Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						V E D R I D
Sjá veðurkort á bls. Z.
77. tbl. — Föstudagur 1. apríl 1960
Úr fjárlögunum
Sjá blaðsíðu 8.
Togaraverkfall-
inu lauk i gœr
I VERKFALLI yfirmanna á togur-
unum lauk í gærmorgun. Samn-
ingar voru untirritaðir laust fyr-
ir kl. 6 fyrir milligöngu Torfa
Hjartarsonar, sáttasemjara rík-
isins. Hafði sáttafundur þá stað-
ið yfir frá því kl. 5 á miðviku-
dag.
Það  var  viðurkent,  eins  og
! kunnugt er, að kjör togarasjó-
manna voru lakari en kjör ann-
arra sjómanna. í greinargerð með
efnahagsmálafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar kom það fram, að
þrátt fyrir þá stefnu hennar að
sporna við launahækkunum,
væri óhjákvæmilegt að bæta kjör
togarasjómanna, segir í frétt frá
':  FÍ B.
Skömmtun á smjöri
afnumin
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið,
að skömmun á smjöri og smjör-
liki skuli afnumin frá og með 1.
apríl.
Framvegis verður allt smjör
cömu tegundar selt á einu og
sama verði og sömuleiðis allt
smjörlíki. Nýja verðið er meðal-
yerð skammtaðrar og óskammt-
aðrar vöru í vísitölu framfærslu-
kostnaðar. Heildarupphæð niður-
greiðsina breytist ekki.
Verð á smjöri verður því sem
bér segir: Heildsöluverð á „gæða-
smjöri" verður 42,05 kr. kg. og
smásöluverð 47,65 kr. kg. I öðr-
um flokki 36.05 kr. kg. í heild-
sölu og 40,65 kr. kg. í smásölu
Verð á böglasmjöri verður 31.25
ikr. kg. í heiltsölu og 35,45 kr kg.
4 smásölu. Er söluskatturinn inni-
íalinn í smásöluverðinu.
Leiðrétting sú, sem samið var
um við FÍB, er fólgin í því, að
fiskverð, sem aflaverðlaun mið-
ast við, var fært til samræmis
við skiptaverð bátasjómanna, en
auk þess var um lítisháttar form-
breytingar á kjarasamningum að
ræða.
s
AKRANESI, 30. marz. — 166
lestir af fiski bárust hér á land
í gær á 17 bátum. Aflahæst var
Sigrún með 21 lest. Allur flotinn
er á sjó í dag.
Reykjanes lestaði hér í dag
söltuð hrogn og Lagarfoss var
hér í gær og lestaði 5000 kassa
af freðsíld, sem hann flytur á
Ameríku-markað. — Oddur.
Húsavík, 31. marz.
GRÍMSEYJARLAXINN
svonefndi hefur verið
talinn konungur laxanna
hér á landi, en verður
það nú ekki lengur, þar
sem annar lax, ennþá
stærri, veiddist við
Grímsey sl. miðvikudag.
Það var mb. Hagbarður,
skipstjóri Þórarinn Vigfús-
son, sem fékk hann á línu
suður af Grímsey á svo-
nefndum Flesjum. Þegar
bátsverjar voru að draga
Iínuna f undu þeir allt í einu
að einhver stór skepna
hafði bitið á, og töldu að
Þórarinn Vigfússon, skipstjóri á Hagbarði, með stórlaxinn.
veiðist við
það mundu vera hákarl. En
svo reyndist ekki, heldur
var það bessi stóri Iax, sem
myndin er af.
Strax og komið var með
Iaxinn til Húsavíkur var
hann settur í frost, og er
hann svo að segja alveg ó-
skemmdur að útliti.
Laxinn er hrygna, vegin
blóðguð var hún 88 pund
og 173 cm að lengd.
Línan, sem hann var dreg
inn á var 7 punda hamplina
með nylontaum og öngli nr.
7. Beitan var nýveidd loðna.
^
Sendiherra Belga hér, C. Fontaine, sem talar norsku, á skipsfjöl eftirlitsskipsins, ásamt skiphei-r-
anum, P. William, og Gunnari Guðjónssyni, ræðismanni.                        (Ljósm. vig.)
< „Hei, við höldum okkut djúpt úti"
Svo margir hafa viljað
sjá laxinn að takmarka
hefur orðið aðgang að frysti
húsinu, en ráðgert er að
hann verði sendur til
Reykjavíkur með næstu
flugferð, til frekari rann-
sóknar. — Fréttaritari.
Breiðadalsheiði
ÍSAFIRÐI, 30. marz: — í morg-
un var byrjað að moka Breiða-
dalsheiði og gert er ráð fyrir, að
moka fljótlega af Botnsheiði. —
ffitti því bráðlega að vera fært
á bíl til Reykjavíkur — eða þeg-
ar lokið hefur verið við að moka
Breiðadalsheiði. — J.P.H.
UNDANFARNAR vikur
hafa orðið stórfelldar hækk
anir á rekstrarkostnaði dag-
blaða. Nema þær svo háum
upphæðum, að víðtækir
fjárhagsörðugleikar hafa
skapazt í þessum rekstri,
sem felur í sér margvíslega
þjónustu við almenning.
