Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur 1. apríl 1960
MORGVNBLAÐIÐ
IV
Karl Ó. Bjamason
varaslökkviliðsstjóri
f DAG er kvaddur hinztu kveðju
þekktur og vel metinn borgari
bæjarfélags vors, Karl Óskar
Bjarnason, varaslökkviliðsstjóri.
Hann fæddist hér í bæ 16. okt
1895 og voru foreldrar hans hjón-
in Bjarni Jakobsson trésmiður
frá Valdastöðum í Kjós og Sol-
veig Ólafsdóttir, ljósmóðir. Á
unga aldri missti Karl móður
sína og var þá tekinn til fóst-
urs af Steindóri Jónssyni, tré-
smið og konu hans Guðríði Þor-
steinsdóttur, er bjuggu í Stein-
dórsbæ við Klapparstíg. Hjá
þessum ágætu hjónum ólst hann
upp til fullorðins ára og taldi
jafnan foreldra sína og minntist
þeirra með ást og virðingu.
Karl kvæntist 8. febrúar 1919
eftirlifandi konu sinni Kristínu
L. Sigurðardóttur, fyrrv. alþing-
iskonu, dóttur hins þjóðkunna
skólamanns, Sigurðar Þórólfs-
sonar skólastjóra. Þau hjónin
eignuðust þrjú mannvænleg
börn,  eina  dóttur  og  tvo  sonu.
Á unglingsárum sínum vann
Karl alla algenga vinnu, þar til
þáttaskil urðu í lífi hans er hann
var tvítugur að aldri.
Aðfaranótt 25. apríl 1915 varð
gífurlegur eldsvoði í Reykjavík,
sá mesti í sögu bæjarfélagsins,
þegar mikill hluti miðbæjarins
brann til kaldra kola, eða þrjár
húsaraðir milli Hafnarstrætis og
Austurvallar. í þá tíð var slökkvi
lið Reykjavíkur lítið og van-
máttugt, það átti engan vélakost,
því talið var, að vatn úr bruna-
hönum bæjarins myndi nægja
til hverskonar slökkvistarfa, og
aðeins tveir vaktmenn skiptu
með sér vöktum á slökkvistöð-
inni. Þegar eldar komu upp, og
tilkynning þar að lútandi barst
slökkvistöðinni, voru liðsmenn
kallaðir út til starfa. Þeir mættu
í slökkvitólahúsunum, drógu
tæki sín á staðinn, tengdu slöng-
ur við brunahana og hófu starf
sitt. Eins og eðlilegt er, tók þetta
starf ærinn tíma, og ef um bráð-
an eld var að ræða, þá var voð-
inn vís. Svo var það í þetta sinn.
Slökkviliðið barðist hetjubaráttu
við eldhafið og tókst loks að
stöðva eldinn, en þá hafði líka
fjöldi bæjarbúa verið kvaddur
til hjálpar, er vann ósleitilega
með slökkviliðinu.
Forráðamenn bæjarins sáu nú,
að bæta þyrfti mjög aðstöðu til
slökkvistarfa í bænum og var því
ráðizt í að kaupa véldælu, sem
hér var til á staðnum, en sem
áður var eigi talin þörf á að
kaupa. Þessi dæla hafði verió
tekin traustataki um nóttina og
hjálpaði mjög við slökkvistarfið.
Jafnframt var ákveðið að fjölga
varðmönnum á slökkvistöðinni,
og voru því ráðnir tveir ungir
menn til starfans, er vel höfðu
gengið fram sem sjálfboðaliðar
við slökkvistarfið. Annar þessara
manna var Karl Bjarnason, er
starfaði við slökkvistöðina þar til
31. október 1958, að hann lét af
störfum sökum heilsubrests.Hinn,
Anton Eyvindsson ,starfar enn
við slökkvistöðina sem varðstjóri
©g mun nú vera sá starfsmaður
Reykjavíkurbæjar, sem lengstan
starfsferil á að baki.
Það má með sanni segja, að val
þessara tveggja ungu manna hafi
tekizt með afbrigðum vel. Þeir
fengu sína fyrstu eldskírn í brun
anum mikla fyrir 45 árum, koma
á slökkvistöðina, þegar vélvæð-
ingin hélt innreið sína þar og
hafa lifað og átt þátt í allri þró-
unarsögu slökkviliðsins ,frá frum
stæðu til þroska, báðir lengst af
sem yfirmenn á stöðinni.
