Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.1960, Blaðsíða 1
24 síðiur 47. árgangur 80. tbl. — Þriðjudagur 5. apríl 1960 Prentsmiðja Morg-unblaðsins Rætt um uppsagnar- frest á veiðirétti í Genf Genf, >t- apríl. — Frá fréttamanni Mbl. Þ. Th. H A R E, aðalfulltrúi Breta fór til Lundúna um helgina og var ókominn til baka í morgun er fundir hófust að nýju. — Árdegis- fundurinn hófst með því að minnst var látinna þjóðhöfðingja Malaya og Kambodia. Fluttu þeir Fitsmaurice frá Bretlandi og Gros, Frakklandi, stuttar minningarræður en þeim loknum reis þingheimur úr sætum sinum og stóð þögull í eina mínútu. Á árdegisfundinum töluðu þeir Barnes frá Líberíu, Velasques frá Uruguay, Prado frá Argentínu og Adjaye frá Ghana. Nýskipan á sölu áburðar bérlendis Umræður ekki takmarkaðar Amador frá Kúbu lagði til að hætt yrði að bæta mönnum á mælendaskrá, en Correa fundar- stjóri svaraði því til að hætt skyldi að bæta við ræðumönnum við almennar umræður, en ekki væri hægt strax að takmarka um ræður um tilllögur. Ég spurði aðalfulltrúa íslendinga, ráðherr- ana Guðmund f. Guðmundsson og Bjarna Benediktsson, hvenær væntanleg væri tillaga frá þeim um sérstakan rétt háðra ríkja til fiskveiða við eigin strendur, en þeir sögðu að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um hvenær hún yrði lögð fram. Fulltrúar Liberiu og Ghana studdu báðir tillögu Bandaríkj- anna á síðustu ráðstefnu, en virt ust nú vera komnir nær kanad- isku tillögunni, þó með þeirri breytingu að þeir vilja nú veita uppsagnarfrest á heimild til veiða að sex sjómílum. Fulltrúar Uruguay og Argent- ínu héldu því hins vegar fram að hvert land ætti sjálft að ákveða bæði landhelgi sína og fiskveiðitakmörk eftir landfræði- legum staðháttum, en kváðust SAS fær DC8 þotu STOKKHÓLMI, 4. apríl (NTB: Norðurlandaflugfélagið SAS hef ur nú fengið fyrstu þotu sína af gerðinni Douglas D.C.-8. Þotan, sem hlaut nafnið Dan Viking, kom til Arlanda flug- vallarins fyrir norðan Stokkhólm síðdegis á mánudag frá Los Angeles, með viðkomu í New York og Kaupmannahöfn. Flugvélin mun fyrst um sinn verða notuð til þjálfunar flug- liða. En í maí verður hún látin hefja reglubundnar ferðir milli Kaupmannahafnar og New York. Dan Viking flaug með 920 km hraða að meðaltali í þessari fyrstu ferð sinni yfir Atlants- hafið og var sjö tíma og 40 mín. frá New York til Kaupmanna- hafnar. Veður var mjög óhag- stætt, en í góðu veðri er áætl- að að vélin verði um sex og hálfa klst. frá New York, en sjö og hálfa til New York. Á Arlanda flugvelli voru mættir til að taka á móti hinni nýju þotu m.a. forstjóri SAS, Aake Rusck og forstjóri Douglas verksmiðjanna, Donald Douglas yngri. DC 8 þoturnar taka 120 far- þega og hafa 10 manna áhöfn, þar af fimm flugfreyjur. samt til sátta geta fallizt á kanad- isku tillöguna. Fulltrúi Ghana kvaðst fylgja uppsagnarfresti á veiðileyfi inn- an tólf mílna, bæði vegna þess að hann gæfi fjarlægum ríkjum ráðrúm til að breyta fiskveiðum sínum og einnig vegna strand- ríkjanna, sem þyrftu að auka út- veg sinn á nokkrum árum. 12 mílur ekki nóg Stöðugt er vaxandi umtal um uppsagnarfrest, en því lýst yfir, að ekki sé rétt að kalla það sögulegan rétt, því ekki sé hægt að vinna hefð aðeins til að gera kleifa breytingu til að milda brottrekstur. Fulltrúi Argentínu sagði land sitt eiga eitt hesta og fiski ríkasta landgrunn í heimi og væri þeim ekki nóg að fá einkarétt til veiða innan tólf mílna, heldur þyrftu þeir einn ig forgangsrétt þar fyrir utan. Á síðdegisfundi töluðu Quiroga frá Boliviu, Tuncel frá Tyrklandi, Djoyadisuryo frá Indónesíu og Lecaros frá Chile. í fundarlok tilkynnti formaður heildarnefnd- arinnar, Correo, að ekki væri hægt að takmarka umræður, því umræður um einstakar tillögur væru rétt byrjaðar. Fulltrúi Bolivíu sagðist engra hagsmuna hafa að gæta, en sem hlutlaus aðili gæti hann metið það að tillaga Bandaríkjanna væri réttlátust. Haf milli eyja verði friðað. Fulltrúi Indónesíu kvaðst því fylgjandi að ríki fengju sjálf að ákveða landhelgi sína allt frá J ÓHANNES ARBORG, 4. apríl (NTB, Reuter). — Að minnsta kosti einn blökkumaður var drepinn og margir særðust er mótmælagöngu og lögreglumönn um laust saman í bænum Cler- mont nálægt Durban í dag. Nokkr ir lögreglumannanna meiddust einnig er þeir réðust á 3000 nianna hóp blökkumanna til að dreifa þeim. Óeirðir brutust einnig út víðar í Suður Afríku og í bænum S.J. Smith, sem