Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGVTSBLÁÐ1Ð
Föstudagur 1. apríl 1960
TTtg.: H.f, Arvakur. Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar:  Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
VOR í LOFTI
FNDA þótt ennþá sé vetur,
~ hefur þó undanfarna daga
verið vor i lofti. Það hefur
verið sólskin og hlýindi —
og þá fara börn norðursins að
hugsa um langa og bjarta
daga, sól og sumar.
Þegar hjörtun glaðna
Vorið byrjar, þegar hjörtun
glaðna, segir gamalt máltæki.
En hnattstaða þessa norðlæga
lands, hefur skapað ríka var-
úðarkennd í brjósti þjóðar
þess. Hversu oft hafa ekki
komið fagrir, bjartir og hlýir
dagar í marz eða apríl, en síð-
Á UNDANHALDI
PRAMSÓKNARMENN og
* kommúnistar hafa mjög
látið að því liggja undanfar-
ið, að æskan væri andvíg við-
reisnaraðgerðum núverandi
ríkisstjórnar. En þessi stað-
hæfing þeirra, eins og fleiri,
virðist hafa við lítil rök að
styðjast. Það kom m. a. í Ijós
á hinum geysif jölmenna æsku
lýðsfundi, sem ungir Sjálf-
stæðismenn og kommúnistar
efndu sameiginlega til sl.
þriðjudagskvöld. Kommún-
istar voru þar á hröðu und-
anhaldi.
Greinilegt var, að yfirgnæf-
andi meirihluti unga fólksins,
sem þennan fund sótti, var
fylgjandi viðreisnarráðstöf-
unum ríkisstjórnarinnar. —
Fengu ræðumenn Sjálfstæð-
ismanna þar hinar innileg-
ustu móttökur, en mjög dauf-
lega var tekið í málflutning
kommúnista. Af hálfu Sjálf-
stæðismanna töluðu þarna
þeir Birgir Isleifur Gunnars-
son, Othar Hansson og Pétur
Sigurðsson alþingismaður.
Birgir Gunnarsson benti
m. a. á það, að vinstri stjórn-
in hefði skilið við öll vanda-
mál óleyst. Hún lét öðrum
eftir að glíma við þau.
Þetta er vissulega rétt.
Vinstri stjórnin stökk fyrir
borð af stjórnarskútunni,
vegna þess, að hún sá að hún
hafði komið öllu í öngþveiti
og upplausn.
Það kemur svo í hlut nú-
verandi ríkisstjórnar að bæta
úr afglöpum þessarar lán-
lausu stjórnar vinstri flokk-
anna.
Ræðumenn Sjálfstæðis-
manna á æskulýðsfundinum
gerðu ítarlega grein fyrir við-
reisnarstefnu      núverandi
ríkisstjórnar.   Þeir   lögðu
plöggin  hreinle<?a  á  borðið
Hðrund hans
var svart
- og
það
an skollið á stórhríðar með
frosti og fannkyngi, í maí eða
jafnvel júní?
En hvað sem þessu líður er
vorþráin vöknuð í brjósti
fólksins. Veturinn hefur ver-
ið mildur og hagstæður. Ver-
tíðin stendur sem hæst og
aflabrögð hafa verið góð. En
allt í einu fara menn að hugsa
til gróandans, lítilla blóma,
sem skjóta varlega upp koll-
inum og brosa framan í hækk-
andi sól.
Vorið er komið í sálina,
bráðum kemur það líka í
borg og sveit.
um það, hver væru úrræði
og tillögur Sjálfstæðismanna
gagnvart þeim vandamálum,
sem þjóðin ætti nú við að
etja.
Þeiir böfðu
Ræðumenn Sjálfstæðis-
manna spurðu jafnframt full-
trúa kommúnista, hver væru
þeirra úrræði og hvort þeir
vildu ekki gera unga fólkinu
grein fyrir þeim?
En það gátu ræðumenn
kommúnista ekki gert.
Þeir þögðu, þeir stein-
þögðu og urðu þannig að
játa, að þeir höfðu ekkert
jákvætt til málanna að
l«-tíííj«- Þeir gátu aðeins
hamrað á innantómum fár-
yrðum og sleggjudómum
um viðreisnaraðgerðir rík-
isstjórnarinnar.
