Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 1. apríl 1960 Utgjaldahlið fjárlaga ársins 1960 Auknir skattar hafa ekki lagöir á þjdðina Hækkun söluskattsins aðeins til að mæta skattalækkunum f BLAÐINU í gær var gerð grein fyrir útgjaldahækkun- um ríkissjóðs á f járlögum árs- ins 1960. Nú verður á sama hátt gerð grein fyrir því, hvernig tekjur ríkissjóðs eru áætlaðar til þess að mæta út gjaldahækkuninni, og birtar sundurliðaðar skýringar á or- sökum tekjuhækkunarinnar. I stórum dráttum má segja, að engir nýir skattar hafi ver- ið lagðir á, að undanskildum hinum nýja söluskatti og nokkurri hækkun benzín- skatts. En þess ber þó að gæta, að framkvæmdar eru jafnhliða skattalækkanir, sem vega upp á móti hækkun sölu- skattsins. Tekjustofnar út- flutningssjóðs, að undan- skildu yfirfærslugjaldinu, sem fellur niður,, flytjast nú yfir til ríkissjóðs, enda tekur ríkissjóður jafnframt að sér að annast að öllu leyti niður- greiðslur á vöruverði, sem áður hvíldu á útflutnings- sjóði. Samtals er áætlað, að rekstr artekjur ríkissjóðs á árinu 1960 nema 1501,2 millj. kr. Er þar um að ræða 470,6 millj. kr. hækkun frá f járlögum árs- ins 1959. 230 millj. kr. frá út- flutningssjóði Tekjuauki ríkissjóðs af gjald- stofnum þeim, sem áður runnu til útflutningssjóðs er áætlaður 230 millj. kr. Yfirleitt hafa þess- ir tekjustofnar verið lækkaðir, þannig að þeir gefa nú svipaðar tekjur í krónutölu og þeir gáfu áður, þrátt fyrir gengisbreyting- una. ísland í landfræðiriti NÝLEGA kom út hefti um ís- land af ritinu ,,Enciclopedia del mondo“, sem gefið er út hjá Instituto per Ricerche Geograf- iche í Mílanó. Ritstjóri er F. de Agostini. í ritinu eru greinar um landafræði íslands og jarðfræði með glöggum kortum til skýr- inga, yfirlit um jurta- og dýralíf, söguiegt ágrip, kafli um íslenzkt mál, yfirlit um stjórnarfar og réttarfar, efnahagsmál, fram- leiðslu, samgöngur og viðskipti, ‘og smágreinar urn Reykjavík og helztu ferðaleiðir, um peninga- mál, utanríkisþjónustu, fræðslu- mál o. fl. Heftið er prýtt fjölda mynda, þ. á. m. nokkrum lit- myndum, einnig teikningum og tveim yfirlitskortum af íslandi. (Frá utanríkisráðuneytinu) 1) 2) 3) Um breytingar á hinum eldri tekjustofnum ríkissjóðs skal þetta tekið fram: Áætlað er að verðtollur verði 69,5 millj. kr. hærri í ár en sl. ár. Stafar sú hækkun eingöngu af gengisbreytingunni. Nemur verðtollurinn þá samtals 365 millj. kr. á fjárlögum ársins 1960. Vörumagnstollur er áætlað- ur 3 millj. kr. lægri en í fjár- lögum 1959. Stafar lækkunin af því, að gert er nú ráð fyrir að innflutningur muni minnka all- verulega á þessu ári. Samtals er vörumagnstollurinn áætlaður 33 millj. kr. á þessu ári. Innflutningsgjald af benzíni Innflutningsgjald af benzíni er nú áætlað 57,5 millj. kr. Hluti af benzínskatti rann áður til útflutningssjóðs. Benzínskatt- ur var nú hækkaður um 34 aura líterinn og renna 28 aurar af þeirri upphæð til ríkissjóðs, en 6 aurar til brúarsjóðs og milli- byggðavega. Má gera ráð fyrir að tekjuauki ríkissjóðs af hækkun- inni verði um 14 millj. kr., miðað við heilt ár. Gjald af innlendum tollvöru tegundum er áætlað 35 millj. kr. Er þá gert ráð