Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1960, Blaðsíða 1
24 síður Prentsmiðia Morgunblaðslns Ný viðhorf hafa skapazt; Ákvörðun tekin um sakaruppgjöf vegna landhelgisbrota Eltingaleikur við að koma fram refs- ingum engum til góðs BJARNI BENEDIKTSSON, dómsmálaráð- herra, flutti eftirfarandi útvarpsávarp í gærkvöldi: íslendingar hafa nú þegar fengið svo ítarlegar fregnir af Genfarráðstefnunni, sem lauk fyrir skemmstu eftir nær sex vikur án þess að hafa leyst verkefni það, sem henni var ætlað, að óþarft er fyrir mig að gera grein fyrir gangi hennar í einstök- um atriðum. Rétt er þó að taka það fram, að enda þótt við íslendingar greiddum atkvæði gegn tillögu þeirri, sem nær hafði fengið áskilinn meirihluta, og yrðum henni þannig að falli, þá var hún samt okkur ólíkt hagstæðari en tillaga sú, sem mest var um barizt á ráðstefnunni 1958 og þá fékk flest atkvæði. Þá var að vísu eins og nú miðað við 12 mílna fiskveiðilögsögu, en með þeim fyrirvara, að svokölluð söguleg fiskveiðiréttindi áttu að haldast um alla framtíð. Nú féllst % meirihluti á að opna leið til forréttinda strandríkis til veiða utan við 12 sjómílur. Sú hugmynd, sem ekki sízt hefur hlotið fylgi fyrir forystu íslendinga, var að vísu borin þarna fram í óákveðnara formi en við hefðum kosið, en er þó greinilegri leiðarvísir en áður hefur fengizt um það, hvert haldið skuli. Sovétríkin og fylgiríki þeirra virtust þó telja of langt gengið í þessu, því að þau voru ófáanleg til að styðja nokkra tillögu í þessa átt. Almenn viðurkenning á sérstöðu íslands Nú var miðað við, að kvöðin um hin svokölluðu sögulegu rétt- indi héldist ekki lengur en í 10 ár og var vitað, að við mundum með sérsamningum getað fengið hana stytta um helming varðandi okkar lögsögu. Því verður þess vegna ekki mælt í móti, að þó að okkur þættu forráðamenn meiri- hiutans sækja samþykkt tillögu sinnar meira af kappi en forsjá, þá höfðu þeir varðandi sjálft megin-atriðið slakað mjög til. Lögreglan til taks jbegar Þorkell Máni kemur til Grimsbyl Grimsby, 29. apríl. — FJÓRTÁN brezkir togarar voru í kvöld á leið til veiða við ísland. — Samtímis berst mikill fjöldi símskeyta til Grimsby og Hull frá brezkum togaraskipstjórum, með kröfum um að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir til að hindra fisklandanir ■ erlendra veiðiskipa í Bretlandi. Sagt er, að mönnum sé þar mjög þungt í skapi og óttazt er, að til átaka kunni að koma í næstu viku, þegar sjö íslenzk fiskiskip koma þangað til að landa. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins neitaði algerlega að svara spurningum þess efnis, hvort brezk herskip við íslands- strendur mundu aðhafast eitt- hvað, ef íslenzk varðskip gerðu atlögu að brezkum togurum, sem Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra. færu inn fyrir 12 mílna fiskveiði takmarkalínuna. Þegar íslenzki togarinn Þorkell Máni kemur til Grimsby á sunnu dagskvöldið mun lögregluvörður verða settur á hafnargarðinn, en formaður félags yfirmanna á tog- urum í Grimsby, Dennis Welch, sagði að ekki yrði gripið til neinna skipulegra mótaðgerða fyrr en málið hefði verið rætt til fullnustu. En ég ber enga á- byrgð á því sem einstakir menn kunna að aðhafast, sagði hann. íslenzki vararæðismaðurinn í # jrimsby Þórarinn Oligeirsson, lét þá svo ummælt í dag að brezk um togurum muni leyft að leita vars við íslands svo framarlega sem þeir virði 12 mílna landhelg- ina. (Jtgöngubann í Ankara Ankara, 29. apríl. MENDERES, forsætisráð- herra Tyrklands, hélt í kvöld útvarpsræðu og varaði lands- menn við því, sem hann nefndi glæpsamlegar aðgerð- ir gegn friði og öryggi lands- Kveiktu í lögregluþjóni VARSJÁ, 29. apríl: — Allt var með kyrrum kjörum í Mowa Hunta í dag, en þar kom til átaka með alraenn- ingi og lögreglunni í gær vegna þess, að stjórnarvöld- in ætluðu að byggja skóla á stað, sem lofað hafði ver- ið að byggja á kirkju. 