Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Fostudagur 1. apríl 1960
MORGVNBLAÐIÐ
23
Hœkkun vegna sölu-
skatfs á húvörum
NÝTT v.erð hefur verið auglýst
á ýmsum búvörum. í auglýsingu
frá framleiðsluráði landbúnaðar
ins um mjólk í pappaumbúðum
segir svo: Vegna hækkunar á erl-
endum kostnaði við pappaumbúð
ir utan um mjólk, hefur verið
ákveðið að verð á hyrnumjólk í
1 líters umbúðum, hækki um 20
aura hver líter frá 1. apríl, og
verður -3,55 kr.
Þá hefur smásöluverð á kinda
—  Genf
Framh. af'bls. 1
tillagan verða ofan. á. — Ræða
Indvérjans lýsti óljóst yfir stuðn-
ingi "við Kanada-tillöguna, þó
með því skilyrði að gerðar yrðu
breytingar á henni í þá átt að
réttur fjarlægra ríkja yrði virtur
eitthvað ákveðið árabil, en
nefndi ekki hve lengi. Er þetta
í fyrsta skipti að fram kemur
opinberlega í ræðu að setja beri
tímatakmörk á söguleg réttindi
þjóða til veiða innan 12 mílna,
en stöðugur orðrómur hefur ver-
ið uppi um að það verði lausnin.
Indverjinn reif hins vegar nið-
ur aflamagnstakmörkunartillögu
Bandaríkjanna og sagði: „Ég
virði Dean (bandaríski fulltrú-
inn) mikils, en ég skil ekkert í
honum að bera svona fram. Ef
til vill eru til skýrslur um afla-
brögð við ísland og Kanada, en
þær munu þó vera ófullkomnar.
En engar slíkar skýrslur eru til
annarsstaðar í heiminum. Eftir-
lit með veiðunum er algjörlega
óframkvæmanlegt og mundi að-
eins leiða til endalausra og ótelj-
andi deilna, sem ekki einu sinni
Haag-dómstóllinn gæti skorið
úr".
Hrekja heimamenn af miðunum
Gundersen frá Noregi lýsti því
yfir að í hreinskilni væri kanad-
íska tillagan í samræmi við hags-
muni Noregs. Sagði hann að nú-
tímatækni og fjölgun erlendra
togara við Norður-Noreg hefðu
skapað alvarleg vandamál fyrir
fiskimenn Noregs. Hann taldi
mögulegt að þeir yrðu að minnka
sókn sína á mið, sem þeir þó
hafi sótt frá ómunatíð, vegna
ágengni erlendra togara, sem
eyðileggðu veiðarfæri bátanna
og hrektu þá af miðunum. íbú-
arnir við ströndina væru hins-
vegar háðir fiskveiðunum og
þessvegna teldu Norðmenn ekk-
ret minna duga til að tryggja af-
komu þeirra en tólf mílna fisk-
veiðilögsögu Gundersen kvað
Norðmenn telja tólf mílur skapa
jafnvægi hagsmuna um allan
heim. Þetta gæfi fiskimönnum
strandríkjanna sanngjarna vernd
og togurunum enn næg athafna-
svæði utan tólf mílna. Gunder^
sen tók undir gagnrýni á aflatak-
mörkun bandarísku tillögunnar,
sem hann sagði að væri algjör-
lega óframkvæmanleg____Hann
sagði að kanadíska tillagan væri
einföldust og sanngjörnust fyrir
alla.
Guatemala með Kanada, en . . .
Bailey, fulltrúi Ástralíu, mælti
með bandarísku tillögunni, en
tók undir með Bretum, að það
væri mikil fórn fyrir fjarlæg ríki
að samþykkja sex mílna fisk-
veiðilögsögu.
Fulltrúi Guatemala, Pazos,
kvaðst mundu styðja tillögu
Kanada, en lýsti því þar að auki
yfir að Brezka-Honduras væri
eign Guatemala!
Fitsmaurice frá Bretlandi fékk
að gera hér stutta athugasemd og
sagði aðeins að fulltrúar Guate-
mala og íslands hefðu komið með
ýmsar yfirlýsingar, sem Bretar
teldu rangar, og þeir áskildu sér
rétt til að leiðrétta þær síðar.
A mælendaskrá fyrir morgun-
daginn eru fulltrúar Jórdaníu,
Kambodíu, Finnlands og Ung-
verjalands.
Fulltrúar þrjátíu og sex þjóða
hafa hingað +U ^laS á ráðstefn-
unnL
kjöti, súpukjöti í 1. flokki verið
ákveðið 18,90 kr. hvert kg. og í
2. flokki 16,72 kr. hvert kg. Verð
á rjóma i lausu máli verður 37,70
kr. hver líter. Skyr mun kosta
8,60 kr. hvert kg. Verð á kartöfl-
um í úrvalsflokki verður 2,28 kr.
hvert kg. og á gulrófum 4,95 kr.
hvert kg. Allar þessar hækkan-
ir koma til vegna söluskatts.
