Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
HtORCVlSBLAÐIÐ
FBstudagur 1. aprO 1960
Þetta var fyrsta nóttin, síðan
hún gifti sig, sem hún var ein.
Julien hafði tekið sér annað her-
bergi undir því yfjrskini, að hann
væri þreyttur.
Hún lá lengi vakandi, þar sem
hún var orðin því óvön að vera
ein, og þar við bættist, að norðan
vindurinn gnauðaði á þakinu.
Hún vaknaði snemma næsta
morgun við birtuna, sem
streymdi inn um gluggana. Hún
iór í slopp, flýtti sér út að glugg-
anum og opnaði hann.
ískaldan gust lagði inn um
gluggann, svo að hana sveið í
hörundið og henni vöknaði um
augu. Sólin gægðist milli trjánna
á eldrauðum himni og það small
í frosinni jörðinni undan fótum
manna. Á einni nóttu hafði vind-
urinn feykt af trjánum öllu, sem
eftir hafði verið af laufi, og í
fjarska grillti í grágrænan hafflöt
inn hvítum brimrákum.
Jeanne klæddist og fór út. Hún
gerði sér það til til erindis að
heimsækja bændurna.
Martins-hjónin fórnuðu upp
höndum af undrun, og frú Martin
kyssti hana á báða vanga. Þau
neyddu hana til að drekka eitt
glas af noyauvíni. Síðan heim-
sótti hún hinn bæinn. Couillard-
hjónin urðu einnig mjög hissa.
Frú Couillard smellti kossi á eyra
hennar, og hún varð að drekka
glas af Cassisvíni. Síðan hélt hún
heim til morgunverðar.
Dagurinn leið hjá á sama hátt
og dagurinn áður, að því undan-
skildu, að hann var kaldur en
ekki rakur. Allir aðrir dagar vik-
unnar líktust þessum tveim, og
allar vikur mánaðarins voru eins
og fyrsta vikan.
Smám saman hætti hún að þrá
ijarlæg lönd og sætti sig við til-
veru sína. Von bráðar fór að
vakna hjá henni áhugi fýrir hin-
um mörgu og smáu vandamálum
hinnar líðandi stundar, sem kröfð
ust úrlausnar. En þrátt fyrir það
ól hún stöðugt með sér þunglynd
ishneigð og óljósa óánægju með
lífið. Hvað vantaði hana? Hvers
óskaði hún? Hún vissi það ekki.
Hún kærði sig kollóttann um alla
yeraldlega hluti, hún þráði
hvorki samkvæmi né skemmtan-
ir. Hvað var þá að? Öll tilveran
virtist hafa upplitazt fyrir aug-
um hennar á sama hátt og göm-
ul húsgögn, allt virtist dauft og
litlaust án ytri Ijóma.
Samband þeirra Juliens og
hennar var gjörbreytt. Hann virt
ist allur annar maður, síðan hann
kom heim úr brúðkaupsferðinni,
rétt eins og leikari, sem lokið hef
ur að leika hlutverk sitt og verð
ur, eins og hann á að sér, á ný.
Hann veitti henni sjaldan nokkra
athygli og yrti tæpast nokkurn
tímann á hana. Öll merki þess,
að hann elskaði hana, voru allt í
einu horfin, og hann kom sjaldan
inn í herbergi hennar að kvöldi.
Hann hafði tekið öll fjármál og
allan rekstur búgarðsins í sínar
hendur, breytt leigusamningum,
þvargað við leiguliðana og dregið
úr eyðslu. Hann hafði tekið við
hlutverki bónda og jafnframt
lagt niður alla sundurgerð í
klæðaburði. Ekkert var eftir af
þeirri glæsimennsku, sem hafði
einkennt hann sem elskhuga.
Hann var alltaf í sömu fötun-
um, þótt þau væru þakin blett-
um. Hann klæddist gömlum veiði
jakka úr flaueli með tinhnöpp-
um, sem hann hafði fundið með-
al gamalla fata. Hann var einn-
ig hættur að raka sig, þar sem
honum var ekki lengur annt um
að ganga í augun á neinum; og
sítt illa sklippt skeggið breytti
útliti hans mjög til híns verra.
