Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1960, Blaðsíða 1
24 síður köldum mdttökum En meirihluti Japana mun fagna komu Eisenhowers Tókíð, 8. júní. — (Reuter) ENNÞÁ heldur áfram hinni megnu andstöðu gegn komu Eisenhowers forseta til Tókió 19. júní nk. Þó láta þeir, sem eru fylgjandi heimsókninm, nú æ mcira að sér kveða. Jafnaðarmenn og aðrir, sem eru andvígir endurnýjun varnarsamningsins milli Jap- ans og Bandaríkjanna, berj- ast mjög gegn komu forset- ans. En Æskulýðsráð Japans, sem í eru 7 milljónir félags- manna, hefur tilkynnt banda- ríska sendiráðinu, að meiri hluti almennings í Japan sé andvígur þeim hávaðasama minnihluta, sem berst gegn heimsókninni. Kishi forsætisráðherra og stjórn hans hefur ákveðið að stefna um 600 þús. fylgismanna sinna út á göturnar til að fagna Eisenhow- er, er hann kemur til borgarinn- ar og vega þannig upp á móti þeim 50 þúsundum vinstri sinn- aðra stúdenta, sem hafa gert ráð- stafanir til að hindra för forset- ans, en þeir ætla að leggjast á flugbrautina í veg fyrir þotu for- setans. Víðtækar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar til verndar forsetanum. Munu lögreglumenn standa vörð með tæpl. tveggja metra milli- bili hina 10 km leið frá flugvell- inum til keisarahallarinnar, en þangað munu þeir Eisenhower forseti og Hirohito keisari aka í skotheldri bifreið. f lögreglulið- inu verða um 20 þús. manns og hefur lögreglan í Tókíó orðið að fá liðsauka. Formleg málaleitan Stjórnarandstaðan' hefur farið Framhald á bls. 23. Úlfaldi gerður úr mýflugu Engin hætta samfara eldflaugar- brunanum McGuire í New Jersey, 8. júni. — (Reuter) — YFIRMENN bandarísku eld- flaugabækistöðvarinnar í Mc- Guire tilkynntu í morgun, að engin ástæða hafi verið til að gefa út tilkynningu um hættuástand í nágrenni bæki- stöðvarinnar, þótt kviknað hefði í eldflaugaskeyti af Bo- marc-gerð, sem bar atóm- sprengju í trjónunni. Er rannsókn nú hafin á því, hver eigi sökina á því að stór- ýkt og villandi brunaköll voru send út vegna íkviknunarinnar. Komið hefur í ljós, að fyrsta tilkynningin um að atómspreng- ☆ Flugliðsforingjarnir saka ríkislögregluna í New Jersey um að hafa vakið skelf- ingu fólks að ástæðulausu með opinberum tilkynninguin um að atómsprenging hefði orðið í bækistöðinni. Uppspuni að Kínverjar hafi klifið Everest NÝJU DEHLI, 8. júní: — Indverskir fjallgöngumenn bera brigður á tilkynningu Kínverja um að þeir hafi klif- ið tind Mount Everest norðan frá. Það sem gerir frétt Kínverja sérstaklega tor- tryggilega, er tímamarkið sem þeir nefna, 25. maí, en á þess- um degi geisaði blindhríð á norðan á Mount Everest- tindi, svo hörð að indverskur fjallgönguflokkur, sem var sunnan í fjallinu varð að gef- ast upp við að klífa það. Má þó nærri geta, að bylurinn befur verið skæðari í norður- hlíðinni, sem var áveðurs og er mjög brött. Fjallgöngumenn hafa bent á það að fleira sé atnugavert en þetta við tilkynningu Kín- verja um sigurinn yfir Mount Everest. T. d. segja Kínverj- ar, að fjallagarpar þeirra hafi komizt án súrefnisgeyma upp á tindinn. Nepal-búinn Sherpa Tensing, sem sigraði Mount Everest fyrstur með Hiliary 1953 segir í þessu sambandi, að það sé mögulegt fyrir mann að standa hreyfingarJaus um stund uppi á Everest tindi án súrefnisgeymis, en aðeins ef hann hefur mjög sterk lungu, þrek, viljastyrk og er vanur háfjallalofti. Hitt seg- ir hann að sé gersamlega úti- lokað að hreyfa sig án súrefn- isinntöku í svo mikilli hæð. Því fjarstæðukenndari er sú fullyrðing Kínverja, að fjall- göngumcnn þeirra hafi komizt upp hina bröttu norðurhlíð Everest *-án þess að