Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur I. aprfl 1960
MORGUNBLAÐIÐ
15
RAUÐMAGl
Vorhattur
Hér kemur eitt lítið sýnis-
horn af vorhattatízkunni, hár
kúfhattur, úr gráu filti. Beíge
litað rúskinsbelti er spennt í
kringum hattinn. Þegar fer að
líða að sumri og hitna í veðri,
er gert ráð fyrir að skipta um
kúf og þá notaður kúfur úr
grófu strái.
ÞAÐ kemur vatn fram í munn
inn bæði á ungum og gömlum,
þegar minnzt er á rauðmaga,
þennan feita, bragðgóða fisk,
sem aðeins veiðist vissan hluta
á árinu, snemma á vorin.
En það er ekki sama á
hvern hátt hann er matreidd-
ur, hæglega er hægt að eyði-
leggja hann með rangri með-
ferð, sérílagi ofsuðu, o.fl. —
Flestir kjósa hann glænýjan
og soðinn og er þá aðferðin
þessi:
Rauðmaginn er hreinsaður
úr heitu vatni, öfugt við flest
ar aðrar fisktegundir. Rauð-
maginn er afhausaður, slægð-
ur og heitu vatni hellt á hann,
eða rekinn ofan í sjóðandi
vatn. Skafinn, þar til allir
gaddar eru farnir af honum
og hann er mjúkur. Sé hvelj-
an ekki borðuð, þarf ekki að
skafa rauðmagann, heldur er
hún rifin af.
Catalonia  Hrroz
OSS hefur borizt eftirfarandi
uppskrift frá Hansínu Helga- .
dóttur Tossa de Mar á Spáni.
Er uppskriftin af þjóðarrétt-
inu Catalonia Arroz, og í hana
þarf:
1 pk. humar eða 2 pk. rækj-
ur, 12—14 kræklingar (skel-
fiskur), 250 gr. ýsu eða þorsk-\
flak, 250 gr. nauta-, kinda- eða —
svínakjöt, Vz kjúkling, 3 stk.
laukar (meðalstærð), 5 stk.
tómatar, 1 bolli grænar baun-
ir, 600 kr. hrísgrjón, Vz 1. vatn,
salt og pipar eftir smekk.
Nota skal stóra steikar-
pönnu. Feiti (olía eða smjör-
líki) hitað á pönnunni, þá rasp
aður laukurinn og tómatarnir
og þeir brúnaðir. Síðan er
smátt skorið kjöt og kjúkling-
inum bætt á pönnuna, látið
brúnast svolítið, þá er fiskur-
inn settur á, sem hefur verið
skorinn niður í frekar smáa
bita. Því næst er humarinn
(eða rækjurnar) og skeljarn-
ar, sem eru hafðar í skelinni
og baunirnar settar saman við.
Ca. Vz 1. af vatni er hellt yfir,
eða svo að fljóti vel yfir. Þeg-
ar sýður er hrísgrjónunum
bætt í ög allt soðið í 20 mín.
„Arossið" er borið á borð á
Fyrsfa dags
umslög R.K.I.
FYRSTA dags umslög sem Rauði
Kross fslands gefur út í tilefni af
alþjóða-flóttamannaárinu eru til
sölu á skrifstofu RKÍ næstu daga
frá kl. 1—5, ennfremur í blaða-
sölu-turninum við Reykjavíkur
Apótek     Ritfangaverzluninni,
Laugaveg 12 og Frakkastíg 30.
pönnunni og nægir þessi upp-
skrift fyrir 6.
Frú Hansína lætur þess enn
fremur getið, að fyrir Reyk-
víkinga sé bezt að leita skelj-
anna á Vatnsleysuströndinni
eða í Hvalfirði og eflaust víð-
ar. Gæti það orðið regluleg
skemmtiferð fyrir fjölskyld-
una að fara á kræklingafjöru,
ekki síður en á berjamó.
Rauðmaginn er skorinn í
þunnar sneiðar og soðinn í 5—
10 mín. í vatni, sem salt og
edik hefur verið sett í. Borð-
að með soðnum kartöflum og
ediki. Gott er að hafa pipar-
rótarsósu með rauðmaganum.
Lifrin er oft borðuð með og þá
soðin með rauðmaganum eða
sér í saltvatni í um það bil 10
mín. Oft verður hveljan eftir
af rauðmaganum og er hún þá
borðuð til kvölds og geymd í
ediki.
Hlutfallið er: 2—3 rauðmag-
ar, 1 Vz líter vatn, 1 matsk. salt,
2 matsk. edik.
Rauðmagasúpa
Rauðmaginn er hreinsaður,
hveljan er ekki tekin af. Vatn,
edik, salt og lárberjarlauf sett
í pott. Þegar sýður, er rauð-
maginn settur út í og þegar
suðan kemur upp af honum
er froðan veidd ofan af. Soðin
í 10—15 mín. Tekinn upp úr.
Smjörlíki brætt, hveiti hrært
út í og þynnt út með hinu
síaða fisksoði. Soðið í 10 mín-
útur Edik og sykur sett í eftir
smekk. Á endanum eru sveskj
urnar settar út í ásamt vatn-
inu, sem þær hafa soðið í.
Rauðmaginn er borðaður með
súpunni og soðnar kartöflur.
Hlutfallið er: 2—3 rauðmag-
ar, IV2 líter vatn, 15 gr. salt,
1 matsk. edik, 5 lárberjarlauf,
25 gr. smjörl., 25 gr. hveiti,
sveskjur, vatn og sykur, edik
og sykur.
