
og fer ekki illa á því.
Framhald á bls. 10.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24