Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47. árgangur 89. tbl. — Miðvikudagur 20. apríl 1960 Stórfellt tjón Crindavíkur báta af völdum ísL togara Landhelgisgœzlan telur bátana ekki hafa sýnt varfœrni ALVARLEGUR árekstur hefur orðið á Selvogsbanka á milli báta úr Grindavík og togara, sem þar stunda nú veiðar á „opnu" svæði. Grindvíkingar hafa borið togaramenn þeim sökum að þeir hafi farið með botn- vörpur yfir netalagnasvæðið og hreinsað burtu nær 500 þorskanet sem Grindvíkingar áttu þar í sjó. -fr Skýrslur teknar Rannsókn máls þessa, sem er ekkert einsdæmi, en er meðal hinna alvarlegustu árekstra sem orðið hafa um langt árabil, er hafin. Jóhann Þórðarson fulltrúi við bæjarfógetaembættið í Hafn- arfirði, hefur haft rannsókn máls ins með höndum að því ieyti sem hún snertir Grindvíkinga. í gær kvöldi sagðist Jóhann vænta þess að sér myndi takast að taka skýrslu af þeim formönnum sem eftir eru og eiga einhvern hlut að máli. Hafði Jóhann þá tekið skýrslur af 8—10 formönnum og bjóst við að taka skýrslur af þrem til fjórum í gærkvöldii. Jóhann kvað það hafa komið fram, við yfirheyrzlur að Grindvíkingarn- ir telji sig hafa merkt netalagn- irnar með ljósum. Þeir telja sig og hafa átt fulltingis að vænta við gæzlu netanna frá varðskip- um. Sá Grindavíkurbátanna sem fyrir mestu tjóni varð er Sæljón er missti öll sín net. Jóhann sagði að það væru einkum togarnir Gerpir og Egill Skallagrímsson, sem Grindvíkingarnir hefðu nefnt í sambandi við netatjónið. Ekki hafa þeir lagt fram neinar bótakröfur. Ummæli togaranna Togararnir sem voru þama að veiðum, segja að nóttina sem veiðafæratjónið varð, hafi ljósin á baujunum, sem afmarka áttu netasvæðið, verið slokknuð, því svo Iengi voru þau búin að vera í sjó. Togarasjómenn segja, að bátarnir hafi hreinlega ætlað með lögnunum sínum, að hrekja togarana út af þessu veiðisvæði, sem bátarnir hafi aldrei stundað fyrr en eftir 1958. Við eigum erfitt með að sætta okkur við að verða þannig hraktir út af svæði, sem við höfum ætíð skoðað sem veiðisvæði togaranna, sagði hinn 8:6 FJÓRTÁNDA einvígisskákin um heimsmeistaratitilinn var tefld í Moskvu í gær. Botvinnik hafði hvítt og var tefld óregluleg byrj- un. 1 10. leik urðu uppskipti á drottningum og síðar á fleiri mönnum. í 10. fl. bauð Tal jafntefli, sem Botvinnik hafnaði. En aðeins tveim leikjum síðar bauð heims- meistarinn jafntefli. Staðan í einvíginu er því sú að Tal hefur 8 vinninga en Botvinnik 6, því þrettándu skák- inni, sem tefld var fyrir páska, lauk einnig með jafntefli, eftir 73 leiki. 15. skákin verður tefld á fimmtudag. kunni togaraskipstjóri Auðunn Auðunsson á Fylki, en hann var á Selvogsbanka þessa örlagaríku nótt, þó ekki muni skip hans hafa komið við sögu. Togarinn Egill Skallagrimsson er nú á út- leið. en Gerpir er á veiðum. 200—250 veiðiskip — Vissulega ber að harma slíka árekstra, sagði Pétur Sig- urðsson, íorstjóri Landhelgisgæzl unnar í samtali við Mbl. í gær. Þetta er ekkert einsdæmi. Á Sel- vogsbanka eru nú líklega 200— 250 fiskiskip stór og smá. Innan 12 mílna markanna er svæði, sem allt árið um kring er opið fyrir hvers konar veiðum íslenzkra skipa inn að 8 mílna línu. Þetta svæði, sagði Pétur, var frá upp- hafi ætlað íslenzkum togurum til veiða er togararnir misstu öll beztu veiðisvæðin á Selvogs- banka. Á yfirstandandi vetrarvertíð nær netasvæði bátaflotans alla leið frá Hornafirði til Vestfjarða, því sem næst samfellt alla þessa leið. Netin eru þéttari á þeim netasvæðum, þar sem aflavonin er mest, t.d. á svæðinu vestur