-  Skák
Framh. aí bls. 11
Hxh2; 32. Hc3! og hvítur hefði
frumkvæðið. 29. Rd4, KfJ; 3».
Ke2 Tal hugðist svara 30. f4 með
30. — g6 og skjótum flutning'
riddarans til e6. 30. — g6; 31.Kd3,
Rg7; 32. Hbl, Ha5; 33. Rc2, Re6;
34. Hb4, Hc5; 35. h4, gxh4; 36.
Hxh4, d4!; 37. Rxd4, Hxe5; 3»
Rxe6, KxeG; 39. a4, Hg5; Hér
bauð Tal jafntefli, sem heims-
meistarinn hafnaði. En eftiv
40. He4, Kf6 bauð Botvinnik
sjálfur jafntefli.
„Einkalíf" eftir Noel Coward
írumsýnt í Hlégarði í kvold
U.M.F. AFTURELDING í Mos-
fellssveit frumsýnir gamanleik-
inn „Einkalíf" eftir Noel'Cow-
ard í kvöld í Hlégarði. Leik-
stjóri er Klemenz Jónsson og er
þetta þriðja leikritið, sem hann
stjórnar í Hlégarði. í fyrra sýndi
Afturelding gamanleikinn „Köld
eru kvennaráð" og var það leik-
rit sýnt 17 sinnum. Árið þar áð-
ur sýndi félagið hinn vinsæla
gamanleik „Grænu lyftuna" og
gekk hún mjög vel. Það er orð-
inn fastur liður í starfsemi Aftur
eldingar  að  sýna  leikrit  á  ári
Málverka- og
listinunaupphoð
KLUKKAN fimm í dag hefst í
Sjálfstæðishúsinu listmunaupp-
boð Sigurðar Benediktssonar. Á
uppboðinu eru 63 málverk og
ýmsir aðrir fáséðir hlutir. Af
þeim má nef na Vestan af Mýrum,
Fallegt höfuð og Blómálfa eftir
Kjarval, Kverkfjöll (?) og Blóm
og æsku eftir Kristján Magnus-
son, Frá Þingvöllum, Ástfanginn
köttur og Feigir fiskar eftir Jón
Engilberts og blýantsteikning af
Oddi Sigurgeirssyni eftir Eggert
Guðmundsson. — Af öðrum hlut-
um má geta um kínverska hefð-
arkonu og persneskan gólfdreg-
il.
Ferðafélngið að hefja ferðir
Farið á þrjá staði um pdskana
—  Subur-Afrika
Framhald af bls. 1.
hjálma, sló hringi um þorpin
Langa og Nyanga, sem byggð eru
blökkumönnum, en það var frá
Langa, sem hópur 30.000 negra
fór í gær í kröfugöngu til Höfða-
borgar til að mótmæla handtök-
unum.
í dag þurfti lögreglan að grípa
til vopna og skaut nokkrum skot
um að hópi blökkumanna, sem
réðust með grjótkasti að strætis-
vögnum í þorpinu Western ná-
lægt  Jóhannesarborg.
Sagt er að brauðskortur sé far-
inn að gera vart við sig í Suður-
Afríku, og að sífellt verði érfið-
ara að útvega matvæli, og verð
þeirra fer hækkandi.
Hafa blökkumannasamtökin
sent Sameinuðu Þjóðunum sím-
skeyti, þar sem farið er fram á
það að þær taki aftur viðurkenn-
ingu sína á ríkisstjórn Suður-
Afríku, en viðurkenni í hennar
stað bráðabirgðastjórn í landinu.
hverju í Hlégarði og eru sýning-
ar þar mjög vel sóttar, því að
alltaf er reynt að vanda til þeirra
eftir beztu getu.
Gamanleikurinn „Einkalíf" er
eitt af þekktustu verkum þess
fræga höfundar, Noels Coward,
og hefur leikurinn alltaf gengið
vel þar sem hann hefur verið
sýndur. Mörgum leikhúsgestum
er enn í fersku minni að leikur-
inn var sýndur í Þjóðleikhúsinu
fyrir 8 árum undir ágætri stjórn
Gunnars Hansen. Þetta er léttur
og skemmtilegur gamanleikur,
sem kemur öllum í gott skap.
Þýðingin er gerð af Sigurði
Grímssyni en leiktjöldin eru mál
uð af Gunnari Bjarnasyni leik-
tjaldamálara. Sýningar í Hlé-
garði hefjast að jafnaði kl. 9 og
fer áætlunarbíll úr Reykjavík
kl. 8,30 sýningardaginn. Leikarar
í „Einkalífinu" eru fimm og eru
þeir allir úr Mosfellssveit nema
Jóhann Pálsson leikari úr Reykja
vík, sem leikur með sem gestur.