Diors-klauf
ÞRÖNG pils úr þykku efni
verða oft ærið þykk og fyr-
irferðarmikil, þar sem klauf-
in eða lokufallið er, þar er
þarf að margbrjóta efnið sam-
an. Hjá þessu er hægt að kom
ast með því að láta sauminn,
Númskeið í bóknsnfnslræðum
HINN 13. apríl n.k. kemur til
Reykjavíkur á vegum upplýsinga
þjónustu Bandaríkjanna Magnús
K. Kristoffersen, bókavörður. —
Mun hann dveljast hér um mán-
aðatíma, kynna sér íslenzka lög-
gjöf um almenningsbókasöfn og
fyrirhugaðar umbætur á þeirri
löggjöf og halda námskeið í bóka
safnsfræðum í Reykjavík og á
Akureyri. Þá mun hann skoða
bókasöfn í Reykjavík og víðar,
hitta að máli bókaverði og ýmsa
ráða- og áhugamenn um störf og
starfsskilyrði almenningsbóka-
safna. Dagana 12.—16. maí, mun
hann halda tvo tií þrjá fyrirlestra
í Reykjavík fyrir kennara og
kennaraskólanemendur.
Magnús K. Kristoffersen, bóka-
vörður, sem er danskur að ætt,
er kunnur áhugámaður og fræð-
ari um almenningsbókasöfn. Hef-
ur hann farið víða um lönd og
haldið námskeið í bókasafnsfræð-
um og flutt fjölda fyrirlestra um
starfsemi og gildi atmennings-
bókasafna.
Námskeið
Á námskeiðunum mun Kristof-
fersen gera grein fyrir fenginni
þar sem klaufin á að vera,
opna sig að neðanverðu, og
sauma smá ferkantað stykki á
fóðrið undir klaufinni, eins og
sýnt er á meðfylgjandi mynd.
Nú til dags eru langflest þröng
pils fóðruð.
Þetta er hin svokallaða Di-
ors-klauf, nefnd eftir hinum
franska tízkukóngi Christian
Dior sem látinn er fyrir nokkr
um árum, og átti hugmyndina
að henni. Hann hugsaði ekki
eingöngu um hinar frægu „lín-
ur" sínar, heldur lét ymsa sma
muni viðvíkjandi fatnaði sig
miklu skipta. Ef betur er að
gáð, er klaufin ekki einungis
sett í á þennan hátt til þess að
pilsið líti vel út. Mjög auð-
velt er að setja klaufar í hlið-
ar- eða framsauminn á ióðr-
inu, sem veldur því að stúlk-
ur, klæddar slíkum pilsum,
eiga miklu þægilegra með að
ganga og hreyfa sig frjálslega.
Þess skal að lokum getið, að
auðvelt er að útbúa Diors-
klauf á ófóðruðu pilsi. Það er
gert þannig, að stykkið er 'sett
undir klaufina og það fest í
barmana á hinu breiða saum-
broti.
reynslu af gildi almenningsbóka- ,
safna í ýmsum löndum jafnt á
sviði almennrar sem sérhæfðrar
fræðslu, skýra frá hvernig háttað
er framlögum til amerískra al-
menningsbókasafna, frá fjöl-
þættri starfsemi þeirra og helztu
atriðum skipulags og starfshátta.
Um leið mun hann drepa á rekst-
ur og starf safna í öðrum lönd-
um. Verður lögð áherzla á, að
námskeiðin geti haft hagnýtt
gildi fyrir íslenzka bókaverði og
verður þátttakendum gefinn kost-
ur á að bera fram fyrirspurnir og
óska skýringa. Námskeiðin og
fyrirlestrarnir munu íara fram
á dönsku.
Verzlunar- og
skrifstofufólk
í austurbænum:
Sjálfsafgreiðsla á bragð
góðum og lystugura mat.
Hraði, Þægindi, Gæði.
Opnað kl. 7 f.h.
MATSTOFA AUSTUBBÆJAR
Laugaveg 116.
lyálfundafélagið
6 Ð I M IM
Kvikmyndasýning fyrir börn félagsmanna verður í
Trípólibíó sunnudaginn  3. apríl kl. 1:15.
Miðar afhentir í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 2—5 í dag
og á morgun.
T i I  sölu:
Volkswagen
sendiferðabifreið
í fyrsta flokks ástandi, með nýrri öflugri miðstöð,
hreifanlegu glerskilrúmi milli stýrishúss og aftur-
hólfs, þrem gluggum á hvorri hlið, sætum fyrir 10
manns, sem hægt er að setja í og taka burtu mjög
auðveldlega. Tilboð er greini nafn heimilisfang og
verð óskast send Morgunblaðinu fyrir 7. apríl n.k.
merkt: „Happ — 9456".
ÍTALÍA
Umhverfis jörðina
á matseðli
1 kvöld hefjum við ferðina......
Fyrst skreppum við til ITALÍU og matseðillinn verður:
SPAGHETTI CON AGLIO e OLIO
ZUPPA di SUINACI alla MODENESE
•
BACCALA alla VENEZIANO
•
LA COSTOLETTA alla MILANESE
FRITELLE di FABINA BIANCA
•
CAFFE
•
Að auki: PIZZA A LA MAISON
SPAGHETTI ITALIENNE
SPAGHETTI BOLONAISE
•
(skýringar á matseðli fást í Nausti)
Tríó NAUSTS leikur ítölsk lög.
Erlingur Vigfússon syngur ítölsk lög kl. 9:30
Svavar Gests kynnir, segir sögur og . . . smá getraun.
Dans eftir kl. 10:00
Opið til kl. 01:00.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24