af Vestmannaeyjum, á Selvogi að Reykjanesi. Auk þess eru miklar netalagnir vestur af Reykjanesi. Pétur Sigurðsson hélt áfram lýsingu sinni á veiðisvæðinu. — Flest netanna liggja innan 12 mílna markanna, eða þeirra veiði svæða, sem ætluð eru togurun- um til veiða. ýc Árekstur Þegar varðskipin hafa verið á þessum slóðum, hafa þau ætíð tekið það fram við þá bátafor- menn, sem leggja netin innan veiðisvæðis togaranna eða utan 12 mílnaf markanna, að þeir verði að gæta sín vel vegna togaranna. Formönnunum er og tjáð að þeir verði sjálfir að gæta neta sinna á þessu svæði, því varðskipin geti ekki legið yfir netum ein- stakra báta. í byrjun páskavikunnar fóru nokkrir bátar frá Grindavík að leggja net sín svo djúpt undan landi að þau lágu aðeins útá tog- svæði togaranna, út af Grinda- vík. Varðskipið Ægir veitti þessu þá þegar athygli og benti Jón Jónsson skipherra bátamönnum á þetta, og jafnframt á þá hættu, sem þessu fylgdi fyrir netin. Það Framhald á bls. 23. Þannig leit brúin á Hvalfelli út, eftir stefnið á togaranum Ólafi Jóhannessyni. Sjá frétt á bls. 24. Prentsmiðja Morgtinblaðsins í 9. sinn SAN FRANCISCO, 19. aprtl. — (NTB — Reuter). — Fred Dickson forstjóri San Quentin fangelsisins, skýrði frá því í dag að hann áliti að Caryl Chessman yrði í þetta sinn tek- inn af lífi samkvæmt áætlua hinn 2. maí n. k. Samkvæmt lögum verða 12 vitni aðvera viðstödd aftökuna, og eru þegar fengnir sjálfboða- liðar til þess. Venjulega hefði verið erfitt að fá menn til þess starfa, en í þetta sinn stóð fólk í biðröð eftir að vera valið. • Caryl Chessman er nú 39 ára gamall og var dæmdur til dauða fyrir tólf árum, en átta sinnum hefur hann fengið aftöku sinni frestað. Þögult í Genf Genf, 19. apríl. — Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. Þorsteini Thorarensen. ALLSHERJARFUNDUR hófst í dag á ráðstefnunni um landhelgi og fiskveiðilögsögu, en þar sem ekkert nýtt hafði Sýður upp úr í S-Atríku Seoul, Suður Kóreu, 19. apríl. (NTB, Reuter). HEHI.IÐ, stutt skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum, streymdi til Seoul í dag og tókst loks að koma á bráðabirgðafriði í borg- inni eftir að um 100.000 stúdent- ar fóru mótmælagöngu til að sýna andúð sína á stjórn Syng- mans Rhees forseta. Talið er að 60 manns hafi fallið í þessum átökum og hundruð særzt. Undir forystu stúdenta hafa tugþúsundir manna tekið þátt í mótmælum gegn ríkisstjórninni og ásakað forsetann m. a. fyrir að falsa úrslit forsetakosning- anna, sem fram fóru fyrr á ár- inu. Ríkisstjórnin svaraði þessum mótmælum með því að lýsa neyð arástandi í mörgum héruðum landsins, og kvaddi m. a. herlið og skriðdreka, sem staðsett var nálægt landamærum Norður- Kóreu, til að koma í skyndi til höfuðborgarinnar. Bardagar. Lögreglunni lenti margsinnis saman við stúdentana og notaði vélbyssur, skammbyssur, tára- gas, brunaslöngur og brynvarðar bifreiðir gegn þeim. Ekki tókst þó að koma á friði fyrr en herinn kom til skjalanna, en þá höfðu stúdentarnir m. a. setið um for- setahöllina, brotizt inn í vopna- geymslu og náð þar vopnum, skorið niður síma- og rafmagns- línur, kveikt í bifreiðum og lagt í rúst 10 lögreglustöðvar, auk þess sem þeir áttu í sífelldum bardögum við lögregluna. 