— Við strikum út
Framh. af bls. 13
kenna mönnum að líta á hana
sem eðlilegt kynlíf, aðeins af
annarri gerð en það kynlíf, sem
„normalt" er talið. Hann grein-
ir einnig frá bókum, sem verið
er að gefa út í nágrannalönd-
unum og telur að efni þeirra eigi
heima í sálsýkifræðinni, en ekki
í hinum fögru listum. Ef list-
rænar bókmenntir lenda í sal-
sýki og naflaskoðandi sálarfræði
geta svo farið leikar að vér eign-
umst fjallháa bókastafla, en eng-
ar bókmenntir.
Ef þessi spá hins norska rit-
höfundar skyldi rætast, þá má
bæta við einu hugtaki enn til
útstrikunar, en það er hugtakið
list. Hvers virði er listin þeini
manni, sem misst hefur sál sina
og ást? Er nokkur skaði skeður
þótt hún verði þá líka strikuð
út?
Vegna þess að til eru menn
þar á meðal mætir listamenn
sem ekki hafa strikað ástina og
sálina út, þá viljum vér einnig
vona að listin lifi. Og listin er
til mannsins vegna, en maður-
inn eki listarinnar vegna. Það
er von mín, að hún komi nú
mannium til hjálpar og hætti
við að höggva niður það, sem
enn stendur eftir af ást og sál.
Jóhann Hannesson.
FERÐAFELAG Islands hefur
ferðir sínar á þessu ári næstkom-
andi sunnudag með göngu og
skíðaferð á Skarðsheiði. Lagt
verður af stað kl. 9 á sunnudags-
morgun frá Austurvelli. Ekið
verður fyrir Hvalfjarðarbotn yf-
ir Laxá hjá Miðfelli og þaðan
gengið á Heiðarhornið,  sem er
1053 m á hæð, en af því er mikið
og fagurt útsýni. Komið verður
heim um kvöldið.
Þá efnir félagið til þriggja 5
daga ferða um páskana. Má þar
fyrst nefna ferð að Hagavatni og
á Langjökul, ferð í Landmanna-
laugar og ferð í Þórsmörk. f þess
ar ferðir verður lagt af stað kl.
8 á skírdagsmorgun. Einnig verð-
ur farið í Þórsmörk kl. 2 á laug-
ardag. I þessum ferðum verður
gist í sæluhúsum félagsins. Kom-
ið verður til baka úr ferðunum
á 2. í páskum. Allar nánari upp-
lýsingar fást hjá skrifstofu fé*
lagsins í Túngötu 5.
Ferðanefndin býst við að inn-
anlandsferðir verði meiri í sumar
en undanfarin ár, þar sem snöggl
um dýrara verður að fara til út-
landa en áður og hefur því í und.
ir búningi áætlun með fleiri ferð
um  en  nokkru  sinni  áður  og
Hjar.tans þakkir sendi ég ykkur öllum sem glöddu mig
á 60 ára afmæli mínu 26. marz.
Ég bið Guð að blessa ykkur.
Rósa Jóhannsdóttir, Þverveg 38.
TIL KAUPENDA
í Kópavogi
Framvecfis
mun frú Gerður Sturlaugsdottir,
Hlíðarvegi 35 Kópavogi.
síroi 14947 annast afgreiðslu
á blaðinu í Kópavogi.
Móðir okkar og tengdamóðir
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTœ
frá Veggjum, Borgarnesi,
lézt í Sjúkrahúsi Akraness 30. marz.
Börn og tengdabörn.
Eiginkona mín
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
Barónsstíg 27,
andaðist að heimili sínu 30. marz.
Fyrir mína hönd og barna okkar.
Helgi Bogason frá Brúarfossi.
Bróðir minn
RAGNAR ÁGÚST STEFÁNSSON
fæddur 12. ágúst 1888 í Lækjarkoti í Víðidal,
andaðist í sjúkrahúsi í Winnipeg 20. marz sl.
Fyrir hönd systkinanna.
Pétur Stefánsson.
Utför unnusta míns
NfELS ADOLFS GUÐMUNDSSONAR
Bræðraborg, Grindavík,
fer fram laugardaginn 2. aprfl, og hefst með bæn frá
heimili foreldra minna kl. 2 e.h. — Ferð frá B.S.Í. Reykja
vík kl. 12 á hádegi.
Fyrir mína hönd  dóttur og annara aðstandenda.
Hallbera Agóstsdóttir.
Faðir okkar
PÁIX MAGNUSSON
járnsmíðameistari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju laugardaginn
2. apríl kl. 10 f.h. Kransar og blóm vinsamlegast af-
þökkuð.
Bömin.
Jarðarför móður minnar,
LAUFEYJAR VDLMJÁLMSDÓTTUR
sem lézt 29. marz, fer fram frá Dómkirkjunni laugard.
2. apríl kl. 11. f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Þeim,
sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á
líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda:
Guðrún Guðmundsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24