Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 119. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Ibróttasíðan
er á bls. 18.
119. tbl. — Fimmtudagur 26. maí 1960
Strakarnir , 3. bekk
Sjá bls. 13.
Verður sauðfé
) gegnurnlýst?
BÓNDI á Vestfjörðum kom að
máli við Morgunblaðið hér á dög
unum og gagnrýndi harðlega
mæðiveikisvarnirnar hér á landi.
Bað hann blaðið að koma þeirri
íyrirspurn á framfæri, hvort ekki
væri tímabært að koma á fót
skipulagðri gegnumlýsingu á
sauðfé, sem grunur lægi á að
væri sýkt af mæðiveiki. Hafði
hann talað um þetta við ýmsa
mæta menn og væru þeir honum
sammála um að mögulegt væri
að koma þessu í framkvæmd,
enda hefði þetta verið reynt.
— Það hefur komið fyrir,
sagði hann, að fé hefur verið
skoðað af eftirlitsmönnum og
úrskurðað beiibrigt, en er því var
slátrað kom í ljós að í því var
Alþingi
Eldhúsdagur
eitir helgi
ELDHÚSDAGSUM-
RÆÐUR f ara f ram á Al-
þingi nk. mánudags- og
þriðjudagskvöld og verð
ur þeim útvarpað að
venju.
Fyrra kvöldið hefur hver
stjórnmálaflokkur 50 mín-
útna ræoutíma til umráoa
og verður röð flokkanna þá
þessi: Framsóknarflokkur,
Alþýðubandalag, Sjálfstæð
isflokkar ©g Alþýðuflokk-
i»r. Síðara kvöldið fara
fram þrjár nmferðir, 20—
25 mínútur, 15—20 mínútur
og 15 minútur, alls 55 mín-
útur til handa hverjum
flokki; þá verður röðin
þessi: Framsóknarflokkur,
Alþýðuflokkur, Sjálfstæðis
flokkur og Alþýðubanda-
lag. — Þess má geta, að
tylgt er þeirri reglu fyrri
dacinn, að stjórnarandstað-
an tali á undan, en stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar síð-
an. Siðari daginn er aftur á
móti dregið um röðina, og
hefur niðurstaðan i þetta
sinn orðið sú, sem að ofan
greinir.
mæðiveiki á háu stigi. Þá var
öllu fé af bænum og nærliggj-
andi bæjum slátrað. Ef féð hefði
verið gegnumlýst, hefði verið
hægt að komast hjá öllu þessu
blóðbaði, sem ég lýsi mig alger-
lega mótfallinn.
Að lokum minntist bóndinn á
það, að sér fyndist algerlega óvið
unandi allur aðbúnaður til mæði
veikisvarna. Svo miklu væri búið
að fórna vegna mæðiveikinnar,
bæði bændum og landsmönnum
til stórtjóns, að ekki mætti láta
undir höfuð leggjast að gera allt
það sem nauðsynlegt þykir til
varnar mæðiveiki í landinu.
i
Skíðainót á sumri
Siglufirði, 25. maí: — Ákveðið
hefur verið að svonefnt Skarðs
mót í svigi og stórsvigi karla og
kvenna verði háð hér á Siglu-
firði 5. og 6. júní n.k. — Þessi
skíðamót hafa ávallt verið mjög
vinsæl — háð í sumri og sól á
Siglufjarðarskarði. Þátttöku ber
að tilkynna Jónasi Ásgeirssyni,
Siglufirði, fyrir 25. maí n.k. —
Forsetar alþingis
ÞESSI mynd var tekin af
forsetum Alþingis þegar
þeir voru á fundi i skrif-
stofu sinni í Alþingishúsinu
í gær. Eru þeir, talið frá
vinstri: Sigurður Óli Ólafs-
son, forséti efri deildar,
Friðjón Skarphéðinsson,
forseti sameinaðs Alþingis,
og  Jóhann  Hafstein,  for-
seti neðri deildar. Voru
þeir allir kjörnir forsetar í
fyrsta skipti er Alþingi
kom saman eftir kosning-
arnar í haust.