Hendur hans voru ósnyrtar, og
að lokinni hverri máltíð drakk
hann fjögur til fimm glös af
koníaki.
Jeanne reyndi með gát að finna
að þessu við hann, en han nhafði
svarað henni hranalega. „Láttu
mig um það!" hafði hann sagt,
og hún reyndi ekki að ráðleggja
honum neitt eftir það.
Hún undraðist oft sjálf, hve
Hann svindlar! Hann stal  einum ási úr erminni minni!
fljótt henni tókst að sætta sig við
breytinguna. Hann var orðinn
henni ókunnur, hugur hans og
hjarta var henni lokuð bók. Hún
braut oft heilann um, hver væri
orsök þess, að þau sem höfðu
kynnzt, orðið ástfangin og gifzt í
flýti, voru nú allt í einu orðin
hvort öðru jafn ókunnugleg og
hefðu þau aldrei búið í sama her-
bergi.
Hvernig stóð líka á því, að
henni sárnaði ekki skeytingar-
leysi hans meira en raun bar
yitni? Var þetta gangur lífsins?
Höfðu þau lifað í sjálfsblekk-
ingu? Bar framtíðin ekkert í
skauti sér fyrir hana?
Hefði Julien haldið áfram að
vera laglegur, vel klæddur og
glæsilegur, hefði hún ef til vill
þjáðst meira.
Það hafði verið ákveðið, að
ungu hjónin yrðu ein eftir ára-
mótin. Foreldrar hennar ætluðu
að dvelja nokkra mánuði í húsi
sínu í Rouen. Ungu hjónin ætl-
uðu að halda kyrru fyrir á Espi-
lundi þennan vetur til þess að
venjast samvistunum á þeim
stað, sem þau myndu eyða ævinni
á. Þau áttu nokkra nágranna, og
Julien ætlaði að kynna hana fyr-
ir þeim. Það voru fjölskyldurn-
ar Brisevilles, Colteliers og Four-
villes.
Julien hafði breytt ýmsu í
rekstri búgarðsins í sparnaðar-
skyni. Hann hafði gert gamla ek-
ilinn að garðyrkjumanni og hugð
ist aka vagninum sjálfur. Hann
seldi vagnhestana, til þess að
spara fóður, og gerði jafnframt
samning við bændurna Martin og
Couillard þess efnis, að þeir sæju
honum fyrir sitt hvorum hestin-
um tiltekinn dag hvers mánaðar.
Þar sem óhjákvæmilegt var að
hafa einhvern til að halda i hest
ana, meðan þau hjónin stigu út
úr vagninum, gerði hann lítinn
kúasmala, Maríus að nafni, að
hestasveini.
Coulliards-fjölskyldan    sendi
þeim stóran, leirljósan hest en
Martins-fjölskyldan smávaxinn
hest, hvítan og lubbalegan. Ak-
tygjunum var komið fyrir og
þeim síðan beitt fyrir vagninn.
Maríus teymdi hestana að dyrun-
um Ekilsbúningur Símonar gamla
bar smávaxinn líkama hans ger-
samlega ofurliði.
Julien var fremur venju hreinn
og snyrtilegur. Hann líktist að
nokkru þeim gamla Julien, þótt
sítt skeggið gæfi honum grófara
útlit. Hann virti fyrir sér hest-
ana, vagninn og hestasveininn, að
því er virtist með velþóknun.
Það skipti hann mestu máli, að
v^gninn var nýmálaður og prýdd
ur skjaldarmerkjum beggja ætt-
anna.
Barónsfrúin studdist við hand
legg manns síns niður þrepin og
fór upp í vagninn. Síðan kom Je-
anne út. Hún fór samstundis að
hlæja að hinum ósamstæðu hest-
um, og ekki tók betra við, er hún
sá Maríus. Andlit hans hvarf
næstum undir fjaðurskreyttan
hattinn, sem hvíldi á nefi hans,
hendurnar stóðu ekki fram úr
ermunum, og frakkalöfin struk-
ust við jörðina. Neðst gat að líta
heljar-stóra skó, og þegar hún
sá Maríus rykkja höfðinu til þess
að geta séð undan hattbarðinu og
lyfti fótunum í hverju spori, eins
og hann væri að klofa yfir læk,
greip hana óstöðvandi hlátur.