fyrir að só hluti gjaldsins, sem áður rann, til útflutningssjóðs, renni nú í ríkissjóð, og að auki breytist gjaldið nokkuð með hliðsjón af öðrum verðbreytingum. ir \ Bifreiðaskattur er áætlaður * tveim millj. kr. hærri en sl. ár, vegna aukins bifreiðafjölda og nemur nú samtals 17 millj. kr. rj\ Aukatekjur ríkissjóðs eru á- ^ ætl. 22,3 millj. kr. og hækk- ar sá liður um 8,4 millj. króna. Stafar hækkunin að nokkru leyti af of lágri áætlun sl. ár og að nokkru leyti af hækkun ým- issa aukatekjuliða, með hliðsjón af verðlagsbreytingum sl. ára. Stimpilgjald er áætl. 34 millj kr. og er það 9 millj. kr. hækkun frá fjárlögum ! ársins 1959. Engin raunveruleg hækk- un verður þó á stimpilgjaldi, heldur er áætlunin miðuð við reynslu sl. árs. Leyfisgjöld eru áætluð 53 millj. kr. Meginhluti þessa tekjustofns rann áður til útflutn- ingssjóðs. 4) 8) Lækkun tekjuskattsins g' Af tekju- og eignaskatti eru nú áætl. 72 millj. kr. tekjur. Þessi tekjustofn var áætlaður 145 millj. kr. í fjár- lögum ársins 1959. Koma hér nú til væntanleg áhrif af fyrir huguðum breytingum á lög- unum um tekjuskatt. Verður hér um að ræða mun meiri tekjumissi fyrir ríkissjóð en nemur mismuninum á áætlun fjárlaga nú, og fjárlaga 1959, þar eð áætlað hefur verið að tekjur ríkissjóðs af tekju- skatti á þessu ári, mundu að að óbreyttum lögum hafa num ið 179 millj. kr. Tekjumissir ríkissjóðs vegna lækkunar tekjuskatts mun því verða um 107 millj. kr. 10) Söluskatturinn Söluskattur er áætl. sam- tals 437 millj. kr. á árinu. En af þeirri upphæð renna 56 millj. kr. til jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Er það nýr tekjustofn fyrir sveitarfélögin. Að öðru leyti verða þær breytingar á söluskattinum, að niður er felld- ur 9% söluskattur af innlendri framleiðslu og þjónustu. En í staðinn er tekinn upp almennur söluskattur í smásölu, 3%, og að auki til bráðabirgða á þessu ári 8% söluskattur í innflutningi, til viðbótar þeim söluskatti, sem áð- ur var af innflutningi. Brottfall 9% söluskattsins leiðir af sér 114 millj. kr. lækkun. En almenni sÖluskatturinn og bráðabirgða- söluskatturinn af innflutningi eru áætlaðir að gefa á þessu ári 224 millj. kr. í ríkissjóð. Stuðningur við sveitar- félögin Hinn nýi söluskattur, 280 milli kr., gerir því ekki betur en vega upp á móti tekjumissi ríkissjóðs af öðrum ástæðum. Tekjuskatturinn lækkar þannig um 107 millj., söluskattur af iðn- aði og þjónustu um 114 millj. kr. og 56 millj. kr. leggur rkissjóður jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þess að skapa sveitarfélögunum möguleika til að lækka út- svörin á borgurum sínum. Tekj- ur af hinum fyrri söluskatti af innflutningi, sem gildir áfrarn óbreyttur hækka vegna gengis- breytingarinnar um 45 millj. kr. samkv. áætlun fjárlaga yfir- standandi árs. jj\ Tekjur af ríkisstofnunum eru nú áætl. 262,9 millj. kr. Er nær öll sú upphæð rekstrar- hagnaður áfengisverzlunar og tó- bakseinkasölu. í>essi tekjustofn er áætlaður 22,9 millj. kr. hærri en í fjárlögum ársins 1959. Stafar sú hækkun bæði af of lágri áætl- un sl. ár og einnig af nokkurri hækkun á útsöluverði tóbaks- og ófengis. Ekki auknir skattar Niðurstaðan er