Jóhann Hafstein hefur
setið þeirra lengst á þingi.
Er þetta 16. þingið, sem
hann situr. Hann er nú 5.
þingmaður Reykvíkinga.
Byggir 5. H. fiskvinnslu
verksmiðju í V-Evrópu?
AÐALFUNDUR Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna var settur í
Tjarnarkaffi kl. 2 í gaer af for-
manni félagsins, Eliasi Þorsteins-
syni. Fundarstjóri var kosinn Ás-
berg Sigurðsson frá fsafirði og
fundarritari Ríkharð Björgvins-
son.
Formaður flutti yfirlit yfir
starfsemi S.H. sl. starfsár. í>ví
næst las og skýrði framkvstj. fél-
agsins, Björn Halldórsson, reikn-
inga félagsins. Að því loknu voru
kosnar tvær nefndir, allsherjar-
nefnd og fjárhagsnefnd til að
fjalla um tillögur, sem stjórnin
lagði fram á fundinum, 18 talsins.
Þá var gefið kaffihlé, en að því
búnu fluti Jón Gunnarsson, fram-
kvæmdastj. skýrslu um sölur og
uppbyggingar markaða erlendis
á sl. starfsári, vöruvöndun og
fleira.
Urðu miklar umræður um
erindi Jóns, sem stóðu fram
að kvöldmat. Var þá fundi
frestað til föstudagsmorguns
kl. 10. En þá skila nefndirnar
áliti um framkomnar tillögur.
Fiskvinnsluverksmiðja
í Vestur-Evrópu
Fjallar  ein  tillagan m.  a.
um að SH megi taka allt að
400.000  dollara  lán  erlendis
til  byggingar  frystigeymslu
og fiskvinnsluverksmiðju í
V-Evrópu. Önnur tillaga f jall
ar um að heimila stjórn SH
að koma upp litlum rannsókn
arstofum á ísafirði, Akureyri
og  í Vestmannaeyjum til að
stuðla að aukinni vöruvönd-
un. Þá er tillaga um að verja
allt að 2% af fob-andvirði
seldra afurða árið 1960 tíl
markaðsleitar og auglýsinga
fyrir frystan fisk.
Stefnt  er  oð  því,  að
Alþingi Ijuki störfum
fyrir hvítasunnu
Eitt  athafnamesta  þing  í  sögunni
} 'Ásgeir Ásgeirsson sjált
j kjörinn forseti íslands
i
FRAMBOÐSFRESTUR til for-
setakjörs rann út 22. þ. m. Hafði
Dómsmálaráðuneytinu þá borizt
framboð núverandi forseta ís-
lands, herra Ásgeirs Ásgeirsson-
ar, til forsetakjörsins, ásamt til-
skildum  meðmælum  alþíngis- sem lög mæla fyrir
kjósenda úr öllum landsfjórðung
um. Önnur framboð bárust ráðu-
neytinu ekki. Hefur Dómsmála-
ráðuneytið sent til Hæstaréttar
öll skjöl, er framboðið varða, svo
ÞAÐ var í gær almælt inn-
an veggja Alþingis, að
stefnt væri að því að l.júka
þingstörfum fyrir hvíta-
sunnu. Munu því væntan-
lega næstu daga verða
haldnir kvöld- og, ef þörf
krefur, næturfundir til þess
að í gegn gangi þau mál,
sem nauðsynlega þarf að af
greiða, áður en þingmenn
halda heim. Þar er að sjálf-
sögðu fyrst og fremst um
að ræða þau frumvörp ríkis
stjórnarinnar, sem enn hafa
ekki hlotið fullnaðaraf-
greiðslu, þ. á. m. um bráða-
birgðabreytingu á útsvars-
lögunum, verðlagsmálin, út
flutningsskattinn og bank-
ana, en þau eru öll til með-
ferðar í þinginu þessa dag-
ana. Þá má einnig gera ráð
fyrir að nokkur önnur
frumvörp og allmargar
þingsályktunartillögur, sem
samstaða er um, nái fram
að ganga fyrir þingslit.