100.000 manns. Óeirðirnar hófust með því að um 5.000 stúdentar reyndu í morgun að ráðast inn í forseta- höllina. Öflugur lögregluvörður □- -□ ari Síð fréttir Seinustu fréttir frá Suður- Kóreu herma að skortur sé nú á skotfærum í liði stúdenta og hafi herinn hrakið þá flesta til norðurhverfa höfuðborgarinnar, en í birtingu á miðvikudags- morgun. (Kóru-tími) dundu skotin þó enn í Seoul. Fréttirn- ar bera það með sér að herinn hefur ekki notað stórskotalið né önnur þungavopn. Þá er einnig bersýnilegt að lögreglan var á hreinu undanhaldi á fleiri stöð- um er herinn kom á vettvang. í morgun leit Seoul næstum út eins og hún gerði á dögum Kór- eustyrjaldarinnar. Hermenn bún ir stálhjálmum á verði á hverju götuhorni, brynvarðar bifreiðir við allar opinberar byggingar og víða um borgina rjúkandi rústir. var við bygginguna, og hóf lög- reglan skothríð á stúdentana, með þeim afleiðingum að 15 þeirra féllu, en hinir hörfuðu undan. Fréttin um að lögreglan hefði hafið skothríð og drepið fjölda unglinga breiddist óðfluga um borgina. Leiðtogar stúdent- ann óku um göturnar á vöru- bifreiðum, sem skreyttar voru blóðugum klæðum hinna drepnu. Smám saman óx stúdentunum fylgi, og var þarna brátt saman kominn 100 þúsund manna hópur. Eftir að stúdentarnir komust yfir vélbyssur úr geymslum lögreglu og hers réð iögreglan ekki við neitt. Tíu lögreglumenn voru meðal hinna drepnu. Eftir að herinn kom á vett- vang, var sett ritskoðun á allar fréttir frá borginni, en svo virð- ist, sem friður sé í bili. Herinn hefur þó skipun um að hefja skothríð ef með þarf. Öllum er- lendum hermönnum, sem aðal- lega eru Bandaríkjamenn, var fyrirskipað að halda sig innan herbúða sinna. Miðvikudagur 20. apríl Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Narfi kominn heim — (blár rammi). — 6: Landhelgi (Kristján Alberts- son). — Opið bréf til Alþingis. — 8: Samtal við áttræðan hrepp- stjóra. — 10: Á sjó — (blár rammi). — 12: Forystugreinarnar: Þjóðleik- húsið — Skattalækkunin. — 13: Þjóðleikhúsið 10 ára. — 15: Þegar Sesar rændi einum degi (blár rammi). — 22: íþróttir. -□ komið fram og allir fengið að tala eins og þeim sýndist í heildarnefndinni í síðustu viku, hafði enginn neitt að segja. Á árdegisfundi birti Rúmeninn Glazer, sem er ritari heildar- nefndarinnar, skýrslu nefndar- innar, þar sem rakið er í stór- um dráttum hvað gerðist í nefnd inni. Var skýrslan í tuttugu og sjö liðum. En eftir að skýrslan hafði verið birt bað Glazer um orðið. Óskaði hann eftir því að síðasta setningin yrði tekin út úr skýrslunni, en hún er svo- hljóðandi: „Höfundur þessarar skýrslu telur að hann bregðist skyldu sinni ef hann bendi ráð- stefnunni ekki á að þótt umræð- ur og atkvæðagreiðsla í nefnd- inni hafi sýnt að talsverður ágreiningur ríkti milli and- stæðra skoðana, þá eru þó allir sammála um að viðurkenna nauðsynina á að ná einhverri reglu, sem almennt yrði viður- kennd um hver breidd land- helgi og fiskveiðisvæðis skuli vera. Allir voru sammála um að ef ekki tækist að ná samkomu- lagi, mundi það hafa slæm áhrif á alþjóðasamskipti á höfunum.“ Það vakti almenna furðu að Glazer skyldi taka þessi um- mæli aftur og virtist sýnt að Rússar hafi látið hann gera það því þeir kæri sig ekki um árang- ur. — Að lokinni ræðu Glazers spurði Wan, forseti ráðstefnunn- ar, hvort nokkur vildi tala, en enginn bað um orðið. Síðdegisfundur hófst klukkan þrjú, en stóð aðeins eina mínútu, því enginn óskaði eftir að tala. Það er vitað að aðalfulltrúi Breta, Hare ráðherra, fór til London yfir páskana og einnig Sen frá Indlandi. Hare kemur ekki fyrr en í kvöld frá Lund- únum. Páskarnir hafa verið heldur leiðinlegir fyrir fjölmarga full- trúa sem hér biðu og ætluðu út um sveitir, en veður var svo kalt og stormasamt að verla var viðlit að vera úti. Þ. Th.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.