Karl Bjarnason var meðalmað-
ur á hæð, samsvaraði sér vel,
rólyndur og athugull. Það sýndi
sig fljótlega, að hann var vel til
slökkviliðsstarfa fallinn, röskur
til verka, djarfur í sókn, þrek-
mikill og þrautseigur, en slíkt
eru eiginleikar, sem prýða þurfa
hvern slökkviliðsmann. Hann
var einn þeirra manna, er eigi
kunni við sig annars staðar en í
fremstu víglinu og það var hans
eðli, að það sem hann ætlaði öðr-
um að leysa af hendi, það varð
hann fyrst og fremst sjálfur að
geta. Þegar vélvæðing slökkvi-
li.sins hófst, var fátt um kunn-
áttumenn í véltækni hér. í bæ.
Þess vegna var nauðsynlegt, að
brunaverðir kynnu skil á öllu,
er laut að tækjum þeirra, enda
urðu þeir sjálfir að annast flest-
ar viðgerðir, ef eitthvað gekk úr
skorðum. Þá sýndi það sig, að
Karl var handlaginn í betra lagi
og var fljótur að átta sig á ÖU-
um nýjungum. Mun hann og hafí.
haft mikið yndi að sýsla um þess-
ar nýju undravélar.
Fyrstu árin, sem Karl starfaði
á slökkvistöðinni var þar mjög
fámennt og var stöðin eiginlega
aðalheimili brunavarðanna. Þeir
höfðu enga ákveðna frítíma, en
skruppu frá erinda sinna til skipt
is, þannig að einn til tveir menn
voru eftir á stöðinni. Þetta fyr-
irkomulag gat ekki gengið til
lengdar og var því smám saman
fjölgað brunavörðum og 1921 var
hægt að skipta þeim í flokka
þannig, að þeir gætu fengið
ákveðna vinnutíma og ákveðra
varðtíma. Þá var og settur nokk-
urs konar fyrirliði fyrir hvora
varðsveit og hlaut Karl forustu
annarrar sveitarinnar. Nú vænk-
aðist hagur brunavarðanna, því
nú voru þeir á ákveðnum vöktum
annan hvorn sólarhring, en átti
hinn frían.
Árið 1934 var brunavörðum
fjölgað mjög og þá voru teknar
upp þrjár átta tíma vaktir á sól-
arhring. Þá voru í fyrsta skipti
skipaðir varðstjórar yfir varð-
sveitunum og var Karl skipaður
yfir eina þeirra og í því starfi
var hann aðeins eitt ár, því næsta
ár var hann fyrst settur og síðan
skipaður varaslökkviliðsstjór:.
Því starfi gengdi Karl til 31. okt.
1958, að hann sagði því lausu að
eigin ósk, sökum veikinda.
16. nóvember 1940 var slökkvi
liðið kallað til að slökkva eld í
bragga einum hér í bæ. Þá réð-
ust nokkrir slökkviliðsmenn til
inngöngu og mun Karl, ásamt
öðrum manni, hafa verið þar
fremstur í flokki. Þar skeði hið
hörmulega slys, að rafmagns-
straumur laust þá með þeim af-
leiðingum, að Karl varð nær
dauða en lífi, en félagi hans lézt
á staðnum. Karl virtist ná sér
furðu fljótt og vel og ekki fá
varanlegt mein af áfallinu. Sjö
árum síðar var slökkviliðið kvatt
út, vegna* eldsvoða í húsi við
Laugaveg, og hafði Karl vara-
slökkviliðsstjóri þá stjórn á hönd
um. Skömmu eftir að liðið kom
á staðinn, hné Karl skyndilega í
götuna og var þegar ekið með
hann á sjúkrahús. Þar kom í ljós,
að han nhafði fengið aðkenningu
að heilablóðfalli og lamazt alger-
lega vinstra megin. Hann náði
sér furðu fljótt eftir þetta áfall,
þannig að hann gat tekið upp
starf aftur, en aldrei gekk hann
heill til skógar eftir það. Fyrir
nokkrum árum tók heilsu hans
mjög að hraka, svo hann varð að
segja starfi sínu lausu, og mun
það ekki hafa verið sársaukalaust
fyrir mann með hans skapferli,
að eiga að setjast í helgan stein
eftir athafnasama ævi. Karl var
ekki sérlega dulur maður, en
aldrei heyrðist hann þó kvarta
yfir þeim áföllum, er hann hafði
fengið, né yfir heilsu sinni.
Karl Bjarnason tók mikinn
þátt í félagslífi á ýmsum vett-
vangi. Hann var um tíma virkur
meðlimur í félagsskap templara
hér í bæ, einn af hvatamönnum
að stofnun „Brunavarðafélags
Reykjavikur", og átti um tíma
sæti í stjórn Starfsmannafélags
Reykjavíkurbæjar og í stjórn
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja. Þann þátt mun ég ekki
rekja hér, þótt tekið hafi mikinn
hluta af frítímum Karls.