Sem dæmi um hækkun
rekstrarkostnðarins     má
nefna, að pappír, sem er
einn af aðalkostnaðarliðum
blaðanna, hefur hækkað
um 70%, og yfirleitt má
segja, að allt, sem kaupa
þarf erlendis frá til blaða-
útgáfu, auk pappírsins, svo
sem vélar og varahlutir,
fréttaþjónusta o. fl., hafi
hækkað um 50%.
Ennfremur má benda á,
að tveir stórir kostnaðarlið-
ir innlendir — burðargjald
og sími — hækkuðu stór-
lega um síðustu mánaða-
mót.
Af þessum ástæðum eru
blöðin knúin til að hækka
áskrifta- og auglýsingaverð
sitt.
Frá og með deginum í
dag, 1. apríl, kostar Morg-
unblaðið kr. 45.00 á mánuði.
Þó mun blaðið verða selt
nokkru ódýrara til sveita,
þar sem póstsamgöngur eru
strjálastar.
Auglýsingaverð verður
kr. 24.00 pr. eindálka senti-
metra.
Lóðar á
mikla síld
AKRANESI, 30. marz: — I gær
var þilbáturinn Síldin frá Akra-
nesi, sem er 10 tonn að stærð, á
skaki inn á Sandvík norðan við
Reykjanesvita. Lóðuðu bátsverj-
ar á talsverðri síld þarna í vík-
inni og drógu meira að segja
nokkrar síldar á nælonfærin. Þær
voru bæði stórar og fallegar, en
enginn fiskur virðist fylgja síld-
inni..
Þilfarsbáturinn Sildin var 3
daga í leiðangrinum, og var afl-
inn 1 lest. Ahöfnin er 3 ungir
menn, eigendur bátsins, og gerðu
þeir að aflanum og söltuðu hann
um borð.
Austur á Selvogsbanka lóðuðu
bátar á óhemju síld og sömu-
leiðis á Eyjabankanum. Þar virt-
ust einnig vera stærðar torfur
fyrir. — Oddur.
Mikil síld út ai Veslljörðum
< BELGISKI fáninn blakkti við
hún á eftirlitsskipinu Brou-
wer þar sem það lá við Ingólf s
garð í gærdag. Siðdegis í gær
fór hinn nýskipaði sendiherra
Belgíu hér Chevalier ÐeFonta
ine, um borð í skipið ásamt
ræðismanni Belga hér, Gunn-
ari Guðjónssyni.
Skipherrann á þessu eftirlits
skipi, Poppe William, skýrði
blaðamanni frá Mbl. svo frá,
að hér við land væru nú við
veiðar 15 stórir togarar.
Herskipið veitir þessum
togurum margháttaða aðstoð.
Hafði það nú fyrir nokkrum
dögum, farið að togara, sem
slys hafði orðið um borð í.
Hafði einn skipverja fengið
slæma byltu og brotið rif. Var
maðurinn fluttur um borð í
eftirlitsskipið og þar búið um
brotið.
— Ætli þeim hafi eengið
vel að veiða?
— Já, þér vitið að skipstjór-
ar flíka því ógjarnan hvort
þeim gengur vel, en innanum
munu þeir hafa fengið góð
Uóst.
— Og þér hafið ekki komizt
neitt í kynni við nágranna
yðar hér í höfninni, Óðinn?
—  Nei, segir hinn ungi
belgiski skipherra og hlær. —
Nei, við höldum okkur djúpt
úti og höfum ekki átt í nein-
um útistöðum við Óðinn
ÍSAFIRÐI, 30. marz. — Sl. mið-
vikudag urðu vélbátar varir við
mikla síld út af Vestfjörðum við
lóðningu á dýptarmæla, og að
kvöldi sama dags komu víða upp
stórar síldartorfur. Var þetta að-
allega út af Skálavík og Dýra-
firði. Á fimmtudag sáust svo
stórar torfur út af Dýrafirði.
Vélbáturinn Einar Hálfdáns frá
Bolungarvík var á þessum slóð-
um, og sagði Guðfinnur Einars-
son, útgerðarmaður, mér að skip
stjórinn á Einari Hálfdáns hefði
séð talsvert magn hafsíldar og
væru torfurnar frá 10 föðmum
niður í botn ,en þarna er 30—40
faðma dýpi. Er þetta sérstakt fyr
irbrigði á þessum tíma árs.
Mikil loðna er út af Djúpinu,
þótt hún veiðist ekki í net. Er
Einar Hálfdáns eini báturinn, er
veitt hefur að staðaldri út af
Djúpinu, aðrir bátar eru fyrir
sunnan og vestan. — J. P.
Óðins-
félagar
MUNIB skemmtun félags-
ins í kvöld. Mætið og takið
gesti með ykkur. Allt Sjálf-
stæðisfólk velkomið meðan
húsrúm leyfir.
Kvikmyndasýning fyrir
börn félagsmanna næsta
sunnudag í Trípólíbíói. Sjá
auglýsingu inni í blaðinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24