Baróninn sneri sér við og leit á
smávaxinn, ringlaðan hestasvein-
inn og skellti einnig upp úr. —
„Líttu á Ma-Ma-Maríus!" sagði
hann við konu sína. „Sjáðu,
hvað hann er hlægilegur? Sá er
nú skrýtinn!"
Barónsfrúin leit út um vagn-
gluggann og fékk einnig hláturs-
kast, svo að vagninn hristist á
fjöðrunum.
Julien fölnaði af reiði. „Hvað
hlægir ykkur svo mjög?" sagði
hann. „Eruð þið búin að missa
vitið?"
Jeanne veltist um af hlátri og
varð að setjast á dyraþrepið. Um
baróninn var sömu sögu að segja,
og hálfkæfð hljóð innan úr vagn-
inum gáfu til kynna, að eins væri
ástatt um barónsfrúna. Brátt sást
einhver hreyfing á einkennisbún
ingi Maríusar. Honum var aug-
sýnilega farið að skiljast, hvert
hlátursefnið væri og var einnig
sjálfur farinn að hristast af hlátri
undir stóra hattinum.
Julien geystist fram í reiði. —
Hann sló drenginn utan undir,
svo að hatturinn þeyttist eftir
grasflötinni, og sneri sér síðan að
tengdaföður sínum. Rödd hans
titraði af bræði.
„Mér virðist sem þú ættir
manna sízt að hlæja að þessu",
sagði hann. ,,Það væri ekki svona
ástatt fyrir okkur, hefðirðu ekki
sóað peningum og vanrækt eigna
jörð þína. Hver á sök á þvi, að
þið eruð ekki betur stæð en raun
ber vitni?"
Hláturinn þagnaði samstundis,
og enginn mælti orð. Jeanne,
sem var gráti næst, steig upp í
vagninn og settist við hlið móður
sinnar. Baróninn settist þögull og
forviða gegnt konunum tveim, og
Julien settist í ekilssætið, er
hann hafðí lyft í sætið við hlið
sér skælandi stráknum, sem var
að byrja að bólgna í andliti.
Leiðin var ömurleg og virtist
löng. Þau sátu öll þrjú, döpur og
skömmustuleg, og vildu ekki við-
urkenna hvert fyrir öðru, um
hvað þau væru að hugsa. Þau
skynjuðu hvert fyrir sig, að þau
gátu ekki talað um aðra hvers-
dagslegri hluti, meðan þessar
hugsanir höfðu tökin á þeim, og
þau kusu heldur að þegja en að
minnast einu orði á þetta við-
kvæma mál.
Þau óku fram hjá bóndabæj-
um, vagninn rykktist til vegna
ósamstæðra hrossanna, en að lok
um komu þau að breiðri braut
milli hárra grenitrjáa, og er
henni lauk, komu þau að breiðu,
hvítmáluðu hliði. Maríus hljóp
til að opna það, og er þau höfðu
ekið meðfram breiðri grasflöt,
nam vagninn staðar fyrir fram-
an háa og stóra en ömurlega
byggingu, með lokuðum glugga-
hlerum.
Útidyrnar opnuðust, og gam-
all, hrumur þjónn í svörtum
jakka með rauðum röndum, staul
aðist niður skökk þrepin. Hann
fékk nafnspjöld þeirra og bauð
þeim inn í geysistóra viðhafnar-
stofu. Rimlatjöldin voru auðsjá-
anlega sjaldan hreyfð; gamli
þjónninn átti íullt í fangi með að
draga þau upp. Hlífðarábreiður
voru yfir húsgögnunum, og hvítt
léreft var breitt yfir klukkuna
Jóna, ef ég aðeins gaeti fengið
föður þinn til að koma með mér
til Háu skóga, svo hann geti sjálí
ur séð hvað það er stórkostlegur
staður. Ég veit ekki hvernig þú
ættir  að  fá  hann  til  að  fara
Markús, nema ef einhver mjöglJóna, sem gæti bjargað málinu.
mikilsmetinn kjósandi byði hon- Viltu afsaka mig meðan ég
um.  Mér  dettur svolítið í hug hringi í landssímann?
og kertastjakana. Andrúmsloftið
var kalt, rakt og ömurlegt og
minnti á löngu liðna daga.