er fyrir sunnan Durb- an, hófu blökkumenn grjótkast af almenningsvögnum borgarinn ar og reyndu að hindra alla um- feið. í Nyanga, þar sem oft hafa brotizt út óeirðir, særðust fjórir blökkumenn þegar lögreglan hóf skothríð á mannfjöldann. Segir lögreglan að þeir hafi skotið vegna þess að flokkur blökku- manna hafi hótað að ráðast á þá. Sá sem skaut var liðþjálfi í lög- þrem milum í tólf. En auk þess þyrfti að taka sérstakt tillit til landa eins og Filippseyja og Indónesíu, sem væru eyjaklasar, og viðurkenna að hafið milla eyj anna og eyjarnar sjálfar væru ein heild. Lecaros frá Chile sagði að byggja yrði heimild til stórrar fiskveiðilögsögu á landfræðileg- um aðstæðum og vildi að strand- Framhald á bls. 23. Dean og Hare Komu of seint Genf, Jf. apríl. — Einkaskeyti frá frétta- ritara Mbl., Þ. Th. — SAGT var frá því hér í blaðinu á föstudaginn að fulltrúar Breta og Banda ríkjamanna hafi ekki verið viðstaddir á Genf- arráðstefnunni um land- helgi þegar utanríkisráð- herra íslands flutti ræðu sína. Ástæðan fyrir þessu mun ekki hafa verið sú að þeir hafi ekki viljað hlusta á málflutning íslendinga, heldur hafði ráðherrann fengið ræðu sinni flýtt og komu þeir af þeim sökum of seint. ? Meðfylgjandi mynd er af / utanríkisráðherra Guð- / mundi I. Guðmundssyni 7 er hann flutti ræðu sína J í Genf sl. fimmtudag. reglunni sem greip til skamm- byssu sinnar á örstuttu færi. Aður hafði lögreglan notað kylf- ur sínar til að framkvæma fyrir skipun til blökkumannanna um að hafa sig burtu. Vilja cndurskipulagningu Afríska þjóðarsambandið gaf í dag út tilkynningu, þar sem talað er um að kalla saman ráðstefnu fulltrúa allra íbúanna sem hald- in verði á algjörlega lýðræðis- legan hátt, og rætt verði um grundvöll fyrir nýtt Suður Af- ríku Sambandsríki. Tilkynningin krefst þess að neyðarástandi verði aflétt, að leiðtogar blökku- manna verði látnir lausir, að vegabréfalögin verði afnumin og að viðurkennt verði algjört mál- frelsi í landinu. Robert Magaliso Sobukwe, leið togi Alafriska sambandsins, og 22 aðrir blökkumenn, lýstu því yfir Framh. á bls. 23. Frumvarp lagt fram á Alþingi FRAM er komið á Alþingi frum- varp frá ríkisstjórninni um breyt ing á lögunum um Áburðarverk- smiðjuna og felast í því ný á- kvæði um áburðarsölu hérlendis. Áburðarverksmiðjan ein selur áburð f frumvarpinu er gert ráð fyr- ir á Áburðarverksmiðjan annist ein sölu áburðar hér á landi. Skal hún selja framleiðsluvörur sínar innanlands á kostnaðar- verði, er verksmiðjan áætlar og ákveður fyrir 1. marz ár hvert, að fengnu samþykki landbúnaðar- ráðherra. í hinu áætlaða kostn- aðarverði skal reikna með nauð- synlegum og lögákveðnum fram- lögum í fyrningarsjóð og vara- sjóð verksmiðjunnar. Ríkisstjórninni skal vera heim ilt að veita Áburðarverksmiðj- unni einkaleyfi til innflutnings á tilbúnum áburði, enda selji hún áburð á kostnaðarverði, sem háð er samþykki landbúnaðarráð- herra. Nýskipan til bóta. Þessi nýja skipan stefnir fyrst og fremst að því að koma á hag- kvæmara og ódýrara fyrirkomu- lagi en verið hefur við verzlun með tilbúinn áburð. En á síðast- liðnu ári vörðu bændur nál. 80 millj. króna til slíkra kaupa. — Ástæðulaust þykir að láta sér- stakt ríkisfyrirtæki vera milli- Hð um sölu framleiðsluvara Áburðarverksmiðjunnar hf. og því síður ástæða til að halda slíku fyrirtæki við til þess eins að flytja inn áburð. Kostnaður við rekstur Áburðarsölu ríkisiris árið 1959 var kr. 674.441.91, en brúttótekjur sama ár voru kr. 1.015.032.00 skv. því sem frá er skýrt í greinargerð frv.. Þar er auk þess sem að framan getur talið nauðsynlegt að verzlun með tilbúinn áburð sé öll hjá sama aðila, til þess að tryggja að allt af séu til hæfilegar birgðir aí réttum tegundum áburðar þegar til hans þarf að taka. Jarðvegsrannsóknir auknar. Með lögfestingu frumvarpsins er gert ráð fyrir að úr gildi verði felld lög nr. 51 frá 1935 um verzl- un með tilbúin áburð. Þar með mun Áburðarsala ríkisins hætta störfum og verður eignum henn- ar m.a. varið til þess að auka hús næði búnaðardeildar Atvinnu- deildar háskólans vegna jarðvegs rannsókna og búa hana tækjum. Segir í greinargerð, að eignum áburðarsölunnar verði hvorki betur né eðlilegar varið en til a ðefla jarðvegsrannsóknir í land inu og þá sérstaklega með það fyrir augum að nýta tilbúinn áburð betur en nú er gert hér á landi. Óeirðir í S-Afríku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.