Framsækin æska
Birgir Gunnarsson lauk
m. a. ræðu sinni með þessum
orðum:
„Hiin framsækna æska er
ávallt reiðubúin til að berjast
fyrir umbótum, ekki sízt þeg-
ar hún veit að verið er að
stíga skref, sem auka á heil-
brigði í þióðfélaginu, auka
á möguleika dugandi ungra
manna, sem vilja láta gott af
sér leiða. Unga fólkið mun nú
rísa upp, hrista af sér fjötra
hafta og drepandi eftirlits og
ganga fram á veginn til auk-
innar velmegunar".
Undir þessi lokaorð Birgis
Gunnarssonar var tekið með
miklum fögnuði. Ungir Sjálf-
stæðismenn voru í yfirgnæf-
andi meirihluta á fundinum,
málflutningur fulltrúa þeirra
bar af og kommúnistar fóru
þaðan sneyptir og framlágir.
I langferðavagninum, sem
* var á leið til Hattiesburg
í Missisippi í Bandaríkjunum,
voru bæði blökkumenn og
hvítir. — Vagninn stanzaði á
einum stað, þar sem farþeg-
u mskyldi gefið tóm til að
hvílast litla stund — og hinir
hvítu tóku að tínast út. Þeg-
ar einn þeldökku farþeganna
reyndi að fylgja þeim eftir,
gkek bílstjórinn í veg fyrir
hann. — „Hvert ætlar þú eig-
inlega, lagsmaður?" spurði
hann hranalega.
-•-
„Ég ætla að fara inn í biðher-
bergið", anzaði farþeginn kurteis
lega. — „Hvað stendur á farmið-
anum — áttu að fara úr hér?"
spurði bilstjórinn þá. „Nei,
herra", svaraði farþeginn, „ég
fer alla leið til Hattiesburg". —
Bílstjórinn lokaði dyrunum „Þá
skaltu líka hypja þig í sætið aft-
var nog...
hvítur maður. — Hann var rit-
höfundurinn Jahn Howard Griff-
in og var þarna á ferð á vegum
ritsins „Sepia", sem gefið er út
af negrum í Fort worth. Griffin
hafði tekið inn sérstakar töflur,
sem gera það að verkum, að húð-
in verður dökkbrún á skömmum
i Bandarískur rithof- >
\   undur „gerðist   j
s negn
undur „gerðist
og íerðaðistl
[ um Suðurríkin til j
\aö kynnast kjörum^
blokkumanna af \
eigin raun. — Hér \
segir nokkuð frá  \
reynslu hans.   \
John Griffin — hinn hvíti.
ur", skipaði hann, „og ekki
hreyfa þig fyrr en við komum
til Hattiesburg". Farþeginn
hlýddi skipuninni orðalaust.
¦jc  í gervi negra
Blstjórinn vissi ekki, að mað-
urinn, sem hann svo þjösnalega
fram við, var ekki negri, heldur
Nýr hersliöfðingi
NATO
PARÍS, 30. marz (Retíter). —
Maurice Challe hershófðingi var
í dag skipaður yfirmaður her-
sveita Vesturveldanna í Mið-
Evrópu. Var hann tilnefndur af
frönsku ríkisstjórninni að taka
við af Jean Valluy hershöfðingja,
en samkvæmt samþykkt Atlants-
hafsbandalagsins á Frakkland að
ráða þessari stöðu. Challe hefur
verið yfirmaður frönsku herj-
anna í Alsír, en við þeirri stöðu
tekur nú Jean Crepin, sem hefur
verið hershöfðingi Frakka í Al-
geirsborg.

..Nefrrinn" John Griffin
tíma við áhrif sólarinnar, og auk
þess hafði hann notað jurtalit.
Þegar hann hafði einnig látið
skera hár sitt mjög stutt, hafði
hann fengið á sig yfirbragð
blökkumannsins — og nú var
hann á ferð um Suðurríkin til
þess að kynnast því af eigin raun,
hvernig það væri að „klæðast"
hörundi blökkumannsins. — I ný
útkomnu hefti af „Sepia" birtist
fyrsta grein Griffins úr þessu sér
st.æða ferðalagi.
•  Hatursaugnaráðið
Griffin ferðaðist um fjögur
ríki: Missisippi, Alabama, Louisi-
ana og Georgia — og alls staðar
var litið á hann sem negra, bæði
af blökkumönnum og hvítum.