hafa súr- efni með sér. Allt veldur þetta því, að menn draga nú stórlega í efa, jafnvel fortaka, að nokkur stafur sé sannur í sigurhrósi Kínverjanna. ing hefði orðið kom í varúðar- skeyti sem var sent með .fjarrit- unartækjum" frá bækistöðvum ríkislögreglunnar í New Jersey í skeyti þessu sagði: „Sprenging í atómsprengjuhleðslu. Enginn særður. Höfum fengið tilkynn- ingu frá Bomarc-stöðinni um að sprengjuhleðsla í flugskeyti hafi sprungið". Yfirmenn flugstöðvarinnar segja að í þessari tilkynningu sé alltof mikið gert úr hættunni. Fram. á bls. 2. ÞESSI mynd var tekin af rúss | neskum njósnatogara um 60 mílur undan strönd Long Is- land í New York-fylki í Banda ríkjunum. Hringsólaði hann þá skammt frá bandariska kjarnor'.trfkafbátnum George Washington, sem þar gerði til- raunir með Polarisflugskeytl. Töldu Bandaríkjamenn, að á- höfn togarans væri auk þess að forvitnast um ganghraða kafbátsins, hávaðann frá skrúfunni o. fl. En útbúnað- urinn á yfirbyggingu togar- ans benti þó til þess, að meg- inverkefnið væri að staðsetja bandarískar ratsjárstöðvar og finna bylgjultngdirnar, sem notaðar eru í fjarskiptum milli ratsjárstöðvanna. Vesturveldin vilja: Samhliða afvopnun á öllum sviðum GENF, 8. júní. (Reuter): — Vest- urveldin gerðu Rússum það ljóst í dag, að þau gæíu ekki fallizt á kjarnorkuafvopnun, nema henni fylgdi samhliða verulegur niðurskurður venjulegs vopna- búnaðar. Kom þetta fram í ræðu sem Ormsby Gore fulltrúi Breta flutti á afvopnunarráð- stefnunni. Bönn stoða ekki Ormsby-Gore sagði, að það væri fávíslegt að ætla að banna kjarnorkuvopn á sama tíma og stórveldi væru grá fyrir járnum á sviði venjulegs vígbúnaðar. Ef styrjöld brytist út, þá myndu styrjaldaraðiljar neyta allrar vísindaþekkingar sinnar til að klekkja á andstæðingum, m. a. hefja framleiðslu kjarnorku- vopna. Þá stoðuðu engin bðnn. Þess vegna kvað hann Vestur- veldin vilja fremur stefna að því með tillögum sínum, að draga úr möguleikum á styrjald- arrekstri yfirleitt, svo að ekki kæmi til neinnar styrjaldar, hvorki með atómvopnum né venjulegum vopnum. Eru það tillögur Vesturveld- anna, að afvopnunarsamningur verði gerður í fjórum liðum: 1) Afvopnun í áföngum, 2) Komið verði á jafnvægi í herbúnaði hinna einstöku ríkja, svo að ekk- ert sé öðru miklu öflugra, 3) Til framkvæmda komi víðtækt eft- irlitskerfi til að hindra undan- brögð. 4) Reynt verði að draga úr alþjóða tortryggni og afvopn- un framkvæmd í réttu hlutfalli við aukið traust þjóðanna. Er Panchen Lama fangi? Bomarc-flugskeyti eins og það sem sprakk. — N JU DELHI, 8. júní (Reuter): — Bardagar tíbetskra uppreisnar- manna og kínverskra kommún- ista halda áfram í vestur og ausj- ur Tíbet. Segja indversk dagblöð, að þrjú þúsund Kínverjar hafi fall- ið eða særzt í aðalbardaganum, sem varð milli 15 þús. tíbetskra nýliða, sem teknir höfðu verið í kínverska herinn og kínverskra herflokka við Khamajong í vest- ur Tíbet. Indversk blöð hafa borið til baka þær fregnir, að Panchen Lama væri kominn til Indlands og segja að hann sé enn í Lasha, höfuðborg Tíbets, í strangri um- sjón hinna kínversku stjórnenda. The Hindustan Times, segir þær fréttir frá indversku landa- mæraborginni Kalimpong, að þeir atburðir hafi orðið i Tibet að kínverskir hermenn hafi ráð- ist á liðsforingja sina og drepið nokkra þeirra. Hafi þessir her- menn síðan verið drepnir á flótta í áttina til indversku landamær- anna. Bar ritstjóri blaðsins fram þá uppástungu, að tíbetskir flótta- menn i Indlandi yrðu þjálfaðir I skæruihernaði ef kæmi tii árásar Kínverja á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.