Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1960, Blaðsíða 1
24 siður og lesbök Dr. Konrad Adenauer á KeflavíkurflugvelSi í gær: „Krúsjeff misskilur hverni ar hugsa“ Ráðherrarnir Ólafur Thors og Emil Jónsson tóku á möii honum á flugvellinum fl A Ð var stór dagur á Keflavíkurflugvelli í gær. — " Adenauer, kanslari Vestur-Þýzkalands, kom þar við á leið sinni heim frá Tokíó og fagnaði Ólafur Thors, forsætis- ráðherra honum, ásamt Emil Jónssyni, tormanni Alþýðu- flokksins, fyrrverandi forsætisráðherra, sem gegnir störfum utanríkisráðherra í fjarveru Guðmundar í. Guðmundssonar. Móttökurnar voru með miklum glæsibrag og sá Pétur Daníelsson um veitingar allar, en kanslarinn var nýbúinn að borða í flugvélinni og drakk því aðeins kaffi og koníak í Keflavík. — Adenauer átti fund með blaðamönnum á Keflavíkurflug- velli og sagði m. a. um hehnsókn Krúsjeffs til Frakklands að honum hefði skjátlazt um hugarfar frönsku þjóðarinnar og ekki þekkt álit de Gaulle á heimsmálum nógu vel til að skilja, að hann hefur mjög sterka og ákveðna stefnu og verð- ur ekki haggað. Eins og allir vita, er dr. Aden- auer meðal mestu stórmenna veraldar og hefur ætíð verið ís- lendingum mjög elskulegur og hliðhollur. Sína miklu hæfileika hefur hann notað í þágu þjóðar sinnar sem átti því láni að fagna, að hann kom fram á sjónarsviðið, þegar mest reið á og endurvakti þá virðingu sem hún hafði not- ið í heiminum. Lýðræðisleg hugs un hans hefur mótað nýtt Þýzka- land. forsætisréðherra. Flugvél hans aí „Constellation-gerð“ frá Luft- hansa kom við í Anchorage í Alaska á leiðinni til íslands og hafði þar stutta viðdvöl. Þar tók hún ýmiss konar neyðarútbúnað, því leiðin er löng yfir heims- skautasvæðin og aldrei að vita, hvort nauðlending er nauðsynleg eða ekki. Var þessi neyðarútbún- aður skilinn eftir í Keflavík, m.a. þrúgur og ýmislegt fleira. Meðan beðið var eftir flugvél kanslarans, átti fréttamaður Morgunblaðsins stutt samtal við sendiherra Vestur-Þjóðverja hér á landi Hans Richard Hirsfeld sem skýrði frá því, að dr. Aden- auer hefði verið 8 daga í Japan, hitt keisarann að máli og verið gerður heiðursborgari í Tókíó. Von Brentano, utanríkisráðherra, hefði verið í för með honum í Japan, en væri ekki í vélinni. Sendiherrann skýrði ennfremur frá því, að dóttir kanslarans, Lotte Multhaupt, væri með föður Ólafur Thors forsætisráðherra fagnar dr. Konrad Adenauer, þegar hann sté út úr flugvélinni. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) sínum og einnig sonur hans, Konrad Adenauer, yngri. — Ég held það sé þessi dóttir sem sér um húshald fyrir föður sinn, bætti sendiherrann við, en þó man ég það ekki, því hann á margar dætur, ég held þær séu fjórar eða fimm. Loks gat hann þess, að sex eða sjö blaðamenn væru með í flugvélinni og fengu íslenzku fréttamennirnir, tæki- færi til að hitta þá starfsbræður sína, meðan kanslarinn ræddi síð ar við Ólaf Thors yfir kaffibolla. Meðal viðstaddra, var banda- rískur major E. J. Becku að nafni og var hann síðar kynntur fyrir dr. Adenauer. Ástæðan var sú, að hann hafði flogið flugvél kansl- arans þegar hann kom í opinbera heimsókn til íslands í október 1954: — Þá áttum við svo til Dr. Banda látinn laus Ræðir nú stjórnarskrá Njassalands við brezka nýlendumálaráðherrann Dóttir kanslarans Flugvél kanslarans hafði seink- að um rúman hálftíma. Hún lenti á Keflavíkurflugvelli um háií ellefu leytið í gærmorgun. Á leið frá Japan Eins og fyrr getur var kanslar- inn á leið frá Japan, þar sem •hann hefur verið gestur Kishi, ZOMBA, Njassalandi, 2. apríl. — (Reuter). — Dr. Hastings Banda, leiðtogi þjóðernis- sinna í Njassalandi, sem Bretar hafa haldið í fangelsi í Suður-Ródesíu meira en ár, var látinn laus í gær. — Ræð- ir hann nú við Ian Macleod, nýlendumálaráðherra Breta, um nýja stjórnarskrá fyrir Njassaland, en ráðherrann er á ferð um Mið-Afríku til þess að kynna sér ástandið þar af eigin raun — og mun brezka stjórnin ekki hafa talið sér fært að ráða þar neinum ráð- um, án þátttöku dr. Banda, sem segja má, að sé átrúnað- argoð landa sinna. ★ Macleod lýsti því yfir í sam- bandi við viðræður þeirra, að Framhald á bls. 23. engar flugvélar, sagði þýzki sendi herrann, svo Bandaríkjamenn hlupu undir bagga með okkur. Bandaríski flugmaðurinn sagði, að hann hefði nú verið 7 mánuði á Keflavíkurflugvelli, en mundi sennilega fara heim í júní n.k. Hann á 8 börn og eru þau öll heima í Bandaríkjunum. Hann kvaðst kunna ágætlega við sig hér á íslandi, vildi gjarna fá barna- hópinn sinn hingað áður en hann færi heim til Bandaríkjanna, — en þá fer ég á höfuðið! sagði hann og brosti. — Þér ættuð að gerast íslenzkur borgari, því þá getið þér hér um bil lifað á börnunum sam kvæmt nýju tryggingarmálalög- gjöfinni okkar, sagði blaðamaðui inn og bætti við. — Haldið þér að kanslarinn muni eftir yður? — Nei, það held ég ekki, svar- aði Becku, þetta er svo langt síð- an. En annað kom á daginn, því dr. Adenauer mundi vel eftir þess um flugmanni sínum og röbbuðu þeir stundarkorn saman uppi í Flugvallarhótí^-'-i. Unglegur Dr. Band? Strax og flugvél dr. Adenauers hafði verið stöðvuð á stæðinu fyrir framan hótelið, gekk hann út úr henni, en íslenzku ráðherr- arnii biðu á stæðinu ásamt þýzka sendiherranum og Kristjáni Al- bertssyni, tilbúnir til að fagna Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.