Þau settust öll niður og biðu.
Þau heyrðu fótatak á ganginum
uppi yfir þeim, sem bar þess
glöggt vitni, að húsráðendur
væru sem óðast að hafa fata-
skipti. Barónsfrúin var að kvef-
ast og hnerraði án afláts. Julien
gekk um gólf. Jeanne sat hnípin
við hlið móður sinnar. Baróninn
hallaði sér niðurlútur upp að
marmarahillunni fyrir ofan arin-
inn.
Seint og síðarmeir opnuðust
aðrar dyrnar, og de Briseville
greifi og frú hans gengu inn í sal
inn. Þau voru bæði sn\ávaxin,
grönn og kvikleg, og erfitt var
að geta sér til um aldur þeirra.
Framkoma þeirra var í senn há-
tíðleg og vandræðaleg.
Þegar þau höfðu heilsazt, virt-
ist sem þau hefðu ekki neitt við
hvert annað að segja. Þau fóru
því að bera fram heillaóskir,
hvert í kapp við annað og létu
jafnframt í ljós óskir um, að þessi
vináttubönd mættust haldast. —
Það væri sannarlega ánægjulegt
íyrir þá, sem byggju í sveit allt
árið, að hitta nágranna sína.
Kuldinn smaug í gegnum merg
og bein, og þau voru öll orðin
hás. Barónsfrúin var farin að
hósta og jafnframt hætt að
hnerra. Baróninum fannst tími
kominn til að fara. „Ætlið þið að
fara svona fljótt?" sögðu Brise-
ville-hjónin. „Dveljið örlítið
lengur". Jeanne var staðin upp,
þrátt fyrir bendingar Juliens,
sem áleit, að þau hefði ekki stað-
ið nógu lengi við.
3lUtvarpiÖ
Föstudagur 1. apríl.
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.  —  (12.25
Fréttir  og  tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Bræð-
urnir" eftir Karen Plovgárd VIII.
(SigurSur Þorsteinsson banka-
maður).
18.50 Framburðarkennsla  I  spænsku.
19.00 Þingfréttir.  —  Tónleikar.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Kvöldvaka:
a) Lestur fornrita: Halldórs þátt-
ur Snorrasonar; síðari hluti
(Oskar Halldórsson cand.
mag.).
b) Vísnaþáttur (Sigurður Jóns-
son frá Haukagili.)
c) Islenzk  alþýðulög.
d) Frásöguþáttur: Séð suður yfir
(Hallgrimur Jónasson kenn-
ari.)
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmur (40).
22.20 Erindi: Þrenn vinmæli til Is-
lands (Júlíus Havsteen fyrrv.
sýslumaður).
22.35 Islenzku dægurlögin: Félag ísl.
dægurlagahöfunda sér um þenn-
an lið. Hljómsveit Magnúsar Pét-
urssonar ieikur; Alfreð Clauesn,
Hulda Emilsdóttir og SigríSur
GuSmundsdóttir syngja me3
hljómsveitinni.
23.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 2. apríl.
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0S
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veíurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir)  .
14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttír
og veðurfregnir).
17.00 Bridgeþáttur (Eirikur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur  (Baldur Möller).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Gestir á
Hamri" eftir SigurS Helgason;
II.  (Höfundur les).
18.55 Frægir söngvarar: Maggie Teyte
og Richard Tauber  syngja.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Gluggar'* eftir John
Galsworthy í þýSingu Aslaugar
Arnadóttur. — Leikstjóri: Helgi
Skúlason. Leikendur: Helga Val-
týsdóttir, Steindór Hjörleifsson,
SigríSur Hagalín, Þorsteinn O.
Stephensen, Anna Guðmundsdótt
ir, IndriSi Waage, Helga Bach-
mann, Rúrik Haraldsson og Jón
ASils.
22.00 Fréttir og veSurfregnir. — 22.10
Passiusálmur (41).
22.30 Danslög.  —  24.00  Dagskrárlok.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24