30 manns munu hafa slazast en einn látizt. Þá mun lög- regluþjónn vara miilí heims og heljar í sjúkrahúsi eftir brunasár, sem hann hlaut í' viðureigninni. Helltu menn benzíni yfir lögreglu- manninn og kveiktu í hon- um — og gefur það til kynna af hvíiíkri heift hef- ur verið barizt. Skoðun okkar var aftur á móti sú, að hvað sem liði réttmæti þess að slík kvöð væri lögð á strand- þjóðir, sem hlutfallslega eiga sáralítið undir fiskveiðum, þá ætti hún með engu móti við þjóð- ir, sem svo er ástatt um, að efna- hagur þeirra er að verulegu eða mestu leyti undir fiskveiðum kom inn, en Islendingar eru eina sjálf stæða þjóðin, sem svo er ástatt um. Okkur virtist staðfesting á slíkri sérstöðu okkar innan 12 mílna þeim mun sjálfsagðari einnig frá sjónarmiði þeirra, er héldu fast í hinn svokallaða sögu lega rétt, sem það kom ótvírætt fram á ráðstefnunni, að þar ríkti almenn viðurkenning á sérstöðu fslands. Var þá þó í fyrstu einung is um að ræða fiskveiðiréttinn utan við 12 sjómílur. Þessu til viðbótar kom ,að við sýndum fram á að friðun sú, sem miðin fengu á stríðsárunum, fyrr og síð ar, sannaði hvílík áhrif friðunar- ráðstafanir hafi til góðs, ekki ís- lendingum einum, heldur öllum, sem hingað sækja fiskveiðar. 12 mílna fiskveiðilögsaga okkar mið ar í sömu átt og var því viður- kenning hennar ekki sérmál ís- lendinga, heldur hefði átt að vera keppikefli allra, sem hlut áttu að. En eins og jafnvel fárra ára friðun hefur stórbreytt á- standinu til bóta, þá getur fárra ára ofveiði gerspillt því um langa eða alla framtíð. Framh. á bls. 2 mfl áj ® a hortir i Grimsby Margir togarar á leiðinni út EINS og skýrt er frá annars síaðar í blaðinu í frétt frá Grimsby er í ráði að allmarg- ir íslenzkir togarar sigli með afla sinn til Bretlands í næstu viku. Þó eru horfur ekki sem allra beztar og er Mbl. kunn- ugt um, að umboðsmaður ís- lenzku togaranna í Grimsby, Þórarinn Olgeirsson, ræðis- maður, hafi skýrt togaraeig- cndum hér frá því, að félag togarayfirmanna þar í borg hafi æst til löndunarbanns á islenzkan fisk og telur hann ófriðlega horfa. Hallveig Fróðadóttir lagði af stað með afla sinn á Bretlands- markað á hádegi í gær. Togarinn Norðlendingur lagði einnig af stað með afla sinn til Bretlands á hádegi í gær, en ekki er blað- inu frekar kunnugt um ferðir þessara skipa. Þá er í ráði, að tveir togarar, Karlsefni og Narfi, sigli með sinn afla í kvöld. Góður afli Af öðrum íslenzkum togurum, sem hafa siglt með afla sinn á Bretlandsmarkað er það að segja, að Þorkell Máni lagði af stað miðvikudaginn 27. þ.m. og er ráðgert að hann kpmi til Grims- by annað kvöld, eins og segir í fyrrnefndri frétt. Bjarni riddari mun einnig koma á sama tíma til Grimsby. Selja þeir afla sinn á mánudag. Bjarni Ólafsson og Þor steinn Þorskabítur lögðu af stað sl. fimmtudag, 28. þ.m., og er ráðgert að þeir landi báðir þriðju daginn 3. maí. Um aflamagn togaranna er þetta að segja: Bjarni riddari er með 200 tonn, Þorkell Máni 250, Bjarni Ólafs- son 250, Þorsteinn þorskabítur 150, Hallveig Fróðadóttir 250 og Framh. á bls. 23. ins, en samtímis fór ástandið i landinu versnandi. í dag kom til átaka í Ankara, fstanbul og Izma, þegar lög- regla dreifði mannfiölda, sem safnazt hafði saman til að sýna stjórnarvöldunum and- úð sína og mótmæli gegn at- burðunum á þingi. Óstaðfest- ar fregnir herma, að þrír menn hafi fallið í þessum átökum. Hvatt til friðar 1 útvarpsræðunni hvatti Mend- eres fólkið til þess að taica hönd- um saman við stjórnina og ör- yggissveitirnar til að binda endi á ófremdarástandið og þagga nið- ur í þeim, sem væru að reyna að kveikja ófriðareld í landinu. Aðalátökin munu hafa átt sér stað framan við háskólann í Ank- ara þegar liðssveitir hersins ætl- uðu að dreifa stórum hópi stú- denta Þeir höfðu safnazt þarna saman til að minnast stúdent- anna, sem féllu í átökunum í Istanbul í gær. Grýttu stúdent- ar lögregluna, sem þá beitti skot- vopnum með þeim afleiðingum, Framh. á bls. 23. Flogið hafið á Grænlandi KAUPMANNAHÖFN, 29. apríl. (Einkask. til Mbl.): — Þrjár flug- vélar frá Kanadiska flugfélaginu EPA eru komnar til Syðri- Straumfjarðar á Grænlandi, og eiga að hefja innanlandsflug í dag, samkvæmt áAur gerðum samningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.