Þing það, sem nú er
þannig að lokum komið,
hófst hinn 20. nóvember og
starfaði þá fyrst fram til 7.
desember, er hlé var gert,
meðan hin nýmyndaða rík-
isstjórn Ólafs Thors undir-
bjó ráðstafanir sínar til við
reisnar efnahagslífinu, sem
siðan voru lögð fram frum-
vörp um, eftir að þing kom
saman að nýju hinn 28. jan.
sl. Aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í efnahagsmálum
voru svo sem alkunna er
frá upphafi við það miðað-
ar, að bundinn yrði endi á
það eymdarástand, sem hér
hefur um árabil ríkt í þeim
efnum og hámarki náði í tið
vinstri stjórnarinnar, sem
að lokum hrökklaðist frá
völdum. Það var þá orðið
öllum Ijóst, að ekki dugði
annað en að taka málin
föstum tökum og byggja
þau upp frá grunni. — Að
þessu hefur ríkisstjórnin
unnið að undanförnu og er
nú komin vel áleiðis með
að gera. Ekki er því að
undra, þótt það sé nú mál
manna, að sjaldan eða
aldrei hafi Alþingi haft til
meðferðar svo mörg mikil
væg mál á jafnskömmum
tíma og liðinn er, síðan yf-
standandi þing hóf störf að
nýju eftir áramótin.
Sigurður Ó. Ólafsson er
5. þingmaður Sunnlend-
inga. Hann hefur setið 11
þing.
Friðjón Skarphéðinsson
er 5. landskjörinn þingmað-
ur. Hann hefur aðeins set-
ið 4 þing áður.
Jóhann Hafstein er 44
ára, Friðjón Skarphéðins-
son 51 árs og Sigurður Ó.
Ólafsson 63 ára.
Það eru forsetar Alþingis,
sem skipuleggja og stjórna
störf um þess. Á þeim mæð-
ir þvi mikið i störfum hvers
þings, ekki sízt þegar dreg-
ur að þinglokum og fundir
eru oft haldnir langt fram
á nótt.    (Ljósm.: Studio)
Togarar koma
með karfa
HINN nýi togari Narfi, kom í
gærdag úr veiðiför vestan af Ný-
fundnalandsmiðum, en þangað
fór skipið beint frá Englandi, eft
ir að þar hafði farið fram at-
hugun á vélinni. Veiðiferðin
hafði gengið vel og togarinn fljót
ur heim af miðunum. Löndun
var ekki lokið, þegar þetta -.r
skrifað. Ekki voru taldar horfur
á því að Narfi myndi í þessari
veiðiför a. m. k. slá fyrri aflamet.
Var giskað á að togarinn væri
með 380—400 tonn.
í gærdag kom Skúli Magnús-
son af Grænlandsmiðum, einnig
með karfaafla. Voru bæði skip-
in með góðan karfa. í kvöld er
von á Þormóði goða, einnig af
Grænlandsmiðum.
Merkja-
sala
KRABBAMEINSFÉLAG íslands
hefur gert uppstigningardag ar
hvert að föstum merkjasöludegi.
Allar deildir innan félagsins
gangast fyrir merkjasölu fimmtu
daginn 26. þ. m., uppstigningar-
dag, til ágóða fyrir starfsemi
sína. Krabbameinsfélag Reykja-
víkur sér um- sölu merkjanna í
Reykjavík, en deildirnar á Akur-
eyri, Vestmannaeyjum, Kefla-
vík og Hafnarfirði annast
merkjasöluna hver á sínum stað.
Einnig verða merkin seld á Akra
nesi og á fsafirði, þó engar fé-
lagsdeildir starfi þar. Krabba-
meinsfélögin hafa ekki haft
merkjasölu síðan árið 1956.
Aðalafgreiðsla merkjanna verð
ur í skrifstofu krabbameinsfé-
laganna í Blóðbankanum við
Barónsstíg,     Réttarholtsskóla,
Langholtsskóla.skrifstofu Rauða
kross íslands og Melaskólanum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24