því sú, að auknir skattar hafa ekki ver- ið lagðir á þjóðina, þegar tek- ið er tiilit til þeirra skatta- lækkana, sem gerð hefur ver- ið grein fyrir hér að framan, ef undan er skiiin hækkunin á bensínskatti. Hins vegar hækka auðvit- að tekjur ríkissjóðs af ýmsum tekjustofnum hans allveru- lega, eins og að framan er getið, vegna verðhækkana þeirra, sem leiða af gengis- breytingunni. Brinch, forstjóri Námafélagsins í Meistaravík, og kona hans, ásamt þeim L. Storr, ræðismanni, og Sigurði Matthíassyni, fulltrúa, á flugvellinum í ;ær. Litii drengurinn er sonur hjónanna. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) íslenzkar flugvélar og íslenzkir læknar í Meistaravík Stutt samtal við forstjóra Námu félagsins f>ar VIÐ leggjum nú mesta áherzlu á að rannsaka molyb- dan-lögin í jörðinni á námu- svæðinu í Meistaravík, sagði V. Brinch, verkfræðingur og forstjóri Námafélagsins þar, er hann kom hingað til Reykjavíkur í gær á leið sinni til Meistaravíkur, ásamt konu sinni og þriggja ára syni. Þau halda áfram flugleiðis í dag. Molybdan Molybdan er efni, sem notað er til að herða stál. Það finnst í granítlögum í Meistaravík, og eru þau örmjó þar sem þau liggja í berginu. Það fer lítið fyrir því — í einni lest af gran- íti má fá 2—3 kg. af molybdan! En það er líka lágmark, þvi ella myndi vinnsla ekki borga sig, sagði Brinch forstjóri. Ekki fundið meira blý Við leggjum svona mikla óherzlu á að kanna hve mikið sé af molybdan í Meistaravík, því ekki hefur tekizt að finna frek- ari blý- eða zinklög þar. Blý- og zinkvinnsla hefur ver- ið jöfn allt árið og þegar skip geta siglt til Meistaravíkur, en þangað er hægt að sigla einn mánuð í árinu, í ágúst, væntum við þess að geta sent á markað- inn alls um 35,000 lestir af blýi og zinki, sagði Brinch forstjóri. Verð á zinki er hagstætt í dag á heimsmarkaðnum, en markaðs- verð á blýinu er lágt. Flugvélar og læknar 1 þessu stutta samtali við for- stjórann barst það í tal að hann hefði nú fyrir skemmstu samið við Flugfélag íslands um að halda uppi ferðum til námabæj- arins. Kvaðst hann vera mjög ónægður með þá skipan mála, því Flugfélagið hefði mikla og góða reynslu að baki í flugi til Meistaravíkur. Við höfum einnig haft íslenzka lækna í Meistara- vík, sem staðið hafa sig með mikilli prýði. Nú er að koma þaðan, eftir vetrarsetu, Geir Jónsson, sem var læknir í Stykk- ishólmi, en við tekur Sverrir Ge- orgsson læknanemi. Eins og þér sjáið eru tengslin milli Námafé- lagsins og ykkar Islendinga orð- in allnáin, og mun það ekki sízt vera verk L. Storr konsúls, sem er umboðsmaður félagsins hér í Reykjavík. Vorið í nánd Og þegar þér nú komið með fjölskyldu yðar til Meistaravík- ur, þá fer vorið að nálgast? Jú, það fer að nálgast. En vor- ið kemur mjög snögglega. Um miðjan maímánuð kemur vorið einn daginn. Það er eins og gefið sé merki, kom vor: Allt í einu belja árnar niður fjallshlíðarnar og þá er komið vor í Meistara- vík. Þegar það kemur nú, kveður mjög harður og snjóasamur vet- ur. í hönd fara annatímar og munu þegar útskipun málmanna hefjast í ágústmánuði um 150 manns starfa við námurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.