Þegar ég tók við stjórn slökkvi
liðsins 1945 var ég með öllu ó-
kunnugur slökkvistarfiog rekstri
stofiuinar sem síökkvistöðvarinn-
ar.
Árið áður höfðu báðir slökkvi-
liðsstjórarnir látizt og því nauð-
synlegt að skipa nýja menn í
þeirra stað. Það var viturleg og
heppileg ráðstöfun, að skipa í
annað embættið mann, sem var
jafn þaulkunnugur öllu starfi
eins og Karl Bjarnason, sem þá
hafði verið starfsmaður stöðvar-
innar í 30 ár, í stað þess að aðal-
stjórnendurnir kæmu báðir ó-
kunnugir starfsháttum öllum.
Mér var strax ljóst, að ég í fyrstu
þurfti að mestu að vera óvirkur
áhorfandi, meðan ég var að kynn
ast starfinu, og fela stjórnina
fyrst um sinn hinum reynda
samverkamanni  mínum.
Ég var fljótt var við, að Karl
var tillögugóður samverkamað-
ur, skarpskyggn á þarfir slökkvi
liðsins, ótrauður að kanna nýjar
leiðir í starfi sínu, rólegur hvers
dagslega, prúður í öllu hátterni,
en fastur fyrir, — ef því, var að
skipta. Tókst strax með okkur
hin bezta samvinna, sem hélzt
slík, þar til hann sagði starfi
sínu lausu.
Starfsmenn slökkvistöðvarinn-
ar hafa flestir unnið með Karli
um langt árabil, sá elzti frá 1915.
í starfi, þar sem unnin er vakta-
vinna, eins og á slökkvistöðinni,
er óhjákvæmilegt að menn kynn-
ist mjög náið, þekki kostioggalla
hver annars. í þrjátíu ár deildi
Karl kjörum með öðrum bruna-
vörðum, áður en hann var skip-
aður slökkviliðsstjóri. Eftir ára-
tugastarf minnast samverkamenn
hans góðs drengs, sem var hrók-
ur alls fagnaðar í góðra vina
hópi. Þeir þakka samverustund-
j irnar, samstarfið og sameiginleg
áhugamál.
Þeir senda konu hans og öðr-
um nánum ættingjum hlýjar sam
úðarkveðjur  í  söknuði  og  sorg.
Jón Sigurðsson.
FRÁ löngu og oft og tíðum nánu
samstarfi um hagsmunamál bæj
arstarfsmanna er margs að minn
ast um góðan dreng. Um árabil
var Karl Ó. Bjarnason þar í
rúmi er á mæddi í þeim mál-
um og jafnan mannasættir og
hollur sínum málstað þegar deil
ur risu. Hann var einn af stofn-
endum Starfsmannafél. Reykja-
víkurbæjar og átti sæti í stjórn
þess 1933—37 og enn 1942—46,
þá sem varaformaður félagsins
og formaður síðasta árið. Tillög
ur hans í félagsmálum voru allt-
af traustlega undirbyggðar og
fluttar með festu og þó hógværð
sem  einkenndi  alla  framkomu
hins prúða og lipra starfsmanns.
Á 30 ára afmæli Starfsmanna-
félags Reykjavikurbæjar sendi
Karl félaginu heillaósk og kveðju
í afmælisriti félagsins. Þar telur
hann sjálfur, eftir 40 ára starf
hjá Reykjavíkurbæ, eina hina
ánægjulegustu endurminningu,
er þeir nokkrir starfsmenn bæj-
arins brutust í því að stofna fé-
lagið. Svo var honum félagið hug
arhaldið. Síðar átti hann drjúgan
þátt í stofnun Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja og um tíma
í stjórn bandalagsins.
Við fráfall Karls Ó. Bjarnason
ar eiga starfsmenn bæjarins á
bak að sjá góðum félaga og
stjórnarmenn félags þeirra fyrr
og síðar tryggum og ráðhollum
samstarfsmanni, sem þeir minn-
ast þakklátum huga.
Lárus Signrbjörnsson.
S^.
i sewuM
Vi
**<***&&!!
Vim
hefur 5 nýja koeti!
*¦
Jfr'reyðír svo
fljótt —
fitan hverfur
samstundis —
likast
geriiingum.
4
Inníheldur gerlaeyði
drepur ósýnilegar
sóttkveikjur.
Inniheldur bleikiefni,
blettir hverfa gersamlega.
Mýkra, fínna duf X,
moíí inndælum,
ferskum ilm,
svo mjúkt,
að það getur
ekki rispað.
~>, |f0*STÖDIN SÍM*  3B302
¥
Nýr, gljáandi stautur,
svo að birtír i el'Uaúsinu.
Fliótast að eyðo
fítu og blettum!
K-v 5I9/1C-ÍS30-SO
GnoSaToenr *t
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24