Hann var vel og snyrtilega klædd
ur, hafði þó nokkru fé úr að spila,
og hver, sem við hann ræddi,
hlaut fljótlega að finna, að hann
var vel menntaður. Griffin ferð-
aðist undir sínu rétta nafni og
var tilbúinn að upplýsa, hver
hann væri, ef einhver spyrði. En
það spurði bara enginn um það —
hörund hans var svart, og það
var nóg.
Hvar sem Griffin fór um Suð-
urríkin, mætti hann „haturs-
augnaráðinu, sem hann svo nefn-
ir. — Eitt sinn bauð hann hvítri
konu sæti sitt í strætisvagni í
New Orleans. Hnn tók strax eftir
því, að ndlitsdrættir hennar stirn
uðu og svipurinn varð fjandsam-
legur. — „Hvers vegna horfir þú
svona á mig?" spurði hún hvasst
— og tuldraði síðan í barm sinn,
um leið og hún sneri sér undan
„Þeir verða alltaf frekari og frek
ari, þessir náungar, með hverj
um deginum, sem líður".
ir  Kærum okkur ekki um ykkur
Griffin ferðaðist um tíma „á
þumalfingrinum" um Alabama —
það er að segja, hann fór um
gangandi, en reyndi að fá sér far
með bílum spöl og spöl. — Eitt
sinn tók hvítur vörubílstjóri
hann upp í bifreið sína. Er þeir
höfðu ekið þegjandi stundarkorn,
sneri bístjórinn sér að Griffin og
spurði með illkvittislegu glotti,
hvort kona hans hefði nokkru
sinni sofið hjá hvítum manni —
og bætti svo við: — „Eiginlega
gerum við ykkur mikinn greiða
með því að blanda dálitlu af
„hvítu" blóði í börnin ykkar".
Griffin fór í verksmiðju eina
í Mobile og spurðist fyrir um,
hvort hann gæti fengið þar eitt-
hvert starf. — Verkstjórinn svar-
aði fyrirspurn hans kuldalega: —
„Við kærum okkur ekkert um
ykkur. Við erum smám saman að
losa okkur við svertingja úr verk
smiðjunni. Brátt verður svo kom-
ið, að einu verkin, sem þið getið
fengið hér, verða þau, sem eng-
inn hvitur maður vill líta við".
— Og það er sama, hvert hann
leitaði — hann gat hvergi fengið
nema hin auðvirðilegustu störf,
þau, sem helzt enginn fékkst til
að vinna.
•  Hin myrka nótt
Griffin hóf þessa „pílagríms-
för" sína með þeirri tilfinningu,
að hann hefði raunverulega ekki
þá samúð með negrunum, sem
þeir ættu skilið-— og að hann
pki'ai alls eKki hlutskipti þeirra.
Hann segir, að för sín hafi vissu-
lega fært sér heim sanninn um,
að þessi tilfinning var á rökum
reist. — „Ég hafði enga hugmynd
um, hvað þeir verða raunveru-
lega að þola", segir hann. „Eg
grét mig bókstaflega stundum í
svefn á kvöldin. — Mér lærðist,
að negranum líður skárst á nótt
unni, þegar myrkrið ríkir — og
finnst hann þá helzt vera örugg-
ur".
Hann kveðst nú fyrst skilja
hina djúpu merkingu í ljóði
Langston Hughes, þar sem hann
yrkir um negrann og nóttina,
sem kemur mjúklega svört eins
og hann. (Night coming tenderly,
black like me).
— • -
Eftir að Griffin hefir „leikið"
negra um mánaðarskeið, elur
hann með sér nýjar efasemdir um
ágæti eigin kynstofns. — „Eg vil
gjarna trúa á hið góða í hvíta
manninum", segir hann. „En eftir
þá reynslu, sem ég nú hefi fengið,
reyndist mér það erfitt a. m. k.
að þvi er varðar hinn hvíta mann
Suðurríkj anna".
Reynir að hindra
öryggisráðið
NEW YORK, 29. marz: — Full-
trúi stjórnar S-Afríku kom til
New York í dag til þess að reyna
að koma í veg fyrir að öryggis-
ráðið verði kvatt saman að beiðni
Asíu og Afríku-ríkja til að ræða
kynþáttaátökin í S-Afríku. Eng-
in vafi er talinn á því að ráðið
verði kvatt saman og búizt er við
að það verði mikill hitafundur,
því Ghana, Indland og S-Afríka
hafa óskað þess að fá að hafa
fulltrúa sina viðstadda, er til
kemur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24